Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 19. febrúar 196' UM BÆKUR Lángnætti á Kaldadal Þorsteinn frá Hamri: LÁNGNÆTTI Á KALDADAL. 72 bls. Heimskringla. Reykjavík 1964. Á borðinu hjá mér liggja allar fjórar kvæðabækur Þorsteins frá Hamri: í svörtum kufli (1958), Tannfé handa nýjum heimi (1960), Lifandi manna land (1962) og Lángnætti á Kaldadal, sem kom út á síðast liðnu ári. Þorsteinn frá Hamri er talinn með efnilegri skáldum okkar. Hann þótti fara vel af stað. Og síðari bækur hans hafa hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda. Hann byrjaði . snemma að yrkja; var aðeins tvítugur, þegar hann sendi frá sér fyrstu bók- ina. Fimmtu bókina sendir hann frá sér hálfþrítugur, því auk áð- ur talinna fjögurra Ijóðabóka gaf hann út bókina Skuldaskil, sem inniheldur þjóðleg fræði. Er að vísu óvenjulegt, • að s.vo ungur maður kveðji sér hljóðs á þeim vettvangi. í dómum manna hefur Þor- steinn notið æsku sinna fremur en goldið. Það er líka sjálfsagt að örva nýgræðinginn. En rithöfundur nýtur ekki lengi þeirrar náðar að teljast efnilegur, jafnvel þó ungur sé að árum. Þorsteinn er ekki lengur byrjandi, þó hann sé ekki eldri en margur byrjandinn. Maður, sem hefur gefið út fimm bækur, má búast við, að verk hans séu vegin ög metin sem verk þjálfaðs höfundar. Þorsteini hefur verið reiknað til gildis, að hann stendur fösjr um fótum í þjóðlegum fræðum. En því má bæta við, að hann er líka rótfastur í landinu sjálfu eins og nítjándu aldar skáldin. Hvort tveggja, landið og sagan, veitir festu, sem hverju skáldi hlýtur að vera nauðsynleg. Það eru Íífakkeri, sem skáld verður að halda sig við, ef það á ekki að reka fyrir straumi rótleysis. En svo gagnleg sem þessi líf- akkéri verða að teljast, er þó hæigt að reyrast þeim um of. Það er háskalegt að vera alltaf bund inn á sama blettinum. Skáld verður að kynnast fleira en sinni eigin þjóð, og því frem- ur, ef hún er fámenn og afskekkt. Heimsmenningin endurnýjast. Skáldið verður að taka þátt í þeirri endurnýjun. Annars er því stöðnun vís. Mér er allsendis ókunnugt, hvort Þorstein frá Hamri hefur gert víðreist um veröldina. En mér þykja ljóð hans bera vott um fullmikinn heimalningsbrag. Auk þess finnst mér hann vera of mikill alvörumaður, einkum af svo ungum manni að vera. Há- tíðleikinn fellur illa í kramið nú á dögum. Menn hafa smásaman vanizt af að taka hlutina alvar- lega. Rödd eins skálds megnar ekki að snúa þeirri þróun til baka. Þá þykir mér anda helzti mikl- um kulda af kvæðum Þorsteins. „Andinn frá jöklum vorum“ er of sterkur í þeim. Heiðríkja og svali er sannar- lega hressandi. Samt er ekki hollt að hafa of mikið af svo góðu. Skátdið þyrfti að bakast undir suðrænni sól. Allt um það held ég, að Þor- steinn frá Hamri verði enn að teljast efnilegt skáld. Það er ó- þarft að láta hann gjalda sinna mörgu bóka, en sanngjarnt, að hann njóti æsku sinnar enn um sinn. Hann hefur áreiðanlega hæfileika til að takast meira i fang en hann hefur gert hingað til. Hvað honum verður úr hæfileikum sínum — það er svo annað mál. Ungu skáldin njóta nú betri lífskjara en fyrirrennarar þeirra. Hins vegar verða þau fyrir tóm- læti, sem eldri skáld höfðu vart af að segja. Það er sama, hvort þau gera vel eða illa, undirtekt- irnar eru jafnóverulegar. Afleiðinigin verður sú, að þau hætta að tala til almennings en taka í þess stað að yrkja hvert fyrir annað. Þau hætta að reikna með hinum almenna lesanda, hætta að gera ráð fyrir, að verk þeirra verði metin af fjöldanum. Eg tek hér sem dæmi kvæðið Landlaus, þar sem mér þykir Þorsteíni hafa tekizt bæði vel og illa: Fjær em nú en í fyrri da^a fjólan smáa og grunlaus ró selbrekkurnar í sumarhaga er svik ha*» al^rei framið þó annað sé * art og ennþá f jær sem okkur meðfætt í grasi var; mun ég því leingi, móðir kær, minnugur þessa verknaðar. Þetta smákvæði er lipurlega og k.unnáttulega ort með hliðsjón af ljóðrænni hrynjandi. Hins veg ar þykir mér úrleiðis að tala um, að brekkurnar hafi aldrei fram- ið svik. Slíkt kalla ég ekki skáld- legar andstæður, þó svo eigi sjálf sagt að vera, heldur fjarstæður. Andstæður eru settar fram til að skapa huigmyndatengsl. Fjar- stæður'Íeiða af sér hugmynda- rof og spennufall í kvæði. Þrátt fyrir fleiri dæmi af þessu tagi er margan haglegan sam- setning að finna í Lángnætti á Kaldadal. Til dæmis er Ara.mnns kvæði rismikið á köflum. Málfar Þorsteins frá Hamri er, þegar bezt lætur kjarnmikið og meitlað og fellur val að ljóðstíl þeim,'sem hann hefur tamið sér. Hins vegar held ég, að hann verði að taka upp léttara hjal í bland, ef hann á að ná til fólks- ins í sveit cg við sjó. ' Erlcndur Jónsson. Guðni Sigurrssin Vé!stjóri Minning Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er! í DAG verður til moldar borinn vinur minn, Guðni Sigurðsson, sem lézt af slysförum við starf sitt hinn 13. þ. m. Guðni var son- ur hjónanna Svövu Magnúsdótt- ur, sem nú er látin, og Sigurðar Ingvarssonar, járnsmiðs, Grana- skjóli 15. Guðni var elztur fimm barna þeirra hjóna, fæddur 11. maí 1938. Hann var því aðeins tuttugu og sex ára að aldri er hann var kallaður á Guðs síns fund. Guðni kvæntist 21. marz 1964 Ólöfu Eyjólfsdóttur, sem bjó honum hlýlegt og gott heimili að Grenimel 24. Þá um vorið gekk hann til móts við lífið, sem nýút- skrifaður vélstjóri. Nú er þessi góði og hreinlyndi drengur allur, eftir er skarð, sem ei verður bætt Eiginkonu hans, föður, systkin- um og tengdaforeldrum votta ég samúð mína og annarra vina hans. Sverrir Marínósson. I Jeppi ú PfcaBIS í Hverce^eB'ði FÖSTUDAGINN 12. febr. sýndi Leikfélag Selfoss hið góðkunna leikrit JEPPA á FJALLI eftir Ludvig Holberg. Hér er óþarft að fjölyrða um höfundinn eða verk hans, svo er hann kunnur hérlendis, af sín um mörgu verkum, er sýnd hafa verið víðsvegar um landið. Þetta verk var fyrst sýnt á Akureyri, á síðara helmingi áttunda tugs síðustu aldar, að vísu á dönsku. En nokkru síðar sýndu stúdentar í Reykjavík Jeppa á íslenzku. Síðan mun Jeppi hafa verið færð ur upp um 30 sinnum á ýmsum stöðum á landinu. Það lætur að líkum, að um klassiskt verk eins og þetta, verði að gera nokkrar kröfur til leikenda.-Og varla við að- búast að ungt leikfélag, sem ekki hefur of mörgum æfðum leikendum á að skipa, geti vansa- laust færzt slíkt í fang. En hér hefur þó betur til tekizt en vænta mátti, því heildarsvipur sýningarinnar var góður, einkum ef tekið er tillit til þess, að hér voru nokkrir nýliðar á ferð, og ber vafalaust að skrifa það leik stjóranum, Gísla Alfreðssyni, til tekna. Hinsvegar verður að kenna hónum um að framsögn sumra leikenda var nokkuð ábótavant. Ekki verður hér lagð- ur dómur á meðferð einstakra leikara, en þó margt væri vel um frammistöðu þeirra verður að játa að Jeppi ber þar af, enda leikinn af Valdemar Lárussyni, sem gesti Leikfél. Selfoss. Þá voru leiktjöldin ágæta vel gerð af Lárusi Ingólfssyni. Það er ástæða til þess hér að vekja athygli á góðri samvinnu Leikfél. Selfoss við Þjóðleikhús- ið, sem góðfúslega lánaði leik- stjóra, aðalleikara, leiktjalda- málara og búninga. Á Þjóðleik- hússtjóri þakkir skilið fyrir þann skilning sem hann með þessu sýnir á leikstarfsemi í hinum dreifðu byggðum. Mættu flein félög leita þar aðstoðar, meíra en gert hefur verið, og er ekki að efa að. hún yrði góðfúslega látin í té, enda mun ýmsum öðr- um nágrannaleikfélögum hafa reynzt svo að undanförnu. Það ber að þakka Leikfélagi Selfoss fyrir áræðið og góða frammistöðu, enda sýndu áhorf- Ingimunda Gaðmondsdóttir Minningarorð HÚN fæddist að Eyðisandvík í Sandvíkurhreppi 1. marz 1892 og andaðist í Landsspítalanum þann 12. þ. m. eftir nær 9 mánaða sjúkdómslegu, og verður til mold ar borin í dag. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sesselja Jónsdóttir, systir Símonar á Selfossi, og Guðmund- ur Einarsson, ættaður úr Biskups- tungum. Ólst hún þar upp í stór- um systkinahópi, því átta voru þau, sem til fullorðinsára kom- ust. En eftir lifa nú systurnar þrjár: Þorgerður, Þóra og Halla og einn bróðir, Einar, öll búsett hér í bæ. Svo sem að líkum lætur og að þeirra tíma hætti vandist Munda því snemma, að vinna öll algeng heimilis- og sveitastörf, enda var hún að upplagi viljug og vinnu- fús. Hún fluttist síðan hingað til Reykjavíkur og vann ýmis störf unz hún réðist til Nýju efnalaug- arinnar nokkru eftir að hún var stofnuð og vann þar alla tíð síðan eða rúm 30 ár. Þetta er hin ytri saga Mundu og má segja að hún láti ekki mikið yfir sér á spjöldum sög- unnar, en persónuleiki hennar mun lifa í hugum þeirra sem með henni unnu og kynntust henni nánar. Vegna trúmennsku hennar, vinnusemi og starfsgleði var hún hugþekk öllum starfsfélögum og einnig þeim, sem húnn vann hjá. Iðjusemi, stundvísi og ástundun voru henni í blóð borin og störfin léku í höndum hennar, án þess hún hefði mikið fyrir þeim, en slíkt fólk er mjög til uppörvunar á hverjum vinnustað, og til íy».r- myndar þeim yngri, sem eru að hefja lífsstörf sín. Enda þótt Munda væri fremur hlédræg og lítið fyrir að láta á sér bera, þá hafði hún létta lund, var hispurslaus og hreinskilin, greiðvikin og hjálpfús. Er því öllum ljúft að minnast hennar sem henni kynntust. Hennar er því sárt saknað af vinum og starfsfélögum, sem í huganum fylgja henni með blessunarósk- um um framhaldsstarfið handan landamæranna miklu. Að loknu góðu dagsverki er gott að hvílast og mun sú raunin hér. Ingimunda sofnaði vært eft- ir erfiða sjúkdómslegu og langan vinnudag. Um leið og ég þakka Mundu góð kynni vil ég senda systkinum hennar og öðrum vandamönnum, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. — Ágúst Sæmundsson. Björg Uoaor Mínning Fædd 7. 7. 1941. Dáin 12. 2. 1965. í D A G er lögð til hinztu hvílu, Björk Unnur Halldórsdóttir, Suð- urgötu 58, Hafnarfirði, aðeins 23 1 ára að aldri. Okkur finnst vegir guðs órann- sakanlegir fyrst hann kallar hana frá þessum heimi svo unga í blóma lífsins, en við vissum að hún gekk aldrei heil til skógar, þótt hún reyndi að lifa lífinu eins og heilbrigð væri. Hún bar ávallt endur er fyllt höfðu húsið, þakk- læti sitt með miklu lófataki og fögrum blómvöndum að leikslök um, er leikarar og leikstjóri voru margkallaðir fram. Leikfélagið mun hafa hug á að ferðast með Jeppa um ná- grannasveitirnar, og er full ástæða til að hvetja fólk til að sækja þær sýningar. Á því verð- 1 ur enginn svikinn, sem vill fá rækilega hláturhviðu. — ' Hrb. HoHtiórsdóttlr Ijós og yl inn á heimili okkar, var alltaf hress og kát, þótt oft lægi við að veikindin væru að bera hana ofurliði. Fyrir tæpu ári giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Kjartani Andréssyni, og höfðu þau stofnað sér heimili, sem hún rækti af mikilli alúð, þær fáu stundir sem hún fékk að vera heima, en meiri hlutann af tímanum lá hún í sjúkrahúsum. Foreldrar hennar eru Rann- veig Vormsdóttir og Halldór Jó- hannesson. Einu sinni áður hafa þau þurft að sjá á bak ungum syni sínum og nú elskulegri dótt- ur. Það er þungur harmur að sjá á bak tveim elskulegum börnum, en það mun vera þeim huggun í harmi, að eiga von um endur- fundi. Við biðjum algóðan guð að styrkja eiginmann hennar, for- eldra og alla ástvini. Kæra Unnur! Hafðu þökk fyrir öll þau góðu kynni, sem því mið- ur urðu of stutt. Það sannast hér eins og oft áður, að þeir sem guð- irnir elska deyja ungir. Hvíl í friði, kæra vinkona. SendiEierrum vísað burf úr landi Dar-es-Salaam, Tanzaniu, 15. febrúar, NTB, AP. STJÓRN Tanzaniu (sem áður hét Tanganyika) hefur kallað heim sendiherra sinn í Bandaríkjun- um, Sheikh Othman Sharif. Er þetta gert til að mótmæla brott- vísun eins af sendiráðsstarfs- mönnum Tanzaniu úr Bandaríkj- unum. Sú ráðstöfun, sem kunn- igerð var í Washington á sunnu- dag, á rætur sínar að rekja til þess, að í janúarmánuði sl. var tveimur sendimönnum Banda- ríkjanna í Tanzaniu gert að verða á brott úr landinu og gefið að sök að hafa stundað undirróður gegn stjóm landsins. Þetta er í fyrsta skipti sem sendimanni Afríkuríkis er vísað á brott úr Bandaríkjunum. Bandaríkj amenn þeir, er Tanzaniustjórn gerði landræka í fyrra mánuði voru Robert Gor- don, sendiráðunautur við sendi- ráð Bandaríkjanna í Der-es-Sala- am og Frank Garlucci, sendifull- trúi í Zanzibar. Segir Bandaríkja- stjórn, að ásakanir Tanzaniu- stjórnar á hendur mönnum þess- um hafi ekki við nein rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.