Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. nóv. 1964 MQRGUNBLAÐI ) *•........ ' »*' Messur Mynd þessi er tekin af fjórum prestum, sem voru viðstaddir biskupsvígslu á Hólum árið 1928. Ólafur Ólafsson kristniboði fann þessa filmu í fórum sínum. Biskupinn yfir íslandi, dr. theol. Jón Helgason. vígði Séra Ilalfdán Guðjónsson vígslubiskup í Hólastifti. ^ Prestarnir eru taldir frá vinstri: Séra Guðbrandur Björnsson, Við- vík, síðar Hofsós, Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Séra Árni Björnsson, Görðum Séra Magnús Björnsson, Prestbakka á Síðu. Ólafur kristniboði gat þess til gamans um leið, að þá hafi verið morgun búið stórbúi á Hólum undir skóiastjórn Steingrims Steinþórssonar síðar ráðherra, m.a. voru þar þá 600 reiðhestar. Dómkirkjan Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma kl. 11 að Fríkirkjuvegi 11 séra Hjalti Guðmundsson. Ásprestakall Barna.guðsþjónusta kl. 10 í Laugarásbíói. Almenn guðs- þjónusta kl. 11 sama stað. Séra Grímur Grímsson. Garða- og Bessastaðasókn Messa að Bessastöðum kl. 2 Séra Garðar Þorsteinsson. Hallgrímskirkja Barnasamkoma kl. 10. Messa kl. 11 Séra Jakob Jónsson. Messa og altarisgan.ga kl. 5 Séra Sigurjón Þ. Árnason. Langholtsprestakall Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 Séra Árelíus Níelsson. Hátíð- armessa í tilefni 12 ára starfs afmælis safnaðarins kl. 2 Bá'ðir prestarnir annast þjón- ustuna.. Messan kl. 5 fellur niður vegna samkomunnar um kvöldið. Grindavíkurkirkja Messa kl. 2 Almennur safn- aðarfundur eftir messu. Séra Jón Árni Sigurðsson. Laugarneskirkja Messa kl. 11 Altarisganga (athugið breyttan messutíma) Barnaguðsþjónusta fellur nið ur. Séra Garðar Svavarsson Útskálaprestakall Messa að Hvalsnesi kl. 2 Safnaðarfundur eftir messu. Séra Guðmundur Guðm.unds- son. Kristskirkja, Landakoti Messur kl. 8.30 og kl. 10 árdegis og kl. 3.30 síðdegis. Mosfellsprestakail Messa að Brautartiolti kl. 2 Safnaðarfundur að lokinni messu. Séra Bjarni Sigurðsson Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Grensásprestakall Breiðagerðisskóli Barnasam koma kl. 10.30. Síðdegismessa kl. 5 Séra Felix Ólafsson. Kópavogskirkja Messa kl. 2. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Gunnar Árna- son. Fríkirkjan í Hafnarfirði Messa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson, Reynivallaprestakail Messa að Saurbæ kl. 2 Séra Kristján Bjarnason. Bústaðaprestakall Barnasamkoma í Félags- heimili Páks kl. 11. Barnasam koma í Réttarholtsskóla kl. 10.30 Guðsþjónusta kl. 2 Séra Ólafur Skúlason Aðventkirkjan O. J. Olsen flytur erindi kl. 5. Keflavíkurkirkja Æskulýðsguðsþjónusta kl. 2 Nemendur úr Gagnfræða- skólanum aðstoða. Séra Björn Jónsson. Innri-Njarðvíkurkirkja Æskulýðsgúðsþjónusta kl. 11. Skátar og nemendur Njarð víkurskóla aðstoða. Séra Björn Jónsson. Neskirkja Messa kl. 2 og almenn altar- isganga. Séra Jón Thoraren- sen. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank M. Halldórsson. Elliheimilið Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 10. Séra Magnús Runólfsson annast. Heimilis- presturinn. Háteigsprestakall Barnasamkoma í Hátíðasal Sjómannaskólans kl. 10.30 Séra Jón Þorvarðsson. Messa k. 2 Séra Arngrímur Jónsson Fíladelfía, Reykjavík Guðsþjónusta kl. 8.30 Ás- mundur Eiríksson. Fíladelfía, Kefiavík Guðsþjónusta kl. 4 Harald- ur Guðjónsson. i Vel mælt í vikulok Allstaðar eru vandamálin i þessu landi! í kjördæmi mínu hefur verið stofnað félag til að mótmæla því, að Englend- ingar flytjist inn í Cornwall. — Geoffrey Wilson, þingmað- ur fyrir Truro-kjördæmið í Englandi. Evrópumönnum í Zambia hefur verið kennt, að sú kennsla hefur borið árangur, að sá, sem ætlar sér að finna hunang í frumskóginum, verð- ur einnig að þola stungur bý flugunnar. — Kenneth Kaun- da, forsætisrátðherra í Zambia. Nú hefur allur heimurinn orðið vitlaus í það að fara til tunglsins nema ég. — Dr. Bames Wallis. Málshœttir Köld er mágaástin. Kornið fyllir mælirinn. Kunnugum er bezt að bjóða. Laugardagsskrítlan Árni átti í vök að verjast. Kon- an heimtaði peninga fyrir heim- ilið og hann reyndi a’ð útskýra fyrir henni torskilin hugtök, svo sem greiðslujöfnuð, fjárfestingu, verðhjöðnun, og hvernig hann myndi vilja leysa fjárhagsvanda mál þjóðarinnar. Er það ekki merkilegt, sagði konan að þú sem hefur svo mikið fjármálavit, skulir eiga svo lítið af peningum. Minningarspjöld Minningarkort Krabbameinsfélags íslands fást á eftirtöldum stööum: í öllum póstafgreiðslum landsins, öllum apótekum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði; hjá Guðbjörgu Berg- mann, Háteigsvegi 52; Afgreiðslu Tím- ans, Bankastræti 7 og skriifstofu 22. Hœgra hornið Hvers vegna ertu órólegur yfir óróleika þínum? Óróleiki er merki um innra líf, svo að þú getur róiegur verið áfram óró- iegur. Smávorningur Heimsstyrjöldin fyrri kostaði j Amerikumenn með öllu og öllu 77.118 mannslíf. En á næstu átta árum (1919—1926) drápu biÞ reiðir á þjóðbrautum borga og byggða 137.017 menn. Þeir, sem særðust í stríðinu, en dóu ekki, voru 221,059. En þeir, sem bif- reiðar slösuðu á næstu átta ár- um, voru 3.500.000. sá NÆST bezti Þú heldur vist að ég geri eins og allar hinar, að ég flytji heim til mömmu, sagði eiginkonan eftir hörkurifrildi vfð mann sinn. En þar skjátiast þér, góði. Ég ætla að biðja hana mömmu að koma hingað. Húsmæður — Húsráðendur — Vélahrein gerning, teppahreinsun og húsgagnahreinsun. ódýr og örugg þjónusta. Þvegillinn — Sími 36281. Til sölu falleg borðstofuhúsgögn. - Einni píanó (Hornung & Möller) til sýnis Baldurs- götu 15, miðhæð. Óska eftir 2—3 herb. íbúð Upplýsingar í síma 41847. Exakta myndavél sem ný til sölu. Uppl. f síma 38221. Musica Nova Hljómleikar í Lindarbæ sunnudaginn 29. nóv. klukkan 3 e.h. Tónverk eftir: Jón Leifs, Charles Dodge, Marco Davidovsky, Leif Þórarinsson og Gunther Schuller. Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal og Eymundsson. Félag íslenzkra hljómlistarmanna Félagsfundur í Breiðfirðingabúð í dag kl. 1,15 e.h. Fu ndarefni: 1. Samningamir. 2. Skýrsla fulltrúa á A.S.Í. þingi. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN. TÓNAR skemnita í kvöld ir Valið vinsælasta lag kvöldsins. ir Ný lög með Kinks, Jagger og Co. og Beatles. Komið tímanlega. Maður um fertugt vanur hverskonar _ skrifstofustörfum óskar eftir starfi. Gæti hafið starf um nk. mánaðamót. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Mánaðamót — 1916“. Land urrdir sumarbústað Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að kaupa eða leigja land undir sumarbústað starfsmanna sinna. Æskilegt að það væri ekki lengra en 150 km. frá Reykjavík. Einnig væri æskilegt að heitt og kalt vatn væri í námunda svo og nokkur gróður. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir þessu , sendi upp- lýsingar í bréfi merkt: „Sumarbústaður" PÓST- HÓLF 377, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.