Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Þriðjudagur 24. nóv. 1964 UM BÆKUR Ferðabók Ólafs Ólavíus ÓLAFUR OLAVÍUS: FERÐA- BÓK — Landshagrir í NV-, N- og NA-sýsIum Islands 1775- 1777. Fyrra bindi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ís- lenzkaði. Bókfellsútgáfan h.f., Reykjavík 1964. 330 bls. Verð 448,— Þessi bók var prentuð á dönsku árið 1780, ntikið verk og vandað í fjórblöðungsbroti. Hún er nú xnjög fágæt orðin, eftirsótt og þar af leiðandi rándýr. Nú, þegar Olavíus birtist í íslenzkum bún- ingi eftir hartnær 200 ára útlegð, er ástæða til að fagna honum og rifja upp verðleika hans. Átjánda öldin herti hart að íslendingum, svo að stundum virtist liggja við landauðn. Fólks- fjöldi var rösk 50 þúsund í aldar- byrjun, en aðeins 47 þús. í aldar- lok og hafði komizt niður í 37 þús. þegar lægst varð. Þótt fólki fjölgaði í bili, reið jafnan nýtt ólag yfir, bólusótt, eldgos og fellivetur, svo að aftur seig á ógæfuhlið. Einokunarverzlun lá sem mara á þjóðinni, mengsaug efnahaginn og bannaði flestar •bjargir. Yfirstjórn lands og þjóð- ar var í höndum einvalds kon- ungs og stjórnarherra úti í Kaupinhöfn. Frá þessari myrku öld eru til fjögur heimildarrit um lands- hætti og þjóðlíf, sem mér virðast bera af öðrum og oftast er því vitnað til: 1. Jarðabók Árna og Páls, sem gerð var á árunum 1702-1712 ásamt manntalinu 1703, skráð á íslenzku og prentuð á þessari öld, en þegar orðnar dýrar og vandfengnar bækur. 2. Ferðabók Eggerts og Bjarna um landkönnun þeirra á árun- um 1752-1757. Hún var prent- uð á dönsku í Sórey 1772, mikið og vandað verk í tveim- ur bindum og næsta sjaldan á boðstólum. Henni var snar- að á íslenzku og prentuð í Rvík 1943, en þegar uppseld. 3. 0konomisk Reise iginnem de nordvestlige, nordlige og nordöstlige Kanter af Island, Kbhn. 1780, sú hin sama, sem nú er komin í íslenzkan bún- ing og verður nánar lýst hér á eftir. 4. Ferðabók Sveins Pálssonar, dagbækur og ritgerðir, skráð á dönsku 1791-1797, en prent- uð á íslenzku 1945. Einnig hún er nú upp gengin. Allir einstaklingar og stofn- anir, er eitthvað láta sig varða menn og málefni 18. aldar, leggja kapp á að hafa þessi heimildar- rit nærtæk. Ólafur Olavíus (Ólafsson) var fæddur að Eyri í Seyðisfirði vestra árið 1741. Hann var kom- inn af dugandi bænda og presta- ættum og settur til náms í Skál- holti. Þar mun hann hafa lokið námi 1765 og hélt þá til háskóla- náms í Kaupm.höfn. Lagði hann þar einkum stund á nátt- úrufræði og hagnýta búfræði, lauk bakkalársprófi (B.A. prófi) 1768 og gerðist þegar mikill áhugamaður um verklegar fram- farir og umbætur á ættjörð sinni, en hafði þó mörg járn í eldinum. Fyrsta rit hans, Islenzk urtagarðsbók, kom út í Kmhn 1770, og Njáls sögu lét hann prenta í fyrsta skipti 1772. Árið eftir stofnaði hann Hrappseyjar- prentsmiðju og veitti henni for- stöðu tvö fyrstu árin, en hvarf þá til Kaupmannahafnar. Árin 1775-1777 ferðaðist hann að stjórnarboði um norður- og austurhéruð íslands og ritaði síðan bók þá, sem hér ræðir um. Hafði hann lokið því 1797. Sama ár var hann skipaður tollstjóri á Skagen á Jótlandi og gegndi því embætti til, dánardægurs 1788. Þegar þess er gætt, að Olavíus náði aðeins 47 ára aldri, má vissulega telja hann afkastamik- inn rithöfund. Hann ritaði margt í Rit Lærdómslistafélagsins um verkleg efni, m.a. um bátasmíði, álaveiðar og fóðurgrös. Þá samdi hann einnig sérstakar ritgerðir um jarðeplarækt, smjör og osta- igerð, um litunargerð og loks kennslubók í reikningi. — Er ævi og störfum Ólafs gerð ýtar- leg skil í formála Steindórs Steindórssonar fyrir hinni nýju útgáfu Ferðabókar Olavíusar. Það er ekki unnt að ritdæma 200 ára gamla bók, eins Oig hún væri ný af nálinni. Ýmsar hvers- dagslegar athuganir, sem þar eru skráðar, eru nú orðnar nýstárlegar og merkilegar heim- ildir. Verða því tilgreind nokkiur dæmi í þessa átt, til þess að gefa hugmynd um inntak þessarar virðulegu ferðabókar. Bókin hefst á ýtarlegu for- spjalli eftir Jón konferensráð Eiríksson. Þar er sá maður, sem á árunum 1770-81 hafði mikil völd í málefnum íslands og vakti Klambratún Hér er bréf frá B. R. í Vest- mannaeyjum. Sýnir það m. a., að ekki eru allir Vestmanna- eyingar enn búnir að fyrirgefa Örnefnanefnd nafngiftina á Surtsey. „Vestmannaeyjum, 9/9 1964. Kæri Velvakandi, Ég hafi orðið þess var, að í dálkum þínum hafa að undan- fömu verið miklar vangavelt- ur út af væntanlegri nafngift á hinu endurbætta Klambra- túni. Margir mætir hafa lagt höfuðið í bleyti og eru nú orðn ir það útþynntir, að í hið mesta yfir velferð þess með föðurlegri ást og umhyggju. Hann fylgist með öllum tilraunum, sem gerð- ar eru, kornrækt, skógrækt og garðyrkju, en leggur mest upp úr þúfnasléttun og túngarða- hleðslu, sem tryggju heyöflun og vetrarfóður handa búfénað- inum. Þeir, sem skara fram úr, fá árlega styrki eða verðlaun fyrir. Eitt árið fær t.d. prestur- inn á Lambastöðum á Seltjarnar- nesi 20 ríkisdali fyrir ýmsar jarðabætur, þ. á. meðal 335 faðma langan igrjótgarð. Eitt af mörgu, sem Jón Eiríks- son mun hafa komið til leiðar, var konungsboð um, að stiftamt- maður skyldi dveljast hér' á landi. Mætti e.t.v. kalla það fyrsta vísi að heimastjórn eftir að einveldið komst á. — „Ég vona“, segir J. Eiríksson, „að það verði deginum ljósara af þessari ritgerð minni, hversu geysimikið gagn landið hefur haft að dvöl hans nú um 11 ára, einkum á atvinnusviðinu. Oig það er létt að ímynda sér, hve mikið tjón landið hefur beðið við það, að enginn fyrrennari hans í nærri því heila öld skuli hafi litið það augum að heitið geti. Því að það er augljóst, að em- bættismaður, sem býr í fjarlægð, hlýtur að líta á öll málefni með annarra augum . . . Það var einmitt þessi ágæti Thodal stiftamtmaður, sem tók það upp hjá sér að flytja hrein- dýr til íslands, árið 1771. Og litlu síðar, þá er sýnt þótti, að þau þrifust allvel, lét stjórnin kaupa 30 hreindýr norður á Finnmörk og flytja til Hafnarfjarðar. Voru miklar vonir bundnar við þetta nýmæli. Þá ræðir Jón urn verzlun landsmanna, aflabrögð, báta, fiskverkun, læknaskipun, sam- göngur og loks fornbókmenntir. Þar er gerð grein fyrir upphafi Árnasafns og vafningum þeim, óefni er komið, og virðist horfa til stórvandræða. Virðist mér nú engin lausn önnur á málinu en að skjóta því til úrslsurðar „Örnefnanefndar“. Ef við þekkjum þá nefndarmenn rétt, verða þeir ekki í vafa um rétt- nefni, kannske burtséð frá fag- urfræði eða rómantízku sjón- armiði, t. d. Surtlustykki, . . eða Dagslátta D. Kveðja, B. R.“ Velvakanda hafa borizt fleiri bréf um nafnið, en nú virðist máiið vera klappað og klárt Miklatún skal Klambratún heita, segja hinir vísu menn. sem á því urðu að fullgera stofn- skrá og hefja framkvæmdir í samræmi við hana. — Loks gerir hann grein fyrir afskiptum sín- um af ferðabók Eggerts og Bjarna, rannsóknum Olavíusar og útgáfu ferðabókar hans. Þannig er allt forspjall Jóns Eiríkssonar næsta furðulegur aldarspegill. — Þótt stjórnarfarið væri svifaseint og sóaði kröftum á smáu tökin, minnir viðleitni stjórnarvaldanna allmjög á vel- ferðastefnu nútímans. Skýrslur voru gerðar um hvaðeina, fræðsluritum dreift meðal al- þýðu, verðlaun veitt fyrir fram- kvæmdir og ýmsar nýjungar kostaðar af „konungsfé“. Olavíus lagði upp í fyrstu ferð sína 3. júní 1775 og lenti 16. júlí í Dýrafirði. Þaðan fór hann norður um alla Vestfirði og Hornstrandir til Steingríms- fjarðar og þaðan til Flateyjar. Fór utan 12. sept. og kom til Hafnar 29. okt. — Mundu þetta þykja langar og strangar sjó- ferðir á vorum dögum. Árið 1776 ferðaðist hann um Melrakkasléttu og Langanes til Vopnafjarðar. Síðan um Fljóts- dalshérað og alla Austfirði suður að Lónsheiði. Sigldi með Beru- fjarðarskipi 7. okt. og kom til Hafnar 6. nóv. Þriðja sumarið lenti hann í Húsavík 26. júní eftir 40 daga útivist. Þaðan ferðaðist hann um Norðurland til Steingrímsfjarðar og fór utan úr Dýrafirði. Ólavíus lýsir flestu, sem fyrir augu hans ber til sjós og lands. Hann skýrir frá því, hvernig horfi með ýmsar umbótatilraun- ir í jarðrækt og fiskveiðum, bend ir á líklegar fiskihafnir og gerir tillögur um hagnýtingu rekavið- ar. Loks segir hann margt merki- legt af daglegu lífi manna og þjóðsiðum. Þetta fyrsta bindi endar á lýs- ingu Skagafjarðarsýslu. í næsta bindi segir frá Norðursýslu og Austurlandi. Þar verða einnig rit- gerðir um brennisteinsnám og surtarbrand eftir aðra höfunda. Eins og fyrr greinir hefur Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari, snúið ferðabókinni á íslenzku. Enginn nema fjölfróð ur og náttúrufróður þýðandi hefði komizt vel frá því verki. Það er ekki heldur áhlaupaverk að þýða kansellístíl Jóns Eiriks- sonar. Stíll Ólavíusar er léttari, því að honum hefur verið ís'- lenzk setningagerð tiltækari. Ég Hvar fæddist Jónas skáld Hallgrímsson? „í barnatíma útvarpsins sunnudaginn 15. nóv. s.l. var þess getið, að sum börnin sem skrifuðu um Jónas Hallgríms- son, hefðu svarað skakikt spurn ingunni um það, hvar hann væri fæddur; hefðu þau sagt hann fæddan á Steinsstöðum í Stað Hrauns. Vegna þessarar fullyrðingar vil ég geta þess, að gamlir Öxndælingar og fleiri hafa fyrir satt, að hann sé einmitt fæddur á Steinsstöð- um. Man ég t. d. glöggt, að Stefán Árnason fræðimaður á þykist og mega fullyrða, að þýð- ing Steindórs sé býsna nákvæm og yfirleitt svo lipur sem með sannigirni verður krafizt. Honura ber því heiður fyrir verk sitt. Útgáfan er smekkleg, hand- hæg og vel unnin, eins og al- mennt gildir um bækur, sem unn ard eru í prentsmiðjunni Odda. Að lokum skal á það bent, að það er allt annað en fljóttekinn gróði að gefa út bækur af þessu tagi. Þær renna ekki út eins og ástarsögur og andatrúarbækur. En þær eru öldungis vissar að ganga upp á 10-20 árum. Slík er reynslan. Og þá fara þær að selj- ast á yfirverði manna á milli. Þeir útgefendur, sem festa fé sitt í útgáfum merkra heimildar- rita, vinna þjóðnýtilegt verk, og því vil ég enda þessar línur með þökk til Bókfellsútgáfunnar oig forráðamanna hennar fyrir að flytja Olavíus gamla heim og gera honum góð klæði. Jón Eyþórsson. Jón Pétuissnn Irá Geirshlíð Kve'ja F. 13. 6. 1887 — D. 26. 10. 1964 Genginn er góður granni Geðþekkur hverjum manni drenglund hafði hann djarfa dagsverkið vann til þarfa. Greindur og viðtals góður gjarnan kátur og fróður gestrisinn glaður í anda greiddi úr mörgum vanda. Ég þakka þér kæra kynning kveð þig með góðri minning um störf þín styrkteik og þorið þín stefna var gróskuríkt vorið. Það þarf ekki að vefjast í vandann því vissa er um lífi fyrir handan til fullkomnra fyrirheita þeir finna sem trúa og leita. Vertu sæll vakan er þrotin viðnámsþróttur var brotinn. Gott er að hvílast og hverfa hinna er að lifa og erfa störfin og hugsun snjalla frá ströndum til efstu fjalla með klökkva frá kirkjusalnum kveður þig fólkið úr dalnum. Jakob Sigurðsson. Steinsstöðum sagði mér og bar fyrir því afa sinn Stefán Jóns- son alþingismann á Steinsstöð- um, sem kvæntur var Rann- veigu systur Jónasar, að á Steinsstöðum væri Jónas fædd- ur en ekki á Hrauni, þótt for- eldrar hans byggju þar þá. Tildrög þessa voru sögð þau, að foreldrar Jónasar hefðu teppzt austan öxnadalsár vegna vatnavaxta, er þau voru á heimleið síðla dags, sumir segja, á leið frá Glæsibæ. Hefðu þau því tekið þann kost að beiðast gistingar á Steins- stöðum, en þar hefði svo Jónas fæðst um nóttina. Ólafur Jónsson frá Skjaldarstöðum. Rauðu Rafhlöðurnar fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.