Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUN BLAÐ1D Föstudagur 6. nðv. 1964 Vígsla „ Litla sviösins “ NÝTT leikhús var ví,';t í Reykja- vík í fyrrakvöld, „Litla sviðið“, en Þjóðleikhúsið hefur, sem kunnugt er, tekið á leigu sai í Lindarhæ, húsi Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins við Lindar- götu. „Litla sviðið“ mun einkum eiga að nota sem tilraunaleikhús, og þar verður hægt að kynna ýmiskonar leikhúsverk, sem ekki krefjast stórs sviðs né mik- illa skiptinga á leiktjöldum. Þá mun Leiklistarskóli Þjóðleik- hússins hafa þarna aðsetur. „Litla sviðið“ var vígt með sýningu á leikritinu „Kröfuhaf- ar“ eftir Strindberg, sem leikið var einu sinni í júní síðastliðnum á Listahátíðinni. Verða nú teknar upp á ný sýningar á þesu verki. Lárus Pálsson setti ,,Kröfuhafa“ á svið, en með hlutverkin þrjú fara þau Helga Valtýsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson. Þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson. . Salurinn var þéttskipaður gestum. Má þar telja ráðherrana dr. Gylfa Þ. Gíslason, Guðmund f. Guðmundsson, Jóhann Haf- stein, Emil Jónsson og frúr þeirra, borgarstjórann í Reykja- vík, Geir Hallgrímsson og frú, stjórnarmenn verkalýðsfélaga þeirra, sem húsið eiga, auk margra fleiri gesta. Áður en sýning hófst flutti þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, stutt ávarp, óskaði eigendum Lindarbæjar til ham- ingu með hin nýju húsakynni og fagnaði þeim nýju möguleikum, sem starfsemi Þjóðleikhússins byðust með tilkomu „Litla sviðs- ins“. Þá rakti formaður Þjóð- leikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, sögu og þróun leiklistar á íslandi. Næsta verkefnið á „Litla svið- inu“ verða tveir einþáttungar, „Sköllótta söngkonan", gaman- leikur eftir lonesco og „Skærur“, aldamótakómedíu eftir danska leikritahöfundinn Gustav Wied, báðar í þýðingu Bjarna Bene- diktssonar frá Hofteigi. Leik- sjóri verður Benedikt Árnason. Verð aðgöngumiða á sýningar „Litla sviðsins" verður mun lægra en í Þjóðleikhúsinu sjálfu, eða kr. 80. Verða miðarnir seldir í aðgöngumiðasölu Þjóðleikhúss-1 gestir munu verða á sýningar ins. Engir fastir frumsýningar-' „Litla sviðsins". Séð yfir áhorfendasalinn í Lindarbæ. Happdrætti DAS í fyrradag var dregið í 7. f I. Happ drættis DAS um 200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali, kr. 500.000, kom á nr. 44383. Umboð: Aðal- umboð. Consul Corsair fólksbifreið kom á nr. 19557. Umboð: Aðal- umboð. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000, kom á nr. 17368. Umboð: Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000, kom á nr. 31829. Umboð: BSR. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000, kom á nr. 31782. Umboð: Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000 kom á nr. 51010. Umboð: Hvalfjörður. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20.000 kom á nr. 9996. Umboð: Aðalumboð. Nr. 26288. Umboð: Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000 kom á nr. 12887, 24113. Umboð: Aðalumboð. 34144. Umboð: Selfoss. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000 hvert: 5593, 34147, 40348, 62090, 64814. EFTIRTALIN númer hlutu húS' búnað fyrir kr. 5.000 hvert: 78 725 738 897 1934 1312 1631 2136 2616 3456 3712 3734 3774 3835 4078 4305 4307 4767 5037 6147 6686 7170 8658 8841 9022 9076 9196 9341 10886 11006 13170 13438 13996 13832 14586 15028 15328 15345 15520 16126 16164 16378 16470 16845 17812 18106 18294 18733 19249 19338 19613 19746 21820 21864 22112 22199 22205 22256 22673 22846 23240 23331 23557 24126 24127 25389 25412 25463 25526 25762 25784 26233 26489 26706 27667 27932 28003 28539 29039 29667 29784 30100 31146 31169 31201 31233 32101 32315 32705 32729 32765 32859 33028 33135 33138 34276 34868 34925 35348 36030 36050 36140 36180 36511 36724 36778 37248 37525 37890 37974 Framhald á bls. 23. Fékk lax \ | / nótina \ I Akranesi, 4. nóv. — [ ÞAÐ varð uppi fótur og fit, [ [ svo allt ætlaði um koll að [ [ keyra í vélbátnum Haraldi, [ ; jafnvel kokkurinn stökk með ■ | hvítu stromphúfuna með l 1 steikargaffalinn í hendinni j E frá sjóðheitri pönnunni á j j kabyssunni, þar sem hann j : var að brasa boilur handa j : tnannskapnum. — Sjáið þið j : bara, kallaði koksi eins ogj : hinir, lax í nótinni! I Það var orð að sönnu. Dá- j 1 vænn lax synti í miðri nótinni j i og sló um sig með sporðinum, j i eins og honum þætti lítið: | koma til síldanna í kringum j | hann. Laxinn vó 9 pund. j = — Oddur. j llillllltllimilHIMM ÁHUGAMENN í gær minntist ég á Ríkisút- varpið og forsetakosningarnar og í tilefni þess skrifar Jón M. Árnason eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Undirritaður getur glatt þig með því að upplýsa að ótti þinn í gærmorgun um að þú værir eini áhugamaðurinn hér- lendis um kosningaúrslitin í Bandaríkjunum, var ástæðu- laus. Mér er persórrulega kunnugt um einn fréttamann útvarpsins sem dvaldist glaðvakandi við tækið sitt alla nóttina og fylgd ist með talningu vestra, þar að auki annan kollega hans sem var vaknaður fyrir klukkan sex, og hóf þegar að tékka enn betur það sem þegar var kom- ið fram um kosningarnar, og í þriðja lagi þul sem staulaðist ekki alveg meðvitundarlaus í áttina að hljóðnemanum á sjö- unda tímanum. Þá hefði auðvit að verið hægt að byrja strax að hrópa kosningafréttirnar út um gluggann hérna á sjöttu hæð- inni, en að athuguðu máli var ákveðið að bíða þar til útvarp hófst kl. 7,00. Þá var íslenzku þjóðinni þegar sagt frá því sem vökumenn útvarpsins voru bún ir að viða að sér, það var síðan endurtekið í bættri útgáfu klukkan hálf átta, og þar að auki tókst þul með ótrúlegu snarræði að geta helztu úrslita rétt upp úr átta. Þarna höfum við þá samtals fjóra íslendinga með áhuga á forsetakosningun- um í Bandaríkjunum, og má það teljast sæmilegt, miðað við fólksfjölda. Með kærri kveðju og virðintgu. Jón M. Árnason.“ MEIRI SÍLD — MEIRI SÍLD Það kemur mér á óvart, að þrír útvarpsmenn skyldu vera meðal þeirra, sem áhuga höfðu á úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum — fcg þess vegna er ég ekki hissa á því að Jóni Múla Árnasyni þyki þetta há tala miðað við fólks- fjölda. Samt sem áður — skemmtileg tilviljun að þarna skyldi líka leynast áhugi á kosn ingum í landi, sem þó er jafn- fjarlægt okkur. Ég er með fréttirnar klukkan hálf níu í huga, aðalfréttatíma morgunsins. Þá kom það samt vel í Ijós, að hinir umræddu þremenningar höfðu sem betur fer meiri áhuga á slökkviliðinu í Reykjavík og síldarfréttum siðasta sólarhrings en forseta- kosningunum í Bandaríkjun- um, því auðvitað voru útlendu fréttirnar látnar sitja á hakan- um. Ég segi fyrir mig, að ég bíð á hverjum morgni með öndina í hálsinum eftir síldarfréttum morgunútvarpsins, því aldrei veit maður fyrirfram hvort þeir hafa haft brælu. Gg hér kemur svo næsti kafli úr svarbréfi Georgs Lúðvíks- sonar til hjúkrunarkonunnar: „2. f grein hjúkrunarkonunn- ar segir: „Síðan þessi launamál kom- ust í betra horf hafa stjórnar- völd spítalanna, a.m.k. ríkis- spítala, gert það sem í þeirra valdi hefur verið, að með smá- munaskap og slíku hrakið í burtu margar hjúkrunarkonur, sumar til annarra spítala eins og Landakotsspítala, sem viður- kennt hafa hæfileika hjúkrunar- kvenna með því að borga þeim það, sem þeim ber“. SMÁMUNASKAPUR FRÁ HENDI STJÓRNENDA: Við afgreiðslu launa oig ákvörðun kjara einstakra starfsmanna er jafnan mjög þýðingarmikið að fylgt sé sam- vizkusamlega gildandi reglum og samningum milli aðila. í ríkisspítölunum starfa nú um 800 manns að jafnaði og greinast þeir í um 30 hópa fag- lærðra og ófaglærðra starfs- manna. Þegar starfsmennirnir eru orðnir svo margir, sem hér um ræðir, getur vart annað gilt en að fylgt sé settum regl- um. Á undanförnum árum, þegar eftirspurn eftir vinnuafli hjúkr- unarkvenna, sem og fleiri flokka starfsmanna, hefur ver- ið miklu meira en framboðið, hafa stjórnendur ríkisspítal- anna kynnzt því, að þeir hafa verið meira bundnir við að framkvæma gildandi launa- samninga og reglur en ýmsar aðrar hliðstæðar stofnanir otg því oft beðið lægri hlut í kapp- hlaupinu um vinnuaflið. Heilir árgangar nýútskrifaðra hjúkr- unarkvenna frá Hjúkrunarskóla íslands hafa þannig ráðizt til annarra stofnana vegna fyrir- heita um betri kjör en ríkisspít- alarnir gátu boðið. Nýútskrif- aðar hjúkrunarkonur hafa stundum fengið boð um deild- arhjúkrunarkonustöður á hæstu launum strax á fyrsta starfsári. Það er ekkert við því að segja, þó að hjúkrunarkon- ur ráði sig til þeirra, sem hæst bjóða, en stjórnendur ríkisspít- alanna geta ekki farið inn á þessa braut í framkvæmd kj arasamninga. 1. júlí 1963 komu til fram- kvæmda fyrstu heildarsamn- ingarnir milli Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og ríkis- stjórnarinnar, þar sem hjúkr- unarkonur voru aðilar að m.a. í samningunum, sem í daglegu tali eru oftast kallaðir „Kjara- dómur“ komu fram mjög mörg og þýðingarmikil nýmæli miðað við eldri samninga. Hjúkrunar- konur fengu með þessum samn- ingum stórbætt kjör, sem er viðurkennt af þeim, enda þótt þær eins og fleiri hópar starfs- manna fengju ekki fram allar sínar óskir. Við framkvæmd samning- anna kom í ljós, að frekari skýringa var þörf frá samn- ipgsaðilum varðandi mörg samningsatriði um hvernig framkvæma ætti. Þá óskaði B.S.R.B. eftir, að samningsaðil- ar gengju frá flokkun einstakra starfsmanna í samræmi við samningana. Við röðun hjúkrunarkvenna I launaflokka kom fljótt í ljóa ágreiningur milli samnings- aðila um flokkun sérhæfðra hjúkrunarkvenna, sem einkum starfa í skurð- og röntgendeild- um. f samningunum var tekið fram, að þessar hjúkrunar- konur þyrftu að hafa lokið minnst 12 mánaða sérnámi til að fá réttindi sem sérhæfðar hjúkrunarkonur og flokkun i 15. launaflokk. Sérnám fyrir þessar hjúkrun- arkonur í Landspítalanum var hins vegar miðað við 9 mánuði hin síðari árin, en það vildi samninganefnd ríkisstjórnar- innar ekki viðurkenna sem nóg nám til að íullnægja samnings- ákvæum. Deiida um þetta mál stóð síðan nokkurn tíma milli aðila, en var síðan vísað til Kjaranefndar, sem tekur til lokaúrskurðar ágreiningsatriði milli aðila. Dómur Kjaranefnd- ar í þessu máli varð óhaigstæð- ur hjúkrunarkonunum. Afgreiðsla þessa máls tók nokkurn tíma sem fyrr segir. Margar þeirra hjúkrunar- kvenna, sem hlut áttu að máli, sögðu því upp starfi sínu 1 Landspítalanum og töldu sig ekki geta sætt sig við niður- stöðu málsins, þegar dómur Kjaranefndar lá fyrir, Oig réðu sig til annarra spítala, t.d, Landakotsspítaia, þar sem vafa- laust hefur verið fylgt áfrarn fyrri venjum og reglum um réttindi sérhæfðra hjúkrunar- kvenna. Sérnám hjúkrunarkvenna f Landspítalanum hefur nú verið lengt í 12 mánuði auk fleiri skipulagsbreytinga“. Rauðu Raffílöðurnar fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.