Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. nóv. 1964 MORGUNBLADIÐ 3 ☆ UNDANFARIN átta ár hef ur íslenzkum unglingum á aldrinum 16 til 18 ára gef- izt kostur á að dveljast ár- langt í Bandaríkjunum á vegum bandarísku mennta stofnunarinnar „American Field Service“. Afleggjari þessarar stofnunar á ís- landi hefur nú auglýst eft- ir umsóknum til dvalar vestra ná'mstímabilið frá ágúst 1965 til júlí 1966. Formaður A.F.S. á íslandi, Jón Kristjánsson, stud. odont. og Viihjálmur Vilhjálmsson, gjaldkeri, skýrðu blaðinu frá ForráSamenn American Field Service á islandi — Vilhjálm- starfsemi félagsins. Vilhjálmsson, gjaldkeri og Jón Kristjánsson, stud. odont., — Starfsemi A.F.S. er tví- formaður. fsl. ungmennum gefinn kostur á ársdvöl í Bandaríkjunum Spjallað við forrdðamenn AFS-samtakanna hérlendis þætt. Annars vegar að veita erlendu námsfólki tækifæri til ársdvalar og skólagöngu í Bandaríkjunum og hins vegar að gefa bandarískum ungling- um kost á utanferð til sex mánaða námsdvalar að vetri eða átta vikna kynnisferð að sumarlagi. — Hvaða skilyrðum þurfa íslenzkir unglingar að full- nægja, ef þeir hafa hug á að' sækja um dvöl vestra? — I>eir þurfa að vera á aldr inum 16 til 18 ára, eiga hægt með að laga sig eftir aðstæð- um, hafa opin augu fyrir um- hverfinu og vera námfúsir. Þá er mikilvægt, að þeir hafi góða framkomu og eigi auð- velt með að kynnast öðrum. — í Bandaríkjunum búa unglingarnir hjá bandarískum fjölskyldum og eru heimili þau, sem nemendur búa á, vandlega valin af skrifstofu A.F.S. í New York með að- stoð fulltrúa félagsins á hverj- um stað. Þeir stunda nám, þar sem þeir dvelja, við svokall- aða „senior high schools", og er ætlazt til að þeir taki virk- an þátt í allri starfsemi nem- enda og skólanna. — Hvað um kostnaðarhlið- ina við dvölina í Bandaríkjun- um? i — Styrkurinn, sem A.F.S. veitir, nemur húsnæði, fæði, skólagjöldum, sjúkrakostnaði og nokkrum ferðalögum inn- an Bandaríkjanna. Ætlazt er til þess, að nemendur greiði sjálfir nauðsynlegan ferða- kostnað frá íslandi og vestur um haf og síðan heim aftur. Einnig þurfa þeir að sjá sér sjálfir fyrir vasapeningum. — Hafa margir .íslenzkir unglingar notið slíkra styrkja á vegum A.F.S.? — Þessir styrkir hafa verið veittir íslenzkum unglingum undanfarin átta ár, og á þeim tíma hafa 109 unglingar notið þeirra. — Þið minntust á ferðalag, sem styrkþegum er séð fyrir um Bandaríkin. — Já, í lok dvalartímans sér A.F.S. öllum nemendum á sínum vegum fyrir ferðalagi um Bandaríkin. Er ferðalag þetta í samvinnu við Grey- hound-fyrirtækið. Sjáifboða- liðar í borgum og bæjum víðs vegar um landið taka á móti nemendum til stuttrar dvalar á þessu þriggja vikna ferðalagi og sýna þeim hið markverðasta í nágrenni heim kynna sinna. Að lokum safn- ast allir erlendu nemendurnir saman til ráðstefnu í Washing ton D.C., fá tækifæri til að kynnast jafnöldrum af sextíu ólikumi þjóðernum, skoða borgina og heimsækja forseta Bandarík j anna. — Hvert er markmið A.F.S. samtakanna og hve gömul eru þau? — Samtökin hófu starfsemi sína snemma í fyrri heims- styrjöldinni. Bandarískir sjálf boðaliðar, er héldu til megin- lands Evrópu að hjúkra særð- um hermönnum úr liði Frakka, lögðu grundvöllinn að A.F.S. og settu stofnuninni það takmark að vinna að auk- inni vináttu og skilningi þjóða í milli. Við lok seinni heims- styrjaldarinnar kom sú hug- mynd fram að styrkja erlent skólafólk til námsdvalar í Bandaríkjunum og voru styrk irnir í fyrstu miðaðir við franska háskólastúdenta, en síðan 1947 hafa þeir verið veittir gagnfræða- og mennta- skólanemendum frá fjölmörg- um þjóðum. A.F.S. er mennta- stofnun, sem hefur engin tengsl við stjórnmála- eða trú- flokka, en nýtur stuðnings frá almenningi í Banda'ríkjunum, sem leggur fram fé til starf- seminnar eða tekur við er- lendum nemendum til dvalar á heimilum sínum. — Hvenær þurfa þeir ungl- ingar, sem hafa hug á að sækja um dvöl vestra, að hafa sent umsóknir sínar til ykk- ar? — Umsóknir þurfa að hafa borizt okkur fyrir 10. desam- ber, en umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu ís- lenzk-Ameríska félagsins í Hafnarstræti 5. Þar eru veitt- ar allar upplýsingar um náms- styrkina — og þangað skal um sóknunum skilað. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar flytja í ný húsakynni á tíu ára afmæli sínu UM ÞESSAR mundir eru tíu ár liðin frá því að bifreiðainn- flytjendur tóku að sér að stofna félagið Bifreiðar & Landbúnað ervélar h.f., en félag þetta ann- ast m.a. innflutning á bifreið- um frá Sovétríkjunum. Afmæl isins var minnst með síðdegis- boði i nýjum og glæsilegum húsakynnum félagsins að Suður landsbraut 14. Meðal gesta voru þeir dr. Kristinn Guð- mundsson, sendiherra fslands í Sovétríkjimum, og Nikolai K. Tupitsyn, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi. Einnig var þar viðstaddur B. P. Gasov, aðstoð arforstjóri Avtoexport, er ann- ast útflutning bifreiða frá Sovét ríkíunum. Stjórn Bifreiða & Landbún- aðarvéla h.f. skipa þeir: Gunnar Ásgeirsson, formaður, Bergur G. Gíslason, varaformaður og Guð mundur Gíslason, sem er jafn- framt framkvæmdastjóri félags ins. Gunnar Ásgeirsson, stórkaup- maður, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Rakti hann nokkuð til drög að stofnun félagsins fyrir tiu árum, og sagði m.a.; Góðir gestir! Ég býð ykkur alla veikomna til þessa afmælishófs svo og vígslu húsnæðis fyrirtækisins og vil sérstaklega bjóða velkomna viðskiptamálaráðherra, fjármála ráðherra, ambassador Sovétríkj- anna á íslandi og fulltrúa Auto- export, aðstoðarforstjóra mister Gazof. í byrjun ársins 1954 hafði ríkis stjórn íslands gert samninga við Sovétríkin um kaup og sölu á ýmsum vörum, og þar á meðal voru kornnar til landsins 100 Pobeta bifreiðir í eigu ríkisstjórn arinnar, ef svo má segja, og ósk- aði þáverandi viðskiptamálaráð- herra Ingólfur Jónsson eftir því, að bifreiðainnflytjendur tækju að sér að mynda fyrirtæki, til að selja þessar bifreiðir, og þá *ef til vill gerast umboðsmenn fyrir Avtoexport í Rússlandi. Viðskiptamálaráðherra leitaði til félags bifreiðainnflytjenda og voru haldnir fundir um þetta mál, sem enduðu með iþví að allir bifreiðainnflytendur að undan- skildum þremur stofnuðu félag með nafninu Bifreiðar & Land- búnaðarvélar og var það í upp- hafi skilyrði, að enginn hluthafi fengi meira en einn hlut, svo leiðis að innflutningur bifreiða á fyrri árum var ekki notaður sem nein höfðatöluregla heldur ákvæði um þetta þá í upphafi. Eins og margir muna gekk nokkuð erfiðlega í fyrstu að selja þessar bifreiðir, þær voru að sjálfsögðu ekki af nýjustu gerð hvað útlit snerti eins og vestur- evrópískar eða bandarískar bif- reiðar þá, en þó má segja að nú að 10 árum liðnum er fjöldi þess ara bifreiða kannske flestar enn þá í notkun og hafa hentað okk- ar íslenzku staðhátum mjög vel. Á næstu árum voru gerðir samningar við Sovétríkin um á- kveðinn fjölda af bifreiðum á hverju ári og á þeim hafta og úthlutunartímum var þeim út- hlutað til ýmissa aðila og munu nú vera yfir þrjú þúsund bif- reiðir, seldar á þessu tímabili. í september 1961 var gefinn frjáls innflutningur á bifreiðum og töldu þá margir að dagar rússnesku bifreiðanna væru tald ir, en það hefur sýnt sig að sala þeirra hefur sízt minnkað þó hún hafi dregizt saman fyrstu árin eftir innflutningsfreisið, að þá mun árið í ár vera eitt með því stærra í sölu þessa fyrirtæk- Framhald á bls. 23. Guðmundur Gíslason, framkvæ mdastjóri (til vinstri) sýnir dr. Kristni Guðmundssyni, sendihcr ra, líkanið af „Trojka“. STAKSTEIMAH íslenzk útflutnings- samtök f síðasta hefti tímaritsins „Frjálsrar verzlunar", 2. hefti 1964, er forystugrein, sem ber ofangreint heiti. Þar segir svo m.a.: „Nokkur eru þau félagssam- | tök hér á landi, sem starfa sér- i stakiega að ýmisum greinum ís- 1 lenzkrar útflutningsverzlunar. Sapitök þessi eru yfirleitt fjrst og fremst sölufélagsskapur fram leiðenda. Slík siá uisam.tök hafa | t.d. framleiðendur hraðfrysts fisks, saltfisks og skreiðar stofn að með sér. Þá hefur hið opin- bera og mikil áhrif á útflutnings verzlunina með veitingu útflutn- ingsleyfa, starfi opinberra nefnda, svo sem útflutnings- nefndar, síldarútflutningsnefnd- 1 ar og annarra verzlunar- og við- skiptanefnda, sem skipaðar eru á vegum ríkisstjórnar og ráðu- neyta til istáusamningagerðar. Ekki skal heldur ótalið það margháttaða starf, sem utanrik- isþjónustan vinnur víða um heim í þágu íslenzkra framleiðenda og útflytjenda. — Öll lýtur þessi starfsen-.5 beint að afurða- sölunni sjálfri“. Almenn útflutnings- samtök hjá öðrum þjóðum „Aðrar þjóðir hafa sklpufagt fyrirgreiðslu sína til handa út- flutningsvera'uninni á breiðari og almennari grundvelli, — þ.e. a.s. ekki einskorðað skipulags- starfið við söluna eina saman og einstakar greinar útflutnings- framleiðslunnar, heldur mynda almenn útflutningssamtök, sem öllum framleiðslugreinum, fé'ög- um og einstaklingum hefur ver- ið heimill aðgangur að. Tilgang- ur þessara útflutningssamtaka hefur ekki verið afurðasala, heldur leit nýrra markaða, kynn ing afurða landsmanna, þátttaka i vörusýningum, útgáfa timarita á erlendum málum og erindrekst ur sem víðast um lönd, jafn- framt sem fui lkomnastri upplýs ingaþjónustu um innlenda fram leiðslu erlendum kaupendum til handa“. Tímabært hér „Það virðist nú fullkomlega tímabært, að slikum almennum, islenzkum útflutningissamtökum verði ýtt úr vör. Væri ekki ó- eðlilegt, að ýmis hin stærri sölu san . ök og önnur atvinnusam- tök stéttanna riðu á vaðið og kæmu á fót samstarfsnefnd um þetta verkefni*. Nefnd eru síð- an t.d. SH. SÍF. SSKF. SR. og aðrar síldar- og fiskimjcfsverk- smiðjur, síldarútvegsnefnd, sam tök síldarsaltenda, niðursuðu- verksmiðjur, sementsverksmiðj • an, Verzlunarráð ísl., Fél. isl. iðnr. o.fl. „Hin almennu útflutn- ingssamtök ættu hins vegar ekki að vera neinn lokaður klúbbur þessara sérfélaga, heldur op- in ös'um, sem áhuga hefðu á þesisum málum, hagsmuna ættu að gæta og vildu taka þátt í sam eiginlegun:. kostnaði ....“. Síðan segir, að stofnunin yrði að koma á fót upplýsingamiö- stöð, gera erindreka út af örk inni til að leita markaðsupplýs- inga og kynna afurðir, gefa út tímarit á íslenzku og erlendum málum, skipuleggja þátttöku i vörusýningum, og síðar væri hugsanlegt að í samráði við utan ríkisþjónustuna yrði komið á fót föstum viðiskiptafufltrúastöðum viö hin stærri sendiráð. Hér er hreyft við þörfu og athyglisverðu máli. Hætt er við. að kynning á íslenzkum útflutn- ingsafurðum verði dreifð og ósanvæmd, nema slík stofnun verði sett á laggirnar, en vitan- lega mundi hver útflytjandi um sig vinna áfram að beinni kynn- ingu erlendis á eigin sóluvam- ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.