Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 11. nóv. 1964 Vegna útfarar hjónanna Lovisu og Lárusar Fjeldsted, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kL 12 til 2,30 e.h. í dag. Hjartkær frænka mín, SXEFANÍA E. BJARNASON hjúkrunarkona, andaðist á heimili sínu, Gimli, Manitoba, Kanada, 29. október sl. Soffía G. Vagnsdóttir frá Hesteyri. Móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR lézt í Borgarsjúkrahúsinu mánudaginn 9. nóvember. Páll Pétursson, Hulda Jóhannesdóttir Fuller, Guðrún Jóhannesdóttir. GUÐMUNDUR KJARTAN JÓNSSON sem andaðist að heimili sínu Múla við Suðurlands- braut, 6. nóv. sl. verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 12. þ. m. kl. 13,30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför eiginmanns míns, GUÐJÓNS JÓNSSONAR verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. nóv. kl. 10:30 f.h. Steinunn Magnúsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU HELGADÓTTUR Bakka, Akranesi Júlíus Einarsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Margrét Einarsóttir, Jónas Karlsson, Guðrún Einarsdóttir, Þorkell Halldórsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigríður Ögmundsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Hjalti Björnsson, Halldór Einarsson, Steinþóra Þórisdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför MÁLFRÍÐAR R. JÓNSDÓTTUR Elísabet Guðmundsdóttir, Þórhallur Sæmundsson, Helga Björnsdóttir, Gísli Sigurbjörnsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, ÞORSTEINS STEFÁNSSONAR Heiði við Rreiðholtsveg. Sérstaklega vil ég þakka þeim innilega vináttu er þeir sýndu á allan hátt í veikinum hans, læknunum Víkingi Arnórssyni, Guðjóni Guðnasyni, Gunnlaugi Snædal og Tryggva Þorsteinssyni. — Fyrir mína hönd, barna minná og annarra ættingja. Óla Sveinsdóttir frá Norðfirði. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls litla drengs- ins okkar, sem lézt þann 29. fyrra mánaðar. — Jarðar- förin hefur farið fram. Elín Eltonsdóttir, Þórður Valtýsson. Athuga- semd við opið bréf f TILEFNI af „opnu bréfi“ Helga Sæmundssonar, formanns Mennta málaráðs til Matthíasar Johanne- sen, ritstjóra, sem birtist í Al- þyðublaðinu 6. nóv. vildi é(g taka eftirfarandi fram: Þætti þá, sem ég hefi skrifað uin útvarpsdagskrána og hugleið- ingar í því tilefni, sem birzt hifa reglulega í Morgunblaðinu undanfarið undir titiinum: „Út- varp Reykjavík“ eru einvörð- un.gu birtar á mína ábyrgð, enda hefi ég jafnan birt fullt nafn undir og í einskis manns smiðju ,’eitað um gerð þeirra. Hefi ég eigi áður vitað, að ritstjóri blaðs væri atyrtur fyrir efni, sem birt- ist í blaði hans undir nafni ann- ars manns, en „skúrkurinn“ sjálfur (þ.e. greinarhöfundur) sleppi nær átölulaust. Kannske Ilelgi telji æskilegt að koma á fót svo öflu.gum „censur“ við öll dagblöð hér á iandi, að þær skoðanir einar, sem fá í alla staði samrýmzt skoðunum og smekk r tstjóranna, nái að birtast þar. Eða hver er ella skýringin á þessari afstöðu Helga? í sambandi við ljóðalesturinn á sumarvökunum, þá minni ég á það, að ég lét.þess oftar en einu sinni getið, að það væri smekk- legt að hafa siíkan þátt á sumar- vökum, Oig einnig lét ég hrós- yrði falla um smekkvísi Helga v:ð kvæðaval. En mér þótti ástæða til að koma því áliti mínu jafnhliða á framfæri, að slíkur þáttur ætti að vera sem fjöl- breyttastur, kynna bæði skáld- skap eldri skálda og yngri. (Það er rangt hjá Helga, að ég hafi átalið hann fyrir, að halda um of fram hlut dauðra skálda. enda minnist ég þess ekki, að hann læsi neitt kvæði eftir „dauðan höfund“.) Lengi framan af hélt Helgi sig mest við eldri skáidin, og er í sjálfu sér ekkert við það að at- huga, því að síðar tók hann einn- ig að kynna skáld af yngri kyn- slóðinni, þótt um það megi deila, hvort^ sú kynning var nógu gagn- ger. Ég veit ekki, hvort það var nakkuð mínum ábendingum að þakka, að Helgi gerði yngri skáldunum nokkur skil undir lokin, finnst það vafasamt, en alla vega skiptir það ekki máli. Gagnrýni mín á því að sami maður skyidi svo iengi látinn annast kvæðavalið beindist að sjálfsögðu ekki að Helga, heldur þeim sem annast efnisaðdrætti fyrir útvarpið. Því miður umgengst Helgi sannleikann helsti frjálslega á köflum í grein sinni. t.d. líkti ég skáldaþingi hans aldrei við elli- heimili, né dylgjaði einu einasta orði um þekkingu eða vanþekk- ingu Heiga á íslenzkri Ijóðagerð fyrr eða síðar. Það er þó ekki einungis, að Helgi telji mig hafa haldið þessu fram, heldur leggur hann út af þessum ummælum mínum m.a. á þennan veg: „Dylgjurnar ,að ég hafi ekki fylgzt með íslenzkri ljóðagerð síðustu tvo áratugi eru meira en dónalegar. Þær munu sennilega hvergi fram bornar nema af vís- vitandi ámælisverði iilkvittni, sem helzt minnir á hatur“. Vísvitandi illkvittni, sem helzt minnir á hatur. Maðurinn er enginn fáfræðingur í „termino- logiu" mannlegra tilfinninga. En í þessu fer Helgi þó villur vegar. Verði umsagnir mínar um hann taldir til illkvittni, þá er það ekki vlsvitandi og minni þær á hatur, þá er þar minningin ein á ferð, ekki raunveruleikinn. Helga Sæmundsson hefi ég aldrei hatað, mér vitanlega og vonandi ekki heidur óvísvitandi. Að lokum eru það eindregin tilmæli mín til Helga, að hann beri sig upp við mig, ef hann hefur eitthvað yfir skrifum mín- um að kvarta, en skelli ekki sök- inni á menn, sem hvorki hafa mótað skoðanir mínar á mönn- um máJefnum, né sagt mér fyrir, hvernig skrifa skuli, þótt þeir hafi léð mér rúm í blaði því, sem þeir ritstýra. Og með því að hann virðist byrjaður að rissa frum- drög að ævisögu minni í sendi- bréfsformi, þá er ekki úr vegi að minna hann á, að ég varð myndugur tveimur árum eftir stofnun lýðveldis á íslandi 1944. Sveinn Kristinsson. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim er minntust mín með heimsóknum, heillaskeytum og góðum gjöfum á sjötíu ára afmæii mínu 1. þ. m. Bjarni Bjarnason, Efstasundi 62. Inniiegar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim mörgu ættingjum okkar og vinum, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum á gullbrúðkaups- degi okkar 17. október sl. — Biðjum guð að blessa ykkur öll. Jóna Sigríður Bjarnadóttir og Alexander Einarsson, Fjarðarstræti 21, ísafirði. Innilegt þakklæti færi ég öllum vinum og vanda- mönnum nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á 80 ára afmælinu þann 8. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Gtíðmundsdóttir, Bergstaðastræti 80. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, skeytum og öðrum gjöfum á 80 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Guðný Gísladóttir, Akri, Sandgerði. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—3. Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar Lokað í dag vegna jarðarfarar. OPTIMA Kosangassalan. FASTEIGNA- OG VERÐBRÉFASALA TIL SOLIi Einbýlishús í Austurborginni. Húsið er kjallari, hæð og ris. Kjallari er undir húsinu hálfu, þar eru góðar geymslur ásamt þvottaherbergi. Á hæðinni er 1 herb. 2 stofur, eldhús og snyrtiherb. í risi 3 herb. og bað. Samþykkt teikning að 40 ferm. bílskúr fylgir húsinu. Sanngjarnt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.