Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Fðstudagur 6: nóv. 1964 f-------------------N JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni ^___________________J ©PIB COSP'-'? __________________________________________________________33/V — Nei, þarna kemur Óli. Það er hann, sem gefur mér súkkulaðið, sem þér finnst svo gott. Tunglið var komið upp, á heiðum himni. Þetta var yndis- legt kvöld. Skrítið að hann skyldi biðja hana um að kalla sig Grant. Það hafði hún aldrei látið sér til hugar koma, enda hefði það verið óhugsandi í Lon- don. En það virtist vera auð- veldara að slíta sig af hefðbundn um venjum hérna. Hérna varð það eðlilegra að fólk væri vinir. Allt í einu heyrðu þau glymjandi hlátrasköll frá einu borðinu, og Gail þekkti strax hláturinn. Svona hló enginn nema Brett Dyson. Hlátur hans var glaðlegur og einlægur, ofurlítið gikkslegur undir niðri. Gail leit varlega við og sá að þarna var stórveizla við eitt borðið, skammt frá. All- ir hlógu og voru glaðir. Brett var að halda einhverskonar hátíðar- ræðu. Gail gat ekki greint nokk- urt orð, en birtan féll á Ijóst hárið á honum og andlitið og stóran munninn, sem virtist vera síbrosandi, Augun voru blá eins og hafið. Brett- Hún hvísl- aði nafnið eins og hún væri að hlýða einhverri innri skipun, og hún kipptist ósjálfrátt við, eins og hana langaði til að hlaupa til hans. Hjartað barðist hratt og títt, og hún fann að hún hafði roðnað mikið. Hvaða seiðmagn var þetta í Brett, sem hafði þessi áhrif á hana? Hún hafði aldrei orðið svona tilfinninga vör, í sambandi við nokkurn mann. Nú hafði Brett komið auga á hana og hún heyrði hann reka upp fagnaðaróp og segja eitt- hvað á þá leið, að þarna væri stúlkan í eigin persónu. Sú sem hann hefði verið að segja frá — þessi afreksstúlka, hetjan úr flugslysinu. Þau yrðu öll að heilsa henni! Hann hrinti stóln- um svo snöggt til baka að hann valt um. Og svo kom hann vað- andi og rétti fram báðar hend- urnar. — Gail! Þetta var dásamlegt, sagði hann hlæjandi. — Ég var einmitt að segja frá neyðlend- ingunni og hvílík hetja þú hefð- ir verið. Og þá kiom ég auga á þig — örskammt frá mér- Komdu og heilsaðu ættingjun- um mínum. Þetta er einskonar móttökuveizla, en það er engin veizla fyrr en þú kemur! Og þú verður að heilsa honum guðföð- ur mínum líka. Ég hef sagt hon- um margt um þig, trúðu mér til! — Því er nú ver, Brett, það er ekki hægt, stamaði Gail í vandræðum. — Ég er hérna með Kaeburn lækni .... Fyrst nú mundi hún eftir að kynna þá. Hún sagði Grant, að Brett hefði verið farþegi í slysaflugvélinni. Hún tók eftir að Grant horfði á þau með athygli, og datt í hug að honum kynni að þykja það kynlegt, að fólk gæti orðið svona miklir kunningjar í eWki lengra ferðalagi. Grant virtist hissa, nærri því ergilegur. En Brett rétti hiklaust fram höndina og fór að reyna að fá þau bæði til að koma að veizluborðinu. 15 — Þakka yður fyrir, en mér finnst það ekki viðeigandi, svar- aði Grant með semingi. En Brett lét það ekki á sig fá. — Hvaða bull! Það er þýð- ingarlaust að mala í móinn. Þetta er mitt kvöld, og það yrði samfeld flatneskja ef Gail yrði ekki viðstödd. Og þið hafið ekki sktap í ykkur til þess að spilla því. Gerið þið nú svo vel að koma til okkar- Jæja, þér eruð þá læknirinn sem Gail vinnur hjá. . . . Hún hefur sagt mér frá yður. Gail fann á sér að Grant kunni þessari truflun illa. Hann lang- aði ekkert til að lenda í sam- kvæmi, sem hann vissi að hann átti enga samstöðu með. En allt í einu lét hún það eins og vind um eyrun þjóta. Hún var í sjö- unda himni, hún var að springa af sæiu. Var það ást? spurði hún sjálfa sig þegar hún lét Brett toga sig upp frá borðinu og teyma sig að hinu borðinu. — Hér sjáið þið Gail Stewart, sagði hann upphátt. — Sjálfa hetjuna. Var það ekki heppni að ég skyldi hitta hana í kvöld? Ég hef verið að reyna að ná í hana í allart dag, til þess að bjóða henni hingað — og hérna er hún komin. Og þetta er hús- bóndi hennar, Raeburn læknir. Rýmið þið svolítið til, svo að þau geti fengið sér sæti. — Og hérna, Gail, hérna er guðfaðir minn, galdramaðurinn Tom Manning. Sá sem hefur gert meira fyrir mig en nokkur annar maður í veröldinni. Tom Manning rétti fram gríð- arstóra lúkmna og hún leit fram- an í hann — andlitið var skvap- mikið og augun lágu djúpt, undir stórum brú,num, nefið var hvasst og hakan stór. Hann studdi á höndina á henni, svo fast að hana verkjaði og lá við að skrækja. — Jæja, sagði hann. Þetta er þá Gail Stewart. Eða á maður að segja systir Gail? Það var gaman að fá að kynnast yður persónulega, eftir allt það sem hann Brett hefur sagt mér um yður. Ég tel hann son minn, þó því miður sé hann það ekki. Við verðum að verða verulega góðir vinir, öll þrjú. Stejist þér hérna hjá mér, góða, og segið mér hversvegna þér eruð komnar hingað, alla leið til Hong Kong. Gail settist á stól. Þegar Tom Manning skipaði fyrir, var að- eins eitt að gera: að hlýða. — Ég kom hingað til þess að vinna hjá Raeburn lækni, sagði hún og kynnti húsbónda sinn fyrir Manning. Og hann rétti aftur fram stóru lúkuna og heils aði Raeburn. — Ég hef heyrt að þér starfið hérna í Malcolm Henderson- stofnuninni, sagði hann. — Gam- an að kynnast yður. Og enn þá meira gaman að þér vilduð setjast hjá okkur hérna í kvöid, þegar ég er að bjóða fósturson minn velkominn. Þér getið ekki ímyndað yður hve lengi ég hef þráð þessa stund. . . . Hann sneri sér að einum þjón- inum. — Við þurfum að fá kampavín! Við verðum að skála fyrir þessu. Skála fyrir ungfrú Gail Stewart — yndislegustu stúlkunni sem Brett hefur nokk- urntíma kynnst, og er þá mikið sagt! Þó hann sé ekki gamall ennþá! Tom Manning hló tröllahlátur og hélt svo áfram: Kópavogur y Afgreiðsla Morgunblaðsins íl Kópavogi ev að Hlíðarvegi 61, U sími 40748. I Garðahreppur | Afgreiðsla Morgunblaðsinsá fyrir Garðahrepp er að Hof-J túni við Vífilsstaðaveg, símil 51247. Hafnarfjörður 1 Afgreiðsla Morgunblaðsins \ fyrir Hafnarfjarðarkaupstaðv er að Arnarhrauni 14, simi £ 50374. 2 Keflavík | Afgreiðsla MorgunblaðsinsU fyrir Keflavikurbæ er aðn Hafnargötu 48. IMokkur atriði úr Warren-skýrslunni Margir orðrómar og tilgátur, sem vart er hægt að færa undir þær tegundir, sem hér að framan hafa verið teknar til meðferðar hafa samt þótt athugandi hjá nefndinni. Á einn eða annan hátt snerist mikið af þessum hræri- graut um samsæriskenningar í sambandi við Oswald. En aðrar snerust um aukaatriði, sem þó voru nægilega mikilvæg til þess að vekja athygli. Það sem nefnd in komst að, verður sett fram hér á eftir. Tilgátur: Oswald var á ein- hvern rátt sekur um dauða Martins D. Schrands, óbreytts liðsmanns í landgöngusveitunum. Nefndin: Þessi orðrómur var færður í tal af að minnsta kosti einum af félögum Oswalds úr landgöngusveitunum. Schrand var særður banasári er hleypt var af hagnabyssu meðan hann stóð á verði 5. janúar 1958, skammt frá bryggjunni í flugstöð Bandaríkjaflotans, Cuby Point, Filipseyjum. Hin opinbera rann- sókn fyrir herrétti 1958 leiddi í ljós ,að dauði Schrands stafaði af skoti, sem hleypt var af byssu hans fyrir slysni, og var engum öðrum aðila að kenna. Orðróm- urinn um það, að Oswald hefði verið viðriðinn dauða Schrands á einn eða annan hátt, stafaði af tvennum atvikum: (1). Oswald var staðsettur á Cuby Point þeg ar Schrand beið bana (2) 27. okt. 1957, þá staðsettur í Japan, skaut Oswald sig í vinstri olnboga, fyr- ir slysni, með 22. derringer, sem hann átti sjálfur. Nefndin hefur komizt að því, að Oswald átti engan þátt í hinum slysalega dauða Sehrands. 15 Tilgátur: Texas Skólabókhlað- an er rekin af Dallasborg og hennar eign og Oswald þar af leiðandi borgarstarfsmaður. Þar af leiðir, að hann hefði aldrei getað fengið þarna atvinnu, nema því aðeins einhver em- bættismgður hefði ábyrgzt hann. Nefndin: Texas Skólabókhlað- an er einkafyrirtæki og í engu sambandi við Dallasborg. Os- wa!d var því ekki borgarstarfs- maður. Hann fékk stöðu sína við Bókhlöðuna fyrir meðmæli frú Ruth Paine, sem frétti hjá ná- granna einum, að staða væri þarna laus og kom í kring við- tali við yfirmann bókhlöðunnar, Roy S. Truly. Tilgátur: Áður en morðið var framið, rannsakaði Dallaslög- reglan aðrar byggingar á sama svæði og Bókhlaðan er, en ekki Bókhlöðuna sjálfa. Nefndin: Dallaslögreglan og leyniþjónustan tilkynntu nefnd- inni báðar, að Verzlunarmark- aðnum undanteknum hefðu þær ekki rannsakað neinar bygging- ar fram með leið bílalestarinnar, né heldur aðra staði í Dallas, í sambandi við heimsókn forset- ans. Það var ekki siður leyni- þjónustunnar að rannsaka bygg- ingar fram með leið bílalesta. Tilgátur: E. J. Decker dómari í Dallasumdæmi kom fram í lög- regluútvarpinu kl. 12.25 með skipanir um að setja niður óeirðir í Texast Skólabókfclöð- unni. Nefndin: Síðasta útgáfa af Dallas Times-Herald, 22. nóv- ember (bls. 1, d. 1) segir, að „Decker dómari kom fram í út- varpi kl. 12.25“ og sagði: „Ég veit ekki, hvað hefur gerzt. Tak- I ið hvern fáanlegan 'mann frá fangelsinu og stöðinni og farið að járnbrautarsvæðinu hjá Elm, rétt við þreföldu undirbrautina“. Greinin í Times-Herald nefndi alls ekki, hvenær forsetinn hefði verið skotinn. Útvarpsdagbókin í skrifstofu Dallashéraðs sýnir að Decker dómari kom í útvarp- ið 40 sekúndum eftir 12.30 og sagði: „Hjálp! Allir hópar og lögregluménn í nágrenni járn- brautarstöðvarinnar, komi á járnbrautarsvæðið rétt norðan við Elm“. Útvarpsdagbókín sýn- ir ekki nein boð frá Decker milli 12.20 og 40 sekúndum eftir 12.30. Tilgátur: Varúðarráðstafanir lögreglunnar í Dallas, 22. nóv- ernbur, voru meðal annars eftir- lit með mörgu fólki, þar á meðal nokkrum, sem gerðu ekkert meira en tala með samskóla- kerfinu. , Nefndin: Dallaslögreglan til- kynnti nefndinni, að hinn 22. nóvember hafi hún ekki haft nokkurn mann undir eftirlit, 1 varúðarskyni í sambandi við heimsókii Kennedvs forseta — nema við Verzlunarmarkaðinn. Nefndin hefur ekki fengið neina vitneskju um, að lögreglan hefði neitt fólk undir eftirliti, sem tal* aði með samskólakerfinu. Tilgátur: — Oswald sást í skot bakka á Dallassvæðinu að æfa sig að skjóta með riffli. KALLI KUREKI BEP.THESE AW’T BAP ) f BUT HAVE YOU FOZGC7 ) 5ÓYS--A LITTLE *-< HOW IT IST'PRIVE A ^ FUOLICSOME, MAYBE.'- 7) T2AIL HEEP 1000 MIL£S-' -rff A»’ JUST H/VE T LETOFF Z (STEAM INTH’RESTTOWMf Y£AH, YA ) DAI0S- - kiLL-jorr Moee KOU&H STUFF/ YOU TEY HORSE -L PLAYW' WITH TH' HAEP CASES IN TOWM AM' WE'LL BE PLAMTIlO' YOU1/0 BODTHILLf Teiknari: J. MORA KEP, ©OOW \ MO, HEWT' THESE BOYS ARE H0ME' DOm l REAL COMEPIAMS'I'LL ST/CIC YOUMAKE J\ AROUNP FOZ TH’ LAU&HS - M£ WO <~zl WHEN THEY PICK TH'WEOWO- TROUBLE' -r _J<rWVlCTIM ' 'X, 1. Kalli, þessir strákar eru ekki svo iiæmir. Þeir eru kannski dálítið glað værir. En þú hefur þó ekki gleymt hvernig það er að reka nautgripa- hjörð 1000 mílur og verða að skemmta sér ærlega í fyrsta bænum, eem þeir korna til? 2. Já, skemmtunarspillirinn þinn. Skemmtið þið ykkur nú strákar. En farið þið nú varlega. Ef þið reyn- ið einhver prakkarastrik við bófana hér í bænum þá þurfum við áreiðan lega að gróðursetja þig upp á hæð- inni þama. 3. Farðu nú heim, Kalli. Kcwndu nú ekki af stað neinum vandræðum. Nei, Newt. Þessir strákar eru ósvikn ir gamanleikarar. Ég ætla að gamni mínu að vera viðstaddur þegar þeir velja sér rangt fórnardýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.