Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 15
r Föstudagur 6. nóv. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 15 Lækkun skatta og útsvara FVNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Á dagskrá Efri deildar var frumvarp um gróður- vernd og landgræðslu og frum- varp um ferðamál. Á dagskrá Neðri deildar var frumvarp um breyting á almennum hegningar- lögum, frumvarp um náttúrurann BÓknir, frumvarp um lækkun ekatta og .útsvara og frumvarp um jafnvægi í byggð Iandsins. EFRI DEILD Jón Þorsteinsson (Alþfl.) fylgdi úr hlaði frumvarpi um breytingu á lögum um ferðamál, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Er það lagt fram af samgöngumála- nefnd Efri deildar að beiðni sam- göngumálaráðherra. Var sam- þykkt að vísa því til 2. umr. Arnór Sigurjónsson (Albl.) gerði grein fyrir frumvarpi, sem hann hefur lagt fram um gróður- vernd og landgræðslu. Er til- gangur frumvarpsins að koma í veg fyrir eyðingu á gróðri og jarðvegi og að græða upp og rækta sanda, mela, aura og önn- ur gróðurvana lönd til aukinna landsnytja. Urðu nokkrar um- ræður um frumvarpið og tóku þá til máls auk Arnórs þeir Ásgeir Bjarnason og Jón Þorsteinsson. Var frumvarpið síðan samþykkt til 2. umr. og landbúnaðarnefnd- ar. — NEÐRI DEILD Þar var fyrst á dagskrá til 3. umræðu frumvarp um breyt- ingu á almennum hegningarlög- um og var samþykkt umræðu- laust að vísa því frumvarpi til Efri deildar. Náttúrufræðistofnun tslands Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, fylgdi úr hlaði stjórn- arfrumvarpi um almennar nátt- úrurannsóknir og Náttúrufræði- stofnun íslands. — Gerði hann grein fyrir þróun mála á þessu sviði hing að til og rakti frumvarpið og greinargerð, sem því fylgir. — | Ræddi ráðherr- ann einnig um helztu breyting- ar, sem gert er ráð fyrir með þessu frumvarpi, að verði á núgildandi lögum um Náttúrugripasafn íslands, en þær eru m.a., að nafnið breytist úr Náttúrugripasafni íslands í Náttúrufræðistofnun fslands. Er það gert með því að fyrra nafn stofnunarinnar hefur valdið tölu- verðum misskilningi. Hafi marg- ir álitið, að verkefni stofnunar- innaf hafi fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu verið að safna náttúrugripum til sýnis fyrir al- menning. Því er lagt til, að nafn- inu verði breytt og áherzla lögð á meginverkefni stofnunarinnar, sem er vísindalegar rannsóknir á náttúru landsins. — Með þessu frumvarpi eru almenn ákvæði um náttúrurannsóknir innlendra og erlendra manna tengd Nátt- úrufræðistofnun íslands og stofn uninni falið eftirlit með almenn- um rannsóknum erlendra nátt- úrufræðinga. f núgildandi lögum er það tal- ið fremst í aðalhlutverkum safns- ins að safna náttúrugripum og varðveita þá. í þessu frumvarpi er þessu breytt og fyrst talið það mikilvæga verkefni stofnunar- innar að vera miðstöð almennra vísindalegra rannsókna á nátt- úru landsins. Frumvarpinu var síðan vísað samhljóða til 2. umr. og mennta- málanefndar. Lækkun skatta og útsvara Halldór E. Sigurðsson (F) tal- aði fyrstur í umræðum um frum- varp Framsóknarmanna um lækkun skatta og útsvara. Sagði hann, að þrátt fyrir framlög úr •'f Jöfnunarsjóði, þá hefðu sveit- arfélögin orðið að leggja á svo há útsvör og raun bæri vitni um, því að dýr- tíðin væri búin að eyða því, sem fengizt hefði úr Jöfnunarsjóði. Hann sagði enn fremur, að rík- isstjórnin hefði lýst því yfir, að með ákvæðum um skatta, sem komið var á í fyrra, hefði verið komið í veg fyrir skattsvik. Allt annað hefði hins vegar orðið upp á teningnum. Hann kvaðst undrandi yfir þvi, hve þingmenn Alþýðubandalags- ins hefðu sýnt þessu frumvarpi lítinn áhuga í umræðum um það. Guðlaugur Gíslason (S) sagði, að um hreina sýndarmennsku væri að ræða með þessu frum- varpi. Kvaðst hann byggja þau ummæli á því, að ekkert hefði fram komið af hálfu flutnings- manna frum- varpsins, hvaðan ætti að taka þær 300 milljónir, sem þyrfti til að framfylgja frv. Halldór hefði viðurkennt, að Jöfnunars j óður sveitarfélaga hefði komið sveit- arfélögunum að miklu gagni. Framsóknarflokkurinn hefði hins vegar, þegar hann var við völd, ekki viljað veita sveitarfélögun- um aðstoð úr ríkissjóði og þannig lækka útsvörin. Hinir háu skatt- ar ættu rót sína að rekja til þess, að tekjur manna hefðu oi^Sið meiri en reiknað hafði verið með. Framsóknarflokkurinn hefði allt- af verið neikvæður gagnvart því, að sveitarfélögin gætu aflað sér óbeinna tekna og því hefðu sveit- arfélögin verið neydd til þess að leggja á sem mgst útsvör fyrir útgjöldum sínum. Jón Skaftason (F) sagði, að skattarnir væru háir og því meira sem ríkissjóður tæki til sín í sköttum þeim mun minna yrði eftir handa sveitarfélögun- um til þess að leggja á. Halldór E. Sigurðsson sagði, að vinstri stjórnin hefði sagt af sér, þegar ekki várð samstaða í henni um úrræði gegn dýrtíðinni. Núverandi stjórn réði ekki held- ur við dýrtíðina, en sæti samt áfram sem fastast. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, sagði það misskilning, sem fram hefði komið hjá Fram- sóknarmönnum, að tekjuafgang- ur hefði orðið það mikil hjá ríkissjóði, að nota mætti hann til að lækka ákattana. Hann kvaðst vilja minna á það, að ;í sambandi við ^þing Sambands ísl. sveitarfélaga á sl. ári hefði hann skipað nefnd til þess að vinna að fjár- útvegun handa sveitarfélögum í fyrsta lagi til fjárfestingalána og í öðru lagi rekstarrfé. Álit þess- arar nefndar væri væntanlegt mjög bráðlega. Sigurvin Einarsson (F) tók að lokum til máls og sagði, að tekju- afgangur ríkissjóðs væri miklu meiri en fjármálaráðherra hefði haldið fram. Jafnvægi i byggð landsins Gísli Guð-mundsson (F) fylgdi úr hlaðifrumvarpi um jafnvægi í byggðlandsins, sem hann og 5 aðrirþingmenn Fram- sóknarflokksins í Neðri deild hafa flutt. Hann sagði, að sökum þess að við ís- lendingar vildum eiga þetta land, þá væri það skylda okkar, að sjá um að það væri vel byggt. Gerði hann síðan ítarlega grein fyrir frumvarpinu og greinar- gerðinni, sem fylgir því. Atkvæðagreiðslu um frum- varpið var frestað. Frumvörp TVEIMUR nýjum frumvörpum var útbýtt á Alþingi í gær. Er annað þeirra um breytingar á jarðræktarlögum og er það meg- inefni þess, að ríkisframlag til jarða- og húsbóta verði bundið við ákveðið hlutfall af áætluðum kostnaði við framkvæmdirnar, sem sé metinn árlega af trúnað- armönnum Búnaðarfélags fs- lands og Teiknistofu landbúnað- arins. Er þetta gert til þess að fyrirbyggja, að aukning verð- bólgu rýri ríkisfranilagið hlut- fallslega. Þá eiga framlögin að hækka frá því, sem nú er. Frum- varpið er flutt af þingfnönnum Framsóknarflokksins í Neðri deild. Hitt frumvarpið er um breyt- ingu á lögum um verndun forn- menja. Er það aðalefni þess, að öll hús byggð fyrir 1874 séu tek- in undir lög um fornmenjar, sett á skrá yfir fornleifar af þjóð- minjaverði og farið með þau að lögum um verndun fornmenja. Þetta er lagt fram í Neðri deild og flutt af Einari Olgeirssyni. Þingsályktunartiliögur Tveimur þingsályktunartillög- um var útbýtt í gær. Er önnur þeirra um uppsetningu radar- spegla á suðurströnd landsins í því skyni að auka öryggi sjófar- enda. Flutningsmaður hennar er Geir Gunnarsson. Efni hinnar tillögunnar er, að Alþingi álykti að skora á ríkis- stjórpina að láta gera áætlun um framtíðarstaðsetningu hinna ýmsu sérskóla og annarra menn- ingarstofnana, sem ætla -má, að þjóðin þarfnist. Skuli m. a. mið- að að því, að efla Akureyri sem skólabæ og stefnt að þvi, að há- skóli taki þar til starfa í náinni framtíð. Flutningsmenn eru Ingv ar Gíslason og tveir aðrir þing- menn Framsóknarflokksins. 1 hOsi þessu, sem er þríbýlishús við Melabraut á Sel$jarnamesi á 970 ferm. eignarlóð eru til sölu 2 fokheldar íbúðir. íbúðirnar eru 95 ferm að flatarmáli auk sérherbergis og sérbílskúrs, sem fylgja hverri íbúð. — íbúðirnar eru allar með sérinngangi, sérhita og sérþvottahúsi, og eru tilbúnar strax til af- hendmgar. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Skipa- og fasteignasalan HÓTEL TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum er til sölu stórt hótel utan Reykjavíkur í fullum rekstri. — Sala miðast við næstkomandi áramót. Útborgun er eftir samkomulagi og hagstæð lán til langs tíma geta fylgt. — Fyrirspurnir sendist í pósthólf nr. 248 Reykjavík í bréfum merktum: „Hótel“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.