Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 24
24 MORCV N BLAÐ3Ð Föstudagur 19. febrúar 1961 Victoria Holt Höfðingjasetrið : Ég gat ekki stillt mig að svara: — Það er engin skömm að þessu, frú Larnston. Við erum heiðar- lega gift . — Ég hélt nú, að þetta væri bara eitt brekið þitt, Johnny, sagði hún og lét sem hún heyrði mig ekki. — En þetta er þó enn verra en ég hafði nokkurntíma búizt við. Sir Justin hafði tekið sér stöðu við stól móður sinnar. Hann sagði rólega: — Það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut, mamma. Við skulum reyna að gera gott úr þvL Ég býð þig vel- komna í fjölskylduna, Kerensa. En andlit hans bar ekki með sér, að hann væri neitt að bjóða mig velkomna. Ég gat séð, að hann var alveg eins hneykslað- ur á þessari giftingu og móðir hans. En Justin var maður, sem vildi forðast allan ófrið. Með því að fara að giftast vinnukonu í húsinu, hafði Johnny valdið hneyksli, en bezta ráðið til að þagga það hneyksli niður var að láta eins og það væri ekkert hneyksli. Mér fannst næstum ég kunna betur við viðbrögð gömlu frúarinnar við þessu. Judith kom manni sínum til hjálpar. — Þetta er rétt hjá þér elskan mín. Kerensa er nú orðin Larnston. Brosið á henni var vingjarn- legra. Hún heimtaði ekki annað af fjölskyldunni en óskoraða ást Justins. — Þakka þér fyrir, sagði ég. — Við erum dálítið þreytt eftir ferðina. Ég vildi gjarna geta þvegið mér. Og, Johnny, svo lang ar mig í te. Þau litu öll á mig, steinhissa og ég held bara að gamla frúin hafði dáðst að mér, þvert gegn vilja sínum, Ég greip arminn á Johnny og við gengum út, og til herbergis hans. Þar hringdi ég bjöllunni. Johnny leit á mig með sama svipnum og ég hafði séð á fjöl- skyldu hans, en áður en hann fékk ráðrúm itl að segja neitt, kom frú Rolt inn. — Góðan daginn, frú Rolt. — Við vildum gjarna láta senda okkur te hingað upp. Hún gapti framan í mig, rétt sem snöggvast en sagði síðan: — Já, sjálfstagt . . . frú. Ég sá hana fyrir mér, þegar hún kæmi í eldhúsið, þar sem hitt fólkið biði hennar. Johnny skellihló. — Galdranorn! sagði hann. — Ég hef gengið að eiga galdra- norn. Ég vissi það álltaf! Ég lét það ekki dragast að hitta Mellyoru. Hún bjóst við mér, en þegar ég kom inn til hennar, starði hún á mig dauð- skelfd. — Kerensa! æpti hún upp. — Frú Larnston, áminnti ég hana, hlæjandi. — Ertu virkilega búin að gift- 20 ast honum Johnny? Ég rétti fram vinstri höndina, þar sem slétti gullhringurinn var til sýnis. — Hvernig gaztu gert þetta? sagði Mellyora. — Er það svo torskilið? Þetta er þó skiljanlegt. Nú er það ekki lengur: „Carlee, gerðu þetta“, eða „Carlee, gerðu hitt“. Nú ér ég mágkona fyrrverandi húsmóð ur minnar. Mundu það. Veslings litla Carlee úr kofanum er orð in frú Larnston! — Stundum er ég hrædd við þig, Kerensa. Ég hélt, að þú hataðir Johnny. — Ég hata hann ekki lengur. — Var það af því að hann bauð þá stöðu, sem þú gazt þegið Það var einhver kaldhæðni í orð unum, sem mér var illa við. — Það neyddi hann að minnsta kosti enginn til að giftast mér. Ég hafði komið Mellyoru að óvörum. Hún sneri sér undan og greip höndum fyrir andlitið. Ég gekk strax til hennar. Ég gat ekki hugsað mér, að við værum ekki vinir lengur. — Láttu þetta ekki á þig fá, Mellyora, sagði ég. — Þetta verð ur allt gott. Þegar ég var á prest setrinu, gættir þú mín. Jæja, nú kemur að mér að gera þér sömu skil. — Þetta fer illa, sagði hún í öngum sínum. — Við sjáum nú til, sagði ég. Það sést með tíð og tíma. Næsta dag skipaði ég Polore að aka mér til kofa ömmu. Hvað ég naut þess að stíga úr vagn- inum, íklædd nýju fötunum mín um. Amma leit á mig með kvíða í svipnum. — Jæja, ástin mín, sagði hún bara. — Nú er ég frú Larnston, amma, sagði ég. — Ó, frú Larnston, gerið þér — Þú hefur þá fengið það, sem þú vildir, eða hvað? sagði hún. — Jæja, þetta er byrjunin. — Ó, sagði hún, en svo bað hún mig ekki um neina frekari skýringu. Þess í stað tók hún um axlirnar á mér og horfði beint framan í mig. — Þú sýnist vera hamingju- söm, sagði hún loksins. En ég féll í faðm hennar og þrýsti henni að mér. Við sátum og töluðum saman í heila klukkustund, eða réttara sagt, það var ég sem talaði, því að við engan gat ég úthellt hjarta mínu nema ömmu. Ég sagði henni frá þeim fasta ásetn ingi mínum að eignast son. — Og amma, ef Justin eignast engan son, þá verður minn son- ur erfingi að Klaustrinu. Hvern- ig lízt þér á það Sir Justin Larn ston, iangömmubarnið þitt? — Þú eignast alltaf ný og ný markmið, elskan mín, sagði amma. — Kannski á að lifa lífinu þannig. Kannski er allt þetta, sem orðið er, fyrir beztu. Og þú elskar þennan mann þinn? — Elska og elska. Hann hefur gefið mér það, sem ég sóttist eft ir. Ég veit, að ég hefði ekkert komizt áleiðis, ef Johnny hefði ekki verið. — Og þú heldur,. að það geti verið næg uppbót fyrir ástina, Kerensa? — Ég er ástfangin . . . ástfang- in af öllu eins og það er orðið Og hvað er hægt að ætlast til meira? — Nei, enginn gæti víst farið fram á meira, eða hvað? Og hvað þýðir að vera að tala um meðöl- in, þegar árangurinn er allt, sem við höfum óskað eftir. Ég gæti dáið róleg, Kerensa, ef þú yrðir áfram eins hamingjusöm og þú ert núna. — Vertu ekki að tala um að deyja, skipaði ég og hún hló að mér. — Nei, góða mín, það mundi Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi m Lambastaða í»v^mtIrTnt>ití hyopfj Sími 22-4-80 — Ég get sagt þér góðar fréttir. þig meiddist ekkert. Hjólreiðamaðiurinn, sem ók yfit ég ekki þora. Þegar maður hefur fengið skipun frá þeim, sem nú hefur vald til að skipa. Svo hlógum við eins og við gátum hlegið þegar við vorum einar saman, og mér fannst amma vera orðin rólegri en þeg ar ég kom til hennar. Mellyora sagði mér, heldur dauf í bragði, að hún hefði'skrif að Davíð um giftingu mína, og því fékk ég sjálf bréf frá Davíð. Það var honum líkt. Hann tók missinum á mér, alveg eins og þegar hann missti af embætti sér Martins — með jafnaðargeðL Ég varð honum dálítið gröm og fór að hugsa um, hvernig hann hefði getað verið svo blind ur að halda, að hjónaband hjá okkur hefði nokkurntíma getað orðið velheppnað. Hin fjörlega persóna mín og svo persóna hans, sem mér hafði alltaf fundizt held ur litlaus, hefðu aldrei getað átt vel saman. Ég sleppti því Davíð algjörlega úr huganum og tók í staðinn að njóta hinnar nýju stöðu minnar. Ég var ekki í neinum vandræð- um með sjálfa mig. Ég hafði æft hlútverkið svo lengi í hugan- um, að nú mátti kalla það full- æft og ég gæti leikið með mestu ágætum. Ég gat gefið fyrirskip anir allt eins rólega og frú Larn ston gamla og miklu rólegar en Judith, sem skipti sér yfirleitt lít ið af heimilishaldinu. Við Judith vorum raunveru- lega vinir . . . Ég held að henni hafi líkað það vel, að ég skyldi giftast Johnny, því að annars gat hún ekki annað en haldið, að ég væri á eftir Justin, eins og hélt allar aðrar vera. Þessvegna var það huggun að vita mig hjá Johnny, enda þótt hún hefði auð vitað orðið enn glaðari, ef það hefði verið Mellyor, sem hljóp burt með Johnny. Með samþykki hennar hafði ég fyrirskipað að gera upp nýja íbúð handa okkur Johnny. Vinnu fólkið hvíslaði auðvitað margt fyrir aftan bakið á mér, en það var ég undir búin. Ég vissi líka, að gamla frúin var stundum að KALLI KUREKI SíTSETOL'MANf Y0UI2 KEDHEAD PAEDNEE AIN’T HEEET’SIDE YAT’DAY' < WHEM YA FI&URE YOU’RE READY, GIT YOUR &UM A-SM0KIN7 "X* ■Xr~ Teiknari: J. MORA THATOL' SHOeT-SOI BEEN FEALDUIETf HOEMf X PROMISEDn BUT M0W,r'M &ONMA . J'D BEHAVE, AM' A &IVE YA A' EVEW BKEAK, HE FELL FER. IT/ ) l AM’ &UM YA DOWHÍ „Rauðhærði félaigi þinn er ekki héma við hlið þér í dag. Þú segir bara til þegar þú eiú reiðubúinn að láta byssuna rjúka.“ „Hveirs .... Lögreglusj'tárinn sagði sagði að hann ætlaði að senda þig út úr bænum.“ „Það gamla merkikerti. Ég lafaði honum að ég sikyldi fara úr bænum og hann trúði og síðan hef ég haft hljótt um mig en nú as.la ég að velgja þér undir uggunum og skjóta þig nið- ur.“ „Þú munt vígja byssuna mína ag verða fyrsíur til að falla fyrir henni. Fólkið mun gleyrna Billy the Kidd, þegar ég fer á stað. „Ertu blindur eða hvað? Sérðu ekki að ég er ó- voDnaður.“ minnast á „gorkúlur" og vand- ræðast yfir giftingu Johnnys, en hana. Hún var orðin gömul og mundi bráðlega engu ráða. Ég mér var nákvæmlega sama um horfði eingöngu fram á við. Einn daginn heimsótti ég hr. Pollent, dýralækninn, til þess að hitta bróður minn. Ég hafði feng ið Johnny til að lofa mér að láta Jóa læra til læknis, og ég gat ekki beðið með að færa honum þá gleðifregn. Ein af dætrum Pollents kom til dyra. svo vel að koma inn i stofu. Ég skal láta Jóa vita, að þér séuð komin. Eg brosti náðarsaflega, og hún fór út. Mér þótti vænt til þess að vita, að Jói hafði eins og hækk að í tigninni, sökum skyldleikans við mig, síðan ég giftist. En ungfrúin kom nú samt fljótt aftur og sagðf að Jói hefði beðið hana að fylgja mér þangað sem hann var að vinna, af því að hann væri mjög önnum kafinn. Ég varð hálfhvumsa við þetta, að hann skyldi ekki bera sömu virðingu fyrir mér og hitt fólkið þarna, en lét samt fylgja mér inn í herbergi þar sem hann stóð upp við borð og var að blanda einhverju saman í flösku. En hann varð virkilega glaður að sjá mig, engu að síður. — Ég hef góðar fréttir handa þér, JóL sagði ég. Hann hló. — Já, þú munt vera orðin frú Larnston. Við höfum löngu frétt, hvernig þú hljópst til Plymouth með hr. Johnny. Ég hleypti brúnum. Það var ekki úr vegi, að hann lærði að haga sér eins og maður. — Ja, svei mér ef það er ekki skrítið, að þú og Johnny og Hetty Pengaster skylduð stinga af á einum og sama degi! Ég hrökk við. — Hetty Penga ster? Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra heiztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.