Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 30
v» «• r i •» * #* •■*> •»» 'i'. » , i,»h<' MORGUNBLAÐIÐ ttf V r<.' Þriðjudagur 17. nóv. 196 * * "* *•* ................................................................ s*— Gunnlaugur Hjálmarsson var stærsta tromp Fram. — Myndir Sveinn Þorm Fram hafði algera yfirburði yfir dðnsku meistarana lirnu þá 27:16 á stora vellinum i Keflavík ÍSLANDSMEISTARAR F r a m léku Danmerkurmeistara Ajax heldur grátt í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag. Höfðu Framarar yfirburði á öll- um sviðum handknattleiksins og varð raunar aldrei um keppni að ræða í þess orðs fyllstu merk- ingu. Slíkir voru yfirburðir Fram. f raun var á löngum tím- um leiksins um aðeins eitt lið á vellinum að ræða. FORYSTA FRAM Hvort Fram náði slikum tök um á þessum leik vegna þreytu hjá Dönunum sem komu til landsins nóttina fyrir leikinn eða vegna eigin yfir- burða skal ekki fullyrt. En staðreynd er .að íslandsmeist- ararnir voru í öðrum og betri flokki en þeir dönsku. Sérstakan þátt í leiknum á Gunnlaugur Hjálmarsson sem nú keppir fyrir Fram, þó ennþá sé "“hann varaformaður ÍR. Hann sýndi slíkan afburðaleik að Dan- irnir fengu aldrei rönd við reist og af 27 mörkum Fram skoraði hann 11 og átti þátt í nokkrum öðrum. Að öðrum ólöstuðum „átti“ Gunnlaugur þennan sigur Fram. YFIRBURÐIR KOMA I LJÓS Ekki verður annað sagt en að leikur dönsku meistaranna hafi valdið nokkrum vonbrigðum. Fá- ir hafa mætt í Keflavík án þess að búast við jafnri og tvísýnni keppni. En hvorugt varð — Fram náði forystu í upphafi og for- ystan jókst jafnt og þétt allan leikinn. Gunnlaugur skoraði 3 fyrstu mörk Fram og eftir 10 mínútur stóð 5—3 fyrir Fram. Og yfirburðirnir komu fram æ meir og í hálfleik stóð 14—7. Það skipti ekki máli þó Gylfa mistækist vítakast um miðbik fyrri hálfleiks og að vítakast frá Gunnlaugi var vel og glæsilega varið í upphafi síðari hálfleiks. Bezti leikmaður danska liðsins var Ove Andersen, traustur mað- ur bæði í vörn og sókn. Mark- vörðurinn Morten Petersen átti góðan leik og sýndi mikla hæfi- leika þó ekki fengi hann ráðið við fleiri markskot Framara. En hann forðaði enn stærri ósigri. Peter Nielsen (5) átti og ágæt- an leik, þó ekki nyti hann sín til fulls fyrr en líða-tók á leikinn. Geta danska liðsins verður ekki metin að verðskulduðu af þessum fyrsta leik. Danirnir sögðu sjálfir að þreytu hefði gætt í liðinu. En í kvöld sjáum við þá móti hinu unga en efnilega liði Vals að Hálogalandi og á fimmtu dag móti FH á sama stað og loks móti tilraunalandsliði á laugar- dag suður á Keflavíkurvelli. Valsmenn eiga þakkir skilið fyrir að fá hingað heim þessa ágætu gesti og Fram má sannar- lega vel við una að fá slíka „æf- ingu“ þremur vikum áður en lið- ið leikur móti sænsku meistur- unum í keppninni um Evrópu- bikarinn. Dómari í leiknum var Karl Jó- hannsson og dæmdi af röggsemi þó Danir væru ekki ásáttir með alla hans dóma. Skemmtileg keppm í körfuknattleik KÖRJFUKNATTLEIKSMÓT Rvík ur var sett á laugardagskvöldið og fóru þá fram tveir leikir og aðrir þrír á sunnudagskvöld. í meistaraflokki karla léku á laugardag KR og stúdentar og unnu KR-ingar auðveldan sigur skoruðu 65 stig gegn 35. Á sunnudagskvöld léku Reykja víkurmeistararar ÍR og Árrnenn- ingar. Framan af gekk á ýmsu en ÍR hafði þó öllu betur. í hálf- leik hafði ÍR 3 stiga forskot. Leiknum lauk með sigri ÍR 69-53. Þorsteinn Hallgrímsson var lang- bezti maður á vellinum en hið unga lið Ármanns átti ágæta leikkafla. Tvísýnasti leikurinn um helg- ina var í 3. flokki karla þar sem a-lið ÍR og KR var. ÍR-ingar unnu þann leik með 2 stiga mun. Dennis Lnw rekinn nf Ieikvelli ENN dró til tíðinda í enskri knattspyrnu um helgina. Hinn heimsfrægi leikmaður Manch. Utd, (fyrirliði liðsins) Dennis Law var vísað af velli í leik gegn Blackpool eftir orðakast við dóm- arann. Márlið þykir hið alvarleg- asta fyrir Law því í fyrra var hann rekinn af velli og fékk þá 28 daga képpnisbann í refsingu. Þykir einsýnt nú að refsing hans verði mun strangari nú og telja sum ensku blöðin að Dennis Law fái strangari hegningu en nokkur knattspyrnumaður hefur áður fengið. Cassius Clay . Sonny Liston Clay var skorinn upp »■ og engínn velt hvenær hann getur mætt Liston í hringnum Einn ai leikmönnum Dana brýzt í gegn og skorar. CASSIUS Clay sem sl. nótt átti samkvæmt samningi að verja heimsmeistaratitil sinn í þungavigt hnefaleika, liggur nú í sjúkrahúsi í Boston og er á batavegi eftir uppskurð við kviðsliti. Það var á föstudagskvöld að Clay sat við matborðið í hóteli því er hann gisti á í Boston að hann fékk kvala- kast og var í skyndingu send- ur með sjúkrabíl í sjúkrahús. Fréttamenn sem þegar komu á staðinn sögðu að Clay hafi virzt mjög þjáður er hann var borinn í sjúkrahúsið. Um nóttina var framkvæmd skúrðaðgerð á honum og tókst vel að frásögn læknisins er hana framkvæmdi. Var Clay um klukkustund á skurðar- borðinu og nú er hann á góð- um batavégi. En hvenær leikurinn fer fram milli hans og Listons get ur enginn sagt um. Margir bandariskir blaða- menn — og reyndar evrópskir starfsbræður þeirra — telja að í sambandi við þennan atburð sé ekki allt með felldu. Sumir minna á að Clay og Liston hafi áður gabbað fólk, þá er þeir kepptu í fyrra skiptið og Liston hætti keppninni eftir 6. lotu. Nú sé sjónarspilið á ann- an veg, en Clay þori ekki í hringinn á móti Liston. Eitt er þó víst að læknar töldu ástæðu til uppskurðar- ins og með þá staðreynd í huga er vart hægt að trúa sögunum um að veikindin séu tilbúningur, hvort sem svo hugur Clays er nógu sterkur til að mæta Liston að nýju. Meðfylgjandi myndir sýna nýjar hliðar á köppunum tveimur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.