Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 6
s MORGU N BLAÐIÐ — i Þriðjudagur 17. nóv. 1964 Ég held ég þori aldrei á landi fyrir Múlann Örstutt afmælisrabb við Tryggva Marteins- son, 75 dra sjósóknara og leiklistarfrömuð úr Ólafsfirði ÞEGAR ég heilsaði honum rétti hann mér vinstri höndina. Hægri hluti líkamans er lamaður eftir aðkenningu af slagi, sem hann fékk fyrir tveimur árum. Hann verður 75 ára í dag. Þótt ellin hafi orðið honum nokkuð þung í skauti er fullt af glettni bak við gleraugun. — Og þú sættir þig við hlut- skipti þitt? — Já, það er ekki til neins annað, segir Tryggvi Marteins- son og brosir við. Við sitjum í litlu en notalegu herbergi Tryggva og konu hans, frú Rósu Friðfinnsdóttur að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðar sjómanna. Það á vel við það sem Tryggvi er gamall sægarpur, sem allt frá fermingaraldri og næstu hálfa öld sótti sjóinn frá fæðingar stað sínum Ólafsfirði. Tryggvi sá fæðast þorp í Ólafsfirði, sem si’ðan varð að kaupstað. Hann lifði þar með dugandi samborg- urum, sem gert hafa fallegan bæ við brimasaman sand, og sem lif- að hafa á sjónum, og honum ein- um, allt frá því staðurinn var til. — Ég fæddist að Burstabrekku segir Tryggvi, næsta bæ fyrir innan þar sem nú er Ólafsfjarðar kaupstaður. Þegar ég var um fermingu flutti faðir minn, Mar- teinn Sigurðsson, niður í þorp- ið, sem þá var að byrja að mynd- ast og ég hóf sjóróðra með hon- um á árabátum. Faðir minn hafði áður stundað hákarlaveiðar eins og margir, er sjó stunduðu við Eyjafjörð. Kauptúnið fer að myndast rétt eftir aldamótin, þegar Páll Bergsson flytur til Ólafsfjarðar og setur þar upp verzlun og útgerð. Þeir sem fyrstir byggja Ólafsfjörð koma úr sveitinni fyrir innan staðinn og innan úr Svarfaðardal, einnig vestan úr Fljótum. Tryggvi Marteinsson slitnaði upp af legunni. — Og hvað varð þá til fanga? — Við keyptum okkur bara nýjan bát, sagði Tryggvi. — Það var lítið um hafnar- mannvirkin í Ólafsfirði þá?, spyrjum vi'ð. — Það voru settar fram bryggj ur á vorin. Það héldu þeim kassar, sem fylltir voru af grjóti. Sjórinn sá vanalega sjálfur um að setja þær á land fyrir okkur á haustin. Við rérum á sumrin með línu. Vorum þrír á'og fórum með um 40 stókka í róður (120 önglar í stokk). Við rérum lengst vestur af Siglufirði. Þá var meiri fiskigengd fyrir Norðurlandi en síðar varð. Hann hét Blíðfari ann ar báturinn, sem ég varð eigandi að. Síðan eigna.ðist ég trillu en hún fórst í hvítasunnuáhlaupinu 1935, þegar um 20 bátar fórust á leg- unni í Ólafsfirði. Enn létum við byggja nýjan bát og hann hafði ég þar til 1946. Þá fór ég að vinna mest í landi, fór þó bæði á síld og troll á öðrum bátum. Fiskmat stundaði ég allt frá 1918. Þegar ég lufttist hingað til Reykjavíkur 1952 vann ég fyrst við fiskmat, en geiðist síðan húsvörður í Gagn fræðaskóla Austurbæjar og þar vorum við í þrjú ár. Það var gott starf og okkur líkaði vel við alla er við þurftum þar að hafa sam- skipti við. Tryggvi segir að það hafi ráðið mestu áð hann flutti hingað suð- ur, að börn þeirra hjóna byggju hér, Baldvin nú forstjóri Al- menna bókafélagsins, og Dýr- leif, sem er gift hér í Reykjavík. — Þegar ég sem unglingur kynntist Eyfirðingum, sem bjuggu í sjávarplássunum út með firðinum, tók ég eftir því að þeir voru léttlyndari, meiri gleðimenn og félagsskapur meiri en þar sem ég hafði áður kynnzt. Var það ekki einnig svo í Ólafs firði? — Jú. Það var fjörugt félags- líf hjá okkur eftir því sem um var að gera. Skemmtilegast var að fást vi’ð leikstarfsemi og söng. Við hjónin tókum mikinn þátt í því. Ég fékkst við leik en konan við söng. Ég lærði að leika á orgel hjá Magnúsi Einarssyni á Akureyri og var um skeið organ isti í kirkjunni. Svo lékum við, „£>kjaldvöru“ Páls Ardals, „Skuggasvein" -Matthíasar, „Upp til selja“ og „Æfintýri á göngu- för“, allt gamalkunn leikrit. Ég held mér hafi fundist „Æfintýr- ið“ skemmtilegast. Ég lék Kranz og líklega er það skemmtilegasta rullan mín. — Hefir þú trú á máltækinu, sem segir, að hláturinn lengi lífið, Tryggvi? Já. Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Það verður auðveldara að bera það misjafna, sem á okk ur er lagt ef við reynum að leita þess skemmtilega í lífinu, segir þessi sjötíu og fimm ára sjósóknari, er við kveðjum hann. vig. Summer and Smoke. USA 1962. | Laugarásbíó. Paramount-litmynd í Panavision. 118 mín. Handrit: James Poe, eftir leikriti Tenn- essee Williams. Kvikmyndari: Charles Lang. Framleiðandi: Hal Wallis. Leikstjóri: Peter Glen- ville. Leikritið Summer and Smoke er meðal eldri verka Tennessee Williams og var sýnt í Þjóðleik- húsinu fyrir um það bil áratug. Verk hans 'sýna — þó ekki í þessu leikriti á eins hysterískan hátt og oftast — fólk sem er ýkt og afmyndað, úrkynjað og með sjúkt og morkið sálarlíf. Fólk þetta, sem býr í frumskóga eða gróðurhúsasvækju hugarheima höfundarins, sjáum við eins og í skrumskælingu, eins og við vær- um að horfa á líf þess í gegnum rúður Glerverksmiðjunnar sál- ugu. En með snilld töframanns- ins tekst Williams að fá áhorf- andann til að dvelja og hrífast með sínum sjúku persónum og horfa á mynd mannlífsins í ýkju- spegli. Sumt af þessum eiginleik- um verka hans hefur Peter Glenville tekist að festa á film- una, sumt ekki. Á heitu sumri er þriðja mynd- in sem Peter Glenville stjórnar, | en færir honum þó ekki jafn mikinn heiður og hans fyrsta mynd, sem var Fanginn (The Prisoner og var sýnd í Stjörnu- bíói með Alec Guinness í titiihlut verkinu. Hún er þó engu að síður vel sjáverðug eins o,g flestar kvik myndanir á verkum Williams. Við kvikmyndunina virðist Glenville ekki reyna að losa myndina við leikhússvipinn og ber kvikmyndun og leikur nokk- urn keim upprunans. Stingur það nokkuð í stúf við vinnubrögð Elia Kazans, sem mest hefur gert að því að kvikmynda leikrit Williams. Hefur Kazan ávallt reynt að losa þau undan áhrif- um sviðsins og túlka þau á algjör lega filmrænan hátt. En ekki hefur öllum skrafsmönnum film- unnar fallið slíkt í ,geð og sumir tala um að Kazan hylji aðeins leikhúsverkin með kvikmynda- brellum. Telja þeir ekki rétt að reyna að dylja uppruna verksins- ins og samkvæmt því ætti aðferð Glenville meiri rétt á sér. En í umbreytingu leikhúsverks í kvik mynd finnst mér eigi að gilda hið sama og í þýðingu bók- mennta af einu máli á annað. Mikilsvert sé að keimur þýð- Fiamhald-á bls. 8 Laurence Harvey og Geraldine Page. — Nú verður þess ekki langt að bíða að þú getir flogið norður til Akureyrar, Tryggvi, og sfðan ekið fyrir Ólafsfjarðarmúla og heilsað upp á gamla kunningja og ættmenn. — Ég held ég þori aldrei að aka fyrir Múlan. Ég sá hann svo oft frá sjó að mér lízt ekkert á að fara hann akandi. — En gekkstu aldrei fyrir Múl- ann? — Nei, það gerði ég aldrei. — En hvernig var það með konuna, sem gekk fyrir Múlann og prjónaði alla leiðina? — Já, Hún hefir ekki veri’ð hrædd. Það var raunar föður- systir min, Guðlaug Sigurðar- dóttir. Ég þekkti hana aldrei, en ég kynntist þremur dætrum hennar. — En svo kom að því að þú eignaðist þinn eigin bát? — Já. Það var 1916 að við keyptum bát í félagi 6 tonn að stærð. Hann bar nafnið Hermann. — En þáð fór nú illa með þá útgerð, skýtur frú Rósa inn í. Hann fórst við klappirnar hjá Kleifum, fyrsta haustið sem þeir áttu hann, ótryggður með öllu, Q Benzín-salan Benzínafgreiðslustöðvar í Reykjavík eru aðeins opnar til kl. 10,30 á kvöldin í vetur, en til kl. 11 að sumrinu. Mér finnst þetta ekki í samræmi við annað hjá okkur, jafnmiklir nátthrafn ar og við annars erum. Og það þarf í rauninni ekki nátthrafna til þess að verða benzínlausir á heimleið að kveldi til, því menn fá ekki benzín á heim- leið úr bíó. Þetta væri í rauninni í ágætu lagi, ef olíufélögin skiptust á um að hafa „kvöldvakt”, sem næði fram undir eða fram að miðnætti. Slökkviliðsmaður sagði mér, að oft væri gestkvæmt á slökkvi stöðinni seint á kvöldin og um nætur. Mönnum dytti einna helzt í hug að leita þangað, þegar þeir yrðu benzínlausir á götum bæjarins. Það má auðvitað segja, að óþarfi sé að verða benzínlaus. Fólk eigi að sýna örlitla fyrir- hyggju og hafa vakandi auga með benzínmælinum. En úr því að olíufélögin keppast á ýmsum sviðum um að veita viðskipta- vinunum góða þjónustu, hví ekki að taka þetta atriði til nán- ari athugunar. Dæmi um góða þjónustu eru t.d. benzínstöðvar Shell við Miklubraut. Nýtízkulegar, þrifa legar sölustöðvar beggja vegna brautarinnar — og lipur af- greiðsla. — Og mér finnst eðli- legt, að olíufélögin gætu skipzt á að hafa. vaktirnar eina viku í senn, alveg eins og lyfja- búðir, enda þótt benzínið sé e.t.v. ekki lífsnauðsynlegt, eins og lyfin eru oft. Ég er heldur ekki að tala um „benzínvakt” aila nóttina. 0 Biðröð á fiskasýningu Ég skoðaði fiskasýningu skátanna í Hafnarfiíði á sunnu- daginn, en sá lítið vegna þess hve ösin var mikil. Hinir rögg- sömu og ötulu skátar gætu haft meiri reglu á hlutunum í her- búðum sínum, séð t.d. um að biðröð við miðasölu væri skipu- leg, en þar var troðizt, ýtt og bjástrað á íslenzka vísu — allt í einni þvögu. Mér var hugsað til biðraðanna í Bretlandi. — Sannleikurinn er sá, að öll af- greiðsla gengur betur, þegar fólk hefur þroska til að standa í röð og bíða eftir að fá af- greiðslu á eftir þeim næsta á undan — í stað þess að ryðjast í gegnum þvöguna til að fá af- greiðslu á undan öllum öðrum. Skátarnir gætu kennt fólki að standa í biðröð. Um sýningu sem þessa ætti fólk að ganga í einfaldri röð, ganga hægt og sjá allt, en ekki að raða sér fyrir framan ein- staka hluti á sýningunni og standa þar í tuttugu mínútur með þeim afleiðingum, að aðr- ir, sem ekki hafa tíma til að bíða í tuttugu minútur eftir að komast að, þegar þeir eru búnir að biða í aðrar tuttugu mínútur eftir að fá aðgöngumiða, verða að fara heim án þess að hafa séð allt. Skátarnir fara vel af s+að þótt eitt og annað gæti sjálf- sagt farið betur — og mér dett- ur þá einkum í hug, að þeir gætu vafalaust fengið tærari sjó í búrin. Hann var mjög gruggugur á sunnudaginn. Rauiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.