Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 17. nóv. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 21 i| Danskur rithöfundur um handritin: Afhending jafngildir dauöa- dómi evrópskrar menningar ,;íslendingar með sögurnar á heilanum .....geðtruflaðir af einangrunar- umhverfi sínu.......“ | Kaupmannahöfn, 14. nóv. f í HIN KUNNI danski rithöfund j I ur og sagnfræðingur Palle Lauring ritar í dag langa kjallaragrein í blaðið Infor- mation, og er greinin 114 síða í stóru broti. 1 greininni ræðir Lauring um andstöðu sína 11 gegn því, að íslendingum | verði afhent handritin í Árna safni, og ritsmiðina nefnir hann: „Það er tími til kominn að rætt sé af hreinskilni um handritamálið“. [ Palle Lauring segir, aS | 1944 hafi ísland tekið þann kostinn, að yfirgefa Dan- mörku í stað þess að bíða í nokkra mánuði eftir stríðs- lokum og semja síðan um sam bandsslitin. Vegna þessa telji Danmörk á engan hátt vera ástæðu til sektarkennd ar gagnvart fslandi. Lauring líkir handritasafn- | . inu við safn Gyðingabók- mennta, sem sé í Konungsbók hlöðunni, en það mun eitt stærsta sinnar tegundar í ver öldinnú „En að sjálfsögðu hafa fsraelsmenn ekki látið sig dreyma um að gera kröfu I til þess, að það verði afhent“, , segir Lauring. „Þvert á móti hafa lærðir Gyðingar og safn arar á síðari árum gefið eða i ánafnað ný og viðamikil ' söfn til bókhlöðunnar, j sem viðurkenningarvott þess, að hér hafa verðmætin verið j| vel geymd og ávöxtuð“. I Þá segir Lauring að ef kröf ur íslands verði teknar til greina, jafngildi það dauða- I dómi yfir evrópskri menn- I ingu. „Ég hefi sjálfur orðið þess var víðsvegar í Evrópu, að menn myndu lýsa hinni barnalegu vináttu stjórnmála manna okkar, ef til afhending ar kæmi, með orðunum: — Fjandinn hirði þessa menn. Hér er verið að leika sér hugs unarlaust með uppbyggingu evrópskra minja- og skjjala- safna. Óviðkomandi myndu segja að þetta sé að ganga nokkuð langt og í óviður- kvæmilegum tilgangi. En það er ekki svo. Með sömu for- sendum ættum við að tæma Glyptoteket, Þjóðfræðistofn- unina, Listasafnið í Rosenborg o. s. frv. og senda allt til heimalanda sinna. Hver yrði síðan afrakstur okkar Og raunar hinna, þegar þessi að Palle Lauring ferð næði útbreiðslu Við fengjum leyfi til að halda eft ir steinöxum okkar, bænda- mublum og fjónsku málurum, og með allri virðingu: Við yrðum þá fátækari en ísland! í fyrsta lagi er þetta ekki málstaður okikar og í • öðru lagi mundi afhendingin enn ala á þjóðarmetnaði íslend- inga, jafnvel þótt einhverjir kunni að halda fram hinu gagnstæða. Hafi maður verið á íslandi og rætt þar við fjöl- marga íslendinga, þá veit maður með vissu, að ef það er nokkuð, sem þá vantar ekki, þá eru það fleiri sögur og handrit. Þeir ganga með sögurnar á heilanum, og það er hreint út sagt óþolandi. Það er ekki einu sinni hægt að halda uppi samræðum við hina bezt greindu þeirra, öðru vísi en þeir þjóti út í sögurn- ar. Það má lengi leita, þar til maður finnur þjóð, sem er jafn geðtrufluð af einangrun arumhverfi sínu,' („milieu skadet" — orðið er þýtt í orða bókum „geðtruflun vegna um hverfis" — innskot Mbl.) og af því að tönnlast á eigin for- tíð. Það sem hún (þjóðin) þarf, er höggmyndasafn, iðn aðarminjasafn, í stuttu máli menningarverðmæti, sem ekki eru íslenzk". Lauring lofar mönnum því í grein sinni, að vegna fram- komu stjórnmálamanna í handritamálinu muni á sínum tíma verða rituð „saga þess myrka kaprtula, sem ber nafn ið Afstaða danskra stjórnar- valda til hugtakenna list, menning og rannsóknir. Að lokum víkur hann enn að ósk um íslands í menningarmál um og segir: „Skiljum við þá ekki ísland? Jú, gjörsamlega. En það kemur bara málinu ekkert við. Allar nýjar þjóð- ir vilja láta gefa sér allt, sem hinar eldri þjóðir hafa byggt upp í gegnum aldirnar. ís-. land hlýtur að skilja, að verð mæti þessarar tegundar verða aðeins byggð upp og safnað saman á mörgum öldum svo þau verði einhvers virði. Það eru aðrir möguleikar til en hin íslenzku handrit". — Rytgaard •NiiiiiiiiiiMiiitiiiiiiiiinHiMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim BRIDGE ^•111III llllllllllllllll l•ll•lll■•lll••l•IMI•llll•llllll lllllllllllll NÝLEGA er lokið tvímennings- keppni hjá Bridgefélagi kvenna og báru þær Eggrún Arnórsdótt- ir og Guðríður Guðmundsdóttir sigur úr býtum, hlutu 2229 stig. í öðru sæti urðu Laufey Arnalds og Ásgerður Einarsdóttir, hlutu 2201 stig. — 24 pör tóku þátt í keppni þessari og var röð efstu paranna þessi: 1. Eggrún og Guðríður 2229 st. 2. Laufey og Ásgerður 2201 — 5. Unnur og Sigríður 2199 — 4. Dagbjört og Kristín 2169 — 6. Ingibjörg og Sigríður 2164 — 6. Hugborg og Vigdís 2151 — 7. Margrét og Guðrún 2122 — 8. Elísabet og Steinunn 2101 — 9. Kristjana og Halla 2098 — Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þ lákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. — Aringlæður Framhald á bls. 19 stallar brátt flegnir að fullu, fullkeypt er reynslugullið. Orðið menntun getur tákn- að fleira en' innbyrðingu á lög- skipáðri vitneskju eða réttindi til aðri vitneskju eða réttindi til einlhvers ákveðins starfs. Ytri kringumstæður ráða ekki mestu um hvað menn upplifa eða hve langt þeir ná. Það er ekki alltaf aðalatriði af hvaða tagi reynslan -er, hitt er meira um vert, að njóta hennar vera sér hennar meðvitandi, því glaður finnur fegurð þar sem finnur dapur ei, og þá er jafnvel enn mikilvægara að lifa en að yrkja. Listin er í þágu lífsins en ekki öfugt. Ævin er „heildarljóðið": Listaverk er lífs þíns kvæði, Ijómar allar stundir. Kveði hjartans innsti strengur undir. _ Hann talar um, að „hjartans sími“ kliði við „kossa og kvæða- gjörð“ og hann kallar samvizk- una „símarrn milli guðs og þín“ og staðsetur hann „innst í hjart- ans helgidómi“. Furðuleg samlík- ing! (Þess konar samvizka þarfn- ast ekki reglna eða siðapredik- ana). í skini frá eigin „reynslú- gulli“ hefur skáldinu orðið ljóst, að lifið er ekki stöðugar nýjung- ar, heldur síung endurtekning fornra stefja eins og bezt sést, þar sem lífið rís hægt, til dæmis í ástinni og listinni, öldutoppar eru óhugsandi án öldudala. Að- alatriðið er, að ekki miáist úr vitundinni víðsýnið mikla í vafurloga um vornótt á Tindastól. Þessi „sublimasjón”, þetta skáldlega símasamband sættir hann vi'ð lífið, og það sem sættir menn vi'ð lífið hjálpar þeim einnig að horfast í augu við dauðann. Engan kvíða, ekkert sorgarlag aðeins. þakkir fyrir góðan dag. (Úr eftirmælum um Friðrik Hansen). Og skáldið mótar afstöðu sína til náttúrunnar, lífsins og mann- anna af ást og þökk. Hann kveðst skulda landinu „ódauðlegan brag“, en „sá ómur dó sem spóans grunnu ljó’ð" og þörfin til að kveða er dýpri en þráin til frama eða fimmhundruðára-„óðdauð- leika“ á spjöldum sögunnar. Líf- ið sjálft skiftir skáldið meira máli en svo. Trúað gæti ég, að eftirfarandi vísa geymdist lengur en nafn skáldsins. Hér er mælt fyrir munn liðinna og líðandi stunda í lífi þjóðarinnar: Ég vil heyra hetjuraust - helzt það léttir sporin - þess, sem yrkir undir haust eins og fyrst á vorin. Jón horfist því beizkjulaust í augu við takmarkanir sínar á sviði ljóðlistarinnar og tranar sér ekki að eigin frumkvæði fram á hræsibrekku útgáfunnar og reynir hvergi að sýnast neitt annað en hann er, og gerir það ljóð hans aðgengileg til lestrar og athugunar. Bezt tekst honum upp í þýðum og léttum kveðskap. Ég er ekki viss um, að beztu kvæðin, sonn- etturnar „Á fornum slóðum“ og „Nú hvílir jöðin“ og fleiri gleym ist lesendunum strax. Þau benda til skáldskaparhæfileika, er ekki virðast nýttir' nema að nokkru leyti. skaði, ef hann hefði týnzt og gleymzt. Af einhverri vangá hafa fallið niður þrjár stökur Jóns, sem finna má í Skagfirzkum ljóðum og ættu auðvitað heima í þess- nri bók. Lífs míns sjóð er ekki eytt, enn er glóð í svörum, enn er blóðið í mér heitt, enn er ljóð á vörum. Ég hef missta æskuglóð allar listir dvína — síðan kistan huldi hijóð hana systur mína. Eins og ég sagði í upphafi eru kvæðin allmisjöfn að gæðum, og sumu hafi mátt sleppa, svo sem ódýrum tækifærisvísum til verk- stjóra nokkurs. Á stöku stað er orðalag fullhástemmt, en annars hef ég í þessari stuttu grein að mestu sleppt aðfinnslum, né held ur hef ég reynt að fara að segja skáldinu til við yrkingarn- ar. Bg hef einnig reynt að gera mig ekki sekan um marklaust oflof, en fyrst og fremst haft það í 'huga, að þessar athuganir mættu færa einhvern lesandann nær marminum sjálf- um, nær hinum þögula huga að baki orðanna, þeim höfuðþáttum í vfðleitni alþýðuskáldsins til að tjá sig, sem að minum dómi hafa mest almennt gildi, þ.e. gildi fyrir sem flesta, fyrir utan skáld- ið sjálft. En mér virðist bókin hentugri til slíkra athugana, en stundum vill verða, þegar mikið er ort og fremur af tilgerð og metnaði en af þörf. Yrkisefnin á þessum síðum bera vott um fá- brotna ævi, en mann grunar að „hljómi þó innst í hugardjúpi — fegri lög og lengri“, (St. G. St.) Maðurinn að baki þessara smá- kvæða er heill og hlýr, og e.t.v. þörfnumst við þess ekki sízt. Svipað má bera upp á ýmsa fleiri, lífs og liðna, kannske er þeim að fækka, ég veit það ekki. En það er slíkt hugarfar, sem geymt hefur, e'ða öllu 'heldur er íslenzk sjálfsvirð- ing og menning, frostbitin en ókróknuð. Þeim arfi, þeirri fót- festu á herðum eldri kynslóð- anna má ekki glata þiátt fyrir sjálfsagða sókn og tilraunir á öllum sviðum, lj óðformi og ö'ðru. Því er hinn skemmtilegi „aliþýðu kveðskapur" Jóns Skagfirðings tvímælalaust þess virði að vera lesinn, og það hefði verið mikill Dvín í vestri dagsins glóð, dansa él á hjarni, syngur móðir svæfilsljóð sínu þreytta barni. Margir útgefendur gleyma því, að það er eins með bækurnar og mannfólkið — frágangurinn hef- ur ótrúlega mikil áhrif á „inni- haldið.“ Bókakápur eru oft herfi- legar. Hér hefur þó tekist mjög sómasamlega, letur hæfilegt, frá- gangur snyrtilegur. Útgáfu hafa annazt í samráði við Jón, þeir Hannes Pétursson og Sigurjón Björnsson. Kápumynd gerði Jó- hannes Geir og er hún með þeim beztu, sem nú er að sjó á bóka- markaðinum. Magnús Skúlason. HUDSON perlonsokkarnir fyrirliggjandi. 30 den. á kr. 55,00 60 den. á kr. 69,75 BANKASTRÆTI 6 - SlMI 22135 M .A. Berg’s sporjárn með sivala skaftinu sem fer vel i hendi og losnar ekki. Nú fást Berg's sporjárn einnig með plast-skefti •em þolir þung högg. BAHCO framleiðsla BERG'. KOMBINASJÓNS-TENGUK : BERG’a i BIT-TENGUR BERG'. BOLTAKLIPPUR BERG’s SLÁTURHNIFUR Agætur ELDHÚSHNIFUR -ILÚL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.