Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. nóv. 1964 30 IR átti fyrstu meistarana á Rvíkurmóti í körfubelta IR vana slúdenta og EÍR-Airmann í m.f!. karla UM helgina voru leiknir fimm leikir í Reykjavíkurmeistara- mótinu í krjrfubolta. I. flokkur ÍR sigraði Ármann nokkuð létt, og flestum á óvart því liðið er borið uppi af ungum 2. flokks piltum. Þannig urðu ÍR ingar fyrstu meistarar mótsins því liðið hafði áður sigrað KR, en einungis þrjú lið taka þátt í I. flokks keppninni. í mfl. karla sigraði ÍR stúdenta á laugardag og KR bar Ármannsliðið ofur- liði í skemmtiiegum leik kvöld- ið eftir. I. fl. karla R — Ármann Leikurinn var í heild nokkuð skemmtilegur og voru yfirburðir ÍR liðsins algjörir í fyrri hálf- leik, en í lok hans var staðan 22—7. Ármenningum tókst þó að ná betri tökum á leiknum í seinni hálfleik og jafna metin ofan í 7 stiga mun. ÍR náði svo beri endaspretti og sigraði með tíu stiga mun, 40 gegn 30. Beztu menn liðanna voru þeir annars flokks piltarnir Skúli Jóhanns- son og Arnar Guðlaugsson hjá ÍR og Davíð Jónsson hjá Ár- manni. Mfl. karla ÍR — Stúdentar Leikurinn bauð ekki upp á eins góðan körfubolta og búast má við þegar íslandsmeistarar eiga í hlut. Leikur meistaranna var að visu allgóður, en ekki svo að neinn glans væri á. Von- andi er að ekki sé neinn aftur- kippur hlaupinn í liðið svona rétt fyrir Evrópukeppnina. Stú- dentar stóðu sig allvel og sýndu betri leik en gegn KR fyrir viku sðan. Lokatölur voru 67:41, 26 stiga sigur fyrir ÍR sem verður að telja mjög hæfilegt eftir gangi leiksins. Hjá ÍR voru sprækastir þeir Viðar, sem skor- aði 24 stig, öll í seinni hálfleik, og Agnar. Aðaldriffjöður liðsins, Þorsteinn Hallgrímsson, lék óvenjulítið með og skoraði 6 stig. Annars vantaði mörg stór nöfn í liðið, eins og Guðmund Þor- steinsson, Anton Bjamason og Birgi Jakobsson. Mest bar á Jó- hanni Andersen hjá stúdentum, og einnig bandarískum manni sem stundar hér nám Við há- skólann. Reyndar má telja vafa- samt að útlendingum sé heimil þátttaka í keppni með liði stú- denta, nema í skólamótum. Mfl. hirla KR — Ármann Baráttan í þessum leik þýddi fyrir Ármenninga hvort þeir yrðu í neðsta sætinu í mótinu. Var leikurinn fjörugur og allvel Framh. á bls. 8. Fe!e skeroði 8 mörk í lelk HINN frægi brasiliski knatt- spyrnumaður Edison Donasci- mento, en frægari undir gælu- nafninu „Pele“ skoraði 8 mörk í leik á laugardaginn og vann félag hans Santos þá Botafogo Ribeirao Preto með 11—0. Afrek Peles er „met“ einstakl- ings í leik í Brasilíu. Botafogo -Ribeirao Preto er lítið félag skammt frá Sao Paulo og á ekkert skilt við hið fræga lið Botafogo. r Kolbeinn Pálsson í einu af mörgum hraðupphlaupum KR inga. Tli varnar eru Davíð Helgason og Sigurður Ingólfsson. Ljósm. Sv. Þorm. í kvöld fs/, landsliðið róthurstaði Dani Vairn þá í EokíJeik með 32:20 Island - Spann Síðast unnu Spanverjar 20:17 ÍSI.ENZKA landsliðið gersigraði Danmerkurmeistara Ajax á laugardaginn í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Úrslitin urðu 32—20. í hálfleik var stað an 15—10. Leikurinn var vel leikinn og sýndu íslendingar er á leið al- gera yfirburði. Var leikur ísl. liðsins oft mjög fallegur enda smáminnkaðí' mótstaða Danana. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin og skiptist svo á um for- ystu framan af unz staðan var 8—8. Eftir það náðu Danir aldrei forystu, en forskot ísl. liðsins smájókst. Beztu leikmenn ísl. liðsins voru Guðjón Jónsson, Ragnar Jónsson, Gunnlaugur Hjálmars- son og Einar Sigurðsson. Hjá Dönum áttu beztan leik Claus Sörensen og Jörgen Erik- sen. Spánska landsliðið í KVÖLD kl. 9 hefst í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli 24. landsleikur íslands í handknatt- leik. Mótherjarnir eru Spánverj- ar sem nú endurgjalda heimsókn ísl. landsliðsins til Spánar í febrú ar 1963. Þann leik unnu Spán- verjar með 20—17 og mun isl. liðið hafa fullan hug á að hefna þeirra ófara í Bilbao. Spánverjarnir leika hér annan land'sleik á morgun, á sama stað og sama tíma, en halda utan á fimmtudaginn. fslenzka landsliðið hefur verið vali'ð og er þannig skipað: Þorsteinn Björnsson Á. Sigurður J. Þórðarson KR Ragnar Jónsson FH (Fyrirl.) Gunnl. Hjálmarsson Fram Hörður Kristinsson Á Guðjón Jónsson Fram Karl Jóhannsson KR Sigurður Eiuarsson Fram Tómas Tómasson Fram Einar Sigurðsson Á Birgir Björnsson FH í ísl. landsliðinu eru þrír ný- liðar, markverðirpir báðir Þor- steinn og Sigurður og Tómas Tómasson. Dómari f leiknum verður Sví- inn Thorild Janerstam mjög vel metinn dómari og nákvæmur. Hann dæmdi leik Skovbakken og Fram í Evrópukeppninni í fyrra. Íslendingar hafa leikið 23 landsleiki sem fyrr segir, 3 heima en 20 erlendis «g hafa 12 þeirra veri'ð leiknir í heimsmeist arakeppni. íslendingar hafa unn ið 7 þessara leikja, 2 orðið jafn- tefli en 14 hafa tapast Marka- talan er 408 gegn 306 íslendinig- um í óhag. Spánverjarnir voru væntan- legir seint í gærkvöldi. Koma 14 leikmenn og 4 fararstjórar. Liðið lék landsleik í Osló á sunnu dag og unnu Norðmenn 22—11, svo eftir þeim úrslitum að dæma ættu möguleikar ísl. liðsins að vera miklir. Spánverjarnir virð- ast þó vera misjafnir. Síðustu landsleikir þeirra eru þessir: 1063 Spánn—V.Þýzkal. 11—13 Madrid 1063 Spánn—ísland 20—17 Bilbao 1063 Spánn—Portúgal 28—14 Madrid 1963 Spánn—Frakkland 16—11 Madrid 1963 Spánn—V-Þýzkab 13—33 Kiel, 1963 Spánn—Frakkland 16—13 Madrid 1964 Spánn—Frakkland 8—13 Paría 1964 Spánn—Noregur 11—22 Osló Framh. á bls. 25 Ekki með öllu ósatt? K O N A sem áhorfandi var að leik Vals og danska liðsins Ajax sl. miðviðudag hringdi í Mbl. í gær vegna fréttar undir fyrir- sögninni „Furðufrásögn í BT“. Sagði hún að hún hefði verið sjónarvottur að því að ljóshærð- ur piltur á að gizka 17 ára gam- all hefði stjakað við einum leik- mannanna dönsk. Kvað hún frá- sögn danska blaðsins og það er hún sá hafa getað átt við sama atburð. Hún kvaðst að vísu ekki hafa séð hnefahögg en hins veg- ar hefði sér virzt pilturinn hrinda eða stjaka við hinum danska leikmanni. Hefði hann ætlað að snúa sér að íslendingum en bæði hefði pilturinn farið á brott og annar Dani tekið í arm leikmanns ins og hinn hætt við áformið um eltingaleik. Atburð þennan sagðist konan hafa séð utan leik- tíma er leikmenn gengu af velli. Fáheyrt er að áhorfendur ráð- ist að leikmönnum með stymp- ingum og verður að gera kröfu til að sekir menn í þeim efnum verði fundnir og refsað. Hitt er og víst að danska blaðið — eða sá er fyrir varð — ýkir atburð- inn og blaðið telur þetta atvik aðalfréttina við leikinn. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.