Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 25
Þriðjudagtir 17- nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 25 — Handrifamáiið Framhald af bls. 23. en þeirra sem nú eru í Kaup- mannahöfn að meðhöndla þau eða læra meðferð þeirra? Sé svo, hlýtur hið eina rétta að vera að við handritarannsókn irnar séu notuð afrit, sem þola einhverja meðferð og uppruna legu handritin séu ekki af- hent vísindamönnum nema sérstaklega standi á. Þá skipt- ir það ekki lengur öllu máli, hvort handritin eru varðveitt í Kaupmannahöfn eða í Reykjavík. Ég veit ekki, hvort hand- ritin eru svo vandmeðfarin sem af er látið, því sjálfur hef ég þau aldrei augum litið, en ástæðan til þess, að ég leyfi mér að ætla að svo sé, er sú, að ella væri það móðgun við ílenzka viísindamenn að full- yrða að hándritin verði aldrei tryggilega varðveitt á íslandi. Ég hefi sjálfur kynnzt því í starfi mínu að nauðsynlegt getur verið að sjá handrit í frumriti til þess að leysa ákveðið vísindalegt vandamál því tengt. Ekki veit ég, hvort svipuð vandamál koma upp í sambandi við íslenzku handrit in ,þar sem t.d. verður að rannsaka pappírinn sem hand ritið er skrifað á, en komi slíkt til greina eru það undan tekningar og vísindamaður, sem þyrfti að annast einhverj ar slíkar tæknilegar rannsókn ir, getur þá hæglega ferðazt til þess staðar sem handritið er geymt á. Við sínar sérstöku rannsóknir þarf hann ekki á að halda öllum miðaldabók- menntum Konungsbókhlöðu. Þegar svo er lokið tæknilegri athugun hans á þessu sérstaka blaði sem vandamálið snýst um, getur hann aftur horfið heim og haldið áfram bók- menntalegum og sögulegum rannsóknum sínum i Kaup- mannahöfn. Fjöldi vísindamanna í öðr- um greinum hafa þurft og þurfa enn að fara í slikar ferðir öðru hvoru, til þess að komast til botns í inhverju vandamáli. Ég fæ ekki séð nauðsyn til þess, að varðveita hin upprunalegu handrit til eilífðarnóns þar sem bezt eru bókasöfn til rannsókna á þeim. Það er einnig kyndug full- yrðing, að íslendingar ættu ekki að geta lært að gera við handritin og fjalla um þau svo vel fari. Þess ber að geta, að í Reykjavik hefur þegar verið komið á laggirnar hand ritastofnun, sem einnig hefur að geyma vinnustofu, þar sem unnið er að viðgerðum á hand ritunum. Hvort hún er sam- bærileg við samsvarandi stofn un í Kaupmannahöfn er ég ekki dómbær á, en — sé því haldið fram, að hún geti aldrei orðið það, gerast þeir er það segja forspárri en nokkur tök eru á að vera. Það hlýtur að leiða af sjálfu sér, að allt það sem Danir hafa í fórum sínum af sér- fræðilegri þekkingu sé íslend ingum falt um leið og hand- ritin eru komin til Reykjavík ur og upp verði tekin holl samvinna háskóla og fræði- stofnana í báðum löndunum. Slík samvinna á sér þegar stað á mörgum sviðum, eink- um þó í náttúruvísindum og læknisfræði. Þessvegna er það með öllu óhugsandi, að háskólinn og handritastofnun- in í Reykjavík fái ekki erlend is frá alla þá sérfræðilegu að- stoð sem til þarf við varð- veizlu handritanna, til viðbót ar því sem þeir hafa þegar sjálfir af slíku. Ég fæ þess- vegna ekki skilið, að menn geti fært þau rök gegn af- hendingu handritanna að ekk ert verði um þau hirt á ís- landi. Það má hverjum manni Ijóst vera, að slík fullyrðing er ærumeiðandi fyrir íslenzka vísindamenn, en hún er þó í raun réttri hálfu meira æru meiðandi fyrir hina dönsku starfsbræður þeirra, því hún byggist á þeirri skoðun manna, að danskir vísinda- menn muni, ef af afhending- unni verður, láta meiru ráða þjóðernislega móðgun en þarf ir vísindanna og ekki láta Is- lendingum í té þá aðstoð sem þeir gætu veitt og kynni að vega þungt í metunum. Og hver getur sagt til um það, hvort handritin séu bet- ur geymd í Kaupmannahöfn en í ReykjaVík? Við lifum á 20. öldinni og megum muna það, að margt fór í súginn í Þýzkalandi í síðasta stríði og hvaða bókasöfn eru öruggust, ef aftur kæmi til styrjaldar í Evrópu, þau sem liggja milli Rússlands og Vestur-Evrópu eða þau sem eru í Norður- Atlantshafinu? Það getur orð ið erfiit að skera úr um slíkt, en erfitt. er að sjá af hverju Kaupmannahöfn ætti að taka fram öllum stöðum öðrum í þessum efnum. Reykjavík á sér enga Kon- ungsbókhlöðu, satt er það, en ínútíma vísindum er alþjóðleg samvinna bókasafna bráðnauð synleg og enda vel á veg kom in. Getur það talizt réttur skilninigur á uppbyggingu vís- indalegrar samvinnu og í sam ræmi við- það sem nú tíðkast, að gengið sé að því sem vísu, að einhverja grein vísindanna megi ekki stunda annarsstað- ar en þar sem fyrir sé mjög gott bókasafn varðandi hana? Erum við ekki sem vísinda- menn, áhugasamir um auknar rannsóknir s.s. með samtíma rannsóknum, og þá m.a. með aðstoð nútíma afritunartækni? Mér er spurn. Handritarannsóknirnar hafa til þessa ekki verið aldanskt fyrirbæri, heldur hafa erlend- ir menn unnið að rannsóknun um jafnhliða Dönum og sama myndi vera uppi á teningun- um þó handritin væru flutt til varðveizlu annarsstaðar en í Kaupmannahöfn. Sjaldan er að því spurt, hvort íslendingar kynnu ekki að hafa einhverja þá aðstöðu til handritarannsóknanna, sem á móti vægi því að eiga stórt bókasafn. Er þá ekki úr vegi að benda á þá staðreynd, að þeir eiga land það, sem handritin urðu til á og tala tungu, sem er skyld miðalda- tungu þeirri sem töluð var í landinu, svo skyld að það má heita eitt og sama málið. Há- skóli íslands hefur því ekki einvörðungu þjóðernislegar eða pólitískar ástæður til þess að vilja verða miðstöð þessar- ar fræða ,heldur koma þar líka til rökréttar ástæður og ljósar. ísland er eðlilegur samastaður rannsókna á forn islenzkri menningu. Þó háskólinn í Reykjavík og handritastofnunin þar séu enn ekki svo vel úr garði gerðar sem menn kynnu að óska ætti það að vera vísinda- mönnum í öðrum löndum og þá einkum á Norðurlöndun- um metnaðarmál, að leggja sinn skerf til þess að bæta úr 'því, í staðinn fyrir að hindra það eftir öllum mætti af smá- borigarlegum þjóðernisremb- ingi. Ég hefi hér að engu getið almennra, þjóðlegra ástæðna sem fram mætti færa fyrir því að veita íslendingum að- stoð til þess að efla sögulegar rannsóknir sínar, þó þær séu einstaklega markverðar. Ég hef viljað einskorða mig við vísindalegar ástæður einar saman. Er alþjóðleg samvinna háskóla ekki bæði nauðsynleg og sjálfsögð nú á tímum og einkum á Norðurlöndunum? Sé svo, geta vísindamenn þá látið það verða sitt síðasta orð að handritin ættu að vera á- fram í Kaupmannahöfn um aldur og ævi? Er þetta ekki of einhæf afstaða til málsins til þess að geta samrýmst vís- indunum, sem einlægt berjast gegn einhæfni, og absolut- isma?“ spyr prófessor Prenter að lokum. Fyrirspurnir tii K. B. Andersens Formælandi vinstri flokks- ins á þinginu, Ib Thyregod, mun hlutast til þess á næsta fundi hinnar þingskipuðu handritanefndar, að nefndin leggi fyrir kennslumálaráð- herra K.B. Andersen eftirfar- andi átta fyrirspurnir og kröf- ur: 1. Beiðst er skrár yfir hand rit þau úr Árnasafni Oig Korr- ungsbókhlöðu, sem óskað er eftir að afhent verði, ásamt upplýsingum um hvort ein- hverjar breytingar hafi orðið á skrá þeirri sem þjóðþings- nefndin fékk í hendur 1961. 2. Hefur skrá þessi verið lögð fyrir stjórn Árnasafns? Sé svo ekki, er þess óskað, að leitað verði eftir áliti hennar á skránrii . 3. Beiðst er greinargerðar af tilefni gagnrýni dr. phil. Ole Widdings, lektors, í Berl- ingske Aftenavis 6. nóvember, á handritáskránni, þar sem segir, að á skránni séu m.a. handrit, seni ekki eigi rétt á sér þar samkvæmt reglum afhendingalaganna, en fjalli t.d. um norsk málefni. 4. Beiðst er greinargerðar um samningaviðræður þær, sem fram fóru við íslenzku stjórnina áður en gengið var frá lagafrumvarpinu 1961. Hafa farið fram viðræður við íslenzku stjórnina síðan 1961? Er íslenzka stjórnin því enn- þá samþykk, að hér sé um að ræða gjöf? 5. Beiðst er endanlegs svars lagadeildar Árósaháskóla við spurningu þeirri, sem fyrir hana var lögð árið 1961 og deildin taldi sér ekki fært að svara þá vegna þess hve skammur tími væri til stefnu. 6. Beiðst er eintaks af grein argerð dr. jur. Poul Johs. Jörgensens, sem afhent var Kaupmannahafnarháskóla 23. marz 1946, varðandi eignar- réttarafstöðu til Árnasafns. 7. Hverjar hafa verið fjár veitingar ríkisins til Árna- safns síðan 1956? Beiðst er greinargerðar um þetta vegna þess, að stjórn safnsins kveð- ur fjárveitingar til þess alls ónógar og segir að t.d. hafi sl. þrjú ár ekkert fé verið veitt til kaupa á nýjum bókum eða til bókbands. 8. Beiðst er afrita af bréf- um þeim, sem fóru í milli fyrrv. kennslumálaráðherra Jörgens Jörgensens og dr. phil. Peter Skautrups og ráð- herrann gerðu opinber nú fyr ir skemmstu, ásamt sambæri- legum málsskjölum, sem ekki hafa áður vsrið birt. Birgir Markússon Minnirtg Á T T A ára barnið Birgir var yngstur sinna systkina, yndisleg- ur drengur, góður og skír. Hann var léttur í lund og ör til við- bragða. Hljóp því hratt sinn síð- asta sprett, að settu marki. Birgir varð einn þeirra mörgu er farizt hafa af slysum, þeim voða er veldur svo mörgum lífs- tíðar örkurfila eða dauða. Enginn þekkir þjáningu þeirra syrgjenda sem bila eða bugast vegna slíkra átaka. En hvað skal segja, fellur nokkur fugl til jarðar án Guðs vilja — óg alveg óhætt að láta hann ráða. — Þá munu skapa- dægur manna hafa sinn tilgang í allri umhyggju. Ekki vist að þeim væri betra að bíða lengur á jörðunni okkar. Svo kemur röðin að vorum mannlegu tengslum og hygggind- um. Þar eru tvö stórveldi sem ráða hvorugt við annað í sinni samvinnu — það er heilinn og hjartað, hvort í sínu hlutverki. Við þráum og þjáumst oft — vegna sjóngalla vorra beztu og eðliltgustu tilfinningu. Sár manna gróa aðeins vegna iþess að Guð er alls staðar nálægur. Sá eini sem mestu ræður mun skilja eðli vort og veikleika. í erfið- leikum finnum við bezt að Hann er ekki langt í burtu. Fólkið finnur alveldi kærlc-ik- ans í orðum Krists: „Leyfið börn- unum að koma til mín“. Ástvinir Birgis þakka, gleðjast og svara: Nú er barninu okkar að eilífu óhætt. „Hve sæl, ,ó, hve sæl er hver leikandi lund“. En lífinu á jörðu er afmörkuð stund. Við þökkum fyrir geislanna gleði og líf. En grátum nú og finnum aðeins harmanna kíf. Gleðinni er lánuð og gefin hver tíð. En getur nokkur maður skilið þjáninganna hríð. Við þökkum fyrir drenginn okk- ar, dyggðir hans og þrótt. En dagurinn var liðinn og húmið kom svo fljótt. En „sonur þinn lifir“. — Er sögn um eilíf rök. Og sjálfur Herra lífsins á bak við dimma vök. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum. MANN hryllir við hinum tíðu fréttum af dauðaslysum í okkar litla þjóðfélagi. Við hryggjumst þegar við heyrum, að einstakling ar eða jafnvel heilar skipshafnir hafi farizt, en mann setur hljóð- an þegar maður fréttir, að litli glókollurinn í næsta húsi hafi verið svo snögglega burtu kvadd- ur. Ósjálfrátt fylgist maður með vexti barnanna í nágrenninu, ekki sízt hinna smæstu í næsta húsi, þegar maður sér þeim bregða fyrir dag hvern. Það var engin tilviljun, að Birgi yrði veitt sérstök athygli. Hann var einkar fríður sýnum, vel af guði ger, tápmikill, en hafði jafnframt mjög prúða og fágaða fram- komu, þrátt fyrir sinn unga ald- ur. Hafði ég því vonazt til að geta fylgst með vexti hans áfram nokkuð á leið, að ég fengi að sjá. hvað gæti orðið úr þessum dreng, sem var svo mörgum góð- um kostum búinn. En hér verður staðar numið; átta ár, og lengri er leiðin ekki. Eftir er minningin svo heið og björt, að af henni mun lengi lýsa. Harmi lostnum nágrönnum er vottuð dýpsta samúð míns og minna. Njáll Þórarinsson. Sovézk Framhald af bls. 16 með forstöðumanni Akademí- unnar, Mestislav Keldysj, sagði Hbrnig m. a. að Bandaríkja- menn hefðu enn ekki komizt að neinni niðurstöðu varðandi það, hvort smíði flugvéla, sem fara hraðar en hljóðið og notkun þeirra til loftflutninga almennt, myndi borga sig. Auk þess ræddu þeir Hornig og Kelysj um möguleika á aukinni samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í tæknimálum, sögðu að þegar hefði verið lagður góður grund- völlur að henni og voru áfram um að hún yrði efld, einkum varðandi rannsóknir ýmisskon- ar, að því er segir í frétt frá Tass-fréttastofunni. Mfcl Wi LAUGAVEGl 59. simi 2334» S j álfstæðis kv e n n a f é I. HVÖT and í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. bntiSKRÁ: Félagsmál — Skenimtiatriði: Frú Emelía Jónasdóttir, leikkona fer með gamanþátt. Kvikmyndasýning — Kaffidrykkja. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.