Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 3
1 Þriðjudagur 17. nóv. 1964 4* | m | l § 'it.i |i ’s « *■« m. MORGUNBLADSÐ Fyrsti skautadagurinn Svellið' er sleipt til að hafa á öllu gát, eftir að skyggja tæki. Miklu stærri hópur var á skautum á tjörn þeirri, sem er á gamla golfvellinum, við enda Kringlumýrarbrautar. Nokkrir brestir voru þó komn ir í ísinn undan fjölda þessum er ljósmyndara og blaðamann Morgunblaðsins bar þar að í gærdag. Tjörnin er hins vegar mjög grunn svo að varla get Ur verið nein teljandi hætta í GÆBMORGIIN voru tjam- ir lagðar í Reykjavík og nokk- urt frost var í gærdag. Krakk ar fóru því á kreik með skauta sína, en í fyrradag hafði lög- reglan í Reykjavík varað for eldra við því að láta börn sín fara á skauta á Tjörninni, þar sem ísinn væri ekki sem sterkastur.- Um hádegið. í gær voru nokkrir krakkar á skautum á Tjörninni, og setti lögreglan mann til að líta eft- ir þeim. ísinn var ágætiega heldur, en nokkrar vakir voru á tjörninni, og þegar lögreglu maðurinn hafði orðið að draga 3 börn u;>p úr vökunum, stöðv aði hann leikinn og sag’ði börn unum að fara af Tjörninni, þar sem hann treysti sér ekki á ferðum, þótt ísinn brestL inni, kváðust þær allar vera „séní.“ Kristin Þorsteinsdóttir Fræðslu- fundur Húsmæðra- félagsins HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur heldur fræðslufund fyrir húsmæður miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 8.30 í Oddfoliow niðri. Sýnt verður að þessu sinni með- ferð Grill-ofns, eftir ósk margra húsmæðra. Sýning á ýmsum tegundum af smurðu brauði, svo sem mat- brauði, kaffi og kokkteilsnittum, kanöpum o. fL Borð verða þarna dúkuð og meðfarin eins og tilheyrir. Fyrsta flokks fagfólk sýnir og svarar spurningum. Frú Kristín Þorsteinsdóttir, forstöðukona Brauðborgar stend- ur fyrir sýningunni, ásamt starfs- liði sínu. • Húsmæður, notið þetta einstæða tækifæri vetrarins, ykkur til fræðsluauka. Mætið vel og stundvíslega. Velkomnar í Odd- fellow. J.G. Varðarfélagar Munið aðalfund Varðarfélagsins n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30. — Gunnar Schram ritstjóri flytur ræðu: „Stjórnarskipti í Austri og Vestri“. í GÆR var ennþá rakin norð- anátt á landinu, éljagangur norðan lands og jafnvel élja- hrakningur suður um Esju og Reykjanesskaga. Frostið var mest 16 stig. Á Grímsstöðum í gærmorgun, en annars 6—8 stig á annesjum. — Ekki var talið, að lægðin suður af Grænlandi hefði hér áhrif, heldur fari fyrir sunnan land. STÁKSTEIHAR Farið heíur íé betra Ýfingar miklar og flokkadrætt- ir eru nú innan kommúnista- flokksins og útibúa hans. Blaðið íslendingur á Akureyri segir svo síðastliðinn föstudag í forystu- grein, er heitir: „Þjóðvörn í and- arslitrum”: „Eins og kunnugt er, hafa miklar viðsjár verið innan Sósíal- istafiokksins, Alþýðubandalags- ins og annarra hliðargreina frá þeim stofnunum það sem af er þessu ári, og hafa allmargir inn- an þessara nafnmörgu samtaka viljað losa sig við hina gömlu Stalin-dýrkendur og reyna enn að stokka spilin. Hér norðan- lands eru þeir Björn Jónsson, al- þingismaður, og Þorsteinn Jónat- ansson, ritstjóri, taldir hafa unn- ið að endurnýjun hinna gömlu flokksbrota undir nafni Alþýðu- bandalagsins, og svo mikið er víst, að Björn hefur ekki haft tíma til að mæta á Alþingi fyrstu lotuna þar. „Verkamaðurinn“ skýrir frá því síðastliðinn föstudag, að bú- ið sé að „stofna“ Alþýðubanda- lög í nokkrum héruðum Norð- Austurlands, þ. á m. hér á Ak- ureyri og í Eyjafjarðarsýslu, og að Alþýðubandalagið í kjördæm- inu hafi unnið að því að treysta skipulag sitt. Á Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn er ekki minnzt í þessum fregnum, og virðist sem um annað tveggja sé að ræða: að liin nýja skipan merki það, að hann sé yfirgef- inn, eða að hann verði hafður á afviknum stað á bakvið, eins og „óhreinu börnin hennar Evu“.“ “St j órnmálaf lokkur “ úr sögunni V „En það, sem einkúm vekur athygli í fréttum „Verkamanns- ins“ af stjórnarkosningum í þess- ari endurreistu „stofnun“, er, aö gamlir Þjóðvarnarmenn eru látn- ir skipa helztu virðingarstöður í félögunum, og verður þar með að álykta, að Þjóðvarnarflokkur- inn sé ekki lengur til sem stjórn- málaflokkur á Norðurlandi, hvort sem hann skrimtir eitthvað leng- ur í Reykjavík á „Frjálsri þjóð“ og málavafstri því, sem hún snýst nú nær eingöngu um. Það er athyglisvert, að í for- mennsku Alþýðubandalags Ey- firðinga er Björn bóndi á Brenni- hóli og ritari Hjalti í Garðshorni, gamlir framámenn Þjóðvarnar- fiokksins hér, og í öðrum virð- ingarstöðum samtakanna nýjn Stefán á Hlöðum og Hörður Adólfsson, sem auk hinna fyrr- töldu voru stoð og stytta Þjóð- varnarhreyfingarinnar hér um slóðir fyrir nokkrum árum. Það fer því ekki hjá því, að þessi skipulagsbreyting leiði af sér gjöreyðingu Þjóðvarnar- flokksins hér á Norðurlandi, og þarf kannske ekki að tclja það til óvæntra tíðinda, — því aldrei var hann beysinn“. / Heim til föðurhúsa f rauninni væri ekki óeðlilegt, að hin undarlega flokksnefna Þjóðvarnarmanna rynni saman við frumparta sína að nýju, hyrfi til upphafs síns og sameinaðist kommúnistum. „Hugsjónamál“ þessa sérvitringasamsafns voru aldrei mörg eða merkileg, og í rúmt ár hefur næstum öllu rúmi í málgagni tunglspekinganna verið varið í rifrildi og nöldur vegna málaferla, sem þeir hafa sjálfir kallað yfir sig með óá- byrgri blaðamennsku. ^ Far vel Franz! \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.