Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 6
0 MORGU NBLAÐiÐ ' Miðvikudagur 11. nóv. 1964 Fjöiþæft starfsevni Stúdenfaráðs Háskálans: Fyrirlestrahald, Stúdentahandbók, hjónagaröur og félagsheienili Hörður Agústson, listmdlari, flytur fyrirlestra d vegum rdðsins um íslenzka byggingarlist SXÚDENXARÁÐ Háskóla fslands hefur ákveðið að efna til fyrir- lestrahalds fyrir stúdenta og al- menning um ýmis efni og verð- ur fyrsti fyrirlesturinn n.k. fimmtudag í 1. kennslustofu Há- skólans og hefst kl. 21. Flytur Hörður Ágústsson listmálari J>á erindi um íslenzka byggingarlist. Skýrði Auðólfur Gunnarsson, for maður Stúdentaráðs, og nokkrir aðrir úr stúdentaráði, blaða- mönnum frá þessu nýlega. Einn- ig kom fram sitthvað fleira, sem Stúdentaráð hefur á prjónunum. Hugmyndin er sú, að fengnir verði ýmsir merkir menn til þess að halda fyrirlestra, einn eða fleiri, um einhver efni, sem lík- legt þykir, að geti vakið áhuga stúdenta og annarra, frætt þá og menntað. Tilgangurinn með þess- ari starfsemi er ekki sízt að vinna gegn síaukinni sérhæfingu háskól|iborgara og annarra þjóð- félagsþegna, beina athygli manna að verðugum íhugunarefnum ut- an þeirra eigin sérsviðs. Mun Stúdentaráð leitast við að hafa sem mesta fjölbreytni í vali efna og fyrirlesara. Ekki munu fyrir- lesarar taka strangfræðilega á viðfangsefnunum, heldur verður lögð áherzla á, að sem flestir geti notið fyrirlestranna. Sem fyrr segir mun Hörður Ágústsson, listmálari, riða á vað- ið með þessa fyrirlestra. Fyrir- lestrar hans um íslenzka bygg- ingarlist verða alls þrír, en í fyrsta fyrirlestrinum mun hann fjalla um þróun íslenzkra torf- húsa frá landnámstíð og fram á 20. öld. Annar fyrirlesturinn, sem fluttur verður að viku liðinni, mun fjalla um uppbyggingu hús- anna, gerð þeirra og smíð og einnig verður fjallað um ýmsa þætti húsagerðar. í þriðja fyrir- lestri sínum mun Hörður Ágústs- son skýra sérstaklega eðli og byggingu íslenzkra torfkirkna. Hver fyrirlestur mun standa yfir í klukkutíma og þeim til skýr- ingar verða sýndar skuggamynd- ir. Að loknum hverjum fyrir- lestri mun Hörður svara fyrir- spurnum áheyrenda. Það skal tekið fram, að fyrir- lestrarnir eru ekki einungis fyrir stúdenta, heldur er öllum boðið að sækja þá, sem áhuga hafa. Munu margir vafalaust notfá;ra sér þetta tækifæri til að fræð- ast um sögu íslenzkrar bygging- arlistar, en Hörður Ágústsson mun manna lærðastur um þau efni. Hann hefur skrifað fjölda gagnmerkra greina í tímaritið Birting síðasta áratuginn um ís- lenzka og erlenda byggingarlist. Síðustu árin hefur hann helgað sig rannsóknum á sögu íslenzkr- ar byggingarlistar og nýtur nú hæsta styrks úr Vísindasjóði til þeirra rannsókna. Hörður hefur safnað efni sínu á rannsóknar- ferðum um landið og einnig á söfnum hér heima og erlendis. Er ekki að efa, að þessar rann- sóknir eiga eftir að varpa alger- lega nýju ljósi á viðfangsefni hans, sem til þessa hefur verið nær ókannað. Aðrir, sem flytja munu erindi á vegum Stúdentaráðs, eru fil. lic. Sveinn Einarsson, leikhús- stjóri, sem fjalla mun um leik- húsmál og dr. Tómas Helgason, prófessor, sem mun tala um geð- sjúkdóma. Þó er enn ekki ná- kvæmlega hægt að segja fyrir um efni fyrirlestra þeirra, né heldur hvenær þeir verða fluttir. * STÚDENXAHANDBÓK Þá skýrðu stúdentaráðsmenn frá því, að innan skamms kæmi út Handbók stúdenta. Hugmynd- in var, að hún kæmi út í haust, en útgáfan tafðist, m.a. vegna prentaraverkfallsins. í bókinni, sem er 238 bls. að stærð, er að finna allar upplýsingar um stúd- entalíf, og er hún ekki einungis fyrir nýstúdenta, heldur geta þeir, sem lengra eru komnir, einnig fundið þar ýmsar hagnýt- ar upplýsingar. * SAMÚÐ VEGNA BLEYUÞVOTTA FRÚ ein í Austurbænum, margra barna móðir, hafði ekki fyrr lesið- fréttina hér í blaðinu í fyrri vi'ku um nýfæddu þrí- burana en hún greip símann og hringdi til mín. „Það er auðvitað voðalega gaman, þegar þjóðinni fjölgar svona ört“, sagði hún. „En það er líka agalega erfitt hjá kon- unni. Ég er búin að reikna það út, að hún þarf 72 bleyjur — kemst ekki af með minna“. „Nú ættir þú, Velvakandi góður, að gangst fyrir söfnun, kaupa svo sjálfvirka þvottavél með þurrkara og öllu saman — og afhenda móður þríburanna gjöfina fyrir hönd húsmæðr- anna í bænum“, sagði sú í sím- anum. Ég svaraði því til, að í fyrsta lagi væri ég ekki í hópi hús- mæðra bæjarins og því ekki vel fallinn til að koma fram fyrir þeirra hönd — og í öðru lagi væri mjög líklegt, að móðir þríburanna ætti þvottavél. Hins vegar efast ég ekki um að henni kæmi öll húshjálp vel án þess þó að ég sé að bjóða mírra starfskrafta. En ég skýt þessu að þeim, sem vita hvað bleyjuþvottur er. * AÐ ÞÉRA OG ÞÚA Önnur frú hringdi og ósk- Handbók stúdenta skiptist í meginkaflana Nám hérlendis, sem Stúdentaráð Háskóla íslands sér um, og Nám erlendis, sem Sam- band íslenzkra stúdenta erlendis hefur tekið saman. Gefur bókin glögga grein fyrir háskólanámi, aði að koma á framfæri gagn- rýni á útvarþið. Ekki vegna þess að henni þætti Jónas Jónasson ieiðinlegur, síður en svo. Hún sagði, að laugardaigs- þættirnir hans voru oft líflegir og skemmtilegir — og það finnst mér líka. En henni finnst ekki rétt af honum að þúa þá, sem hann talar við. Hún benti á, að t.d. þéraði Gunnar G. Schram þá, sem væru í spurningaþáttum hans — og yfirleitt þéruðust menn í út- varpi. Það væri líka sjálfsagt og eðlilegt. „Við erum að reyna að kenna börnum okkar mannasiði og umgengnisvenjur og það er gott að njóta aðstoðar útvarps- ins í því efni. Útvarpsmenn ættu hins vegar ekki að ganga á undan í þeirri ómenningu að þúa ókunnuga", segir frúin. Ég er viss um að Jónas og aðrir þeir, sem þúa í útvarpi, gera það til þess að fá léttari blæ yfir samtölin. En vanir út- varpsmenn ættu ekki að verða leiðinlegir, þótt þeir þéruðu. Mér finnst svo sjálfsagt að þéra, að í rauninni ætti að vera óþarfi að minnast á það. * VIÐBÓT VIÐ ELLILAUN Og hér kemur bréf frá Jó- hannesi Jónassyni: „Mér hefur oft dottið í hug, að þar sem fólk verður að því að í hana rita bæði prófess- orar og stúdentar. Þess má geta, að til bókarinnar fékkst sérstök fjárveiting á síðustu fjárlögum. Bókin mun verða til sölu í Bóksölu stúdenta og öðrum bóka búðum, en útgefandi er Ragnar hætta að vinna um sjötugt, og þótt ellilaun og eftirldun séu greidd, eru margir þannig á vegi staddir, að ‘það er ekki nóg til að geta lifað sæmilegu lífi, eða haft líka aðstöðu og áður var, meðan aðstaða var til að geta unnið. Mér hefur dottið í hug að nauðsynlegt væri að mynda sjóð, þar sem viðkomandi fær greitt til viðbótar, þannig að næðist sæmileg daglaun. Peninganna vil ég afla þann- ig að leggja smágjald á alla út- svarsskyldra Reykvíkinga, ein- staklinga og fyrirtæki. Hvað eru margir 70 ára og þar yfir, sem aðstoðar þarfn- ast? Hve mikilla peninga er þörf? Ég hefi hugsað um sjóðinn fyrir þá, sem eru 70 ára og eldri. Með tilliti til að hver út- svarsgreiðandi borgi kr. 100.00 á ári. Ég vil láta Reykjavíkurborg leggja þetta gjald á með útsvör- unum sem forgangsgjald, og innheimta Það endurgjalds- laust, og leggja það í sérstakan sjóð. Þegar þessi sjóður er orðinn það sterkur, sem vonandi æti að gea orðið fljótlega, og gæti tekið við öllum sem á aðstoð þyrftu að halda 70 ára og þar yfir, tel ég að borgarsjóðúr fái Jónsson í Smára. Slíkar bækur hafa verið gefnar út þrisvar sinn um áður, síðast árið 1959, en í þeirri útgáfu voru engar upp- lýsingar um læknadeild, sökum þess að fyrir dyrum stóðu tals- verðar breytingar á námstilhög- un. Hefur í hinni nýju útgáfu verið bætt úr þessu. Aftast í bók- inni er kafli um félagslíf stúd- enta, stúdentaráð, deildarfélög, kristileg félög, íþróttafélög o.fl. Það fer ekki á milli mála, að þessar bækur eru hinar gagn- legustu og víst er um það, að þær mættu gjarna koma út oft- ar. * HJÓNAGARÐUR Eitt af fyrstu verkefnum, Framhald á bls. 12 sín ómakslaun greidd. Ég hefi látið þéta berast i tal við ýmsa aðila, án þess að nefna mitt nafn. Allir undan- tekningarlaust, hafa talið að svona sjóð þyrfti að stofna. Mér hefur dottið í hug að fá prósentur í sjóð þeirra sjötíu ára og eldri af öllu tóbaki og áfengi, sem Áfengis- og tóbaks verzlunin selur hér í Reykjavik. Þarf að athuga betur hvað háa prósentutölu ég óska að fá. Þetta á að vera viðbót við áð- ur umbeðnar kr. 100.00 af öll- um útsvarsskyldum einstakling um og fyrirtækjum í Reykjavík. Ég lít á, að það fólk, sem byrjar að réykja og smakka á- fengi um fermingaraldur og haldi því áfram til 70 ára ald- urs, að vel mundi varið, að í hvert skipti sem það er keypt, að eitthvað lítið eitt rynni í sjóð, sem tryggði þeim fjárhags legan stuðning í ellinni, ef fjár- hagur væri þannig að á hjálp þyrfti að halda. Þessi sjóður þarf að vera það sterkur fjárhagslega að geta tek ið við öllum ,sem lögheimili eiga í Reykjavík, hvort sem þeir eru á spítölum, elliheimil- eða á einkaheimilum. Þessum sjóði sé ætlað það hlutverk, þegar viðkomandi fólk er búið að fá peninga, sem það á rétt á úr opiruberum Tryggingum og sjóðum þess op inbera, og ennfremur úr sjóð- um ýmisa félagasamtaka, þá á þessi sjóður að vera það sterk- ur fjárhagslega að geta greitt því viðbótina, svo að þetta fólk geti lifað góðu lífi og algjör- lega sjálfstæðu hvað fjárhag snertir.“ Kaupið liai) bezta RAFHLÖÐUR fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson h( Vesturgötu 3. — Simi 11467. Nokkrir meðlimir Stúdentaráðs ásamt Herði Ágústssyni, listmálara. Fremst á myndinni er Auð- ólfur Gunnarsson, form. Stúdentaráðs og lengst til hægri Lúðvík B. Albertsson, fram- kvæmdastjóri ráðsins. Við hlið hans er Hörður Ágústsson, listmálari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.