Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 28
KELVINATOR KÆLISKAPAR Hddz LAUGAVEGI 42. tbl. — Föstudagur 19. febrúar 1965 ELEKTROUJX UMBOdS 1.AUOAVÍOI ««ími 21800 ¦:¦:•>: ¦ :¦ :¦:¦ ¦:¦ : ¦ :« ¦:¦ :¦:-,.-¦¦,¦,: ¦ :¦ y ¦ :¦ ¦ ¦*¦;*:¦ v,:-w; >:-: ¦.:>¦"¦:¦ '¦ y.< -¦-- Flugvél Vestanflugs, sem stakkst á nefið eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Eldey dæmd 1,2 millj. kr. björgunarlaun frá Kötlu DÓMUR gekk í fyrrakvöld í máli vfe. Eldeyjar frá Vestmanna eyjum á hendur Eimskipafélagi Reykjavíkur og Alruennum trygg ingum vegna björgunar á Ms. Kötlu í Keflavíkurhöfn hinn 31. jan. 1964. Sjódómur í Keflavík fcomst að þeirri niðurstöðu, að um björgun hefði verið að ræða og dæmdi Eldey og skipsmönn- um björgunarlaun og áætlað aflatjón að upphæð 1.200.000,00 kr. Kröfur Eldeyjar voru samtals 10. 626.000,00 kr. Tildrög málsins eru þau, að Ms. Katla var að leggja frá bryggju í Keflavík, er vél skips- ins stöðvaðist og það rak upp að klettum undan vindi. Eldey var með vél í gangi við bryggju í höfninni og hélt þegar til að- stoðar Kötlu. Er dráttartaug hafði verið komið milli skip- anna tókst Eldey að draga Kötlu aftur á bak úr fjörunni og snúa skipinu við. Fór vél Kötlu nú í •gang og skipið var þar með úr hættu. Um Eldey er það hinsvegar að segja, að dráttartaugin flæktist í skrúfu bátsins, svo að hann gat ekki athafnað sig og rak í átt- ina til lands. Vb. Vilborg kom þá á vettvang og dró Eldey að bryggju. Tveir stefna Eigendur og skipsmenn Eld- eyjar VE 37 kröfðust nú bæði björgunarlauna og bóta fyrir aflatjón, en bátinn hafði þurft að setja í dráttarbraut til við- gerðar. Þá var einnig lögð fram meðalgöngustefna frá vtb. Vil- borgu á hendur Kötlu og Eld- eyjar vegna aðstoðar hennar, að upphæð 1 millj. kr. Sjódómur úrskurðaði sem fyrr er sagt, að hér væri um björgun að ræða og dæmdi stefndu til að greiða Eldey 875 þús. kr. í björg- unarlaun og 325 þús. vegna afla tjóns, auk 7% ársvaxta frá 31. jan. 1964 og 110 þús. kr. í máls- kostnað. Einnig var stefnanda til- dæmdur_ sjóveðréttur í Ms. Kötlu. I meðalgöngusök voru stefndu hins vegar sýknaðir og málskostnaður látinn niður falla. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti í Keflavík, kvað upp dóminn, en meðdómenduí hans voru Arni Þorsteinsson skipstjóri og Hösk- uldur Þórðarson, vélstjóri, Páll S. Pálsson flutti mál Eldeyjar- manna, Einar B. Guðmundsson mál Eimskipafélags Reykjavíkur og Almennra trygginga og Þor- valdur Þórarinsson meðalgöngu- stefnanda, Vilborgar. Framhald á bls. 27. Netjaveiðar að hefjast BATAR á Suffvesturlandi eru nú i þann mund aff hef ja veiffar fyrir alvöru. Hingað til hafa ver- iff stundaffar línuveiðar frá flest- um verstöðvum, en nú fara aeta- veiðar að hefjast og eru menn víffast hvar aff undirbúa þær. Reytingsafli hefur verið á flest- um bátum, en enginn hefur feng- ið mikinn afla. Kenna menn það Framkvæmdir verður að byggja á rann- sóknum á skólaþörf Umræður um menntaskóla í borgarstjóm loðnu, sem gengur nú á fiski- miðin. Veðrátta hefur verið mjög misjöfn að undanförnu og bátar víða legið inni af þeim sökum. Flugvél frá Vestan- flugi stakkst á nefið eítir lendingu á Reykjavíkurílugvelli f GÆR, þegar fiugvél Vestanflugs, tveggja hreyfla Piper Apache vél, var aff lenda á Reykjavikurflugvelli, fór nefhjól flugvélar- innar upp eftir lendinguna meff þeim afleiðingum aff flugvélin stakkst á nefiff. Fjórir farþegar voru í flugvélinni og sakaði þá ekki né heldur flugmann. Flugvélin kom frá ísafirði og lenti á suður-norður brautinni á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir kl. 2. Á brautinni fór nefhjólið upp, hefur ekki farið í lás, eins og það á að gera af sjálfsdáðum eftir að þvi hefur verið hleypt niður. Stakkst flugvélin þá, og skrúfurnar skullu í jörðu, og skemmdust, en aðrar skemmdir munu vera litlar á flugvélinni. Fjarlaegja þurfti flugvélina af brautinni fljótlega, því flugvél Flugfélags íslands, sem var að fara til Danmerkur með fulltrúa af Norðurlandaþingi, beið. Þegar gengið var á litlu vélina til að ýta henni út af brautinni, fór annað hjólið upp. Sjómaður týnd- ist í Cuxhaven UNGUR sjómaður hvarf af tog- aranum Skúla Magnússyni, er hann var í söluferð í Cuxhaven í Þýzkalandi á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur ekkert til hans spurzt þrátt fyrir leit lög- reglunnar á staðnum í viku. Pilturinn er um tvítugt, Jón Pétursson að nafni og frá Hólma vík. Hann kom ekki til skips á fimmtudaginn, er togarinn skyldi sigla heim. Var beðið eftir hon- um á a'ðra klukkustund. En síðan var hvarf mannsins tilkynnt umibóðsmanni skipsins og ræðismanni íslands í Cuxhav- en. Gerði hann lögreglunni að- vart og hefur verið leitað síðan, án árangurs. Sjópróf fara fram í dag. Kópavogur SPILAKVÖLD Sjálfstæffisfélag- anna í Kópavogi verffur í kvöld kl. 20.30 í Sjálfstæffishúsinu. Mbl. spurðist fyrir um orsakir þessa hjá loftferðaeftirlitinu. Sig- urður Jónsson sagði, að þegar þeir komu á vettvang hafi fram- hjólið virzt bögglað undir vélinni og sést að skrúfur námu við jörðu. Af hverju þetta gerðist sé ekki vitað, en hjólaútbúnaðurina verði rannsakaður. Telpa slasast alvarlega í Keflavík KEFLAVÍK, 18. febrúar. — í dag kl. 4 varð alvarlegt slys hér í Keflavík. Stór, fullhlaðinn vörubíll ók eftir götunni fyrir framan húsið Lyngholt 9. Lítil telpa, Ása Ingþórsdóttir, 6 ára gömul, varð fyrir bílnum og meiddist alvarlega. Var telpan flutt á sjúkrahúsið og voru læknar þar yfir henni fram á kvöldið. Telpan mun ekki hafa lent undir bílnum heldur slegist á einhvern hátt utan i hann án þess að bílstjórinn yrði þess var. En komið hefur fram að hann ók mjög haegt, enda fullhlaðinn 8 tonna bíll. — hsj. Háskólafyrir- lestur Utanríkisstefna Bandaríkj anna PRÓFESSOR Charles O. Lerche frá American University í Was- hington í Bandaríkjunum flytur almennan fyrirlestur í Háskóla íslands föstudaginn 19. þ.m. kl. 5 e.h. Fyrirlesturinn nefnir próf- essorinn: Utanríkisstefna Banda ríkjanna. Öllum er heimill aðgangur. Stærri og dýrari bátar fái meira í sinn hlut af af lanum Nokkrar deilur urðu um mál- efni menntaskóla í Reykjavík á borgarstjórnarfundi i gærkvöldi. Borgarfulltrúar Sjálfstæffisflokks ins töldu tvo menntaskóla í Reykjavík alls ekki fullnægjandi, en borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins lögffu hart aff fulltrú- um aff samþykkja áskorun um samþykkt frumvarps á Alþíngi, sem felur í sér lögbindingu á tveimur menntaskólum í Reykja- vík, ásamt heimild til stofnunar tveggja menntaskóla úti á landi. Þórir Kr. Þórffarson og Auffur Auffuns sýndu fram á þaff, aff bygging eins menntaskóla til viff- bótar í Reykjavik mun aðeins fullnægja þeirri þörf, sem þegar sé fyrir hendi og varla þaff. Sé þá ekki séð fyrir framtíðinni, sem krefjist stóraukins rúms fyr ir menntaskólanemendur. Nýr skóli muni rétt geta rúmaff þá offjölgun nemenda, sem þegar er í gamla skólanum viff Lækj- argötu. Framhald á bls. 27. Greinargerð frá Landssambandi ísL útvegsmanna BLA»INU hefur borizt greinar- gerff frá Landssambandi ís- lenzkna útvegsmanna um nýaf- staffið verkfall bátasjómanna í verstöðvum viff Faxaflóa og Breiffafjörff. I greinargerff LÍÚ um kjaradeiluna er því m.a. haldiff fram, að hin stóru og full komnu fiskiskip, sem komiff hafa til landsins á undanförnum árum, hafi fært sjómönnum meiri kjara bætur t:n nokkur önnur stétt þjóff félagsins hafi fengiff í sinn hlut. Þá er og á það bent, aff hin nýja veiðitækni hafi haft í för meff sér stóraukinn útgerðarkostniað, og því sé efflilegt aff affrar reglur gildi um hlutaskipti en áður var. I Greinargerð LÍU hljóðar svo: „Að loknu sjómannaverkfalli, sem staðið hefur í 34 daga, þykir Landssambandi ísl. útvegsmanna rétt að skýra nokkuð frá efni iþessarar deilu, ekki hvað sízt vegna ámæla, sem útvegsmenn hafa orðið fyrir, þar sem þeir hafa verið ásakaðir fyrir að hafa ekki reynt til hins ítrasta að leysa deiluna, áður en til verk- falls kæmi. Útvegsmenn töldu hins vegar ekki rétt að ræða efnislega um deiluna á meðan samningar stóðu yfir. Samkvæmt þeim samningum, sem áður giltu, þurfti sá aðili, sem vildi segja samningunum upp, að gera það fyrir 1. nóvem- ber, miðað við að samningarnir væru úr gildi á áramótum. Að öðrum kosti framlengdust þeir um eitt ár. Þann 24. október áttu fulltrúar sjómanna og útvegsmanna við- ræðufund, að beiðni sjómanna- fulltrúanna, um breytingar á eldri samningum án uppsagnar. Kröfur sjómanna á þessum fundi voru innan þeirra takmarka, sem útvegsmenn töldu sér fært að ræða, og virtust þá horfur á sam komulagi ekki slæmar. Buðu þá útvegsmenn 5% hækkun á kaup- tryggingu og aðra kaupliði og orlof 7% í stað 6%, hvorttveggja í samræmi við júnísamkomulag- ið. Var nú áætlað að nota tím- ann til mánaðarmóta tii þess að ná samkomualgi, án þess að til upsagnar kæmi, en þá brá svo við, að fulltrúar sjómanna höfðu Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.