Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1964 Charlotte undirritar- afsalsbréfið. Vinstra megin á myndinni er Felix prins af Bourbon-Parma, hægra megin stórhertoginn nýi, Jean, ásamt konu sinni, Josepaine Charlotte. Jean, stórhertogi, tekur við í Luxemburg af móður sinni CHARL.OTTE, stórhertog- ynja af Luxemburg, hafði verið þjóðarleiðtogi lands síns í rúm 45 ár þeigar hún sl. fimmtudag afsalaði sér völd- um í hendur sonar síns, Jean stórhertoga. Tók C harlotte við völdum hinn 15. janúar 1919 af systur sinni, Marie Adelaide. Marie, stórhertog- ynja, hafði setið að völdum í sjö ár, en þótti helzt til vin- veitt Þjóðverjum. Var Char- lotte kjörin arftaki hennar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Vann Charlotte fljótt hugi og hjörtu þegna sinna og hefur ætíð notið mikilla vinsælda. Hún er nú 68 ára, er hún dregur s\g í hlé frá opinberum störfum til að helga sig einu helzta hugðarefni sínu, rósa- rækt. Luxemburg er lítið land, aðeins um 2.500 ferkm. og þar búa aðeins um 350 þúsund manns. Þó á landið þúsund ára sögu að baki, og hefur oft verið bitbein stórþjóða _ Evr- ópu. Þótt þannig að ísland og Luxembung eigi álíka lang- ar sögur, er lítið vitað um samband landanna fyrr en á allra síðustu árum. Tókust náin tengsli milli landanna eftir að Loftleiðir settu upp bækistöð í Luxemburg. Er nú svo komið, vegna landkynn- ingar Loftleiða, að óvíða hitt- ast fyrir útlendingar, sem vita jafn mikið um ísland og íslendinga og íbúarnir í Lux- emburg. Charlotte, stór- hertogynja, ákvað árið 1961 að afsala sér völdum í hendur sonar síns. En það gerist ekki á eínum degi. Hóf hún undir- búning að valdatöku Jean með því að skipa hann sér- stakan fulltrúa sinn. Hefur stórhertoginn síðan smám saman yfirtekið flest verk- efni móður sinnar. Og fyrir átta mánuðum var dagur valdayfirfærslunnar endan- lega ákveðinn. Þótt undirbúningurinn hafi tekið langan tíma o,g vitað hafi verið um valdaskiptin með löngum fyrirvara, var athöfnin á fimmtudag mjög einföld í sniðum. Hófst hún um morguninn með því að Charlotte undirritaði afsals- bréfið í viðurvist fjölskyldu sinnar, þingmanna og ann- arra embættismanna. Tók sú athöfn aðeins fimm mínútur. Síðar um daginn gekk svo Jean, stórhertogi, til þings og sór þar embættiseið sinn. Síð- ar um daginn, eftir að Char- lotte hafði flutt kveðjuávarp til þjóðar sinnar í Luxem- borgarútvarpið .safnaðist mik- ill mannfjöldi saman við stórhertogahöllina í höfuð- borginni til að hylla hana. Komu Charlotte og maður hennar, Felix prins af Bour- bon-Parma, fram á svalir hallarinnar og tóku kveðjum mannfjöldans. Jean, stórhertogi, er 43 ára og kvæntur Josephine Char- lotte, systur Baudoin konungs í Belgíu. Eiga þau fimm börn, og er Marie Astrid elzt, tíu ára. Næstur föðurnum að ríkiserfðum er þó Henri prins, sem er níu ára. Voru þessi tvö elztu börn stórhertogahjón- anna viðstödd í þinghúsinu þegar Jean sór embættiseið sinn. Verkefni stórhertogans er aðallega að koma fram sem sameiningartákn þjóðar sinn- völdum ar og fulltrúi hennar á opin- berum vettvangi, en fram- kvæmda- ag löggjafarvaldið er að mestu í höndum ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni ber stórher- toganum að staðfesta öll ný lög. Hefur hann heimild til að neita staðfestingu, en ólíklegt talið að hann muni nota sér þá heimild með tilliti til þess að alla sína stjórnartíð neit- aði móðir hans aldrei að stað- festa samþykktir þingsins. Á síðustu heimstyrjaldar- árum gegndi Jean herþjónustu ásamt föður sínum í brezka hernum, en stórhertogafjöl- skyldan flýði land eftir her- nám Þjóðverja. Voru þeir feðgar í fylkingarbrjósti her- sveita Bandamanna, sem hröktu Þjóðverja frá Lux- emburg. Héldu þeir innreið sína í höfuðborgina meðan stórskotalið Þjóðverja var enn í skotfæri. Nú tekur Jean við völdum í einu mesta velmegunarlandi Evrópu. Eini skorturinn, sem þar ríkir, er skortur á vinnu- afli. Flytja atvinnurekendur í Luxemburg mikið af verka- fólki inn frá ýmsum löndum í Suður-Evrópu. Erlend fjár- festing er mikil, ekki sízt frá Bandaríkjunum, sem geta á þann hátt komið afurðum sínum á markaði Efnahags- bandalagsins. Margskonar stóriðja hefur risið upp í Lux- emburg á síðustu árum, fram- leiðslan hefur aukizt jafnt og þétt og orðið fjölbreyttari. Þá er einnig mikil járn- og stál- vinnsla úr námum landsins. En einna beztu tekjurnar koma frá ferðamönnunum, sem koma svo hundruðum þúsunda skiptir á ári hverju til að njóta náttúrufegurðar landsins og hlýlegs viðmóts þjóðarinnar, sem veit hvernig á að taka á móti góðum gest- um. Jean, stórhertogi, ásamt konu 3 íni á leið til þinghússins. Á eftir þeim gengur Henri, erfðaprins. „Viljum vera meö frá byrjun" — segir Gordon Walker í Bonn í ÞRIÐJU umferð urðu úrslit þessi, áður voru komin nokkur úrslit í blaðinu þann 13. A-riðill Kanada 3 — Pólland 1 USA 2 — Búlgaría -2 Ungverjaland 3 — Spánn 1 Júgóslavía 2 — V-Þýzkaland 2 USSR 4 — Holland 0 C-riðill Sviss 2 — Frakkland 2 Mexíkó 2 — ísland 2 íran 3% — írland 14 Finnland 2% — Monaco 1 Vz Úrslit í 4. umferð: A-riðill USSR 2V2 — Ungverjaland I V2 Spánn 3 — V-Þýzkaland 1 Pólland 3 — Holland 1 USA IVz — Tékkóslóvakía 1 Vz l .+ 1 bið Búlgaría IV2 — Júgóslavía IV2 + 1 bið C-riðill íran 4 — Monaco 0 ísland 2V2 — Portó Ríkó 14 + 1 bið f 5. umferð urðu úrslit þessi í A-riðli: Arg'entína 3 — Holland 1 Tékkóslóvakía 3 V2 — ísrael 14 USA 2 — Júgóslavía 2 Rúmenía 214 — Kanada 114 Pólland 14 — Ungverjaland V2 + 3 biðskákir USSR 14 — V-Þýzkaland 114- + 2 biðskákir Smýzlof tapaði fyrir Unzicker í 41. leik. Bialas gerði jafntefli við Spassky. Schmid á betri bið- skák gegn Keres. Pfleger á jafna stöðu gegn Stein. Það gæti því hæglega farið svo, að Sovétríkin töpuðu í fyrsta skipti einvígi síð- an á Ólympíumótinu í Moskvu 1956. Efstu liðin í A-riðli að loknum 5. umferð eru þessi: 1. USSR 14 + 2 biðskákir 2. Rúmenía 12 + 1 biðskák 3. Argentína 12 4. Tékkóslóvakía 1014 + 1 bið. Bonn, Þýzkalandi, 16. nóv. — AP, NTB — H IN N nýi utanríkisráðherra Bretlands, Patrick Gordon Walk- er, sat i dag fyrsta fund sinn með Vestur-Evrópubandalaginu, sem í eiga sæti Efnhagsbandalagslönd- in sex auk Bretlands. Helzta mál fundarins er stjórnmálaleg ein- ing Vestur-Evrópu og sambúð austurs og vesturs með tilliti til valdhafaskiptanna í Sovétríkjun- um. Gordon Walker flutti í dag ræðu á fundinum þar sem hann lýsti áhuga stjórnar sinnar á sameiningarviðleitni Evrópuland- anna og kvað Bretland vilja vera með frá byrjun, ef farið væri að ræða nánari stjórnmálatengsli Evrópulandanna. Utanríkisráðherrar Frakklands og Ítalíu, þeir Maurice Couve de Murville og Giuseppe Saragat, sækja ekki fund þennan. Eftir fundinn sagði brezki ut- anríkisráðherrann, að ræða sín hefði hlotið betri undirtektir en hann hefði búizt við og nefndi þar einkum til viðtökur Gerhards Schröders, v-þýzka utanríkisráð- herrans, og utanríkisráðherra Hollands, Joseps Luns. Fulltrúar Belgíu og Ítalíu báru upp ýmsar fyrirspurnir og formaður frönsku sendinefndarinnar, Habib Del- oncle, kvað Frakka myndu íhuga tilmæli brezku stjórnarinnar. Vestur-Evrópubandalagið var upphaflega stofnað til þess að hafa eftirlit með takmörkun vopnabúnaðar, einkum vopna- búnaði Vestur-Þýzkalands, en hefur látið æ meir til sín taka hermál, stjórnmál og efnahags- mál Vestur-Evrópulandanna og er orðinn eins konar viðræðu- vettvangur um þessi mál almennt. Gordon Walker ræddi við starfsbróður sinn, Gerhard Schröder, utanríkisráðherra V- Þýzkalands, um helgina. Ræddu þeir einkum tillögur V-Þjóðverja um aukna samvinnu Efnahags- bandalagslandanna og er Gordon Walker sagður hafa harmað, að ekki væri gert ráð fyrir aðild Breta eða annarra ríkja að sam- vinnu þessari fyrr en síðar. „Við viljum vera með frá byrjun“, sagði Walker. Einnig ræddu ráð- herrarnir hinn áformaða kjarn- orkuflota Atlantshafsbandalags- ins, sem eitthvað mun dragast á langinn að því er virðist, og einnig hitti Walker að máli Lud- wig Erhard kanzlara. Gordon Walker fer heim tii London í kvöld og á morgun ræðir hann við Halvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna, sem kemur þar við á heimleið frá Mexíkó, Kan- ada og Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.