Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 24. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 r \ Goncourt verðlaunin París, 23. nóv. (NTB). GONCOURT bókmenntaverð- launum frönsku var úthlutað í dag og hlaut þau að þessu sinni rithöfundurinn Georges Conchon fyrir skáldsöguna „L’etat sauvage.“ Upphæðin, sem fylgir Gon- court verðlaununum, er ekki há, en verðlaunin þykja ein mesta viðurkenning, er rithöf undur getur fengið í Frakk- landi, og þau tryggja höfund- inum aukinn lesendafjölda. „L’etat sauvage" er sjöunda skáldsaga Conchons, og hlaut mjög góða dóma er hún kom út fyrr á þessu ári. Conchon er 39 ára, fæddur í Saint-Avit, Frakklandi árið 1925. Hefur hann auk ritstarfa verið starfsmáður franska þingsins (1947—58), aðalritari þingsins í Mið-Afríku lýðveld nu (1958—59), blaðamaður við France-Soir (1960—61) og starfar nú í Öldungadeild franska þingsins. Fyrsta bók hans, „Les Grandes Lessives", kom út 1953. í verðlaunabókinni segir Conchon frá ungum og frjáls- lyndum starfsmanni Efnahags málastofnunar SÞ í ný-sjáf- stæðu ríki í Afríku, þar sem fyrrverandi eiginkona hans býr með afrískum stjórnmála- mapni. Fjallar bókin um innra stríð hugsjóna og tilfinninga hjá söguhetjunni. Öðrum frönskum bók- menntaverðlaunum, Renaudot verölaununum, var einnig út- hlutað í dag, og hlaut þau rit- höfundurinn Jean Pierre Faye fyrir skáldsöguna „L’ecluse“. Kvikmynd um KENNEDY frumsýnd SENDIRÁÐ Bandaríkjanna á tslandi bauð til frumsýningar í Gamla bíói á sunnudag, þar sem kvikmyndin ,JTohn F. Kennedy: Years of Lightning, Day of Drums“ var sýnd. Kvikmyndin fjallar um stjórn arár Kennedys Bandaríkjafor- seta, og var nú frumsýnd hér á íslandi, vegna þess að ár er liðið frá morði hans. Gregory Peck er þulur í myndinni. Forseti íslands, ráðherrar þingmenn, blaðamenn og margir fleiri voru viðstaddir sýninguna. - Fimmburar Framhald af bls. 1 Monique, Dominique og Jean- Luc. Meðan Raymond Sambor beið í biðstofu fæðingarheim- ilisins eftir að kona hans yrði léttari, leið tvisvar yfir hann. Hann vildi lítið ræða við fréttamenn, en sagði þó: Við höfum lifað svo tíðindalitlu lífi hingað til. Drengirnir okkar tveir heita Yves og Faul. Okkur langaði til að eignast dóttur. Og nú eigum við tvær — og þrjá nýja syni til viðbótar. Ég get varla trú- að því. Fréttin um fimmburafæð- lnguna var strax send de Gaulle forseta, og seinna komu fulltrúar póst- og síma- málastjórnariinnar til fæðing- arheimilisins til að færa for- eldrunum hamingjuóskir, og tilkynna þeim að þau mættu eiga vísa alla hugsanlega að- stoð yfirvaldanna. Einnig kom Raymond Marcellin, heilbrigð ismálaráðherra, til fæðingar- heimilisins til að færa for- eldrunum hamingjuóskir. — Tvær verzlanir í París hafa heitir foreldrunum ókeypis fatnaði á öll fimm börnin fyrsta árið. Einor ófram iorma^ur Sdsía- Iistoflohksins Sósíalistaflokkurinn hélt flokks þing sitt í Reykjavík dagana 20. til 23. nóv. s.l. Var Einar Olgeirs son endurkjörinn form. flokks- ins og Lúðvik Jósefsson varafor maður. Einar Olgeirsson tjáði Morgun blaðinu í gær, að litlar breyting ar hefðu verið gerðar á stjórn flokksins. Einnig sagði hann, að samstaða hefði orðið um stjórn- málaályktun þingsins, og fullt samko'mulag hefði einnig orðið um afstöðu Sósíalistaflokksins til Alþýðubandalagsins. Mynd þessl var tekin af braki sænsku farþegafiugvélarinnar, sem fórst við Angelholm flug- völlinn í Suður Svíþjóð sl. föstudag. 31 fórust með fiugvélinni. iólabóksala rétt F|ö!di bóka kominn í búðir, en ekki allt JÓLASALAN á bókum er rétt að byrja, nýjar bækur koma í bóka búðirnar daglega, en ekki er þó allt úrvalið komið út að þessu sinni. Mbl. hefur spurzt fyrir um söluna í þremur bókabúðum, Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Bókaverzlun ísafoldar Oig Bókabúð Lárusar Blöndal. — Þetta er rét að byrja, sagði Sigríður Sigurðardóttir, verzlun- arstjóri hjá ísafold, en það er ekker óvenjulegt. Um þetta leyti er rétt að komast hreyfing á bóksöluna, sem fer svo vaxandi með hverjum degi. Ekki eru allar bækur komnar út enn, og ekki hægt að sjá að nein bók sé sér- staklega söluhærri en önnur. Sig ríður tók það aftur á móti fram að svo væri að sjá sem fólk ætl- aði að verða fyrr á ferðinni í ár en venjulega að kaupa smávörur, servéttur og þess háttar. Gunnar Ragnars, verzlunar- stjóri í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar sagði, að sér litizt ekkert illa á bóksöluna í ár. Nýj- ar bækur kæmu daglega í búð- Framh. á bls. 1 Þotan var á miklum hraða á1 flugbrautinni þegar allt í einu kom upp eldur í hjólaútbúnaði öðru megin. Flugstjórinn reyndi að stöðva þotuna með því að hemla, en hún rann áfram út af enda flugbrautarinnar og yfir á hliðarbraut, sem var í viðgerð. Yzti hreyfill hægra megin rakst á veghefil, og velti honum. Svo stöðvaðist þotan, dyrnar voru opnaðar og farþegarnir þustu út. Svo varð sprenging í þotunni, og eldur breiddist út um skrokk þotunnar. Eldurinn komst í eldsneytisbirgðirnar og fjöldi sprenginga tætti vélina í sundur. Sumir sjónarvottar segja að gat hafi komið í eldsneytisgeymi þotunnar við áreksturinn við veghefilinn, en síðan hafi kvikn- að í eldsneytinu á jörðinni og eld urinn komizt þaðan í þotuna sjálfa. Þetta er fyrsta þotu-slysið sem flugfélagið verður fyrir. Benda talsmenn flugfélagsins á að frá því fyrsta TWA-þotan fór í fyrsta áætlunarflugið 20. marz 1959 hafi félagið flutt 20.241.0000 þotu- farþega alls 28 þúsund milljón farþegamílur án nokkurs dauða- ina þó einhverjar tafir hefðu orð ið vegna verkfalls prentara, og fólk væri farið að kaupa nýju bækurnar, sennilega til að senda í jólagjafir til útlanda en þó fyrst cig fremst ennþá þær bækur sem menn kaupa handa sjálfum sér til lestrar. Þar kæmi fram salan sem strax væri orðin áberandi í Rússnesku sjúkl ingarnir farnir heini NESKAUPSTAÐ, 23. nóvember. — Rússnesku piltarnir tveir, sem lagðir voru inn á sjúkra- húsið hér eftir slys um borð, eru farnir heim. Tekinn var annar fóturinn af báðum og tókst það mjög vel. Áður en þeir fóru, hafði rúss- neskt fiskiskip komið með þriðja sjúklinginn, lamaðan mann, sem lá hér á sjúkrahúsinu. Fór hann með hinum Rússunum tveimur suður til Reykjavíkur í flugvél. — Á. L. slyss. Hefur félagið nú 102 þotur, og heldur uppi flugferðum um Bandaríkin og til Evrópu, Asíu og Afríku. Einn þeirra, sem komust af, var Bandaríkjamaðurinn Barron Fegeley. Segir hann svo frá: — Ég sat í aftasta sæti, hægra megin. Sá ég eldtungur við væng inn mín megin nálægt yzta hreyflinum. Við vorum þá enn á ferð, og býst ég við að flugstjór- inn hafi verið að reyna að stöðva vélina. Mér datt ekki í hug að nokkuð kæmi fyrir. Við stóðum upp samkvæmt fyrirmælum flug- freyjunnar og héldum að út- göngudyrunum bakborðsmegin. Kona, næst mér í röðinni, virtist óttaslegin. Ég reyndi að róa hana og kallaði til þeirra, sem aftar voru: Reynið að forðast troðning. Allt í einu varð sprenging. Eitt- hvað virtist rekast aftast á flug- vélina. Ég féll um koll. Ég fann olíulykt og mikinn hita. Það er afar óþægilegt að finna mikinn hita leggja að andlitinu. Ekki veit ég hvernig ég komst niður á flugbrautina, né heldur hve hátt var niður, en allt í einu var ég kominn þangað. Fegeley komst ómeiddur und- an og býr nú í gistihúsi í Róm. að byrja nýútkomnum seinni hluta af 2. bindi af ævisögu Hannesar Haf- stein. Þá virtiist fólk einnig kaupa til eigin lestrar ævisögu Harald- ar Böðvarssonar eftir Guðmund Hagalín og Kennedybók Thorolfs Smith. Eins keyptu börnin strax eintök af seríubókunum sem mikið er gefið ut af. Ekki væri gott að bera söluna á þessu stigi saman við bók- söluna í fyrra á sama tíma, því þá hefðu verið komnar tvær bækur, sem sérstaklega seldust, Skáldatími Laxness og Orðabók- in. Nú væri úrvalið miklu meira á sama tíma, og bækur jafnari. Loks áttum við tal við Lárus Blöndal, bóksala, sem sagði að bóksalan byrjaði í rauninni ekki fyrr en viku af desember. Að vísu væru keyptar bækur til að senda til útlanda, en hin eigin- lega jólabókasala hæfist ekki fyrr enn rétt fyrir síðustu póst- ferðir út á land. Svo ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur fyrr en þá. Töluvert væri komið af bókum í bókabúðirnar, en til væru bókaútgáfur sem sendu frá sér 10-15 bækur og engin komin út og nokkrar sem eiiga eftir að senda frá sér 5-8 bækur. — Vaxtahækkun Framhald af bls. 1 nýju innflutningstollana, sem hafa valdið miklum deilum, og skattaívilnanir útflytjenda, og sagði að hvort tveggja yrði til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna. Nokkrar umræður urðu um málið og gagnrýndu þeir Regin- ald Maudling, fyrrum fjármála- ráðherra íhaldsstjórnarinnar og Joe Grimmond, leiðtogi frjáls- lyndra aðgerðirnar. Yfirleitt hefur vaxtahækkun- in í Bretlandi mætt skilningi er- lendis. í tilkynningu bandaríska fjármálaráðuneytisins segir m.a.: — Bandaríkin skilja og styðja ákvörðun Englandsbanka um að hækka forvexti í 7% til að tryggja gengi sterlingspundsins. Aðgerðir þær, sem Bretar hafa gripið til að undanförnu, sýna að brezka stjórnin hefur stað- festu og getu til að viðhalda trausti á pundinu. Sterlingspundið fór yfirleitt hækkandi í verði í kauphöllum Evrópu í dag. Talsmenn þjóð- bankans í Sviss lýstu því yfir að aðgerðir Breta hafi verið bæði nauðsynlegar og réttar, og sýndu að Bretar hefðu einlægan vilja til að vernda gjaldmiðil sinn. Hefði vaxtahækkunin haft í för með sér aukið álit á sterlings- pundinu, og mætti búast við að unnt yrði að stöðva gjaldeyris- flóttann frá Bretlandi. — Bretar andvigir Framhald af bls. 1 til að auka styrkleika Vestur- veldanna, heldur muni hann valda sundrungu og orsaka erfið- leika í sambúð Austurs og Vest- urs.“ Sagði ráðherrann að Bret- ar væru eindregnir andstæðingar þess „að fleiri fingur héldu um (kjarnorku-) gikkinn.“ Við umræður um skýrslu Wil- sons sagði sir Alec Douglas- Home, fyrrum forsætisráðherra, að íhaldsmenn væru andvígir því að afhenda Atlantshafsbandalag- inu allar kjarnorkuvarnir Breta. Taldi hann að bandalagið biði þess aldrei bætur ef Frakkar segðu sig úr því vegna samein- ingar kjarnorkuvarnanna. Við atkvæðagreiðslu um vam- armálastefnu stjórnarinnar og skýrslu Wilsons hlaut stjómin hreinan meirihluta, 314 atkvæði gegn 289. — Vetrarhjálpin Framh. af bls. 32 100.000 kr. og í fyrra gaf hann aftur 100.000 kr., sem skiptust að jöfnu milli Vetrarhjálparinn- ar og Mæðrastyrksnefndar. Þá kvaðst Magnús vilja þakka skát- um starf þeirra, en þeir hafa um langt árabil safnað fatnaði og peningum fyrir Vetrarhjálpina. Þá var þess og getið, að fyrir- tæki í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur í nokkur undanfarandi ár gefið Vetrarhjálpinni 10.000 kr. í pen ingum. Loks má minnast á, að borgarsjóður leggur af mörkum ákveðna fjárráð árlega til Vetrar hjálparinnar. Söfnun Vetrarhjálparinnar hefst nú um mánaðamótin. Skrif stofa hefur verið opnuð að Ing- ólfsstræti 6, og getur fólk snúið sér þangað með gjafir, svo og umsóknir um aðstoð. Fólk er beðið að skila fatagjöfum annað hvort til skrifstofunnar við Ing- ólfsstræti, sími 10785, eða til Mæðrastyrksnefndar að Njáls- götu 3. Fataúthlutun mun hins vegar fara fram í Farfuglaheim- ilinu að Laufásvegi 41, er þar að kemur. Skátar munu fara um alla borgina og safna dagana 14. og 15. desember n.k. Það eru vinsamleg tilmæli Vetrarhjálparinnar að 'þeir, sem hyggjast gefa fatnað, hafi í huga að hann þarf að vera hreinn og heill, því hér er um að ræða jólaglaðning til þeirra, sem við erfiðleika eiga að stríða. Sama máli gegnir um skófatnað. í stjórn Vetrarhjálparinnar í Reykjavík eru Garðar Svavars- son, formaður; Þorkell Þórðar- son, framfærslufulltrúi; Kristján Þorvarðarson, læknir og Magnús Þorsteinsson, sem eins og fyrr getur er framkvæmdastjóri stofnunarinnar. — Flugslys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.