Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBUkÐIÐ Laugardagur 27. febrúar 1965 Rauði kross íslands efnir til út- breiðsluviku á 40 ára afmæli sínu liefur nýlega fest kaup á blóðbíl MERKASTA líknarstofnun lands ins, Rauði Kross íslands, á um þessar mundir 40 ára afmæli. Stofnfundurinn var haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafé- lagshúsinu í Reykjavík 10. des. 1924 og frummælendur að félags stofnuninni voru þeir Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands, Guðmundur Thoroddsen prófess- or og dr. med. Gunnlaugur Claes- sen læknir. Unnu þeir mikið og gott starf í þágu R.K.Í. fram eftir árum cng þó til muna lengst, Guð- mundur Thoroddsen, en hann er hinn eini þeirra er skipuðu fyrstu stjórnina, sem enn lifir. Fyrsti formaður R.K.f. var Sveinn Björnsson, en varafor- maður Gunnlaugur Claessen og ritari Guðmundur Thoroddsen. Það eru einkum læknar er hafa haft forystuna í R.K.Í. enda eðli- legt, þegar þess er gætt, að meg- inverkefni félagsins er heilsu- vernd og líknarhjálp um hjúkrun og læknahjálp. Þegar Sveinn Björnsson gerðist sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn, tók við formennsku af hon um Gunnlaugur Claessen. Síðan annaðist Bjöngúlfur Ólafsson læknir formennskuna um stutt skeið, en Gunnlaugur Claessen tók litlu síðar aftur við for- mennsku og annaðist hana, unz Gunnlaugur Einarsson læknir tók við, af honum 1938. Árið 1942 tók svo Sigurður Sigurðsson, síðar landlæknir, við formennskunni en fimm árum síðar varð Þor- steinn Scheving Thorsteinsson, lyfsali formaður, en hann hefur setið lengur í stjórn R.K.Í. en nokkur annar maður .Árið 1961 tók dr. med. Jón Sigurðsson borg arlæknir við formennsku af hon- um, og hefur hann geignt henni síðan. Það yrði of langt mál að nefna allt það er R.K.f. hefur komið í framkvæmd á 40 ára starfs- Enn saxast á limi kommúnista- flokksins ENN saxast á limi kommúnista- flokksins. Biaðið hefur fregnað eftir áreiðanlegum heimildum, að Sigfinnur Karlsson á Neskaup- stað hafi sagt sig úr Sósíalista- flokknum í nóvember í haust. Sigurfinnur er forseti Alþýðu- sambands Austurlands og á sæti í sambandsstjórn ASÍ. Brottför hans úr flokknum er verulegt í'jfall fyrir kommúnista á Aust- í'jörðum. Ástæðan til þess að Sig- Finnur Karlsson sagði sig úr kommúnistaflokknum er sú, að hann getur ekki sætt sig við stefnu flokksins. Vill hann, að fylgt sé “hreinni Alþýðubanda- lagsstefnu". Jón Sigurðsson, borgarlæknir, formaður R.K.f. og Ólafur Stephen- sen framkvæmdastjóri. ferli sínum en þó skal drepið á það helzta. f nærfellt 40 ár hefur Rauði Krossinn rekíð sjúkrabifreiðar þær er hér þjóta um göturnar til að flytja sjúkt fólk og slasað. Einnig hafa R.K.-deildir úti á landi átt aðild að rekstri sjúkra- bifreiða þar. Til hjálpar í slysatilfellum má nefna hin fjölmörgu nám- skeið í „hjálp í viðlögum", sem R.K.Í. og Reykjavíkurdeild hans hafa haldið hér í höfuðborginni og víðar. Til heilsuverndarstarfs má einnig nefna það, að um skeið rak R.K.Í. forskóla fyrir hjúkrun arnema að beiðni heilbrigiðs- stjómarinnar. Þá má einnig minnast á hinar fjölmörgu fjársafnanir er R.K.f. hefur gengist fyrir, til hjálpar bágstöddum bæði innanlands sem utan, eins og t.d. Finnlandshjálp- ina og Alsírsöfnunina sem er mesta fjársöfnun sem efnt hefur verið til hér á landi og þá sendu íslendingar mjólkurgjafir til Al- sír. f tilefni þessa afmælis héldu þeir Jón Sigurðsson, borgarlækn- ir, núverandi formaður R.K.Í. og Ólafur Stephensen, framkvæmda stjóri, fund með bláðamönnum og gerðu grein fyrir starfsemi R.K.Í. og helztu framtíðaráætlanir hans. Þeir skýrðu frá því, að stjórn R.K.f. hefði ákveðið að gangast fyrir útbreiðsluviku er hæfist nú fimmtudaginn 25. feb. og stæði fram á öskudag en það er fjár öflunardagur Rauða Krossins hér á landi. Yrði starfs^mi Rauða Krossins hér og erlendis kynnt með fræðsluerindum er munu birt ast bæði í blöðum og útvarpi og einnig munu allar deildir Rauða Krossins fá afhent dreifibréf til að kynna almenningi starfsemi sína. Rauði Kross íslands hefur á 40 ára starfsferli sínum verið virkur þátttakandi í starfsemi alþjóða Rauða Krossins og styrkt og safnað fé til hjálpar bágstödd- um bæði erlendis og innanlands. Hann hefur að öðru leyti tekið þátt í alþjóða líknarstarfsemi eft ir því sem getan hefur leyft, hverju sinni. Fyrir tveim árum stofnaði R.K.I. sérstakan hjálparsjóð og er ætlunin að efla hann svo, að hann verði þess umkominn að hjálpa skjótt og vel, þegar ekki hefur unnizt tími til sérstakrar fjársöfnunar í því skyni. Sjóður- inn nemur nú eitthvað á annað hundrað þúsund krónum og er þeim sem styðja vilja líknarmál bent á að efla þennan sjóð. Stór þáttur í starfsemi R.K.Í. er rekst- ur sumarheimila fyrir börn. Hann rekur t.d. sumarheimilið að Laugarási og að nokkru leyti barnaheimilið á Silungapolli. Þá hefur hann einnig að undanförnu rekið sumarheimili við Sog á svo- kallaðri Efri-Brú. Á síðastliðnu sumri sá Rauði Krossinn 170 börn um fyrir dvalarvist á þessum sumarheimilum. Þá getur farið svo að Rauði Krossinn eignist eins konar systrastofnun, því á Alþingi hef- ur komið fram frumvarp um breytingu á sjúkralögunum og er þar lagt til að þjálfaðar verði stúlkur til að aðstoða við hjúkr- un og í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Rauði Krossinn annist þjálfun þessara stúlkna. Rauði Krossinn í Reykjavík sér um allan rekstur sjúkrabifreiða hér í höfuðbonginni en Reykja- víkurborg leggur til bifreiðastjóra og aðstoðamenn. Þá hefur R.K.Í. einnig um alllangt skeið gengizt fyrir almennri kennslu í „hjálp í viðlögum." Rauði Kross íslands, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs hafa í sam- einingu tekið að sér að hjálpa einu af hinum svokölluðu þróun- arlöndum, Nígeríu, en þar er heilsuvernd og líknarhjálp mjög ábótavant. Rauða Kross félögin fjögur hafa ráðið norskan mann til að hafa umsjón með þessari aðstoð og hefur hann þegar dval- ið eitt ár í Nígeríu og mun verða annað í viðbót. Alþjóða Rauða Krossinn hefur farið viðurkenn- ingarorðum um þetta framlag Norðurlanda til aðstoðar við van- þróuð lönd. R.K.f. hefur lenest af verið íil húsa í gamla Reykja- víkuapótekinu við Thorvaldsens- stræti, en nú fyrir skömmu keypti hann hálfa húseignina við Öldu- götu 4. Af öllu þessu sem hér er upp talið má sjá að starfsemi R.K.L er ærið kostnaðarsöm og fjár- kostur er því töluverður. Þeir er vilja styrkja starfsemina geta gert það á ýmsan máta, t.d. með því að gerast styrktarmeðlimur og í fyrra gaf R.K.Í. út frímerki, er menn geta keypt félaginu til styrktar. Þá er hægt að kaupa minningarspjöld eða gerast á- skrifendur að tímariti Rauða Krossins, Heilbrigt líf, og einnig með áheitum og gjöfum. Helztu framtíðarverkefni R.K.Í. eru að auka kennsluna í „hjálp í viðlög- um“, og helzt að gera það að náms grein í skólum. Þá hefur R.K.L fest kaup á blóðbíl en það er mjög mikilvægt, því blóðbankann skortir nú sem áður mjög blóð. Það var Seðlabankinn ásamt nokkrum öðrum peningastofnun- um er veittu fé til þessara kaupa. Bifreiðin mun vera af Mercedea Benz gerð og er útbúin með kæli- skáp og margskonar tækjum er nauðsynleg eru í þessu skyni. Þá er fyrirhuguð mikil blóðsöfnun og verður farið á vinnustaði og 1 skóla og mun R.K.f. sjá um blóð- söfnunina en Blóðbankinn leggur til sérmenntað fólk. • LEIGUBÍLSTJÓRAR FÁ ORÐ í EYRA Bréfritari einn hefur vakið athygli á nauðsyn þess að leigu- bílstjórar sýni meiri þrifnað og snyrtilegri umgengni á bíla- stæðum þeim, sem stöðvarnar hafa í hinum ýmsu hverfum borgarinnar og eru þaðan í beinu sambandi við afgreiðslur stöðva sinna frá símum. Bréfritarinn segizt hafa veitt því athygli, að leigubílstjórar geri sér lítið fyrir og tæmi ösku- bakka úr bílum sínum einfald- lega á þann hátt að hrista úr þeim, en síðan taki vindurinn við öllu saman og feyki hálf- reyktum sígarettum allt í kring. Oft megi sjá hrannir af sígar- ettu-stubbum í húsagörðum í námunda við þessi bílastæði Segir bréfritarinn það vera nauðsynlegt að á þessum stöð- um séu sorptunnur. Það hafi áreiðanlega ekki verið til þess ætlazt af borgaryfirvöldunum að þessar bílstöðvar yrðu nokk- urskonar öskuhaugar fyrir leigu aðilana. • ILLA MERKTAR GANGBRAUTIR Það hefur oft vakið furðu mína hve gangbrautir fyrir fót- gangandi yfir götur hér í borg- inni eru illa og ógreinilega merktar. Við skulum taka sem dæmi gangbrautina á homi Fríkirkjuvegar og Skothúsveg- ar. Þetta er sem kunnugt er mikil umferðargata og þar er oft ekið allhratt, einkum þó á kvöldin þegar hinir ungu öku- menn þurfa að sýna stúlkunum sínum töffa-tilburði við akstur- inn. Það er ekkert sem gefur þeim til kynna sem kemur ak- andi, að framundan sé gang- braut, því sjálf er hún ekki mál- uð og ekkert viðvörunarspjald til ökumanna um að framundan sé gangbraut fótgangandi þvert yfir akbrautina. — En ég hef einmitt séð slík spjöld við Hring brautina fyrir vestan Miklatorg. Þau eru upplýst á kvöldin. Slík- um viðvörunarspjöldum ætti að koma upp við Skothúsveginn og víðar. • Á SKÚLAGÖTU í leiðinni mætti jafnvel af- marka nokkrar gangbrautir fyr* ir fótgangandi yfir Skúlagöt- una, því nú fara menn að fá sér kvöldgöngu meðfram Skúlagöt- unni áður en langt um líður. Eins og er verður maður að sæta miklu lagi við að fara í loftköstum yfir götuna. Þar þyk ir sjálfsagt að aka mjög greið- lega því Skúlagatan er aðal- braut og engin þarf að hafa neinar áhyggjur af gangandi fólki. Gangandi fólkið verður bara að treysta á lappirnar og lukkuna við að komast yfir slysalaust. Hér hefur umferðar- nefnd borgarinnar vissulega verk að vinna til aukins öryggis hinum fótgangandi. • HVAÐ UM HETSTA- MYNDINA? Velvakandi hefur í fáeinum línum frá gömlum hestamanni í Reykjavík, verið beðinn að fá það upplýst hjá viðkomandi yfirvöldum, hvenær þess sé nú að vænta að hestamynd Sigur- jóns Ólafssonar verði sett upp inni hjá hinni gömlu Vatnsþró, sem nú heitir Hlemmur. Segist hestamaðurinn enn hafa óbilað minni, en hann telji víst að verk þess sé búið að vera á döfinni í hartnær einn áratug, jafnvel hálfan annan. Þó Velvakandi sé ekki hesta- maður, þá man hann þá tíð að kláramir stóðu við vatnsþróna gömlu. Hann hlakkar til að sjá þetta minnismerki Sigurjóns um þarfasta þjóninn sett upp á þessum sögufræga stað. Vel- vakandi væntir þess fastlega að þeir sem málið heyrir undir láti frá sér fara nokkrar línur til birtingar hér, hið allra fyrsta. BO S C H bakljós, ökuljós, stefnuljós og bremsuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.