Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 16
16 MQRGU NBLAÐIÐ Laugardagur 28. nóv. 1964 BYGCIHGAIVIEISTARAR AIÚRARAIHEISTARAR VERKTAKAR Framleiðum nýja gerð af hjólbörum Sérstaklega vandaðar — Stærð 85 lítra. Verð kr. 1.850,00 m. sölusk. VELSMIÐJAN JÁRN HF SIÐUMLJLA 15 s'imar: 34200 - 35555 Kartóflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó RÉTTARHOLT, Réttarholtsveg Húsgdgnavefziun Laugavegi 36 Sími 13131 COM Nýtízkulegi hvildorstólfinn me8 eiginleika ruggustólsins Stillanlegur meS einu handtaki ,f þó stöðu er yður hentar bezt Er framleiddur eingöngu of okkur með e.inkaleyfi fró Stokke Fabrikker As Noregl tímanlega fyrir jó! Húsgagnaverzlunin Laugavegi 36 KARL J. SÖRHELLER Sími 1-3131. r A Attræð í dag: Soffía Ólafsdóttir ÞAÐ var fagurt og viðburðaríkt vorið 1927. Þá gerðist margt. Meðal annars það að 3. júní var mörgum hestum hleypt í hiaðið heima, en þar voru komin sunnan úr Reykjavík, bróðir minn með unnustu sína og ráðs- kona til föður míns, frú Soffía Ólafsdóttir með unga dóttur sína. Það gerðust ekki á hverjum degi svo skemmtilegir atburðir langt uppi í sveit, og í dag er frú Soffía 80 ára. Fædd er hún á Staðarfelli á Fellsströnd 28. nóv. 1884, ekki varð vera hennar þó löng á Fells- ströndinni út við hin bláu sund, því ung að árum fluttist hún með foreldrum sínum að Sæiingsdals- tungu í Hvammssveit, þeim sögu fræga stað, og dvaldist þar unz hún fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún um árabil var í þjón- ustu á heimilum ýmissa mætra borgara, rrieðal annars hjá Thor Jensen og Helga Zöega, þar til hún giftist Jóhannesi Sveinssyni. Þau eignuðust eina dóttur, Maríu Árnína Guðlaugsdóttir Fædd 16. júlí 1904. Dáin 19. nóvember 1964. Ef við lítum yfir farinn veg færast löngu liðnar stundir gkk- ur nær. ÞESSAR ljóðlínur fela í sér svo ótal margt, að minningarnar streyma að og fylla hugann frá löngu liðnum samverustundum og okkar fyrstu kynnum, sem ég blessa alltaf og er þakklát fyrir. Kynni okkar hóufst sumarið 1926 þar sem leiðir okkar lágu saman á vinnustað. Tókst þá með okkur góð vinátta sem aldrei hef- ur fallið skuggi á. Árnína Guðlaugsdóttir var fædd í Reykjavík, dóttir hjón- anna Ágústu Árnadóttur og Guð- laugs Þorbergssonar, Frakkastíg 5. Árnína ólst upp með 5 systkin- um sínum á myndarlegu og góðu heimili, við mikið fjölskyldu ástríki, og bar hún gæfu til að geta verið á sama stað meðal ætt- ingja sinna og vina, eins og hún þráði, til hinzstu stun^ar. Hún átti oft við vanheilsu að stríða, sem hún bar þó alla tíð með þol- inmæði og hetjuskap, ekki hvað sízt síðustu stundirnar sem hún lifði, en þá er styrkur og gleði- gjafi að eiga skilningsríka og góða ástvini, sem hún var svo lánsöm að eiga, og sem hún mun nú þakka og blessa að leiðarlok- um. Vinnan var hennar mikla gleði, og meðan nokkrir kraftar entust, vann hún af miklum starfsáhuga og vinnugleði. Kæra vinkona mín. Það var ekki meining mín að skrifa um þig nein æviatriði, heldur er mér efst í huga þakklæti til þín þeg- ar leiðir okkar skilja um sinn, fyrir hverja þá stund sem við áttum saman, fyrir alla þína vin- áttu og hlýhug til mín, sem auð- kenndist af þínu góða hugarfari og hlýleika, fyrir allt þetta vil ég þakka þér og bið guð að blessa þig ævinlega og styrkja. Ég bið guð að blessa þér heim- komuna, endurfundina við for- eldra og aðra ástvini; hann leiði þig áfram í ljósi ódauðleikans og kærleikans. Vertu svo kært kvödd góða vina mín. Ég votta systkinum Árnínu og öilum ættingjum hennar mína innilegustu samúð. Katrín Signrjónsdóttir. ★ NÍNA var dóttir heiðurshjón- anna Ágústu Árnadóttur og Guð- laugs Þorbergssonar. Mig langar til að skrifa nokk- ur kveðju- og minningarorð um hana, þó að ég sé ekki fær um það. Þegar hún var á fyrsta ári, veiktist hún af þeim sjúkdómi, sem með árunum dró úr lífskrafti hennar og lífsgleði, því að hún var glaðleg að eðlisfari. Leiðir okkar lágu fyrst saman, fyrir meira en 30 árum. Við unn- um saman í Uliarverksmiðjunni Framtíðinni og alltaf hélzt vin- átta okkar frá þeim árum. Eftir þrjú ár lá leið mín annað, en hún vann þar áfram til hinztu stundar. Oft hafa spor hennar verið þung, því hún lá átta sinnum i sjúkrahúsi, að meðtöldum einum og hálfum sólarhring, sem dauða stríðið var háð. En Nína trúði á guð og þess vegna var hún svo sterk. Trúmennska hennar og mikil vinnugleði voru henni í blóð bor- in. Alltaf reyndi hún að mæta í vinnuna, þó þjáningarnar væru varla þolandi síðustu árin. Aldrei féll henni verk úr hendi heima. Alltaf þurfti hún að sauma, prjóna eða hekla flík til að gefa, því gjafmildin var henni svo eðliieg og handbragðið listrænt. Ég minnist þess hve vel hún skildi gamla íóikið, sem hún þekkti og hún reyndi að stytta því stundir, með því að lesa fyrir það og gleðja það. Þolinmæði hennar var undraverð, að hlusta á tal þess, sem oft var um það sama upp aftur og aftur. Fyrir allt þetta fær hún nú laun, því Jesús sagði: „Ailt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Systkini hennar og venzlafólk voru henni sannir vinir. Þakk- læti hennar til ykkar allra er ykkur gleði og gæfa. Ég tel mig hafa þroskazt við að kynnast henni, sem átti svo sterkan vilja, trúmennsku og trygglyndi. Nína mín. Nú er þessu lokið hér í heimi. Ég veit og trúi því, að nú færð þú allt mótlætið end- urgoidið. Nú er þjáningunum lok ið og þú ert vafin hjálp Guðs og þinna, sem á undan eru farnir, því dauðinn er aðeins bústaða- skipti. Síðasta kveðjan til mín frá þér, tveim dögum áður en þú kvaddir lífið, mun verma hug minn. Vertu sæl! Ættingjum þínum votta ég sam úð mína. Vinkona. Ingi Ingimundarson hæstarettarlögir.aður Klapparstíg 26 IV hæð Sími 24753 Guðbjörgu, sem gift er Bjarn- leifi Bjarnleifssyni, og dóttur- börnin eru gleði góðrar og ást- ríkrar ömmu. Ekki hlaut Soffía aðra mennt- un en þá, sem hún tileinkaði sér hjá þeim húsfreyjum, sem hún var hjá. Ekki er það ætlun mín að rekja hér æviþráð Soffíu, en langur er hann orðinn og á hon- um „hvergi gróm, ef blóðugur er hann á einum stað er orsökin sú að hann spannst inn í góm“, svo vill oft verða. Eins og fyrr segir kom Soffía, sem ráðskona á heimili föður míns, þá hófust kynni okkar, sem aldrei hefur borið skugga á. Soffía er greind kona og skemmtileg, sérstök húsmóðir í þessa orðs beztu merkingu, allt leikur í höndum hennar, hvort heldur er til matargerðar eða fínustu handavinnu, og ekki er það þín sök, Soffía mín, þó illa gengi að kenna ungri sveitatelpu hannyrðir og þessháttar. Þá heilluðu meira svellin en saum- arnir og vorbjört kvöldin. Enn heldur Soffía heimili með rausn og myndarbrag, takandi á móti vinum sínum glöð og reif þrátt fyrir sjúkdómsáföll síðari ára. Svo andiega heilbrigð og fræðandi, fylgist með öllu, sem ung væri, víðlesin og hefur á tak- teinum tilvitnanir í ljóð og aðrar góðar bókmenntir. Oft var gaman í rökkrinu heima, þá sátum við oft og raul- uðum kvæði og vísur. Það voru notalegar stundir, sem gleymast ekki. Soffía mín, ég þakka þér af alhug öll okkar kynni og órofa tryggð þína og vináttu. Guð blessi þér þennan dag og alla ókomna. R. I. M. ★ SOFFÍA Ólafsdóttir er fædd að Staðarfelli á Feilsströnd 28. nóv. 1884, en hún fluttist þaðan á 1. ári að Sælingsdalstungu, þar sem hún var í 8 ár. Eftir það átti hún heima í 9 ár að Stóra-Galtardal á Fellsströnd, en tvítug fluttist hún til Reykjavíkur. Þar hefur hún dvalizt síðan, nema fáein ár, sem hún var í Skaftafeilssýslu. Soffía var í skjóli foreldra og frændgarðs í Dölunum; og prestsins, sem fermdi hana, hef- ur mér virzt hún minnast í hvert sinn, er hún heyrir góðs manns getið, þ.e. sr. Kjartans Helgason- ar í Hvammi. Fyrir löngu var sagt um konu eina vestfirzka að hún lét gera skála sinn um þjóðbraut þvera og laðaði þar gesti. Soffíu Ólafs- dóttur svipar til þessarar konu, e.t.v. formóður sinnar; hvar, sem Soffía hefur sagt fyrir húsum, hefur gestrisni verið frábær. Enda var vinnudagurinn oft lang- ur. Það er því nær eins og öfug- mæli, að Soffía skuli vera áttræð, sál hennar er svo ung. Mér finnst hún vera jafnung og þegar ég hitti hana fyrst austur á Síðu fyrir 35 árum. Vegna þess, hve sálin er ung, hefur Elli kerlingu veitzt erfitt að koma henni á kné. Og þess óska ég, að Soffía, vin- kona min, haldi enn lengi velli í þeim fangbrögðum. Einar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.