Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. febrúar 1965 tNtoSQttttJWMitíb Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VERZL UNARFRELSIÐ ¥ fljótu bragði gera menn sér ef til vill ekki grein fyrir því hve verzlunarfrelsið er mikil kjarabót. Áður var vöru skortur hér á landi, og vörur þær, sem á boðstólum voru, voru oft bæði lélegar og dýr- ar, ýmist vegna þess að menn voru neyddir til að kaupa þær á óheppilegum mörkuð- um og eins af hinu, að alla samkeppni vantaði og því “ engin hvöt að ná sem hag- • kvæmustum samningum. Nú er hinsvegar mikið framboð góðra vara. Menn geta fengið það, sem þá vantar, þegar þá vantar það og þeir geta borið saman verð og gæði í verzlun- um og veitt þannig það að- hald, sem nægir til þess að kaupsýslumenn verða að ná beztu kjörum, ef þeir eiga að standast samkeppnina. Meðan yfirvöld einskorð- uðu innflutning fjölmargra vörutegunda við kaup í komm únistaríkjunum, urðum við að sæta þeim kjörum, sem stjórnarvöld þeirra ríkja á- kváðu, því að íslenzkir inn- flytjendur höfðu ekki í annað hús að venda. Var þá eðlilegt, _að viðsemjendur okkar not- faérðu sér þetta ástand til þess að ná sjálfir sem hagkvæm- ustum kjörum — og þar með sem óhagkvæmustum fyrir okkur. Tjónið af þessum við- skiptum verður seint metið, en það skiptir vafalaust gífur- legum upphæðum. Nú höfum við hinsvegar allt aðra aðstöðu til að semja við kommúnistaríkin eins og aðra þá, sem við kaupum af nauðsynjar okkar, enda höf- um við náð miklu betri við- skiptasamningum við Austur- Evrópulönd en áður þekktust. Um þetta atriði segir Hjörtur Hjartarson, formaður Félags byggingavörukaupmanna, í Mbl. í gær: „Hið aukna innflutnings- frelsi og fyrirheit um algjört afnám innflutningshafta, hef- ur haft það í för með sér, að viðskiptin við jafnvirðiskaupa löndin, þ.e.a.s. Austur-Evrópu, hafa færzt í miklu betra horf, bæði hvað snertir afgreiðslu, verðlag og gæði. Seljendur þar eystra gera sér það nú ljósara en áður var, að því ^aðeins er þess að vænta, að viðskipti við þessi lönd haldi áfram, að þau fari fram á sam keppnisgrundvelli, enda held ég að viðskiptum þeirra við önnur Vestur-Evrópulönd sé þannig varið og hafi svo verið að undanförnu“. Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðsins, víkur áð því í Mbl. í gær, að þrátt fyrir aukningu frílistans, þá megi búast við skuldasöfnun við öll Austur- Evrópulöndin á þessu ári, þ.e. a.s. að við kaupum meira af þeim en þau af okkur. Hann bendir einnig á, að Austur- Evrópulöndin stefni að því að hverfa frá tvíhliða vöruskiptasamningum og færa verzlunina í frjálsara horf, bæði inn á við og út á við. Við íslendingar viljum hafa viðskipti sem víðast og ekki síður við kommúnistaríkin en önnur lönd. Hinsvegar hefur reynslan kennt okkur að hag- kvæmum viðskiptum náum við því aðeins, að þau séu sem frjálsust. Þessvegna ber að fagna því að kommúnistaríkin eru að gera sér grein fyrir því, að þau þurfi að breyta um stefnu í viðskiptamálum og taka upp frjálsari viðskipti en verið hafa. Er enginn efi á því, að viðskiptasambönd okk ar í Austur-Evrópu munu styrkjast og viðskiptin verða eðlilegri fyrir báða aðila eftir því, sem þau þróast lengra í átt til frjálsræðis. HAFTATÍMINN 'l¥enn mega ekki gleyma því hvernig hér var umhorfs í efnahags- og viðskiptamál- um á tímum haftanna. Að því víkur Hjörtur Hjartarson hér í blaðinu í gær og segir m.a.: „Aukið innflutningsfrelsi leggur að sjálfsögðu aukið erfiði á herðar innflytjendum, þar sem leita verður nú hag- stæðustu innkaupa í harðri samkeppni um hylli kaup- enda, í stað þess, sem tíðkazt hefur undanfarna áratugi, er samkeppni innflytjenda var aðallega háð um öflun gjald- eyris- og innflutningsleyfa og hagur þeirra oftast meira kom inn undir innflutningsnefnd en hylli kaupenda. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, man varla eftir hvernig verzlun var háttað, er innflutningshöftin voru í algleymingi og gerir sér því varla grein fyrir, hversu miklu hefur verið áorkað til aukins frelsis á undanförnum árum. Við eigum ennþá til hérna í skrifstofunni plögg, undirrituð af ráðherra og ráðuneytisstjóra, sem veittu okkur heimild til að selja Jóni Jónssyni einn eða tvo poka af sementi til viðgerða á þvotta- húsgólfi. Um eitt skeið voru sítrónur aðeins fluttar til landsins til fjörefnabóta handa refum og appelsínur aðeins afhentar gegn lyfseðl- um af Skipaútgerð ríkisins, Edward Kennedy stundar sund og gönguferðir í Flórída og var í einskonar vesti eða stálgrind, sem styður við bak- ið. Hann er enn í stálgrind- inni, en honum nægir einn stafur, er hann gengur um ströndina í Fiórída. Læknarn- ir leyfa honum ekki að synda í sjónum, en hvetja hann til að synda sem mest í sundlaug við ströndina og segja, að það muni flýta fyrir algerum bata. Læknarnir telja, að Kenne- dy þurfi að ganga í stálgrind- arvestinu minnsta kosti sex mánuði í viðbót, en þá vona þeir, að hann hafi náð fullri heilsu eftir slysið. Sem kunnugt er, var Ed- ward Kennedy í kjöri til Öldungadeildar Bandaríkj- anna fyrir Massachuetts í ann- að skipti nú í haust. Hann gat engan þátt tekið í kosninga- baráttunni vegna meiðsla sinna, en Joan kona hans hélt kosningafundi fyrir hans hönd og talaði við kjósendur, O'g kosningabaráttan varð sigur- sæl. Edward Kennedy var viðstaddur setningu þingsins, en síðan hefur hann ekki kom- ið þangað oft, enda ráðleggja læknarnir honum eindregið að þreyta sig ekki með vinnu. Kennedy gengur á ströndinni. EDWARD Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, dvelst um þessar mundir í Flórída ásamt konu sinni Joan og tveimur börnum þeirra. Ástæðan til dvalarinnar er-fyrst og fremst sú, að Kennedy þarf að æfa sig að ganga og iðka sund, en sem kunnugt er hryggbrotnði hann í flugslysi í júní s.l. Kennedy lá í sjúkrahúsinu í Boston þar til skömmu fyrir jól, en þá fékk hann að fara heim. Hann gekk við tvo stafi Edward, Joan og börn þeirra tvö, Ted 3 ára og Kara 4 ára. svo örfá dæmi séu nefnd“. Þótt ótrúlegt megi virðast, er ekki ýkja langt síðan á- standið hér á landi var á þann veg, sem vikið er að í þessum tilvitnuðu orðum. Hitt er þó enn ótrúlegra, að til skuli vera menn hér á landi, sem vilja innleiða þetta kerfi á ný og telja að sú stefna, sem Við- reisnarstjórnin tók upp, sé ó- hafandi. Samt er það svo, að foringj- ar Framsóknarflokksins telja, að vinstri stjórnin sé einhver bezta ríkisstjórn, sem íslend- ingar hafa haft, og þeir segj- ast ætla að innleiða haftakerf ið á ný, ef þeir komast til valda. BANDARIKI NORÐURLANDA ■VTÚ þegar þingi Norðurlanda ráðs er lokið, er ástæða til að þakka norrænum frænd um okkar komuna hingað til lands. Óhætt er að fullyrða að þing þetta hafi verið hið á- nægjulegasta og störf þess eigi eftir að verða til hins mesta gagns, enda voru þar tekin til meðferðar og af- greiðslu ýmis mikilvæg mál- efni. Má þar til nefna sam- þykktina um tilmæli til ríkis- stjórnanna um að stofna menningars j óð Norðurland- anna, sem árlega hafi 18 millj. ísl. króna yfir að ráða. Er eng- inn vafi á að stofnun sjóðs þessa á eftir að tengja Norð- urlönd enn sterkari böndum og efla þá hugsjón, sem Olof Lagercrantz minntist á í sinni ágætu ræðu, þegar hann tók við bókmenntaverðlaun- um Norðurlandaráðs — Banda ríki Norðurlanda. Ástæða er til að þakka öll- um þeim aðilum, sem annazt hafa undirbúning þessa merka þinghalds Norðurlandaráðs. Þeir, sem ræddu við hina er- lendu gesti, gátu fullvissað sig um ánægju þeirra yfir kom- unni hingað og dvölinni hér meðal frænda og vina. Árangur af störfum Norður landaráðs verður ekki ein- ungis markaður af þeim sam- þykktum, sem þar eru gerðar, heldur er einnig nauðsynlegt að meta að verðleikum þau áhrif, sem góð persónuleg kynni hafa í för með sér. Þessi kynni milli áhrifaríkra ein- staklinga á Norðurlöndum og þjóðanna í heild hafa tengt þær nánari og traustari bönd- um en áður. Norðurlandaráð er ekki að- eins hugsjón, það er stað- reynd. Norræn samvinna er ekki fagur draumur, heldur veruleiki. Við íslendingar eig- um og viljum taka ríkan þátt í að efla bræðalagshugsjón norrænnar samvinnu. Við stöndum frændum okkar á Norðurlöndum nær en öðrum þjóðum, og það getur a.m.k. ekki verið í andstöðu við arf okkar og uppruna að stuðla að því, að draumurinn um Bandaríki Norðurlanda eigi eftir að rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.