Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Þrlðjudagur 24. nóv. 1964' FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Á dagskrá Efri deildar var frumvarp um ferða- mál, en á dagskrá Neðri deildar frumvörp um verðtrygging launa, þingsköp Alþingis og barnaheimili. Efri deild. Ferðamál. Eina málið á dagskrá Efri deildar var frumvarp samgöngu málanefndar um breytingu á lög um um ferðamál, en efni þess er, að kostnaður við störf ferða- málaráðs greiðist af fé því, sem veitt er til ferðamálasjóðs. Var frumvarpið nú til 2. umræðu og var afgreitt til 3. umræðu en breytingartillögur, sem fram hafa komið, dregnar til baka að svo stöddu. Neðri deild. Verðtrygging launa. Fyrsta máþ á dagskrá Neðri deildar var frumvarp stjórnar- innar um verðtrygging launa, en aðalefni þess er, að greiða skuli verðlagsuppbót á la.un. Var frumvarpið til 3. umræðu. Engar umræður urðu um frumvarpið og var það síðan samþykkt. Verður það nú sent forseta Efri deildar til fyrirgreiðslu. Þingsköp Alþingis. Einar Ingimundarson (S) mælti fyrir breytingartillögu frá. meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi um breyting á lög- um um þingsköp Alþinigis, sem var til 3. umræðu. Sagði Einar, að nefndih hefði orðið sammála um að bera fram breytingartil- lögu um, að kjörbréfanefnd Sam. þings verði skipuð 7 mönnum í stað 5 áður í samræmi við aðrar nefndir þingsins og var frum- varpið samþykkt svo breytt. Bamaheimi.i. Frumvarp um barnaheimili, 3. mál á dagskrá Neðri deildar, var tekið út af dagskrá. séu sambærilegar að erfiðleikum við þessar tvær, sem hér eru sér- staklega nefndar, og áreiðanlega eru ýmsir fleiri illa settar. Til- laga okkar er einmitt sú, að þetta verði rannsakað. Rannsóknin nái til landsins alls. Yfirlit verði gert um það, hvar úrbóta er þörf, og athugað, hvað bezt má gera til nauðsynlegrar liðveizlu og jöfn- unar innan hins langþráða fjall- skilakerfis, sem orðið hefur fyrir undirstöðuröskun sökum búsetu- breytingar þjóðarinnar, en er þó óhjákvæmilega nauðsynlegt í aðalatriðum eftir sem áður. í þessum efnum liggur ljóst fyrir, að þjóðfélagsheildin verður að leggja til það, sem á skortir, að fáliðarnir séu þess megnugir — án ofraunar — að fylla skarð þeirra, er brott fóru, svo að féð náist úr afréttunum, — fé þeirra sjálfra og annarra. Vegna þess, hve sauðkindin rásar víða, má ekki láta neinn afrétt ógenginn á hausti, jafnvel þótt hlutaðeig- andi sveit sé orðin sauðlaus og mannlaus. Sauðfjárheimtur eru hags- munamál fjáreigenda, en auk þess er það rík mannúðarskylda að láta ekki búfé verða úti — eða líða nauð — á afréttum. Knut Otterstedt SjéBfstæðisfóSk á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri efna til fundar sunnudaginn 29. nóv. n. k. Knut Otterstedt, rafveitustjóri, flytur erindi um RAFMAGNS- MÁL, með sérstöku tilliti til Norðurlands. Fundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu, litla sal, og hefst kl. 2 síðd. Magnús Jónsson, alþingismað- ur, mætir á fundinum. Allt Sjálfstæðisfólk er velkom- ið á fundinn. Ný mál á aEjjintfi: Takmörkun fjölda vörubifreiða og yfirlit um sauðf j áraf rétti Hcrður Einarsson kjör- inn form. Varðbergs í Rv'ík Benedilct Gröndal ílytur ræðu um „Vanda- mál Atlantshafsbandalagsins" á fram- haldsaðalfundi nk. fimmtudag FRUMVÖRP Vörubifreiðar. Jón Þorsteinsson og Jón Árna- son hafa flutt frumvarp um breyt ing á lögum um leigubifreiðar í kaupstöðum og kauptúnum. Efni þess er, að samgöngumálaráðu- neytinu sé fengnum tillögum hlutaðeigandi vörubifreioar- stjórafélags og meðmælum sýslu- nefndar að takmarka fjölda leigubifreiða til vöruflutninga í þeim sýslum landsins, þar sem starfandi er eitt stéttarfélag vörubifreiðarstjóra, er hefur að félagssvæði alla sýsluna og ekk- ert umfram það. Taki félags- svæðið einnig til kaupstaðar, sem staðsettur er í sýlunni, skal heim il takmörkun vörubifreiðafjöld- ans á félagssvæðinu í heild, enda komi til meðmæli bæjarstjórnar og sýslunefndar. Eigi er heimilt að takmarka sérstaklega fjölda leigubifreiða til vöruflutninga í kaupstöðum og kauptúnum með 700 íbúa eða fleiri, ef vörubif- reiðarstjórar á þessum stöðum eru félagar í vörubifreiðarstjóra- félagi, sem hefur heila sýslu eða sýslu og kaupstað að félags- svæði. í greinargerð með frumvarpinu segir: Frumvarp þetta er flutt eftir ósk stjórnar Landssambands vörubifreiðarstjóra, og er efni frumvarpsins í samræmi við ein- einróma ályktun, sem gerð var á þingi Landssambands vörubif- reiðarstjóra haustið 1962. Sam- kvæmt gildandi lögum um leigu- bifreiðar í kaupstöðum og kaup- túnum er einungis heimilt að takmarka bifreiðafjöldann í kaup stöðunum og þeim kauptúnum, þar sem íbúar eru 700 eða fleiri. Að því er vörubifreiðarstjóra- stéttina snertir er þessi takmörk- unarheimild ófullkomin og tilits- laus gagnvart félagslegu skipu- lagi stéttarinnar. Það er grund- vallarregla, sem víðast hvar hef- ur verið framfylgt ,að allir vöru- bifreiðarstjórar í sömu sýslu skuli vera í einu og sama stéttar- félagi og sé sýslan öll vinnu- svæði þeirra. Þar sem kaupstað- xxr er staðsettur innan sýslunn- ar, er það venja, að vörubif- reiðarstjórarnir í sýslunni og kaupstaðnum séu saman í einu félagi, og er þá kaupstaðurinn og sýslan sameiginlegt vinnu- svæði þeirra allra. Frumvarp þetta stefnir að því að gera þá breytingu á lögunum um leigubifreiðar í kaupstöðurn I og kauptúnum, að heimildin til takmörkunar á fjölda vöruflutn- ingabifreiða verði sem mest mið- uð við félags- og vinnusvæðin í heild, en það er nauðsynlegt, til þess að verulegt gagn sé að þess- ari heimild fyrir vörubifreiðar- stjórana og samtök þeirra. Eftir gildandi lögum er einungis unnt að takmarka fjölda leigubifreiða til vöruflutninga í kaupstöðum og hinum stærri kauptúnum, en í rauninni er það út í hött að framkvæma slíka takmörkun í þeim mörgu tilfellum, þar sem kaupstaðir eða kauptún eru að- eins hluti af miklu stærra félags- og vinnusvæði. Úr þessum ann- mörkum er frumvarpinu ætlað að bæta með því að leyfa tak- mörkun vörubifreiðafjöldans í heilli sýslu eða sýslu og kaup- stað saman, þegar um er að ræða eitt samfellt félagssvæði, enda verði þá eigi heimilt að beita hinni sérstöku takmörkun gild- andi laga fyrir kaupstaði og kauptún innan þessara svæða. Miðhús í Gufudalshreppi. Sigurvin Einarsson er flutn- ingsmaður frumvarps um, að rík- isstjórninni skuli vera heimilt að selja Samúel Zakaríassyni bónda í Djúpadal í Gufudalshreppi í Austur-Barðastrandasýslu eyði- jörðina Miðhús í sama hreppi. ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR Sauðfjárafréttir. Karl Kristjánsson, Sigurður Bjarnason, Hermann Jónasson og Gísli Guðmundsson eru flutn- ingsmenn þingsályktunartillögu um afréttarmálefni. Er efni henn ar það, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta í samráði við Búnaðarfélag fslands gera yfirlit um þá sauðfjárafrétti í landinu, sem eru svo víðáttumikl- ir, að fullnægjandi haustleitir á þeim eru vegna mannfæðar of- viða þeim sveitum, er að standa. Að fengnu því yfirliti — eða samhliða öflun þess — láti ríkis- stjórnin einnig í samráði við B.F.Í., gera athugun á því, hvern- ig haganlegast verði fyrir kom- ið nauðsynlegri og sanngjarnri þátttöku ríkisins í fjárhreinsun þessara afrétta. Ríkisstjórnin leggi skýrslu um málið fyrir Alþingi, svo fljótt sem við verður komið. Kostnaður við athugun þessara mála, skv. þingsályktun þessari, greiðist úr ríkissjóðí. Svohljóðandi greinargerð fylg- ir tillögunni: Einhverjar allra fyrstu sam- félagskvaðir á íslandi voru fjall- skilaskyldur. Búféð rásaði um víðerni ógirtra sumarhaga, og eigendur gátu ekki náð því heim til sín á haustin, nema með víð- tækum samtökum og samhjálp. Á umliðnum öldum hafa fjall- skilaskyldur verið inntar af höndum um allar byggðir lands- ins með föstu skipulagi og yfir- leitt ströngu, mótuðu af þörfum og hefð, og víðast hvar, er tím- ar liðu, studdu með reglugerð- um, er samdar hafa verið af héraðsstjórum, miðaðar við stað- hætti, og staðfestar af lands- stjórninni. Á þenan hátt varð til — og þróaðist án mikillar löggjafar — fjallskilakerfi um land allt, þar sem hver sveit hefur sitt svæði að annast ein eða með öðrum eftir því, hvemig afréttarlöndin liggja og féð sækir á þau. Með þessu tókst að tryggja all- vel fjárheimtur og skipta með nokkrum jöfnuði leitarkvöðinni milli manna. Nú er fjallskilakerfið að rofna á sumum stöðum vegna fólks- fækkunar þar. Þegar fólki fækkar I einhverri sveit, minnkar afréttur sveitar- innar ekki, en færri verða til áð smala hann, göngurnar þyngjast, verða erfiðari vegna mannfæðar- innar og sauðfjárheimturnar ótryggari. Er nú svo komið, að til er, að erfið aðstaða í þessum efnum er með gildum rökum talin veiga- mikil ástæða til brottflutnings úr byggðarlögum. Hér verður þjóðfélagsheildin að leggja lið, svo að þessir örðug- leikar slíti ekki bólfesturætur fólks, — eða verði sumum um megn. Dæmi um sveitir, sem hafa sér staklega erfiða aðstöðu í þessum efnum, má nefna á Norðurlandi: Hólsfjöll, og sums staðar á Vest- fjörðum, t.d. á Snæfjallaströnd. Hver sá, er lítur á íslandskort- ið, getur séð, þó að staðkunnug- leika skorti, hversu gífurlegar víðáttur fáliðarnir, sem nú búa á Hólsfjöllum (Efrafjall með talið), þurfa að smala. Hinir fáu bændur á Snæfjalla- strönd verað nú í vaxandi mæli að gera leitir að fé sínu í lönd Grunnavíkurhrepps, síðan hann fór í eyði, auk þess að smala sín eigin lönd. Vel má vera, að fleiri byggðir FRAMHALDSAÐALFUNDUR Varðbergs, félags ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, verður haldinn nk. fimmtudags- kvöld, 26. nóv. að Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Auk aðalfundar- starfa mun Benedikt Gröndal, ritstjóri, flytja erindi um „Vandamál Atlantshafsbanda- Hörður Einarsson. lagsins", en hann er nýkominn af fundi þingmannasamtaka bandalagsins, þar sem þ>au voru mörg til umræðu. Aðalfundur Varðbergs, var haldinn mánudaginn 26. október sl. Á fundinum var flutt skýrsla fráfarandi stjórnar félagsins á sl. starfsári, rætt um framtíðarstarf semi þess, kjörin ný stjórn fé- lagsins og sýnd kvikmyndin „Saga Berlínar". Fundarstjóri var kjörinn Bj örg vin Guðmundsson f rétta- stjóri, og fundarritari var Gunn- ar Hólmsteinsson viðskipafræð- ingur. Formaður félagsins, Björgvin Vilmundarson viðskiptafræðing- ur, flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á sl. ári. Kom þar fram, að starfsemi þess hafði verið mjög mikil og m. a. fólg- in í ýmisskonar fundahöldum, iwikmyndasýningum, útgáfu- starfsemi og kynnisferðum fé- lagsmanna. Við umræðurnar um skýrslu stjórnar skýrði Ólafur Egilsson lögfræðingur m. a. frá kynnis- ferð félagsins fyrir skömmu til varnarstöðva í Noregi og Þýzka- Jandi. í stjóm Varðbergs fyrir næsta starfsár voru kjörnir þessir menn: Frá ungum jafnaðarmönnum: Asgeir Jóhannesson innkaupa- stjóri, Eyjólfur Sigurðsson prentsmiðjustjóri og Karl Stein- ar Guðnason kennari. Frá ungum framsóknarmönn- um: Ásgeir Sigurðsson rafvirki, Gunnar Hlómsteinsson við- skiptafræðingur og Jón Abra- ham Ólafsson fulltrúl yfirsaka- dómara. Frá ungum sjálfstæðismönn- um: Hilmar Björgvinsson stud- jur., Hörður Einarsson stud. jur., og Hörður Sigurgestsson stud. oecon. í varastjórn félagsins hlutu kosningu: Fká ungum jafnaðarmönn- um: Georg Tryggvason og Ólaf- ur Stefánsson stud. jur. Frá ungum framsóknarmönn- um: Dagur Þorleifsson blaðamað ur og Valur Arnþórsson. Frá ungum sjálfstæðismönn- um: Gunnar Gunnarsson stud. oecon, og Ragnar Kjartanssou framk væmdast j óri. Á fyrsta fudi sínum skipti stjórnin þannig með sér verki- um: Formaður félagsins var kjörinn Hörður Einarsson, L varaformaður Jón Abraham Ólafsson og 2. varaformaður Ás- geir Jóhannesson. Ritari félags- ins var kjörinn Gunnar Hólm- steinsson og gjaldkeri Karl Steinar Guðnason. (Fréttatilk. frá Varðbergi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.