Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. nóv. 1964 99 FRJALSHYGGJA OG HÆGRI STEFNA 66 Ey. Kon. Jónsson Nk. þriðjudag, 24. nóv., ílytur EYJÓLFUB K. JÓNSSON, ristjóri, annað erindið í erinda- flokki HEIMDALLAR um „Stjórnmálastefnur samtimans". Érindið nefnist „Frjálshyggja og hægri stefna". Erindið verður flutt í Valhöll og hefst kl. 20:30. HEIMDALLUR F.U.S. Rennibekkur Erum kaupendur að 1 stk. rennibekk litlum og og 1 stk. rennibekk, stór. Sveinn Egi'sson h.f. Sími 22470. VONDUÐ FALLEG Siqut'þórjónssoti &co Jlafndiittnrti h Aðalfundur brezk-íslenzka félags'ns Anglia verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (Sigtúni) fimmtudag- inn 26. þ.m. kl. 8,30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Brezki listmálarinn Turner. Björn Th. Bjöms- son, Iistfræðingur flytur stutt erindi og sýnir skuggamyndir af verkum hans. 3. Einsöngur. 4. Nýstárleg tízkusýning. 5. DANS til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir um að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. STJÓRNIN. F.á NáUúrtilæknÍJBgattéBagi Reykjzvíkur Fundur verður á morgun, miðvikudag 25. nóvem- ber kl. 8,30 e.h. í Ingólfsstræti 22, Guðspekifélags- húsinu. Yfirlæknir prófessor Sigurður Samúelsson, talar um hjartavernd og svarar fyrirspurnum í því sambandi. Píanóleikur. Ávaxtaveitingar á eftir. Félagar fjölmennið. Utanfélagsfólk velkomið. Lagersfarf Afgreiðslumann í varahlutaverzlun okkar vantar nú þegar eða sem fyrst. * KH. HRI5TJÁNSS0N H.F. UMBOfllfl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Sveinn Gunnarsson læknir - Minningarorð í DAG verður til moldar borinn Sveinn Gunnarsson læknir, en hann lézt 18. nóv. Sveinn var borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, yngsta barn þeirra Salvar- ar Guðmundsdóttur og Gunnars Gunnarssonar trésmiðs, alþekktra heiðurshjóna. Sveinn var fæddur 17. maí .1899, tók stúdentspróf 1920, próf í læknisfræði 1926, starfaði síðar í röntgendeild Landspítalans og þar á eftir um árabil við Landa- kotsspítala, auk almennra læknis starfa. Um læknisstörf Sveins er mér lítt kunnugt, en hann var talinn góður og hugvitssamur læknir, og var mjög vel látinn af sjúklingum sínum, en var síðustu árin að mestu látinn af læknis- störfum sakir sjúkleika. Fundum okkar Sveins bar fyrst saman í 8. bekk Miðbæjarbarna- skólans haustið 1913, en sá bekk- ur var að öðrum þræði nokkurs- konar undirbúningsdeild undir inntökupróf í Menntaskólann, en það tókum við vorið 1914. Sveinn mun hafa verið með þeim elztu í bekknum, enda bar- hann af okkur að fríðleika og hverskonar atgervi, var sterkast- ur okkar og liðugastur og glímu- maður ágætur, en þá íþrótt stund aði hann lengi. Sveinn átti þá heima á Óðins- götu 1, þar sem hann bjó til ævi- loka, en ég átti heima á Bjargar- stígnum. Við urðum því oítast samferða heim úr skólanum og þannig tókust kynni okkar, og urðum við hinir mestu mátar, þó að við værum ólíkir um margt. Við lásum saman og oft sótti ég hann í skólann á morgnana. Varð ég því brátt heimagangur á hinu stóra, gestkvæma og glaðværa heimili frú Salvarar og Gunnars. En bæði voru þau hjón stórbrot- in í lund og minnisstæð öllum, hinir mestu höfðingjar og máttu ekkert aumt sjá, enda var hús þeirra löngum athvarf margra, bæði ungra og aldraðra, og mun þess lengi minnzt. Við Sveinn vorum svo saman í Menntaskólanum næstu fjögur árin og lásum oftast saman hjá honum. En frátafir voru oft tals- verðar frá lestrinum, sjaldan gestlaust, og glaðværð mikil hjá foreldrum hans óg eldri systkin- um og svo átti Sveinn nokkrar kindur í kofa úti í porti, og þurfti oft að hlaupa frá lærdóms- bókunum til þess að gefa kind- unum og huga að þeim, en marga daga á vorin vorum við að leita þeirra í Öskjuhlíðinni. Olli þetta mér oft nokkrum áhyggjum út af lærdómnum. En allt slampaðist þetta af. Svo skildu leiðir. Sveinn fór að loknu stúdentsprófi í læknadeild, stundaði læknisfræði námið með ágætum og tók mjög hátt próf. Síðan tók hann til við læknisstörfin og stundaði íþrótt- ir. Var mál manna, að hann væri með glæslegustu ungum mönn um í Reykjavík í þá daga, fríð- leiksmaður, sterklegur og vel vaxinn, glæsimenni í framkomu, glaðvær og orðheppinn, vinsæll og veitull. En hann giftist ekki, heldur bjó á sínu gamla heimili með móður sinni og eldri systkinum eftir að Gunnar faðir þeirra var dáinn. Var Salvör alla tíð mið- punkturinn á heimilinu, þar til hún lézt í hárri elli. Og svo mjög var Sveinn tengdur sínu gamla heimili, að jafnvel eftir að hann hafði byggt sér glæsilega og vist- lega einhleypingsíbúð við gamla húsið, gat hann ekki sofið ann- ars staðar en í gamla húsinu, og þar lézt hann. Eftir lát Salvarar tók Ólöf syst ir Sveins við bústjórn og heimilið hélzt áfram í sama horfinu. Hrafn sonur Ólafar hafði alizt þar upp og síðar Valdimar sonur Hrafns og gekk Sveinn þeim feðgum - föðurstað og lét sér í hvivetna annt um velferð þeirra. Ólöf stjórnaði heimilinu i anda móður sinnar. Gestafjöldinn var sá sami og áður. Bernsku- og æskuvinirnir, sem nú voru farnir að reSkjast, áttu oft leið inn á Óðinsgötu 1, og alltaf var kaffi á könnunni hjá Ólöfu eins og verið hafði hjá Salvöru, móður þeirra. Með þeim systkinum var óvenju kært, svo að þau gátu hvorugt án hins verið, en Ólöf fórnaði öllu sínu lífi fyrir sitt gamla heimili og bróður sinn. Það var því þungt áfall fyrir Svein, þegar Ólöf lézt fyrir fá- um árum, og hann var einn eftir gamla húsinu, þá orðinn sjúkur maður. En gömlu vinirnir og æskuvinirnir litu þó oft inn til hans. En nú er hann farinn og gamla heimilið á Óðinsgötu 1 með sínum hugljúfu minningum er tómt. En við hinir mörgu vinir þökk- n Sveini áratuga vináttu og tryggð og vottum ástvinum hans innilegustu samúð okkar. Einar Magnússon. SVEINI Gunnarssyni, lækni, þeim góða dreng, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, kynntist ég fyrir 30 árum, er við báðir vorum á ferð til útlanda. Þá var sumar í lofti oig sól skein hátt á himni. Vegir okkar skildu þá um sinn, en þessi stuttu kynni urðu upp- haf langrar,' einlægrar og tryggrar vináttu okkar alla tíð síðan. Bar fundum okkar nær daglega saman um langt árabil, Oig þegar stundir liðu fram, lærði ég alltaf betur og betur að meta og virða verðleika hans og göfug- mennsku. Sveinn var alltaf vinur samferðamanns síns, hvar sem hann fór, og bar heill hans og hag fyrir brjósti. Hlýtt huigar- þel hans og hjartagæzka kom sérstaklega fram í því, hve annt hann lét sér um sjúklinga sína og hve snar þáttur í tilfinninga- lífi hans var þeim helgaður, Sveinn bar og gæfu til þess að eiga gott heimili með móður sinni og systur, meðan þeirra naut við, og studdu þær hann með ráðum og dáð. Ég minnist þess, hve starfsbræður Sveins læknis voru á einu máli um hæfni hans og kunnáttu, og naut hann jafnan mikils trausts á meðal þeirra sem hæfileika-mik- ill læknir. En þrátt fyrir umfangsmikið starf sitt við lækningar gat hann gefið sér tóm til að sinna öðrum hugðarefnum sínum, og bera þau vott um, hve margþættur hann var. Á manndómsárum sínum stóð hann jafnan í stórræðum jafn- framt því að sinna læknisstörf- um. Munu byggingarframkvæmd ir hans lengi bera vitni stórhug hans, framsýni og árvekni Sveinn var öðrum þræði fjár- málamaður og farsæll í þeim efnum. Var hann orðinn, á okkar mælikvarða, fjáður maður, löngu áður en yfir lauk, enda áhuga- og afkastamaður í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Sveinn var gleðimaður og félagslyndur og bæði kunni og hafði ánægju af að blanda geði við fólk. Þessvegna var hann vinmargur og einn þeirra manna, sem geta gefið af sjálfum sér, af eigin innri gleði og glatt aðra. Kæri vinur, þér á ég margt að þakka, ógoldið, en hlýt nú að kveðja þig, Ég gleðst í trega mín- um við vonina um endurfundi handan við gröf og dauða. Vale amice care. Finnbogi Kjartansson. Fæddur 17. maí 1899 Dáinn 18. nóv. 1964 ÞAÐ var glaðvær og léttstígur hópur, sem skundaði niður skóla- braut Menntaskólans í Reykja- vík hinn 26. júní 1920. Öllum hinum ungu stúdentum hló hugur í brjósti, úr augum þeirra ljómaði vonarbjarmi sem varpaði birtu langt fram á ófarna vegu. Enn í dag minnumst vér hve þetta var björt og sólglituð stund, auðug af vonum, bjart- sýni og feginleik. — En þessi glaði hópur dreifðist fljótt. Leið hans lá til fram- haldsnáms í ýmsar áttir og síðan út í lífið, til starfsins og þeirrar reynslu, sem lífið færir hverjum manni. Eins og að líkum lætur er þessi lífsglaði stúdentahópur frá 1920, — eftir hartnær hálfan fimmta áratug, — farinn að þýnnast og hljóðna. Hann hefir goldið mikið afhroð á hólmi lífs- ins og skörðin í fylkingunni standa opin og auð og valda oss bekkjarsystkinunum sem eftir lifum og öðrum vinum, sársauka og trega. — Já, þau eru oss einnig Mene tekal þess, að hin mikla hringing getur hljómað í eyrum vor sjálfra fyrr en varir. Einn úr hópi vorum, Sveinn Gunnarsson, læknir, hefir hlýtt þeirri kvaðningu, sem enginn fær undan vikizt. Hann andaðist þann 18. þ.m. 65 ára að aldri. Sveinn Theodór ' Gunnarsson var fæddur í Reykjavík hinn 17. maí 1899. Foreldrar hans ,voru Gunnar Gunnarsson, tré- smíðameistri og kona hans, Sal- vör Guðmundsdóttir, hin mestu merkishjón, vel látin í hvívetna. Eftir stúdentspróf 1920 og glæsilegt embættispróf í læknis- fræði, frá Háskóla íslands vorið 1926, stundaði Sveinn framhalds- nám í handlækningum, fæðingar- hjálp og lyflæknisfræði við Ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn. Auk þess sigldi hann tví- vegis til þess að afla sér frekari framhaldsmenntunar. Hann hlaut viðurkenningu sem sér- fræðingur í geislalækningum og starfaði sem röntgenlæknir við Landakotsspítalann í Reykjavík hátt á annan áratug. Þá var hann fastur aðstoðarlæknir hins víð- þekkta skurðlæknis Matthíasar Einarssonar um nær 20 ára skeið. Auk þess rak hann sjálfstæða lækningastofu um fjöldamörg ár. Fyrir langa og fjölþætta reynslu í starfi sínu mun hann hafa verið talinn mjög glöggur læknir við sjúkdómsgreiningu, hvort sem var um að ræða líkamleg mein eða geðræna kvilla og hinar margvíslegu flækjur sálarllfsins. Þeir munu því margir, sem nú að leiðarlok- um minnast hans með söknuði, vinsemd og þakklæti fyrir lækn- ishjálp hans og hollar ráðlegg- ingar. Þá voru þeir og margir sem fenigu að reyna örlæti hans og veglyndi, því oft vissi vinstri hönd hans ekki hvað sú hægri gjörði. — Vér vinir hans og félagar frá skólaárum minnumst hans fyrst og fremst sem hins einlæga trygga vinar og hins góðsama manns, sem jafnan vildi styðja sérhvert gott málefni og leggja því lið. Sveinn var maður skapstilltur og þýður í lund, þótt hann að öðru leyti væri fastur fyrir og skapaði sér ákveðnar skoðanir um menn og málefni. — Gefur það glöigga hugmynd um það traust er hann naut meðal skóla- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.