Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 23
MORGU NBLAÐIÐ 23 " Föstudagur 6. nóv. 1964 — Moskvu Framhald af bls. 1 fyrir hönd tékkneskra kommún- ista (en Antonin Novotny, for- ingi flokksins var hvergi sjáan- legur) og Veljko Vlahovic fyrir flokksbræður sína í Júgóslavíu. ForsætisráSherra Rúmeníu, Ge- orghe Maurer, og Todor Zhivko hinn búlgarski voru vaentanlegir til Moskvu landleiðis og einnig var von á Janos Kadar frá Ung- verjalandi. Varaforsaetisráðherra Norður-Kóreu, Kim 11, var í Moskvu og Pham Van Dong, for- •aetisráðherra Norður-Viet-Nam Ibættist einnig í hópinn í dag. Eina kommúnistaríkið, sem ekki •endir fulltrúa til hátíðahald- enna, er Albanía. Fréttaritarar fengu ekki að koma á flugvöll- ánn við komu kínverska forsaetis- ráðherrans en höfðu það eftir ■endimöimum erlendra rikja sem |>ar voru, að tþeir hefðu báðir verið brosleitir, Chou En-lai og Kosygin og hefði Chou skipzt á iiokkrum orðum við fámennan lióp Kínverja sem þar var kom- Inn að bjóða hann velkominn og Við fulltrúa erlendra ríkja. Engar ræður voru fluttar á flugvellin- um. Brezhnev kom hvergi nærri móttöku kínversku sendinefndar innar að sögn. i* I>að er mál manna í Moskvu og haft eftir háttsettum embættis fnönnum kommúnistaflokksins rússneska, að engin stefnubreyt- ing hafi orðið innan Sovétríkj- enna síðan Krúsjeff var vikið frá Völdum 14. okt. og myndi ekki verða. Reynt myndi að ná sáttum við Peking-stjómina, a. m. k. á yfirborðinu, en ekki gengið svo langt að faverfa frá yfirlýstri Btefnu Sovétríkjanna. Ritstjórnar greinar málgagna kommúnista- flokksins hafa einnig gefið svipað í skyn. Er það hald manna, að fundir Chou En-lais og sovézkra ráðamanna muni að vísu ekki 6etja niður deilur stórveldanna tveggja en sennilega muni á þeim nást samkomulag um að gera sem minnst úr honum og halda honum innan haefilegra marka. Einnig eru líkur taldar á að sam- komulag náist um fundi þá sem Sovétríkin höfðu áður lagt til að haldnir yrðu, en sá fyrri þeirra átti að vera um miðjan desember nk. og búa allt í hag- inn fyrir alþjóðlega ráðstefnu allra kommúnistaflokka heims á miðju næsta ári. Krúsjeff hafði látið svo um maelt, að fundir þessir væru nauðsynlegir til þess að efla einingu kommúnistaflokk anna og samræma skoðanir þeirra, en kínverskir kommún- istar anzað því til, að þeim væri stefnt til höfuðs hinni alþjóðlegu hreyfingu kommúnismans og sam heldni hennar og Kínverjar mjmdu hvergi fara. Kínverski varaforsætisráðherrann, Chen Yi, sagði í Alsír í dag, að brottvikn- ing Krúsjeffs hefði skapað ný tækifæri til þess að bæta sambúð Rússa og Kínverja og auka sam- búð Rússa og Kínverja og auka samheldni sósíalista um allan heim. Kvikmyndir frá Efri-Rínardal o.fl. Á MORGUN, laugardag, sýnir félagið Germania frétta og fræðslumyndir. V erða frétta- myndirnar um markverða við- burði í Þýzkalandi í september sl. þ.á,m. frá veðreiðum í Ham- borg og nýlega byggð skip til björgunar ur sjávarháska. Fræðskumiynidimar verða tvær. Eru þær báðar í lituim, önn ur um frágang á alls konar dúk- Uím til fatagerðar og hibýla- prýði, en hin um Rínarfljó'tið, þar sem það fellur úr Boden- vatni um Alpafjöllin niður á jafnsléttuma. Er landslag þar um slóðir sérkennilegt og eitt hið fegursta í Bvrópu. En forn- ar borgir og kaatalar frá mið- öldum setja einnig svip sinn á umhverfið. Kvikmyndasýningin verður í Nýja bíói og hefst kl. 2 e.h. Öil- um er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fuilorðn um. Hafnar framkvœmdir aö fjöliðjuveri Iðngarða r * Aætlaður byggingakostnaður 150 milBj. kr. í GÆRMORGUN kl. 9 voru hafn- ar framkvæmdir við f jöliðjuver- ið, sem félagið Iðngarðar ætlar að reisa i Sogamýri við Grensás- veg. AUmargt manna var saman- komið þama, þegar fyrsta „skóflustungan“ var tekin, þcirra á meðal Jóhann Ilafstein iðnaðar- málaráðherra og Geir Haligríms- son borgarstjóri. Athöfnin hófst með ávarpi Sveins Valfells, for- manns f éiagsst jórnar Iðngarða, en í þvi rakti hann aðdraganda að stofnun félagsins. Áætlað er að vinna fyrir um 30 miUjónir króna í ár, en alls mun kostnað- urinn við framkvæmdir nema um 150 milljónir króna. Við erum saman komin hér i dag í því tilefni, að hér eru að hefjast byggingarframkvæmdir til úrlausnar húsnæðisvandamáli nokkurra aðila er iðnaðarstarf- semi stunda í þessum bœ. Þetta mál snertir ekki aðeins iðnaðar- menn og iðnrekendur, heldur og bæjaryfirvöldin. Því var það, að þáverandi skipulagsstjóri Reykja víkurborgar, Gunnar Ólafsson, og eftir að hafa kynnt sér fyrir- komulag um lausn slíkra mála erlendis, tók þetta mál til athug- unar og hélt erindi á félagsfundi Félags íslenzkra iðnrekenda 22. nóvember 1958, þar sem hann lagði fram tiilögur sínar um fjöl- iðjuver. í framhaldi af þessum fundi leitaði Félag íslenzkra iðnrek- enda samstarfs við Landssam- band iðnaðarnmnna um að vinna að framgangi þessa máls, og var skipuð samstarfanefnd milli þess ara tveggja samtaka er fékk nafnið Grensásnefnd í daglegu tali. Hugmyndin virðist að dómi hugsandi manna vera skynsam- leg. Ea góðar hugmyndir eru Jóliann Hafstein ekki einhlitar, það þarf og afl þeirra hluta er gera skal. Iðnað- urinn hefur átt erfitt uppdráttar með lausn fjárfestingarmála sinna, því að hann hefur fram að þessu ekki haft sjóði á borð við hina atvinnuvegi þjóðarinnar er séð gætu honum fyrir nægilegu lánsfé. Þvi tafðist nokkuð að vinna að framkvæmd þessa máls, þar til núverandi ríkisstjórn lagði til hliðar 10 milljónir króna af láni því, sem á sínum tíma var tekið í Bretlandi og sem verja skyldi til hugmyndarinnar um fjöliðjuver. Mál þetta fékk þá í sig nýjan lífsanda, og gengið var til stofnunar félagsskapar þeirra aðila, er áhuga höfðu á þessu máli og hlaut sá félagsskapur í skírninni nafnið Iðngarðar. Var að stofnuninni unnið í góðu sam- starfi miUi Félags íslenzkra iðn- rekenda og Landssambands iðn- aðarmanna og öllum meðlimum þessara tveggja félagssamtaka gefinn kostur á þátttöku. Eftir að ljóst var, hve margir yrðu með í fyrstu lotu, var farið að vinna að frekari undirbúningi málsins, gerðar teikningar, áætl- anir um framkvæmdir, fjár- magnsþörf, tímaáætlun ásamt lánsfjárþörf. Þetta var allt gert í nánu og góðu samstarfi við Iðn- aðarmálaráðuneytið svo og yfir- völd Reykjavíkurborgar, sem nú hafa veitt lóð undir framkvæmd- imar. Málið hefur og verið skýrt fyrir yfirvöldum lánastofnana landsins, svo sem Seðlabankan- um og Framkvæmdabankanum, sem sýnt hafa hugmyndinni skiln ing og vilja, til úrlausnar öfiun- ar nauðsynlegs lánsfjár. Að loknu ávarpi Sveins Val- fells, tók iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein til máls. Gladd- ist hann yfir þessum framkvæmd um, sem hann kvað einkennast af stórhug og áræði, þeirra, sem að baki stæðu. Gengu þeir síðan Sveinn Valfells — Afhendingar- skráin Framhald af bls. 1 «ð tveimur embættismönnum, Palle Birkelund, ríkisbókaverði, og Peter Skautrup, prófessor í Árósum, var falið, í embættis- nafni, að fara yfir Ámasafn og Ibenda á þau handrit, sem af- faendingarskilmálarnir yrðu að taka til. Báðir tóku þeir persónu- lega þá afstöðu tii máLsins, að ekki ætti að skipta safninu, en gengu að verkinu að boði ráðu- neytisins. 1 Skrá þessa, sem tekur til þess, er kennslumálaráðuneytið telur, að Árnasafn eigi að afhenda ís- lendingum, ef lagafrumvarpið nær fram að ganga, hefur safns- stjórnin ekki til þessa fengið að 6já. Það hefur því fram á þennan dag verið bæði dönskum málvís- indamönnum og erlendum starfs- bræðrum þeirra ókunnugt með öllu, hvaða handrit gert væri ráð fyrir að afhent yrðu. Hin leyni- lega skrá hefur til þessa verið talin árangur samningaviðræðna kennslumálaráðuneytisins og ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og hinna sérfróðu samningamanna hennar, Sigurðar Nordals og Einars Ólafs Sveinssonar. Þetta er að vísu mikið til rétt, en í ekránni er því lýst yfir, að þar sé miðað við óskalista íslendinga. í formála að skránni segir orð- rétt: „Óskalisti sá, sem borizt hef ur frá íslendingum, hefur verið grandskoðaður með tilliti til skil- mála þeirra, sem greindir eru í lögunum, og hefur verið komizt að þeirri niðurstöðu, að eftirfar- andi handrit úr Árnasafni ætti að öllum líkindum að afhenda. Það skal þó tekið fram, að nokk- ur fljótaskrift er á yfirferð þess- ari og endanleg ákvörðun fellur 1 hlut fjögurra-manna-nefndar- innar, sem um getur í frumvarp- inu. — Þau vafa-atriði, sem til- greind eru á meðfylgjandi skrá taka einungis til hluta þessara handrita". Fyrrgreind skrá um handrit þau, sem vafi leikur á um, er viðbót við hina löngu skrá, sem Berlinske Aftenavis birtir, og er að sjálfsögðu sérstakt áhugaefni vísindamanna. Berlingskie Aftenavis skýrir einnig frá því, að innan skamms muni birtast í blaðinu ummæli vísindamanna um skrá þessa. Blaðið hefur haft tal af prótfes6- or Bröndum-Nilsen og spurt, hvað hann hafi þekkt til skrár- innar til þessa. „Ekkert annað en það“, sagði prófesoorinn, „að skrána gerðu tveir embættis- menn, sem ráðherrann hafði gef ið fyrirmæli þar að lútandi og m.a. um að nota „menningararf“ sem mælikvarða á afihendingu handritanna.. Samkvæmt þes&u hafa umræddir emibættismenn því samið skrá sína, ekki skrá um það, sem þeim þótti sjálfum eiga að afhenda, heldur skrá um handrit þau, er þeir hlutu að telja innan þess ramtna, sem frumvarpið setti. Að þeir voru sjálfir ósammála skránni, má Ijóst vera af því, að þeir undir- rituðu báðir mótmæli vísinda- mannanna gaga afihendingu hand ritanna. Grundivallarraglur þær, sem rá'ðherrann hefur farið eft- ir varðandi fyrirmaeli um, hvern- ig velja skuli handritin, by.ggj - ast að öllurn líkindum á samn- ingaviðræðum við fulltrúa ís- Ien,din.ga“. Blaðið spyr: „Hafið þór eða handritanetfndin fengið skrána síðan 1961?“ „Hún hefur hvorki verið löigð fyrir mig né nefndina". „Teljfð þér hana í samræmi við skjlmála lagafrum varpsins?" „Eftir lauslegt yfir- lit þykir mér sem þó nokkur 'hamdritanna geti ekki með réttu talizt innan þess ramma, sem miða átti við. Annars er það sikioðun baaði nefndarinnar og sjálfs míns, að mælikvarði lag- anna sé hvorki viðunandi né full gildur, þar sem við viljum halda okkur við skipulagsskrá safnsins og gildandi reglur um bókasöfn Og önnur söfn, sem kvéða svo á, að alit það sem hefð sé komin á að tiiheyri einfaverju safni, skuli vera þar áfram. Fréttastofa Ritzaus hefur lagt upplýsingar þær, sem birtar eru í Berlingsine Aftenavis fyrir K B. Andersen, kennslumálaráð- herra, sem segir: „Hér er ekki um neina leynilega skrá að ræða. Það hefur löngu verið á vitorði manna, að skrá þessi væri til. Það er heldur ekkert ósanngjarnt, að slík skrá sé gerð, til þess að menn geti gert sér einhverja grein fyrir því, sem af hending handritanna taki til, þeg ar þar að kemur. Minnihluti nefndarinnar nefndi einnig á sinum tíma ákveðin daemi". Fréttastofan spyr, hvort skrá I þessi verði lögð fyrir þjóðþings- nefndina, sem fjalla á um hand- ritafrumvarpið ásamt öðru efni. „Ef nefndin óskar þess, mun hún að sjálfsögðu fá hana“, svar aði ráðherrann. Þjóðþingsnefnd- in hefur kosið sósíaldemókratann Poul Nilsson sem formann og Ib Thyregod, úr Vinstriflokiknum sem varaformann. Á fyrsta fundi nefndarinnar lofaði Nilsson henni nægum tíma til afgreiðslu á málinu. Nefndin hættir ekki störfum fyrr en svar hefur feng izt við öllum sanngjörnum spurn ingum. Nilsson var meðmæltur afhendingu handritanna árið 1961, Thyregod á móti, en er nú á annarri skoðun. Nefndin mun veita Árnasafnsnefnd áheyrn og að öllum líkindum einnig heim sækja safnið. Hans S0lvh0j, menningarmála- ráðherra, hefur sótt um aukna fjárveitingu til fjármálanefndar þjóðþingsins og farið fram á 271.000 króna (danskra) fjár- veitinigu til Norræna hússins í Reykjavík. Nefndin hefur þegar fjallað um umsókn ráðherrans á vikulegum fundi sínum og ekki orðið við henni. Sagði hún, að hér væri um að ræða 100% hækk- un á áætluninai síðan 1962 og bað ráðherrann um að gera ná- kvæma grein fyrir öllum máta- vöxtum. Þá skrifar Berlinske Aftenavis í ritstjórnargrein um hina leyni- legu handritaskrá, m.a., að hún sé samin af vísindamönnum, sem ekki séu sérfræðingar á sviði handritarannsókna og hinir raun verulegu sérfræðingar í rann- sóknum fornra handrita hafa aldrei fengið skrá þessa til yfir- lits og álitsgerðar og ekki einu sinni fengið tækifæri til þess að kynna sér það, sem hún hefiur að geyma. Merkt „leyndarskjal" var hún lögð fyrir þjóðþings- nefndina, sem þá fjallaði tim mál- ið, en aðrir þingrrtenn fengu hana ekki augum litið Árið 1961 baS þjóðþingsnefndin Árnasafn um að greina frá skoðunum sín- um á Ijósmyndun og viðgerðum á þeim handritum, sem ráð væri fyrir gert að afhenda. Svaraði forstöðumaður safnsins, Jón Helgason þá því til, að hann gæti ekki orðið við óskum nefnd- arinnar, m.a. vegna þess að safn- ið hefði ekki fengið vitneskju um það hvaða handrit stjórnin legði til að afhent yrðu. Vís- indamenn safnsins voru þannig ekki spurðir ráða og þeim var heldur ekki tilkynnt, hverjar hefðu orðið niðurstöður þeirra manna annarra, sem um málið fjölluðu. Viku eftir að vakin var athygli á þessu, var laigafrumvarpið tek- ið til 3. umræðu í þjóðþinginu. Það er dönskum stjómarvöldum til vansæmdar, að slíkri skrá skuli ámm saman hafa verið haldið leyndri fyrir þeim vís- indamönnum dönskum, sem beinna hagsmuna eiga að gæta. „Það er svo að sjá sem stjórnar- völdin hafi af ásettu ráði reynt að varna því að þeir, sem settir voru til þess að gæta þessa sagnafjársjóðs, fengju nokkrar upplýsingar um málið“, segir Berlinske Aftenavis að lokum. fram, ræðumennimir, I átt til mikillar skurðgröfu, og með henni var tekia fyrsta „skófilu- stungan", ef svo má orða það, að þessum miklu framkvæmdum Iðngarða. í stjóra félagsins eru þessir menn: Sveinn VaJfells, formaður, Sveinn K. Sveinsson, Guðm. Halldórsson, Tómas Vigfússon og Þórir Jónsson. — Dæmdir Framhald af bis. 24. tollyfirvöldum í té ranga tnn- kaupareikninga yfir varafaluti tveggja bifreiða, í því skyni að reyna að komast hjá greiðshi tolia af þeim að fjárhæð rúm- lega 26 þús. kr. Óskar Agnar var dæmdur I 12 mánaða fangelsi og Sigurður í 7 mánaða fangelsi en gæzluvarð- haldsvist þeirra í nokkra daga var látin koma til frádráttar refs- ingunum. Þé var óskar Agnar sviptur rétti tii að reka smásölu ævi- langt. Eimskipafélag fslands hf bafði eigi uppi fébótakröfur í málinu Iþar eð Óskar Agnar hafði sett eignir að veði fyrir fjártjóni £é- lagsins. Loks var ákærðu gert að greiða in solidum allan kostnað sakar- innar, þar með talin saksóknar- laun til ríkissjóðs og máisvarn- arlaun skipaðs verjanda þeirra, Kristjáns Eiríkssoar, hri., sam- tals kr. 12.000,00. Ákærðu hafa óskað eftir því að málinu verði áfrýjað til Hæsta- réttar. (Frá Sakadómi Reykjavíkur). /ILHJÁLMUB ÁBNASOM fcri. TÓMAS ÁRNASON hdl LÖCFRÆÐISKRIFSTOFA IWarknkalnisiifti. Siiuar Z4II3S og 103117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.