Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 6. nóv. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá.Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VIÐBRÖGÐIN VIÐ KOSNINGA ÚRSLIT- UNUM Cegja má, að viðbrðgðin við kosningaúrslitunum í Bandaríkjunum hafi verið nokkuð á einn veg. Hvar- vetna, bæði austantjalds. og vestan, var því fagnað, að Johnson forseti skyldi vinna stórsigur og þannig tryggt, að utanríkisstefna Bandaríkj- anna mundi verða svipuð héð- an í frá og hingað tiL Óttinn við sigur Goldwat- ers víða um heim byggðist á því, að með valdatöku hans yrði allt í óvissu um utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Stóryrði hans í kosningabar- áttunni, einkum í sambandi við utanríkismál, voru líka þess eðlis, að hann var naum- ast talinn hæfur forseti Bandaríkjanna. Fjöldi bandarískra áhrifa- manna, sem telja sig íhalds- menn og aðhyllast margt það, sem þing repúblikanaflokks- ins boðaði í innanríkisstjórn- málum, sýndi þá víðsýni að snúast gegn Goldwater vegna hinna ábyrgðarlausu skoðana hans og sleggjudóma, og öfl- ug bandarísk blöð, sem talin hafa verið íhaldssöm, börð- ust gegn kosningu hans. Bandaríska þjóðin gerði sér grein fyrir forystuhlut- verki sínu í alþjóðastjórn- málum. Menn sáu að óverj- andi var að taka þá áhættu, sem samfara var vali Gold- waters í forsetaembætti og þess vegna fylktu þeir sér um Johnson. Almennt telja menn ekki, að Lyndon B. Johnson verði talinn meðal merkustu for-, seta Bandaríkjanna, en hann er farsæll stjórnmálamaður, og menn gerðu sér réttilega grein fyrir því að með kjöri hans væri ekki tekin sú á- hætta, sem Bandaríkjamenn mega ekki leyfa sér. BARNASKAPUR Tiyfenn minnast þess, að fyrir nokkrum árum tóku Framsóknarmenn upp á því að reyna að tileinka sér Kénnedy Bandaríkjaforseta. Sögðu þeir að stefna Fram- sóknarflokksins væri nánast hin sama og hann hefði mark- að o.s.frv. Gerðu menn að vonum að þessu góðlátlegt grín og Framsóknarforingj- arnir sáu sjálfir að þetta var heldur broslegt og létu af til- tækinu. En fleiri eru nú orðnir barnalegir en foringjar Fram- sóknarflokksins. Þannig gef- ur að líta í ritstjórnargrein Alþýðublaðsins í gær, að Johnson Bandaríkjaforseti sé maður, sem fari „braut hóf- legrar jafnaðarstefnu í flest- um innanríkismálum“. Naumast þarf að eyða að því orðum, að báðir hinir bandarísku stjórnmálaflokkar eru borgaraflokkar, sem af- neita sósíalisma, enda hefur jafnaðarstefna aldrei fest ræt ur í bandarískum stjórnmál- um, þótt margar tilraunir hafi verið gerðar til að boða hana í því ríki sem öðrum. Út af fyrir sig má segja að menn geti látið sér í léttu rúmi liggja, þótt Alþýðublað- ið gamni sér við að ímynda sér að sósíalistar eigi andlegt samneyti með bandarískum stjórnmálaleiðtogum. Menn brosa bara að barnaskapn- um. Á hinu er rétt að vekja at- hygli, að ritstjóri Alþýðu- blaðsins, sem jafnframt er formaður útvarpsráðs, um- gekkst hlutleysisreglur út- varpsins á þann veg, er hann tók saman þátt um banda- rísku kosningarnar, að láta að því liggja, að Johnson for- seti væri vinstri maður og stefna hans „lýðræðislegur sósíalismi“. Naumast trúir Benedikt Gröndal, ritstjóri, sem hefur talsverð kynni af Bandaríkj- unum, slíkri fásinnu. Þess vegna hefði hann líka sem formaður útvarpsráðs átt að varast að falla í þá gryfju að halda þessu fram. PÓLITÍSKUR DAUÐADÓMUR k næstu vikum og mánuð- um má gera ráð fyrir að umræður um væntanlegar stórvirkjanir og stóriðjufram- kvæmdir hér á landi fari vax- andi, enda kemur senn að því að íslendingar taki ákvarð anir um framkvæmdir á þessu sviði. Eru umræður raunar þegar hafnar á Al- þingi, þar sem Framsóknar- menn flytja tillögur um það að stjórnarandstæðingum, þar á meðal kommúnistum, sé gerð glögg grein fyrir þess- um málum og samráð við þá haft. Kommúnistar hafa lýst sig andstæða stóriðjufram- kvæmdum og raunar upplýst, að tilboð þeirra um „gaffal- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillllillillilliiiiillllllillllllllllllliliiiiiiMiiíiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii I 3 Skýrsla um mis- ferli Krúsieffs NEW Tork Herald Tribune skýrffi nýlega frá því, aS nú sé verið að koma í umferð í Sovétríkjunum skýrslu um sannleikann bak við valda- afsal Nikita S. Krúsjeffs. Skýrslan, sem er í 29 atrið- um, ákærir Krúsjeff um ein- ræði, frændsemisfylgi og að hafa komið af stað kreppu- ástandi í sovézkum landbún- aðarmálum svo að eitthvað sé nefnt. Við lestur hinnar 40 síðna skýrslu um hina svonefndu glæpi Krúsjeffs vaknar með manni mynd af rustalegum, fyrirferðarmiklum og sjálfs- elskufullum manni. Hann er jafnvel ásakaður um að hafa reynt að troða konu sinni, Nína Krúsjeff Nínu inn í virðingarstöður. Þær heimildir, sem blaðið segist hafa um skýrslu þessa virðist benda til þess að gallar Krúsjeffs séu ýmsir og þeir helztu þessir: ófullkomleiki persónunnar, frændsemisfylgi, sjálfsdýrkun, mistök í milli- ríkjaviðskiptum, mistök í fjár- málum og misferli í sambandi við stjóm flokksins. Sú ásökun, að Krúsjeff hafi verið frændsemisfylginn á ekki aðeins við um Nínu konu hans. Er gefið í skyn að hann hafi látið son sinn fá ýmis verkfræðistörf, sem hann átti ekki skilið, og einnig á hann að hafa komið Rödu, dóttur sinni í ritstjórnarstarf, sem hún átti ekki skilið. Hann er einnig ásakaður um að hafa notað tengdason sinn, Alexei Adshubei til ýmissa óleyfi- legra starfa, svo sem heim- sókna til Vestur-Þýzkalands síðastliðið sumar. Krúsjeff er ásakaður um að reyna að líkja stöðu forsætis- ráðherra við hina valdamiklu aðstöðu forseta Bandaríkj- anna. Að því er sagt er hefur hann unnið að því að „centralisera" stjórn Sovét- ríkjanna og með því að vinna að breytingu stjórnarskrár- innar. Skýrslan nefnir nokkur af þeim mistökum, sem Krúsjeff á að hafa gert í utanríkismál- um, en hann á að hafa gert alvarlegar skyssur, bæði í Kúbumálinu og í Súezmálinu. Stefna hans í málum varð- andi Kína hefur verið röng og Krúsjeff hefur kostað Kreml missi stuðnings annarra kommún- istaflokka, stendur í skjalinu. Loks eru nefnd nokkur mál í sambandi við málefni flokks- ins, sem Krúsjeff hefur látið til sín taka, og það með litlum sóma að áliti þeirra, er skýrsl- una sömdu. Er hann ásakaður um að hafa rekið nokkra háttsetta menn og sett í stað þeirra menn, sem höfðu hvorki reynslu né hæfileika til þess að gegna störfum hinna. Á Krúsjeff að hafa reynt að ná flokknum undir sína stjórn í stað þess að honum yrði stjórnað af mangra manna stjórn, eins og eftirmenn hans predika nú. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiíiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Valið í þingnefndina, er fjalla á um handritin bitasöluna" til Rússa, eins og Hannibal Valdimarsson komst að orði, sé sett fram í þeim tilgangi að reyna að hindra stórið j uf ramkvæmdir. Menn reiknuðu ekki með stuðningi kommúnista við þessi stórmál fremur en ann- að, sem til framfara horfir, en hins vegar mun af athygli verða fylgzt með afstöðu Framsóknarflokksins og hvers einstaks af forystu- mönnum hans. Og það verður ekki ein- ungis í nútíð, sem forvitni- legt verður talið hverja af- stöðu menn taka, heldur mun einnig í framtíðinni verða litið til þeirra umræðna, sem nú eru að hefjast, og þá munu menn og flokkar verða metnir eftir því, hvort þeir láta stjórnast af stórhug og framsýni eða smásálarskap og þröngsýni. Stóriðjan kemur, en spurn- ingin er aðeins um það, hvort einhverjir stjórnmálamenn kveða upp yfir sjálfum sér pólitískan dauðadóm við um- ræður um hana. Einkaskeyti til Morgunblaðs ins frá Kaupmannahöfn, 4. nóvember: — DANSKA þingið hefur valið 11 menn í nefndina, sem fjalla á um frumvarpið um afhendingu handritanna. Af hálfu Sósial- demól f ata eiga þeir sæti í nefnd inni Wilhelm Dupont, sem hafði framsögn um frumvarpið, Peter Nielsen, framsögumaður flokks- ins um stjórnmál, Niels Matthia- sen, flokksritari, Erling Olsen, háskólakennari, Börge Schmidt, bókavörður í bókasafni verkalýðs hreyfingarinnar, Poul Nilsson og G. Chr. Hougaard. Af hálfu rót- tækra á fyrrv. menntamálaráð- herra, Helveg Petersen sæti í nefndinni. fhaldsmennirnir í nefndinni eru allir mótfallnir afhendingu handritanna. Þeir eru: Poul Möll er, Edvard Jensen, lýðháskóla- stjóri, sem við fyrstu umræðu í þinginu lýsti sig andvígan'afhend ingunni, og Ellen Strange Peter- sen, blaðamaður, en hún er gift prófessor við háskólann í Árós- um. Erik Eriksen, formaður Vinstri flokksins, á sæti í nefndinni og auk hans af hálfu flokksins, framsögumaður hans um hand- ritamálið, Ib Thyregod, Per Möller, ritstjóri og Börge Did erichsen, háskólakennari, sem mælti gegn afhendingu við fyrstu umræðu. Af hálfu Sósíal íska þjóðarflokksins á formaður hans, Aksel Larsen, sæti í nefnd inni. Formaður nefndarinnar hef ur ekki verið valinn. Eessastaðakirkju færð Guðbrands- biblía Á ALDARAFMÆLI Erlends óðalsbónda Björnssonar á Breiða bólsstað á Álftanesi, hinn 3. nóv. afhenti dr. ing. Jón E. Vestdal og kona hans Bessastaðakirkju Guðbrandsbiblíu að gjöf. Þetta eintak er kjörgripur, í góðu standi, fögru bandi og með silfurspennum. Tóku forseti íslands og pró- fastucinn á móti gjöfinni með þakklæti og virðingarorðum um Erlend óðalsbónda. Auk gefenda voru önnur böra Erlends viðstödd kirkjuathöfn- ina, og að henni lokinni var gengið til stofu á Bessastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.