Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. febrúar 1965 MO RG UN B LAÐID 15 Guðmundur Danielsson skrifar ferðabréf: Eitt og annað um Gautaborg Víiy.SWi.-. Séd yfir Gautaborgarhöfn úr Sjómannaturninum. Allan Sátherström fræðir undirritaðan GUÐMUNDUR Daníels- son, rithöfundur, er á ferða lagi um Evrópu um þessar mundi og mun dveljast nokkurn tíma í Kaup- mannahöfn. Með vorinu fer hann til Suður-Evrópu, en þaðan til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Guð- mundur mun skrifa ferða- pistla og greinar fyrir les- endur Morgunblaðsins, meðan hann dvelst er- lendis. ☆ f njAi.it mun vera um það getið að Gunnar Hámundar- son á Hlíðarenda hafi haft vetursetu á eyjunni Hísing í mynni Gautelfar, meðan hann var enn ungur að árum og leitaði sér fjár og frama með erlendum þjóðum, en hafði ekki augum litið Hallgerði. Enn fyrr á árum áttu stórbú á Hísing bræður tveir, miklir vinir Haralds konungs hár- fagra. Það spurðist síðast til þeirra, að þeir skyldu flytja á skipi sínu tvo sveina, kon- ungsfrændur, og færa Har- aldi, en gengu þá í greipar þeim feðgum, Kveldúlfi og Skallagrími, sem drápu far- þega og skipverja flestalla í hefndarárás vegna vígs Þór- ólfs. Og eru þeir atburðir á bók festir og sérhverju manns- barni á íslandi í fersku minni, þó fyrndir séu nokkuð og fallnir í gleymsku með Svíum. Enda höfðu þeir aðra sögu að segja í málgagni sínu, Göta- borgs Handels-ock-Sjöfarts- Tidningen, miðvikudaginn 27. janúar s.l., daginn eftir að Gullfoss lagðist að bryggju í Hising, í þeim hluta Gauta- borgarhafar, sem nefndur er Sannegardshamnen. Þá skrifa Svíar um komu Islendinganna, þessara góðu vina og sævík- inga frá „Sögueyjunni“, eins og þeir hefðu lengi saknað slíkra gesta og loksins nú heimt þá úr helju utan af æstum bylgjum Skageraks, en þar hafði Gullfoss hreppt mót- vind kvöldið áður og seinkað um tvær til þrjár klukku- stundir. Var nú mælzt til enn nánari vináttu í millum Gauta og íslendinga heldur en nokkru sinni fyrr hefði þekkst, einkum á vegum verzlunar og skemmtiferða. Af farmi skips- ins fluttum í land þótti salt- síld og gráar lambsgærur beztum tíðindum sæta, og færið okkur nú, góðir dreng- ir, sem mest af slíkri kosta- vöru, því að ekki skortir okk- ur Volvo bíla, vélar og timbur upp í gjaldið. Einn er sá maður í Gauta- borig, sem mest og bezt kemur við sögu islenzkrar siglingar til Gautaborgar, að minnsta kosti ef það er Eimskip hf. sem gerir fleytuna út: Herra Allan Sátherström fulltrúi hjá skipaafgreiðslufirmanu Otto Zell. Nú hefur hann annazt af- greiðslu Eimskips í hartnær 40 ár, eða síðan hann var rúm- lega tvítugur, því mig minnir hann segðist vera yfir sext- ugt, þótt hann liti út fyrir að vera heilum áratug yngri. Hér er hann kominn enn einu sinni um borð, fjaðurmagnaður, hlaðinn lífsorku, með húmor- inn eins og geislabaug hring- inn í kring um höfuðið. Hann sezt hjá skipstjóranum. Skál! Og veizlan fær nýjan svip og rismeiri. Jæja þá, hvað veit ég sem þessar línur skrifa annars um Gautaborg? Það hlýtur að vera töluvert, ég hef komið hér fyrr, veit maður ekki allt sem máli skiptir um þessa borg? Mér til mestu furðu komst ég að hinu gagnstæða, ég kolféll á prófinu hjá Sat- herström. En ég lærði reyndar dálítið á því, og vegna þess að Allan Sátherström ég hef grun um að mörgum íslendingnum sé líkt farið og mér, að þekking þeirra á Gautaborg sé nokkuð götug, þá ætla ég að skrifa hér niður sumt af því sem lærifaðir minn drap á: Gautaborg var stofnuð af Karli konungi IX. árið 1603. Þar áður hafði áin Gautelfur þó um margra alda skeið verið athafnasvæði og farvegur kaupmanna og sæfara. Alfs- borgarhöll við mynni árinnar hafði frá miðöldum verið sænskt vígi. Þaðan vörðu Sví- ar þrönga leið sína til hafsins, meðan Halland fyrir sunnan var danskt land og Bohúslan og meiripartur Hísingeyjar var norskt land. Á þessum slóðum börðust þjóðir Norður- landa sífellt um yfirráðin yfir mynni Gautelfar. Um miðja 17. öld lauk þeim við- skiptum með sigri Svía svo þeir náðu undir sig suðvestur- Sviþjóð allri. Eitt sinn í þeim styrjöldum jöfnuðu Danir Gautaborg við jörðu og náðu Álfsborg, en Gustav H. Adolf endurreisti Gautaborg, og síð- an hefir hún alla tíð verið að eflast og stækka, og er nú þriðja stærst bong á Norður- löndum með um hálfa milljón í’búa. Hún er auðvitað lang- mikilvægasta hafnarborg Svía, enda er það höfnin, sem nærir vöxt hennar og viðgang. Margt kann Sátherström þeirri fullyrðingu til stuðn- ings, meðal annars þetta: Vörugeymsluhús Gautaborg- arhafnar eru að gólffleti 185 þúsund fermetrar og munu 27 venjulagir fótboltavellir rúm- ast innan þess svæðis. Bryggjukranar eru 210, hver fyrir sig gerður til að lyfta x einu 6 þúsund kílógramma þunga. Þar að auki eru þrír risakranar og er sá sterkasti þeirra fær um að lyfta í einu 215 þúsund kílóum á sínum myndarlega krókfingri. Ofan á þetta bætast svo 150 krana- bílar hafnarinnar, útbúnir með margskonar lyftitækjum. Lengd hafnarinnar frá Álfs- bongareyju í ármynninu og upp að þveránni Lerju er um 15 kílómetrar, hafnargarðarn- ir sjálfir eru þó enn lengri, allt að 17 km að lengd. Gautaborg hefur byggzt beggja megin árinnar. Borg- arhlutarnir eru tengdir sam- an með einni mikilli brú, sem lokið var við að byggja um 193’5. Frá ármynninu upp að brúnni eru 4,5 kílómetrar. Neðra iganga ferjur milli bakka. En nú hyggja Gautar á heldur en ekki samgöngubót í borg sinni: nýja stórbrú yfir ármynnið: Álfsborgarbrú, og jarðgöng undir fljótið. Um jarðgöngin kann ég ekki fleira að segja, nema þau verða af- skaplegt mannvirki og kostn- aðarsamt. Áætlað er að brúin og jarðgöngin kosti saman- lagt 400 milljónir sænskra króna. Brúin á að verða tilbú- in haustið 1066, jarðgöngin í árslok 1067. Lengd brúar- innar milli aðalstöpla verður rúmlega 900 metrar, og svo háreist verður hún að stærstu skip geti siglt undir hana. Ég spurði Sátherström hvað sænskir skattborgarar al- mennt segðu um slíka mann- virkjagerð upp á milljarða miðað við islenzkan gjald- miðil, hvort Upplendingar og Dalakarlar gerðu sér að góðu að hlaða svo undir Gauta. „Þetta kemur engum við, nema okkur í Gautaborgar- lögsagnarumdæmi," gegndi viðmælandi minn snöggur upp á lagið. „Sænska ríkið leggur enga krónu í okkar mannvirki, þau reisum við fyrir eigin reikning.“ Já, það er munur að vera rífcur, hugs- aði ég og dapraðist geð sem snöggvast, því að þanki minn flögraði norðvestur um haf og að ósum Ölfusár: Hvenær verða Eyrbekkingar svo efn- um búnir, að þeir geti með bros á vör reist brú sína fyrir fé úr eigin sjóði, óháðir upp- sveitarmönnum og landstjórn- arinnar hentugleikum? Ekki er úr vegi, áður en skilizt er við Gautaborgar- höfn, að minnast á fiskinn. Hluti hafnarinnar nefnist Fiskihöfnin og var hún full- gerð árið 1010. Þar er nú mesti fiskimarkaður Svía, og er fiskurinn þar boðinn upp eins og í Englandi og Þýzka- landi. Árlega eru seld þar 50 milljón kílógrömm af fiski. En nú vanifcr mig kunnugleika til að bera það saman við fisk- söluna í öðrum stöðum. Víkjum nú athyglinni að öðrum þeim eigindum Gauta- borgar, sem venjulegur ferða- maður lætur sig varða. Verzl- anir eru að sjálfsögðu mjög margar og fjölbreyttar. Verð- lag á sumum vörum er hag- stæðara en á fslandi, svo sem fatnaði og ýmsum sportvör- um. Fullyrtu jafnvel sumir sem ég talaði við, að Gauta- borg væri einn bezti verzlun- arstaður í norðanverðri álf- unni. Granítklettarnir, fijótið og gróðurinn igefa borginni sérstæðan svip, veit ég að þarna muni sumarfagurt og náttúran augnayndi þeim, sem næmir eru fyrir slíku. Menn- ingarstofnanir opnar ferða- mönnum og öllum almenningi, eru margar. Ég man í svipinn eftir Sjóminjasafninu, þar sem til sýnis eru skip, sigl- ingatæki, veiðarfæri og hvað eina sem að sjómennsku lýtur frá elztu tímum til vorra daga. Til dæmis eru þarna líkön af öllum Svíþjóðarbátunum, sem fslendingar keyptu eftir stríð- ið, og er það ekki að ófyrir- synju, ef ég man það rétt, að þeir séu nú allir sokknir á hafsbotn, utan einn! Stórt og fullkomið safn lif- andi fiska og annarra sjávar- dýra er í Gautaborg. Enn fremur afbragðs listasafn, málverka og höggmynda, allt frá Rembrandt til nýjustu tízku, sem mér virðist reynd- ar nokkurn veginn eins í öll- um löndum. Leikhús eru hér tgóð, að kunnugra manna sögn, á einu þeirra var verið að sýna Villiöndina eftir Ibsen, fleira lagði ég ekki á minnið úr þeim fræðum. Nætur- klúbbar fyrirfinnast hér einn- ig og þá sjálfsagt það sem sízt má vanta í nútíma þjóð- félag háþróað: berstrípaðar sýningarstúlkur — sjógörls! Gullfoss ætti því öllum að skaðlausu að geta sparað sér eins og eina ferð til St. Paulí og stanzað þess í stað deginum lengur í Gautaborg! á hinum vinsælu hringferðum sínum til nálægra landa. Að öllu gamni slepptu, vil ég að lokum þakka skipstjór- anum, Kristjáni Aðalsteins- syni, svo og áhöfn skipsins fyrir ágætan viðurgerning og elskulegt viðmót, en sam- ferðarfólkinu fyrir góða við- kynningu. v Kaupmannahöfn, 1. febr. 1065 Við þennan hafnargarð, lá Gullfoss. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.