Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 16
16 MOKCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. nóv. 1964 JWtrjgawirWfótii Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FLOKKARNIR OG FRAMTÍÐIN í miklu veltur að stjórn- málaflokkar skilji þarfir og kröfur samtíðar sinnar. Hitt er þó ekki síður nauðsyn- legt að leiðtogar þeirra hafi til brunns að bera þroska og framsýni, sem skapi þeim möguleika til þess að skyggn- ast nokkuð inn í framtíðina, skilja kall nýs og komandi tíma. Það er íslendingum mikil gæfa, að Sjálfstæðisflokkur- inn fékk tækifæri til þess undir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar og á morgni lýð- veldisins, að eiga ríkan þátt í mótun íslenzkrar stjórnmála þróunar. — Sjálfstæðismenn skildu kall hins nýja tíma og hlýddu því. Undir forystu þeirra var merki alhliða fram fara og uppbyggingar reist í hinu íslenzka þjóðfélagi, sem var á marga vegu frumstætt og ófullkomið. Sjálfstæðis- menn hófust ekki aðeins handa um stórfellda verk- lega uppbyggingu, öflun nýrra og stórvirkari fram- leiðslutækja til lands og sjáv- ar, rafvæðingu og í skjóli hennar iðnvæðingu. Þeir lögðu jafnframt áherzlu á stórfelldar umbætur í fræðslu- og menningarmálum. Þeir gerðu sér þá þegar ljóst, að tækni, rannsóknarstarfsemi og hagnýt vísindi hlutu að verðagrundvöllur margþættra efnahagslegra framfara. Undir merki þessarar stefnu hafa íslendingar sótt hraðar fram sl. 20 ár og bætt lífskjör sín meira en nokkurn gat í raun og veru órað fyrir. En nú stendur þessi þjóð á ný við dyr nýrrar aldar. Ör- hröð tækniþróun og nýir sigr- ar vísindanna hafa skapað stórfellda möguleika nýrra framfaraspora og uppbygg- ingar á íslandi, þar sem fjöl- margt er ennþá ógert. íslend- ingar geta, ef rétt er á haldið, bætt aðstöðu sína, skapað sér aukið afkomuöryggi og fjöl- breyttara menningarlíf, ef við aðeins berum gæfu til að sam eina kraftana um hagnýtingu landsins gæða og hæfileika og starfsorku okkar eigin fólks. VIÐ DYR NÝRRAR ALDAR F’n til þess að þetta takist verður þessi litla þjóð að ganga fram með forsjálni og ábyrgðartilfinningu. Við get- uir. stórspillt framtíðarmögu- leikum okkar með því að géfa verðbólgu og efnahagslegu jafnvægisleysi lausan taum- inn. Við þurfum umfram allt að viðhalda þeirri trú, sem okkur hefur tekizt að skapa á framtak okkar, manndóm og fyrirhyggju meðal annarra þjóða og á vettvangi alþjóða- samvinnu. Núverandi stjórnarflokkar hafa á þessu glöggan skilning. En því miður bendir margt til að stjórnarandstöðuflokk- arnir, Framsóknarflokkurinn og kommúnistar, skelli enn skollaeyrunum við þeim stað- reyndum, sem mikilvægastar eru. Af atburðum síðustu mán aða verður það til dæmis ljóst, að Framsóknarflokkur- inn leggur höfuðkapp á að hleypa af stað nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags og veikja þannig þann grundvöll, sem byggja verður framfarir og uppbygg- ingu framtíðarinnar á. Á þessu verða allir íslend- ingar að átta sig. Við stöndum við dyr nýrrar aldar. íslend- ingar verða að bera gæfu til að hagnýta sér stórbrotna möguleika hennar til sköpun- ar þróttmikils, rúmgóðs og réttláts þjóðfélags á íslandi. HLUTFALLSKOSN- INGAR í VERKA- LÝÐSFÉLÖG- UNUM m áratuga skeið hafa Sjálf- stæðismenn barizt fyrir því, að teknar yrðu upp hlut- fallskosningar til trúnaðar- starfa innan verkalýðsfélag- anna og við kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing. — Með slíku fyrirkomulagi hafa þeir talið að mögulegt myndi reynast að tryggja samtökun- um lýðræðislegri stjórnarfor- ystu og aukinn starfsfrið til þess að vinna fyrst og fremst að hagsmunamálum launþeg- anna. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa verið mjög mótfallnir þessum tillögum. En nú gerist það í upphafi Alþýðusambandsþings að sjálf ur forseti Alþýðusambands- ins, Hannibal Valdimarsson, lýsir því hiklaust yfir, að hann telji hlutfallskosningar innan samtakanna sjálfsagðar og æskilegar. Blað kommún- ista snerist þegar harkalega gegn þessari uppástungu með- reiðarsveins síns og Fram- sóknarmenn skipuðu sér auð- vitað við hlið kommúnistanna í þessu máli eins og öðrum. Kínverjar fagna falli Krúsjeffs og segja hann eins og frúð á sviði sögnnnar Peking, 21. nóvember, AP NTB KÍNVERJAR fagna mjöf falli Krúsjeffs og lýsa frávikningu hans sem miklum sigri fyrir marxista oj leninista og mjög til framdráttar málstað byltingar- innar, að því er segir í mál- gagni miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, „Rauði fáninn.“ Jafnframt setur blaðið fram ýmsa skilmála, sem ætla má að torvildi mjög allar sættir með Kinverjum og Rússum varð- andi hugmyndafræðideilur þeirra. Peking-útvarpið tilkynnti í gær, föstudag, að mikilvægrar yfirlýsingar væri að vænta og var síðan útvarpað um stöðina ritstjórnargrein úr „Rauða fán- anum“, þar sem Krúsjeff er bor- inn „hundruðum þúsunda saka“, m.a. þeim, að hann hafi tekið upp samvinnu við Bandaríkin vegna samningsins um takmark- að bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, að hann hafi sætt kommúnistaflokka Júgó- slavíu og Sovétríkjanna, af- neitað Stalinismanum og hvatt til 'friðsamlegrar sambúðar og „friðsamlegra umskipta“ þjóð- anna í þróun þeirra að komm- únismanum. Þykir þetta benda til þess, að Kínverjar vilji að Sovétríkin hverfi frá öllu þessu ef þau vilji leiða til lykta deilu landanna og jafnframt til þess, að lítill árangur hafi náðst á ný- afstöðnum fundum Rússa og Kín- verja í Moskvu. í greininni eru Krúsjeff valin háðuleg orð og hann m.a. sagður „eins og trúður á sviði samtíma- söigu“ og sagt, að hann ha.fi viljað stemma stigu við eðlilegri sögu- legri þróun, látið undan síga fyrir kapítalistum, klofið alþjóða- hreyfingu kommúnismans og sitthvað fleira er honum borið á brýn, er allt hafi verið þvert ofan í vilja þjóðarinnar, sem Framsóknarflokkurinn sner- ist einnig gegn þeirri hug- mynd að mynduð yrði fagleg stjórn á breiðum grundvelli í Alþýðusambandinu. Framsóknarmenn reyna þannig alls staðar að koma í veg fyrir eðlilega þróun. Þeir vilja ekki frið og skapleg vinnubrögð innan verkalýðs- samtakanna. Framsóknarmenn vilja þvert á móti nota launþegasamtök- in til þess að hindra efnahags- legt jafnvægi í þjóðfélaginu og raunverulegar kjarabætur til handa launþegum. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að fjöldi fólks úr öllum flokkum innan verkalýðssamtakanna telur nú sjálfsagt og eðlilegt að taka þar upp hlutfallskosning ar eins og leiðtogar Sjálf- stæðismanna innan samtak- anna hafa barizt fyrir mörg undanfarin ár. Fyrr eða síðar mun því að því koma, að lýð- ræðislegri stjórnarhættir verði uppteknir innan þessara víðtæku og áhrifamiklu al- mannasamtaka. y J Krúsjeft neyðst hafi til að taka af skarið og steypa honum af stólú KOMIN er út bókin „FjöLskyldu- áætlanir og siðfræði kynlífs" á vegum Félagsmálastofnunarinn- ar, en stofnunin hefur sem kunn- ugt er gengizt fyrir fræðslu um þessi efni og hafa um 100 konur þegar sótt ráðieggingarstöð henn ar á Lindargötu 9, auk þess sem mikil aðsókn er að námskeiðum þar sem fjallað er um fjölskyldu- mál. Þetta er fimmta bókin sem félagsmálastofnunin gefur út. — Höfundur er Hannes Jónsson, félagsfræðingur. Bókin er um 80 bls. og prýdd fjölda skýringermynda, bæði líf- færamynda og mynda af frjóvg- unarvörnum. Er bókin í þremur aðalköflum. Fyrst er kafli um fjölskylduáætlanir, Iþar sem gerð er grein fyrir félagslegu, efna- hagslegu og heilsufarslegu ástæð- unum, sem liggja til grundvallar fjölskylduáætlana. Segir höfund- ur að hinn jákvæði þáttur fjöl- Ný búð á Akranesi Akranesi, 21. nóv. 1 MORGUN vair opnuð hér ný búð á Skaigabrauit 11, — laug ardagur til lukku, — en eigandi bennar er Einar J. Ólafsson, kaupmaður. Er sú nýja búð við bliðina á gömilu búðinni hans. Búðin er ein liæð, 200 fermetrar að fliatarmáli. Þar verzlar Einar með öl- og tóbaksvörur, kjörvör- ur, hreinlætisvörur og þar má fá ailt til heimiiisþarfa á einum pg sama sfað. Vinir ELnars óska honum till haimingju. Oddiur. Engin síld vestra Akranesi, 21. nóv. Enga sáld flengu þessir fiórir bátar, sem úti voru á miðunum í nóbt. Héðan er hiver einasti síld arbátux farinn út á veiðar. Otkiur. Uppboð S.B. Sigurður Benediktsson mun á næstunni halda tvö uppboð. Næstkomandi fimimtudag verður listmunauppboð í Þjóðieikhús- kjallaranum þar sem seldir verða silfurmunir, teppi, hlutir úr fílalbeini og margt fJ.eira, Málverkauppboð heldur Sig- urður í Hótel Sögu viku síðar, fimmtudaginn 3. desember. Þar verða á boðetólum málverk og vatnslitamyndir eftir velflesta þekktuistu máiara okkar. Þessa viku verður fekið á móti mál- verkum á þetta uppboð, seoi væntanlega verður síða®ta mál- verkauppboðið fyrir jól. Bókauppboð mun Sigurður hialda um miðjan desember. skylduáætlana stuðli að fæðingu „óskabarna“, en sá neikvæði fyrir byggi fæðingar „slysabarna“. Annar kaflinn er um frjóvgunar- varnir og sýnir höfundur að kafl- inn sé í raun og veru endursögn á ýmsum ritum, sem út hafa kom ið hin síðari ár á vegum AL- þjóðasambandsins um fjölskyldu- áætianir, en prófessor Pétur H.J. Jakobsson, forstöðumaður Fæð- ingardeildar Landspítalans og læknisfræðideildar Ráðleggingar- stöðvarinnar um fjölskylduáætl- anir, hafi lesið yfir kaflann til að fyrirbýggja misskilning og rang- túlkanir, sem kynnu að hafa slæðst þar inn. Er í iþeim kafla greint frá helztu frjóvgunarvörn- um. Þriðji kaflinn í bókinni nefn- ist siðfræði kynlífs, en þar fæðir höfundur siðfræði kynlífs, þ. e. rétta og ranga kynlífshegðun i ljósi vísindalegrar þekkingar um manninn og mannfélagið, eins og það er orðað í frétt stofnunarinn- ar til þlaðanna. í formála segir að þrátt fyrir það að allt heilbrigt fólk horfist óhjákvæmilega í augu við þau vandamál, sem bókin fjallar um, fóist ekki handhægar leiðbein- ingar um þau á íslenzku og ekk- ert rit hafi komið út á íslenzku, sem fjallar um þá þrjá (þætti, sem bókin fjallar um og er Félags- málastofnunin með útgáfu henn- ar að reyna að bæta þar úr. Utanríkisráðlierra V-Þýzkalands til Washington. Bonn, 21. nóvember, NTB. UTANRÍKISRÁÐHBRRA Vestur Þýzkalands, Gerhard Schröder, fer í dag til Washington í fjöig- urra daga heimsókn til viðræðna við bandaríska ráðamenn. Meðal mála þeirra, sem rædd verða vestra er hinn fyrirhugaði kjarn- orkufloti NATO, sem V-Þjóð- vérjum er vunhugað um að verði. Bók um fjölskyIduáætl- anir og siðfræði kynlífs komin út hjá Félagsmálastofnuninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.