Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Fðstudagur 19. febrúar 1961 Sumaráæflun F. I.: Farþegar utan af !andi $t saiE- dægurs til útlanda Noregs og Danmerkur, flugferð* til Færeyja og Skotlands, tekur félagið upp þá nýbreytni, aS fljúga beinar ferðir milli Keykja víkur og Kaupmannahafnar. MORGUNFERÐIR OG SÍÐ- DEGISFERÐIR TIL ÚTLANDA Eins og að undanförnu, verður brottför flugvélanna til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8:00 að morgni. Sú breyting verður hina vegar á brottfarartímum flugvéia til Noregs og Danmerkur, að i stað þess að fara frá Reykjavík að morgni, verður brottfarartími þeirra kl. 14:00 og aðra daga kl. 16:00. Beinar ferðir til Kaup- mannahafnar verða á laugardög- um; brottför frá Reykjavík kh 16:00. Beinar ferðir frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur verða á sunnudögum. Það eru þessar síðdegisferðir til útlanda, ásamt tilkomu hinnar nýju „Friendship“ skrúfuþotu til Flugfélagsins til innanlands- flugs, sem gerir farþegum frá ísafirði, Akureyri, Austfjörðum og Vestmannaeyjum, mögulegt að ferðast samdægurs heiman að, til ákvörðunarstaða á Norður- löndum. Sem fyrr segir, verða þrjár vikulegar ferðir milli Reykja- víkur og London, án viðkomu annarsstaðar, auk hinna daglegu ferða um Glasgow. Brottfarar- tími beinna flugferða til London verður kl. 9:30. FÆREYJARFLUG Áætlunarflugferðir Flugfélaga ins til Færeyja munu hefjast .6. maí. Færeyjaflugi verður í sum- ar hagað þannig, að frá Reykja- vík verður flogið á fimmtudög- um, til Færeyja og þaðan sam- dægurs til Skotlands. Á föstu- dagsmorgnum verður flogið frá Skotlandi til Færeyja og þaðan samdægurs til íslands. FIMMTÁN FERÐIR Alls munu „Faxar“ Flugfélags íslands fljúga fimmtán ferðir I viku frá Reykjavík til útlanda á sumri komandi. Sá ferðafjöldi, ásamt breytilegum brottfarar- Framh. á bls. 8 íslenzk tónlistarverk í útvarpinu í Saarbrúcken í KVÖLD verður flutt elektron- iskt verk etfir Magnús Blöndal Jóhannsson í útvarpinu í Saar- briicken í Þýzkalandi. Þetta er verkið Samstirni, og verður það flutt í þætti sem Stockhausen hefur, en það tekur um það bil 12 mín í flutningi. Verður út- sendingin á ultrastuttbylgjum. Þetta verk Magnúsar var frum flutt í Reykjavík á tónleikum Musica Nova 1961, en hefur víða verið flutt síðan, t.d. í Bremen í s.l. mánuði, og áður í Los Angel es, Köln, Kaupmannahöfn og víð- ar. Önnur verk eftir MagnúS hafa líka verið flutt í útvörp víða um heim, svo sem í BBC í Lond- on, Canadián Broadcasting Sý- stem, Radio Pakistan, Radio Zagreb í Júgóslavíu, Radio diffus ion Republique de Cuba; Radio Iran, o.fl. Tónlist viff Surtseyjarmynd. Magnús Blöndal Jóhannsson hefur að undanförnu unnið ,að tónlist við hina nýju kvikmynd Osvaldar Knudsen um Surtsey og er nú verið að setja þá tón- list inn á fiimuna í Englandi. En Magnis gerði einnig tónlistina í öskjukvikmyndina. Tónlistin er öll elektrcnisk, ekki um annað að ræða í eldgosamynd, segir höfundurinn. Ljóðobók ó sænsku eftir Honnes Pétursson dreift ó HorðnrLþin' í ERLENDU fulltrúarnir á þingi Norðurlandaráðs fengu í hendur nýþýdda Ijóðabók eftir Hannes Pétursson á sænsku. Þetta er síð- asta ljóðabók hans, er nefndist Stund og staðir. Og er það fyrsta ljóðabók Hannesar í erlendri þýðingu, en hann hefur verið með í safnritum erlendis fyrr. Þýðandi ljóðanna er Ingigerd Friis, sú hin sama sem. hefur þýtt nokkrar af bókum Halldórs Kiljans Laxness á sænsku. Hún þykir þýða vel, heldur ekki alveg bragðformunum en leggur meiri áherzlu á merkingarlega þýð- ingu, Ljóðabók Hannesar var í fytra lögð fyrir dómnefndina, sem velja skyldi, verðlaunahafa Norð urlandaráðs, og þótti góð, var talin önnur bezta bókin. Þetta varð til þess að FIBs Lyrikklub í Stokkhólmi, sem .gefur út .mikið af Ijóðabókum, fékk áhuga á að gefa hana út. Bókin er falleg í útliti, 70—80 síður að stærð. Fyrstu eintökin hafa borizt höfundi. Og einnig fengu erlendir fulltrúar á Norð- urlandaþingi hana. Á SUMRI komandi munu flug- vélar Flugfélags íslands fljúga fleiri ferðir milli íslands og út- landa en nokkru sinni fyrr. Auk hinna daglegu ferða til Glasgow og Kaupmannahafnar, þriggja beinna ferða milli Reykjavíkur og London í hverri viku og þriggja ferða í viku milli íslands, Bjarni Benediktsson, forsætisráhfferra, kveður Trygve Lie. Gylfi Þ. Gíslason á milli þeirra. 4______________________________ — Norðurlandaráð Framh. af bls. 1 milljónum d. kr. að ráða. Það samsvarar um 18 milljónum ís- lenzkra króna, eins og kunnugt er. I lok ræðu sinnar þakkaði Sig- urður Bjarnason fulltrúum kom- una, starfsmönnum öllum ágætt starf, og tók undir þakklæti Har- alds Nielsens til blaða, sjónvarps og útvarps fyrir góða og marg- háttaða upplýsingastarfsemi um Norðurlandaráð og starf þess. Þá þakkaði hann sérstaklega Frið- jóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis, fyrir ágætt undirbún- ingsstarf undir þinghaldið og öðrum þeim ,sem þar hefðu lagt hönd á plóginn. Sagði hann síð- an þessu 13. þingi Norðurlanda- ráðs slitið. Fulltrúar ganga úr fundarsal aff Ioknum síðasta fundi Norffurlandaráðs. Meffal þeirra eru Fag- erholm, Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason. SPÁNARLOFT Á ÍSLANDI. Hlýindin halda áfram. Það er heldur ekki furða, því að loftið sem baðar fjölLog dah landsins, er langt að sunnan. Það sem var hér síðdegis í gær var komið alla leið frá ströndum Spánar, hafði kom- izt vegalengdina á tveimur sólarhringum. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturland til Vest fjarða: S-kaldi, þykkt loft, súld eða rigning með köflum. SV-mið til Breiðafjarðar- miða: S-stinningskaldi, eða allhvass þokuloft og súld, með köflum. Vestfjarðamið: S-kaldi, síðar stinningskaldi eða allhvass, þokuloft og rign ing. Norðurland og miðin: SV-kaldi eða stinningskaldi, víðast léttskýjað. Norðaustur land, og miðin og Austfirðir: SV-kaldi víðast léttskýjað. Suðvesturland, Austfjarðamið og SV-mið: SV-kaldi, þoku- loft og dálítil súld. Horfur á laugardag: S-átt og hlýtt loft og dálítil úrkoma sunnanlands og vestan, en þurrt norðanlands og austan. Auður Einar Guorun ErlenUsd. Guðrún Helgad. Gunnar Ragnhildur Fræðslunámskeið fyrir konur úr launþegasamtökanum Fyrirlestrar c V ERK ALÝÐSRÁÐ Sjálfstæffis- flokksins hefur ákveffiff aff efna til fræffslunámskeiðs fyrir konur úr launþegasamtökunum. Á nám- skeiðinu verffur lögff áherzla á aff veita þátttakendum fræffslu um þau mál, er sérstaklega varffa hagsmunamál kvenna, en jafn- framt verffa fluttir fyrirlestrar um vissa þætti þjóðmálanna. Fyrirlestrar verða m.a. fluttir um eftirtalin mál: Stöðu konunn- ar í nútíma þjóðfélagi, kaup- og tryggingamál, fræðslumál, skipu- ! lag og starf launþegasamtakanna, g málfundir stjórnskipulagsmál, fundarsköp og fundarstjórn, framsögn og ræðumennska, uppeldis- og æsku- lýðsmál. Auk fyrirlestranna verða haldnir málfundir. Frú RagnhUdur Helgadóttir, lögfr., verður leiðbeinandi á námskeið- inu. Auk frú Ragnhildar mun flytja fyrirlestra á námskeiðinu m.a.: Frú Auður Auðuns, forseti borg- arstjórnar, frú Guðrún HeLga- dóttir, skólastjóri, frú Guðrún Erlendsdóttir, lögfræðingur, Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra og Einar Pálsson, s'kóla- stjóri. Námskeiðið verður haldið i Valhöll við Suðurgötu og verða fundir einu sinni í viku. Fyrsti fundurinn verður n.k. fimmtudag 25. þ.m. og hefst kl. 20.30. Þær konur, sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeið.nu eru beðnar að tilkynna þátttöku sína í skrif- stofu Verkalýðsráðs í Valhöll, sími: 17100 og 17106 og þar verða gefnar allar nánari upplýsingar um námskeiðið. Það skal tekið fram að hver fundur námskeiðs- ins verður auglýstur sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.