Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 10
1© MORGU NBLAÐIÚ Föstudagur 6. nóv. 1964 Bágt á ég með börnin tvö, bæði hátt þau gráta. Ef þau væru orðin sjö, eitthvað munu þau láta. ÞANNIG hljóðar gömul vísa, sem rifjaðist upp þegar við heimsóttum fjölskyldu suður í Kópavogi, sem á rúmum hálftíma jók tölu barnanna úr 4 í 7,'þegar húsfreyjan, Pálína Einarsdóttir, fæddi þríbura á Fæðingardeild Landspítalans fyrir 13 dögum. Nú er hún komin heim með viðbótina, sem dafnar vel. Tvær agnarlitlar hnátur lágu þar andfar1'* barnarúmi og sú þ^Sja I vagni við hlið- ina á þfeim. Þetta eru myjidar stúlkur, voru 10, 11 og 12 merkur á þyngd, þegar þær komu í heiminn og tvær þeirra eineggja tvíburar. Minni börnin, þau Lísa og Holger, tveggja, þriggja ára, Foreldrarhir, Kai Nilsen og PiVína Eimarsdóttir, með nýfæddn þríburana sína og tvö af 4 eldri börnuuum, þuu Jiolger og Lííu. Fjölskyldan siækkaði um þrjár hnatur á sem nú eru orðin stóru systkinin, eltu mömmu sína um íbúðina, en elztu börn- in tvö, 8 og 11 ára, voru ekki við. Faðirinn, Kai Nilsen, bakari, horfði stoltur á þessa nýju viðbót við fjölskylduna. — Áttuð þið von á þríbur- um? spyrjum við Pálínu. Og hún segir að læknarnir hafi haldið að þetta væru tvíburar, þar til 3 vikum áður en börn- in fæddust. — Hvernig leizt ykkur á það? — Nú, það var ekkert hægt að gera við því! — Þetta er aldeilis ábót! Hvað þarf eiginlega að þvo margar bleyjur á dag? Og við lítum á hrúgur af nýstrokkn- um barnaþvotti á straubrett- inu. — Ég veit það ekki. Ég hefi aldrei átt nema eitt. Annars hefi ég stúlku hálfan daginn núna fyrst, til að taka þvott- ana, segir Pálína, og bætir því við að sem betur fer væti hvorki tveggja né þriggja ára barnið sig lengur. Og maður hennar segir að fæðingin hafi gengið mjög vel, konan hafi veikzt um kl. 6 og fimm mín- útur fyrir níu hafi fyrsta stelpan fæðzt og þær allar verið í heiminn komnar kl. hálftíu. Faðirinn er að sjálfsögðu mjög ánægður með afkvæmin. Hann er bakari í Bernhöfts- bakaríi og félagar hans sögðu í gamni að skýringin á því að börnin eru þrjú, sé sú, að það sé svo mikil gerjun í brauð- unum hjá honum og í kring- um hann. Hann kvaðst nú ætla að fara að kaupa þrjár barnavöggur. Áður en hann sótti konuna á Fæðingardeild-. ina, fór hann niður í bæ til að kaupa barnahúfu, og þegar hann sagði við afgreiðslustúlk una: — Þrjár, takk! Þá leit hún gagnrýnandi á hann. Hann væri eitthvað skrýtinn í kollinum þessi. Lítið veit þó hinn stolti faðir hvað bíður hans, ef marka má orð móðurinnar, sem sagði að það væri einmitt svo ógætt að eiga tvíbura, því þá neyddist faðirinn til að sinna öðru á nóttunni. En þeg- ar þau eru orðin þrjú „sem gráta hátt“, þá fer jafnvel að vera nóg að gera fýrir tvo á nóttunni. Systurnar þrjár í Kópavogi gefa þó góð fyrir- heit. Móðir þeirra segir að þær hafi verið vandar á að heimta mat sinn sinn á hverj- um tíma, svo hægt sé að gefa þeim í röð, hverri á eftir ann- arri. Það er líka eins gott, þeg- ar gefa þarf þremur á þriggja tíma fresti. Aldarafmæli Klöecker Humbuldt Deutz Á ÞESSU ári er liðin öld siðan þýzki uppfinningaimaður- inn N.A. Otila stofnaði ásamt verkfræðingnum Eugen Langen verksmiðjufyrirtæki í Köln und- ir nafninu N.A. Otto & Cie. IÞessi verksmiðja var sú fyrsta í 'heiminum, sem fékkst ein- göngu við framieiðslu brennslu- Ihreyfla. Undirþrýstingshreyfill þeirra Otto og Langen, sem var hagkvæmasti frumihreyfill þeirra tíma, og sá fyrsiti sem smíðað- ur var í stórum stíl, var fram- leiddur til ársins 1877. Árið 1876 tókst N.A. Otto að fullkomna fjórgengishreyfil sinn, gas- brennsluhreyfil, sem varð upp- hafið að mó'JDrvæðingu seinni tíma. Þá hafði félagið fært út kvíarnár og nefhdist Motoren- fabrik DEUTZ AG. Enn í dag eru slíkir hreyflar oft nefndir Otto-hreyif.ar, til aðgreiningar frá Diesel-hreyflum, háþrýsti- hreyflum með beinni innspýt- ingu. Á langri ævi óx félaginu fisk- ur um hrygg, jafnframt því sem það tengdist öðrum vélá- og ökutækjaverksmiðjum. í dag er Klöckner-Humioldt-Deutz AG eitt af stærstu fyrirtækjum V- Þýz...,lands og framleioir dies- el-hreyfla allt að 4000 hestöfl- um að stærð, vörubifreiðar, strætisvagna, langferðabifreibir, dráttarvé ar, járnbrautarvagna, eldvarnatæki og slökkviliðsbif- reiðar, vélar og verksmiðjur fyr ir námu og efnaiðnað, sements- verksmiðjur, stálbyggingar alls- konar, gastúrbínur og 1-i.iu- hreyfla. Aldarafmæli sitt hélt félagið ihátíðlegt þann 16. október s.l. Þessa merkisatburðar er minnst á margan hátt í Þýzkalandi, m.a. hefur vesturþýzka póstmóla- stjórnin gefið út sérstakt frí- merki í ti.efni þess. Hér á íslandi er Kiöckner- Humbolt-Deuiz vei þekkt fyrir- tæki og framleiðsla þess, svo sem báta- og skipavélar, diesel- rafstöðvar og vörubifreiðar, dráttarvélar og dieselhreyflar í fjölda vinnuvéla lör.igu orðin landskunn sem meðal þess bezta sem fáan.egt er á heimsmarkað- inum. Einkaumboð fyrir Klöckner- Humboldt-Deutz AG hér á landi hefir HAMAR h.f. Tapast hefur rukkunarhefti frá Morgunblaðinu, líklega á Freyjugötu, Njarðargötu eða Berg- staðastrætí. — Skilist á skrifstofu blaðsins. — R. Kenneay 1 Framhald af bls. 1 að batur væri hann að sínum sigri kominn en Robert, sem sigraði Keating í New York- ríki með um 800.000 atkvæða mun, þar sem Edward fékk meira en milljón atkvæða meirihluta í Massaehusetts. Ræddu þeir bræðurnir síðan stjórnmál í ríkjunum tveim og höfðu fréttamenn, sem við staddir voru fund þeirra hið mesta gaman af. Varð einum þeirra að orði og minntist með sökknuði gamalla daga: „Þeir eru svo líkir, þegar þeir tala, raddhreimurinn alveg sá sami, að það er erfitt að greina þá í sundur — báðir alveg eins og hann eldri bróð I ir þeirra, Kennedy sálugi for ' seti“. Þegar verið var að taka af þeim myndir bræðrunum og konum þeirra, Joan og Ethel, sem báðar voru þarna líka, báðu ljósmyndarar Robert að færa sig aftar, hann skyggði á yngri bróður sinn. „Ætli hann eigi ekki eftir að gera það í Washington líka“ svar aði Edward og hló við. Bræð- urnir voru glaðir og reifir, eins og við var að búast, fögnuðu tvöföldum sigri og þeim ánægjulegu tíðindum að Edward kæmi sennilega heim af sjúkrahúsinu fyrir jól. — Einnig þráttuðu þeir um það i mesta bróðerni hvorum bæri að lilíta forsjá hins. „Ég var einmitt að minna Ted á það“, sagði Robert, en frétta men skellihlógu, „að ég væri eldri en hann (Robert er 38 ára, en Edward yngri) og það væri hefð í okkar fjölskyldu að eldri bróðirinn . . . “ — lengra komst hann ekki, því einn fréttamanna greip þá fram í og sagði: „En er ekki Edward eldri í hettunni í öld ungadeildinni?** • Stúlka óskast til vinnu hálfan eða allan daginn við léttan iðnað. Tilboð með uppl. sendist afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt: „Vesturbær — 9444“. Lítil íhúð óskast Eins til tvegfg ja herbergja íbúð óskast strax. Bæjifútgerð Reykjavikur sími 24345. Bltaðburðafólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hveríi Þingholtsstrœti Óðinsgata Fossvogsblettir Bergþórugata Seltjarnarnes Miðbœr Freyjugata Sími 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.