Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ Menntaskólanemarnir sænsku, sem hér hafa dval- izt í viku í vetrarleyfi sínu, halda heim á leið í dag. í ■ gærkvöldi efndu þeir til skemmtunar fyrir borgar- búa í Tjarnarbæ og var framúrskarandi vel tekið, enda efnisskrá fjölbreytt: Hljómsveit þeirra lék, skólakórinn söng, m.a. ís- lenzkt lag, þá var þjóðlaga- söngur og jazzballettinn „Dansinn kringum gull- kálfinn. Síðdegis í gser hafði Savanna tríóið boð inni fyrir þá meðlimi hópsins, sem syngja þjóðlög og voru mynd- irnar á síðunni teknar við það tækifæri. Savanna tríóið á Savanna tríóið og gestir þeirra í Ananaustunu Söngurinn - hann er vort mál skemmtilegan æfingasal í út- jaðri borgarinnar og heitir þar Ánanaust'. Vistarveran er inn- réttuð í gömlum, íslenzkum stíl, enda telja piltarnir það mikils um vert, að vera í hinu rétta andrúmsloftin, þegar þeir æfa islenzku þjóðlögin. G e s t i r Savanna-tríósins voru Mats Lundálv og Brita Josefsson — þau kalla sig Mats og Brita — og „Trio MAK les soeurs", en það skipa þrjár stúlkur, Margreta, Agn- eta og Karin. Öll komu þau fram í útvarpsþætti fyrir ungt fólk nýlaga, og þótti þjóðlaga- söngur frábær, enda álitu margir, að hér færu öllu held- ur þrautþjálfaðir skemmti- kraftar en áhugasamir skóla- nemendur. Hin rammíslenzka vistar- vera Savannatríósins vakti ó- skipta hrifningu þeirra, og það var ekki laust við að þeim fyndist þau vera komin aftur í fortíðina, þegar þau allt í emu voru komin í rammís- lenzka baðstofu. Hið eina, sem greinir baðstofuna í Ánanausti frá baðstofum, eins og þær hafa tíðkazt á íslandi, er „vínstúkan" svokallaða, en þar er raunar ekkert vin að fá —• aðeins gosdrykki. Menntaskólanemarnir sænsku þekktu Savanna tríó- ið af afspum. Þau vissu, að þar fóru frábærir listamenn á sínu sviði. En hrifningarsvip þeirra, þegar piltarnir tóku fram hljóðfærin sin og sungu við raust „Suðurnesjamenn“ Og önnur álíka hressileg ís- lenzk þjóðlög, er vart hægt að lýsa. Þau þökkuðu líka fyr- ir sig með því að syngja sænsk þjóðlög og Mats og Brita sungu gamalkunn banda rísk þjóðlög. Og þá tók allur skarinn undir. Það var sungið við raust, og okkur flaug í hug, það sem einu sinni var sagt: Söngurinn, hann er vort mál. Mats Lundálv hafði mikinn áhuga á langspilinu islenzka, en slíkt furðuhljóðfæri hafði hann ( ekki augum litið fyrr. Það tók hann ekki langan tíma að komast upp á lag með að ná lagi á það, og þá ljóm- aði hann af ánægju. Tróels flutti stuttan fyrirlestur um þetta þjóðarhljóðfæri íslend- inga, og var gerður góður róm ur að máli hans. íslendingar eru sem kunnugt er snillingar í að halda uppi samræðum á Að skilnaði færðu piltarnir í Savannatríóinu þeim að gjöf nýju hljómplötuna sína, og hýrnaði þá heldur yfir fólk- inu'. Þau sögðust æfla að leika hana þúsund sinnum fyrir skólafélaga sína þegar þau kæmu heim og segja öllum, að hvergi væri eins dásamlegt að véra eins og á íslandi. Við skenkinn — Karin Hamrefors, Björn Björnsson, Josefson og Gunnar Sigurðsson. svokallaðri „skandinavisku“, Og það tungumál gefur jafnan góða raun, hvort sem Danir, Norðmenn eða Svíar eiga í hlut. Meðan menntaskólanemarn- ir sænsku hafa dvalizt hér hafa þeir komið víða við. Þau sem áttu þess kost, að heim- sækja Ánanaust í gær, sögðu okkur að dvöl þeirra þar yrði minnisstæðasti atburðurinn í heimsókn þeirra til Islands. Skömmu áður en þau kvöddu og héldu af stað til þess að skemmta í Tjarnarbæ, voru þau farin að bollaleggja, hvort ekki væri hægt að fresta brott för þeirra heim, en skólinn hjá þeim hefst nk. mánudag. Brita Josefsson var jafnvel farin að íhuga þann möguleika .að „missa af flugvélinni" og fékk sú hugmynd góðar undirtekt- ir. Troels sagði sænsku menntaskolanemunum frá langspilinu. STAKSTIINAR Minnkaelci veiði leyft á nýjan leik Mikla athygli hefur vakið sú tillaga þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að minkn- eldi verði leyft í landinu á nýj- an leik. Nýlega skriiaði Ásberg Sigurðsson sýslumaður grein í Mprgunblaðið, þar sem hann sýn ir fram á, hversu traustur at- vinnuvegur minkaeldi getur orð- ið á íslandi. í grein sinni sagði Ásberg m.a.: „Það vekur furðu á Norður- löndum, að við skulum ekki fram leiða minkaskinn til útflutnings. Það ei bókstaflega hlegið að okk ur fyrir þá óskiljanlegu sérvizku okkar að banna minkaeldi hér á landi með lögum, en selja til Norðurlanda úrvals minkafóður fyrir lítið verð. Einn þekktasti vísindamaður Dana á sviði fóðurtilnauna, sem þekkti vel fiskúrganginn frá ís- landi, sagði við mig sl. sumar: „Það getur engin þjóð keppt við íslendinga á sviði minkaeldis". Hér á landi væri fiskúrgangur- inn ekki aðeins margfalt ódýr- ari en hjá þeim, heldur einnig miklu betri.“ Síðan segir Ásberg: „Það er augljóst mál, að minka- eldi á íslandi í stórum stíl yrði mikil lyftistöng fyrir fiskiðnað- inn og þá alveg sérstaklega fyrir flakaframleiðslu í hraðfrystihús- unum. Frystihúsaeigendur í Dan mörku sögðu mér, að þeir myndu ekki geta flutt út eitt einasta fiskflak, ef þeir hefðu ekki minka framleiðendurna til að kaupa fiskúrganginn fyrir hátt verð. Þegar þess er gætt, að flakafram leiðslan á tslandi til útflutnings er margfalt meiri en í Danmörku mun þetta ekki síður eiga við hér á landi.“ „Vond hagfræði, röng stefna“ Undir þessari fyrirsögn gerðl Austri grein fyrir skoðunum sín um á stóriðju á íslandi og er- lendi f jármagni, í sunnudagsblaði Þjóðviljans. Austri var greinilega ekki á sama máli og Gomulka, flokksbróðir hans í Póllandi, sem nú e>r að láta einn af stærstu auð hringum veraldar, Krupphring- inn þýzka, reisa verksmiðjur í Póllandi. Verksmiðjur þessar eiga síðan að verða eign hins þýzka auðhrings, og þætti íslenzk um kommúnistum sjálfsagt land- ráð, ef slíkt gerðist á íslandi. Austri sagði m.a.: „Samningar stjórnarvaldanna við erlendan auðhring eru ekki til marks um neinn stórhug, eins og Morgunblaðið vill vera láta, heldur eru þeir afleiðingar af þeirri skoðun valdhafanna, að tslendingar séu þess ekki megn- ugir að bera uppi sjálfstætt þjóð félag og halda til jafns við aðra í stórum heimi á öld tækni og vísinda. Sama viðhorf birtist, þeg- ar stjórnarherramir voru óð- fúsir að innlima ísland í Efna- hagsbandalag Evrópu; þá komst Gylfi Þ. Gíslason svo að orði, að Islendingar yrðu að stíga úr kænu sinni upp í hafskip „bezta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar er að fórna sjálfstæði hennar“, sagði hann. Þess vegna eru samn ingar 'við aluminíumhringinn ekki fyrst og fremst vond hag- fræði, heldur stjórnmálaleg ákvörðun; ætlunin er umfram allt að tengja okkur þeirri stóru heild, sem valdhafarnir hafa ein- blínt á um skeið“. Þannig er málflutningur Austra. Það, sem í „alþýðulýðveldunum“ er gert til að reisa við efnahag- inn, er afsal sjálfstæðis þjóðar- innar, ef það er gert á íslandi. Og ekki er hikað við að snúa við ummælum annarra, þeg ar hressa þarf upp á vonda hag- fræði og ranga stefnu ísienzkra ■ kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.