Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Dr. Benjamín Eiríksson: Sjófræðistofnun? 19. 0kt. 1964 í ÞRÁNDHEIiMI er margt að sjá, fyrst og fremst hin fræga Niðarós dómkirkja. Þá var mér einnig bent á gömul bæjarhús og sagt að þau væru einn af þremur bæjum við borgina, sem þekktir eru frá fornum tíma og héti þessi Ladugárden. Þetta munu vera hinar fornu Hlaðir. Þarna eru margir dalir í umhverfinu. Guðbrandur „í Dala“ gat leynzt í mörgum þeirra og óþarfi að fara til Guðbrands- dals til þess að finna hann. Það er ekki víst að Hrappur hafi þurft að hlaupa langt, þegar hann var að hlaupa á milli Hlaða og bústaðar Guð- brands, þess sem Njála fjallar um. í Þrándheimi er frægur verkfræðihóskóli og hafa margir íslendingar notið þar menntunar. Við háskólann er sjálfstæð stofnun sem heitir Forsökstanken, sem ef til vill mætti þýða „Tilraunakeríð“ á íslenzku. í rauninni eru kerin að minnsta kosti þrjú. Þau eru yfirbyggð og notuð til þess að prófa skipslíkön, skipsskrúfur og veiðarfæri. Stofnunin fæst eingöngu við prófanir og tilraunir. Þegar skip hefur verið teiknað er teikningin send stofnuninni og þar gert af því líkan, fyrst úr tré, síðan úr olíutólg (para- fíni). Líkönin er einkum prófuð vegna stöðugleika og byggiingarlags, hraða og vélaorku. Sérstök rennibraut er yfir stærsta kerinu og get- ur hún ekið eða ýtt líkaninu eftir kerinu með þeim hraða sem við á. Ökuferðin eftir kerinu var líkust því að horft væri á Cinerama-mynd. Þá má einnig beita þeirri aðferð að gera straurn á vatnið, en halda líkaninu sjálfu kyrru. Þá eru einnig afköst spaðanna prófuð og prófanir gerðar á tæringu í málmi spaða og vatnshjóla. Mér var sagt að í kerunum væru einnig prófuð veiðar- færi, til þess að sjá hverniig þau höguðu sér í vatninu og hvernig ætti að beita þeim, til þess að fá sem beztan árang- ur. Það liggur í augum uppi, að þarna er einnig hægt að prófa nýjar gerðir veiðarfæra. Norska ríkið hefur komið á fót þessari tilraunastofnun, en rekstrarfé hennar kemur að nokkru leyti frá ríkinu og að nokkru leyti frá þeim sem sem láta byggja skip. Verk- fræðingurinn, sem sýndi mér stofnunina, sagði mér frá því, að flest skip væní prófuð þarna sem líkön áður en þau væru byggð. Með því væri öryggi skipanna stóraukið, vegna aukins stöðugleika, fengið hentugra byggingarlag, og hlutfallið milli skips, vélar og spaða yrði hagkvæmara. Þannig fenigist betri nýting á eldsneyti. Nefndi hann sem dæmi að skipafélag eitt hefði nýlega látið byggja stórt skip. Við rannsóknina hefði komið fram nauðsyn þess að breyta 'byggingarlaginu. Rannsóknin hefði kostað félagið 25.000 Nkr., en olíusparnaðurinn í fyrstu ferðina heff. numið 17.000 Nkr. Mér varð hugsað til hinna mörgu vandamála heima á ís- landi, þegar ég sá þessa til- raunastofnun. Hér mátti prófa margt áður en skipið væri byggt, áður en ákveðin væru hlutföll, gerð og löigun. Þá væri ekki amalégt að hafa stofnun, þar sem gera mætti prófanir með ný veiðarfæri, áður en farið er að veiða með þeim, og þá ekki síður prófun á þeim veiðarfærum, sem nú þegar eru í notkun, hvernig þeim ætti að beita, til þess að ná sem beztum árangri. Á þessu sviði er nú margt handahófskennt. Eitthvað hlýtur að vera haagt að gera til þess að jafna bilið milli þeirra sem veiða 1000 mál síldar yfir sumarið og þeirra sem veiða 35.000 mál, svo að dæmi sé nefnt. Og einhverju hlýtur að vera óhætt að kosta til. Þessi stofnun er orðin 30-40 ára göm-ul. Ég spurði verk- fræðinginn hvað myndi kosta að koma á fót svona stofnun nú. Hann sagði að það væri mjög dýrt. Mestu verðmætin væru tækin, ekki byggingarn- ar. Hann sagðist gizka á að þessi stofnun myndi kosta 250 milljónir norskra króna, ætti að byggja hana í dag. Mér fannst upphæðin nokkuð há, en ég hefði víst ekki séð alla stofnunina. Ég spurði hann hvað myndi kosta að gera eitt ker, sem myndi næigja okkur íslendingum til að byrja með. Hann sagðist halda að koma mætti á fót lítilli stofnun fyrir 10 milljón- ir Nkr. Síðan mætti bæta við og stækka. Hann sagði að stjórn stofnunar sinnar væri fús til að veita okkur þær leiðbeiningar, sem við þyrft- um til þess að setja upp svona stofnun á íslandi. Nú þegar væru Norðmenn að veita Ind- verjum svona hjálp. Og þeir hefðu aðstoðað við að setja upp svona tilraunastofnanir víöar í heiminum. Ég spurði hann hve mu _ar væru til. Hann sagðist halda að þær væru milli 10 oig 20, þar á meðal 2 í Bandaríkjunum. Ef þið viljið vita eitthvað skuluð þið bara skrifa okkur, sagði hann. Ég fór að hugleiða málið. Skipshafnir á íslenzka fisk- veiðiflotanum eru milli .600 og 700 talsins. Auk þess eig- um við nokkurn siglingaflota og dálítið af skipum, sem bygigð eru í sérstöku augna- miði, eins og varðskip, drátt- arbáta, flóabáta og vitaskip. Og von er á hafrannsóknar- skipi innan tíðar. Er það fjar- stæða að hugsa sér, að við létum eins og %% af sjómönn unum fást við starfsemi, sem mundi stórauka öryggi sjó- mannanna á hafinu og öryggi þeirra verðmæta sem þar fljóta, skipa og farma? Mundi svona stofnun ekki verða lyftistöng fyrir skipabygg- ingariðnaðinn? Mætti ekki leggja í talsverðan kostnað til þess að fá aukin afköst með þeim veiðarfærum, sem við nú þegar notum- Væri fjar- stæða að hugsa sér að svo sem % % af sjómönnunum fengist við að rannsaka fyrir Dómkirkjan í Niðarósi. hina, hvernig ætti að beita veiðarfærunum, þannig að þau skiluðu sem rn.esf.wm afla, að ég ekki tali um nýjungar? Ætti ekki að vera augljóst, að minnsta kosti þegar við at- hugum hve munurinn á afla hinna einstöku skipu.er gífur- legur, að útlagður kostnaður myndi skila sér margfald- lega? Hálft prósent, það væri sennilega 20-30 manns. Og væri fjarstæða að leggja eins oig 1-2% af andvirði alls skipaflota landsmanna í fyrir- tæki, sem mundi auka stór- lega öryggi manna og skipa á hafinu? Sennilega þyrftum við tvær stofnanirnar: sjó- fræðistofnun í (skipabygging- ar, fiskveiðitækni) og haf- fræðistofnun (hafrannsóknir, fiskirannsóknir). Hvar á að fá peninigana? Það virðist engin fjarstæða að hugsa sér að gjald yrði lagt i r,f skip, til dæmis 1% af andvirði allra skipa sem byggð eru. Upp- hæðin renni síðan til slíkrar stofnunar. Þá er ekki fjar- stæða að hugsa sér að vá- tryggingafélögin mundu vilja lána fé, meðan verið væri að koma stofnuninni á fót. Það væri ennfremur hugsanlegt að alþjóðastofnanir, eða er- lendir aðilar, myndu vilja styrkja íslendinga til þess að koma upp slíkri rannsóknar- stofnun eða stofnunum. Væri ekki hugsanlegt að alþingi oig peningastofnanir þjóðar- innar vildu veita aðstoð? Vantar í rauninni nokkuð til þess að koma sjófræðistofnun- inni á fót annað en greinar- betri upplýsingar tim þann hag, sem hafa mætti af henni og ögn af framtaki? Víst er það satt, að það er um mikinn kostnað að ræða. En er þetta nema brotabrot af þeim kostnaði sem lagður hefir verið í flotann — skip, veiðarfæri og menntun manna — þegar fiskiskipaflotinn leggur úr höfn í byrjun ver- tíðar? Og er þó ekki minnzt á öll mannvirkin í landi, sem eru ónýt ef ekki fiskast. Þá mætti einnig koma í veg fyrir hið mikla tjón sem verður, þegar ný og dýr skip fá ekki bein úr sjó veigna ókunnra galla. Mér virðist engin fjarstæða að íslendingar geti staðið framarlegá í byiggingu fiski- skipa eins og þeira gera nú sem stendur í veiðitækni. Og er það nokkur fjarstæða að hugsa sér að íslendingar geti orðið hlutgengur aðili á sviði fiskirannsókna og hafrann- sókna? Hér er um að ræða þekkingu, sem mikill hlui etnahagskerfis þjóðarinnar er háður eða beinlins hvílir á, og þar með afraksturinn af vinnu landmanna. í þessum málum fæst ekkert fyrir ekki neitt, en líkindi til að mikið fáist fyrir nokkurt. Er vert að bíða allt of lengi? Nýtt orgel vígt í Húsavíkurkirkju Friðrikssjóður stofnaður við kirkjuna hlutfallstala stúdenta í hjúskap við nám sé langhæst á íslandi eða ca. 33% á móti ca 20—25% á hinum Norðurlöndunum, og að hlutfallstala stúdenta með börn sé einnig hæst hér. Síðan segir hún frá helztu leiðum, sem farnar hafa verið á Norðurlöndunum til að sjá stúdentum í hjúskap fyrir hús- næði og gerir ennfremur grein fyrir þeim fjáröflunarleiðum, sem farnar hafa verið þar við byggingu stúdentahúsnæðis. í lokaorðum skýrslunnar bend- ir nefndin á, að' samanburður sýni, að stúdentar hérlendis og þá sérstaklega stúdentar í hjú- skap séu afar illa settir í hús- næðismálum hér og því, að stúdentar eru lítt samkeppnis- færir, að þörf þeirra á húsnæði sé augljós og brýnna aðgerða þegar þörf, ef viðunandi lausn á að nást. Einnig bendir hún á þörf dag- heimilis fyrir börn stúdenta. Þar sem nefndin segir frá hug- myndum sínum um framkvæmd ir þessara mála, leggur hún m.a. éherzlu á að stefnt verði að því eð reisa íbúðir til handa öllum stúdentum í hjúskap, jafnt sem einhleypum, og verði hlutazt til um setningu löggjafar um þau efni. Nefndin hefur auk þessa afl- aú sér upplýsinga um kostnaðar- áætlun hugsanlegs hjónagarðs og komið þar fram með tölur, sem hugsaðar eru mönnum til glöggv- unar og ættu að geta gefið nokkr ar hugmyndir um fjármálahlið slíks fyrirtækis. Skýrsla nefndarinnar hefur nú þegar verið tekin til athugunar og umræðu í Stúdentaráði og mun það gera ályktun um hana, er birt verður ásamt skýrslunni með Stúdentablaði 1. des. n.k. ★ FÉLAGSHEIMILI Bygging félagsheimilis hefur um langt skeið verið eitt helzta hagsmunamál stúdenta. Komst nokkur skriður á þetta mál á síð- asta ári, þegar 500 þúsund króna fjárveiting fékkst. Á núverandi frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir einnar millj. kr. fjárveit- ingu til Félagsheimilis stúdenta. Sl. vor var skipuð sérstök nefnd til að sjá um framkvæmd málsins og skipa hana, kosnir úr Háskólaráði, próf. dr. Þórir Kr. Þórðarson og próf. Loftur Þor- steinsson. Af hálfu Stúdentaráðs skipa nefndina Ellert B. Schram stúd. jur. og Auðólfur Gunnars- son, stúd. med., formaður ráðs- ins. Af menntamálaráðherra var skipaður Stefán Hilmarsson, bankastjóri og er hann formaður nefndarinnar. Á fyrsta fundi nefndarinnar voru henni afhentar 100 þús. króna gjöf til minningar um Guðmund heitinn Jónásson BA frá Flatey á Skjálfanda frá vin- um hans og vandamönnum. Skal fénu varið sérstaklega til að búa að húsnæði Stúdentaráðs í hinu nýja félagsheimili, en Guðmund- ur tók virkan þátt í störfum Stúdentaráðs á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að félags- heimili stúdenta rísi við Gamla Garð og var Jóni Haraldssyni, arkitekt, falið að gera teikning- ar að því. Liggja tillöguupp- drættir nú fyrir. f félagsheimilinu mun verða aðstaða fyrir félagsiðkanir stúd- enta, fundahöld og hina ýmsu þætti félagsstarfseminnar, auk kaffistofu mötuneytis. Einnig mun Hótel Garður fá þar að- stöðu fyrir starfsemi sína, sem rekin er á sumrin. Sett hefur verið á stofn sér- stök fjáröflunarnefnd fyrir fé- lagsheimilið og hefur Stúdenta- ráð varið hagnaði af skemmtun- um á sl. hausti til félagsheimilis- ins. Framkvæmdir við byggingu nýja félagsheimilis stúdenta munu væntanlega hefjast á vori 1 komanda. HÞSAVÍK, 9. nóv. — f gær sunnudag, var haldin kirkjudag ur á Húsavík. Hófst hainin með því að prófasturinn sr, Sigurður Guðmundson flutti bæn, en sóknarpresturinn sr. Bjöm H. Jómsson fiutti ræðu. Prófasitur vígði síðan nýtrt pípuorgel smíð að hjá Axel Starup í Danmörku. Nýja orgelið er 13 raiddia og hið vandaðasta. K) sta orgel sem þetta nú 760 þús. kr. Mikilar gjaf ir haifa borizt orgelsjóði og í gær tilkynnti bæjarstjóri Askell Einarsson 50 þús. kr. fraimlag frá Húsavíkurbæ. Organisiti kirkj unnar, Reynir Jónasson, lék nokur verk á hið nýja orgel, en formaður sáknameifndar Ingvar Þórarinsson rakti orgelmál og sönglíf lcirkjunnar fyrr og síðar. Finnur Kristjána) ;n sagði frá sjóðsstofnun á Húsavík, sem verð ur í nánum tengsium við kirkj- una. Sj óður þessi ber nafnið Friðrikssjóður, og memur hann 110 þús. kr. Sjóðurinn er stofn- aður í tilefni aif störfum sr Frið- riks A. Friðrikssonar sem þjóin- aði á Húsaivík í 30 ár, og konu hans Geirþrúðar, sem var orga- nisti á Húsavík, en sr. Friðrik og frúin munu setja sjóðnum reglu- gerð í samráði við sóknarneifnd. Fréttaritari Fiskifréttir frá Akranesi AKRANESI 9. nóv. — 1800 tunn ur bárust hingað af síld yfir helgina. Eini báturinn sem land- aði á mánudag var Haraldur, 500 tunnur. Og á sunnudag lönduðu Höfrungur III, 580 tunnum, Sól- fari 460 og Skírnir 260 tunnum. Síldin er ýmist söltuð eða hrað- fryst. S.l.laugardag aflaði Haförn tæpra 7 tonna og Anaey 4 tonna á línu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.