Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 24
270. tbl. — Laugardagur 28. nóvember 1964 Sfjaghetti Hitaveitan væntir þolin mæöi til máoiudags NÆÐIN GSSAMT var hér í Reykjavík í gser þótt frostlítið væri. Hriogdu ailmargir til blaðs- ins og kvörtuðu um kulda. Hita veitan sagði, er við hringd- uim þangað, að Mklega stafaði þetta af því, að þeir hefðu ekki við að sinna kvörtunum. Kuldinn í húsum stafar af því, að ek.ki er enn að fullu lokið við viðgerð á tveimur hoíum, sem fóru úr sambandi einmitt í þann mund er kuldarnir komu Búið er að gera við aðra holuna, eða dæiustöðina frá henm, og vonast er tii að hin komist í lag í dag. Eftir er þá frágangur á dælustöðinni í Fornhaga, stöðin er að vísu í gangi, en skilar ekk' fuliuim afköstum. Forsvarsmenn hitaveitunnar gera ráð fyrir að mikill munur Kveíst ekkert muna um kirkjuinnbrotið RANNSÓKNARLÖGREGL- AN fékk í gær í hendur mál manns þess, sem brauzt inn í Dómkirkjuna í Reykjavík í fyrradag, og var þar hand- tekinn. Hér er um 27 ára gaml an mann frá Akureyri að ræða. Við yfirheyrslur í gær kvaðst maðurinn ekkert muna um innbrotið í kirkjuna. Maður þessi hefur áður kom izt í kast við lögregluna, og m.a. einu sinni áður fyrir kirkjuspjöll. Þá brauzt hann inn í kirkjuna í ólafsvík, stal þar prestsskrúða, sem hann klæddist, og gekk í honum út úr kirkjunni og inn í einn beitingaskúrinn á staðnum. Sjávarútvegs- málaráðherra á LÍ.Ú.-fundi AÐALFUNDI L.Í.Ú. var fram haldið í gær. Sjávarútvegsmálaráðherra, Emii Jónsson, flutti ræðu á fundinum og talaði m.a. um afkastagetu þeiss fjármagns, sem bundið væri í isjávarút- veginum. Fundi L.t.Ú. lýkur í dag. verði á er ailt er komið í laig, en þeir vilja ekki gefa mönnum von ir um að svo verði fyrr en um helgina, eða í síðasta lagi á mán- aag. Verða þeir, sem ekki hafa j nú full not hitveitunnar, að taka á þC'linmæðinni fram á mánudag. Aðventukvöld í Bústaðapresta- kalli BRÆÐRAFÉLAG Bústaðapresta kalls gengst fyrir Aðventukvöldi í samkomusal Réttarholtsskóla n.k. sunnudagskvöld 29. nóvem- ber (fyrsta sunnudag í aðventu) kl. 8,30 e.h. Ræðumaður kvöldsins verður forsætisráðherrann, dr. Bjarni Benediktsson, sem mun segja frá ferð sinni til ísraels sl. haust. Jón G. Þórarinsson, organleik- ari kirkjunnar, mun leika tvö orgelverk í upphafi samkomunn- ar. Kirkjukórinn undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar mun kynna fjögur sálmalög eftir Kristin Ingvarsson orgelleikara í Laugar neskirkju. Ungt fólk úr æskulýðsfélagi safnaðarins mun aðstoða við samkomuna svo og annazt sölu aðventukransa, sem þau hafa sjálf unnið að, með aðstoð félaiga úr bræðrafélaginu, til ágóða fyrir kirkjuna og safnaðarstarfið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Krakkarnir í Eskihlíð 20 hér í bæ hafa annað hvort tekið bítilæðið mjög hátíðlega eða hafa mikinn „húmorískan sans“. Hér sjáið þið listaverk eftir þá á húsvegg sambyggingarinnar. Það er gert úr snjó og svo vandlega unnið, að snjórinn í hári og gítar er dekktur með slitfoki af Hafn- arf jarðarveginum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Kóf og rafmagnsskortur AKUREYRI, 27. nóv. — Hér er norðan hivasisviðri í dag með skafrenningi og nokkru frosti. en ofanihríð er lítii. Færð er enn KLÚBBFUNDUR verður í da.g í Sjálfstæðisihúsmu og hefst hamn kl. 12.30 Dr. Magnús Z. Sigiurðsson ræðir þar um: „Skipulag markaðs- og út- flutningsmála". Nýi.r þátttakendur eru vel- komnir. góð á fjallvegum, en kóf mikið og blinda. Vegagerðin er við ö.lu búin og hefir menn og sterka bíla til taks ef bílar verða hjálp- arþurfi, en hvengi hefir ti'l þess komið enn. Nokkrar krapastíflur hafa orð- ið í Laxárdal og voru horfur á því í dag, að skaimmta þyrfti raf- maign frá Laxárvirkjun, en undir kvöldið hafi vatnsrennisili aukizt aftur og því von um að tii skömm.tunar þyrfti ekki að grípa. Varastöð Rafveitu Akureyrar á Oddeyri með tveimur 1000 kw dieselvélasamstæðuim er í gangi. Unnið er n.ú að uppsetningu 2000 kw. saim.stæðu, en hún kemst ekki í notkuin fyrr em eftir áramót. — Sv. P. Tryggingarfélögin kaupa Gaut sem biörgunarskip fyrir fiskiflotann Útvarpið og Sigl firðinoar I frétt um útvarpstruflanir á Siglufirði, sem birtist í Mlbl. 26. nóv., segir, að þeir, sem geti tekið við FM-bylgju á tækjum sínum, muni sleppa vfð truflan- ir, en 30% hlustenda á Siglufirði munu elga slík tæki. Hið síðast- nefnda er rétt, en um fyrra atrið ið gætir nokkurs misskilnings, þar eð engin FM-bylgja nær til Siglufjarðar. Hins vegar er ósk- að eftir því á Siglufirði, að þar verði sett upp FM-stöð e'ða annað það gert, sem verkfræðingar telja til únbóta. Huustmót í Gullbríngusýslu HAUSTMÓT Sjálfstæðismnnna í Gullbringusýslu verður haldið í Sandgerði í kvöld kl. 9 síðd. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra og Axel Jónsson, al- þingismaður flytja ávörp. Leik- ararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, skemmta. Að lokum verður dansað. BLAÐIÐ hafði það eftir áreið- anlegum heimildum í gær að tryggingafélögin í landinu hefðu fyrir nokkru skipað nefnd til að kanna hvað bezt væri að gera til aðstoðar við fiskiskipaflotann á miðum úti ©g til hjörgunar, er á þarf að halda. Hefir þörf þessa kom- ið mjög glöggt í ljós, einkum á síldveiðum. Nú er ráðið að stofna sérstakt björgunarfélag, sem trygginga- félögin standa að, og hefir fé- lagið þegar fest kaup á Goða- nesinu, sem áður hét Gautur, í eigu landhelgisgæzlunnar. Eru kaupin á skipinu gerð í því skyni að lækka björgunar- og aðstoð- arkostnað við fiskiskipaflotann. Er nú verið að útbúa skipið til þessa starfs, en þar um borð verður kafari, sem getur skorið nót úr skrúfu og gert annað smá- legt, er þörf er á þar sem fiski- skip eru á miðunum. Þá hefir blaðið haft af því spurnir að í stjórn hins nýskip- aða féiags séu þeir Gisli Ólafs- son frá Tryggingamiðstöðinni, Ásgeir Magnússon frá Samvinnu- tryggingum og Sigurður Egils- son frá Sjóvátryggingafélagi ís- lands. í þetta fyrirtæki hefir verið ráðizt eftir ailýtariega athugun, en eins og frá hefir verið skýrt í fréttum hafa nokkrir aðiiar tjáð sig reiðubúna til samstarfs við tryggingafélögin um þessi mál. Flugiélugið uuðveldur skólu- fólki ferðir heim um jófin Flugfélag fslands hefir um margra ára skeið haft þann hátt á, a'ð veita skólafólki af- slátt af fargjöldum innan iands um hátíðarnar og auð- velda þannig þeim, sem stunda nám við skóla fjarri 'heimilium sínum, samvistir við ættingja og vini é sjélfri hátíð heimilanna, jólunum. Þessi háttur verður og hafður á nú. Allt skólafólk, sem óskar að ferðast með flugvélum félags- ins, á flugleiðum innan lands, um hátfðarnar, á kost á sér- stökum iágum farigjöldum, sem ganga í gildi 15. desem- ber í ár oig gilda til 16. jan- úar 1966. Þessi fargjöld eru 25% lægri en venjuleg einmiðafargjöld innan lands. Afsláttur þessi er háður þeim skilyrðum að keyptur sé tvímiði og hann notaður báð- ar leiðir og að sýnt sé vottorð frá skólastjóra, sem sýni að viðkomandi stundi nám við skólann. Þáð skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi, ætti að panta far með góðum fyrirvara, því sam kvæmt reynslu undanfarinna ára, verða síðustu ferðir fyrir jól fljótt fullskipaðar. Auk DC-3 flugvélanna, mun Visoountfluigvélin „Gullfaxi“ verða í innanlamdsfluginu um hátiðarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.