Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. febrúar 1965 KORGUNBLAÐIÐ 17 SkégræEitss'mesm á fimtEi UNDANFARIÐ hafa starfsmenn Skógræktar ríkisins, þar með skógarverðir utan af landi, verið á hinum árlega fundi með skóg- ræktarstjóra og gengið frá starfs- áætlun þessa árs. Á þessum fundi er skipt upp verkefnum og starfsfé stofnunar- innar fyrir hvert ár. Fyrst og fremst er gerð áætlun um gróð- ursetningu skó'græktarfélaganna JáííÆS HðraSz til Vesíezuela Jónas Haralz. Ebeoezer Þor- FORSTJÓRA Efnahagsstofnunar og Skógræktar rikisins, en á þessu ári er áætlað að gróður- setja rúml. 1 millj. trjáplöntur í vor. Eins og undanfarin ár er lögð áherzla á hin eldri skóglendi Skógræktar ríkisins svo sem á Hallormsstað, að Vöglum, Borg- arfirði, Haukadal og Þjórsárdal, en skógræktarfélög landsins, sem eru 29 alls eiga sín skóglendi dreifð víðsvegar um landið og þau munu gróðursetja veru- legan hluta af þessari milljón plantna, sem gróðursett verður í vor. Fundarmenn heimsóttu skóg- ræktarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi í fyrra- dag, en í gær fóru þeir upp í Mógilsá og skoðuðu þar hina nýju tilraunastöð í skóigrækt, sem þar er að rísa af grunni. Til- raunastjórinn, Haukur Ragnars- son sýndi húsakost og tilhögun í starfi því, sem þar er að hefjast. Hinum formlega fundi lauk í gær og fara þeir, sem búa utan Reykjavíkur heim til sín í dag. Telpa fyrir bsl HINN 18. febrúar sl. var fjögurra ára telpa að leik ásamt jafnaldra sínum á lóð Þjóðleikhússins við Lindargötu. Var telpan í kerru, en leikfélagi hennar ók. Þar var einnig bifreið, sem flutti kjöt Telja börnin, að bílnum hafi ver- ið ekið á þau. Kerran brotnaði, og telpan meiddist. á hendi. Þau eru vinsamleg tilmæli, að bifreiðastjóri sá, sem hér á hlut að máli, svo og þeir, sem kynnu að hafa verið sjónarvottar að slysi þessu, hafi samband við rannsóknarlögregluna hið fyrsta. innar, Jónasi H. Haralz, hefur verið veitt leyfi frá störfum um fjögurra mánaða skeið, frá 1. marz nk. að telja. Mun hann þennan tíma taka að sér formennsku sendinefndar, er fer á vegum Alþjóðabankans til Venezuela til að kynna sér fram- kvæmdaáætlanir þarlendra stjórn valda. í fjarveru Jónasar mun Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, veita Efnahagsstofnuninni forstöðu. Frá Búrtaðarþingi FUNDUM 47. Búnaðarþings var haldið áfram í gær. Fyrir hádegi voru tekin fyrir tvö nefndarálit og afgreidd og nokkur önnur mál rædd. Síðari hluta dags voru nefndafundir en þingfundir verða aftur í dag. Hefjast þeir kl. 9.30 fyrir hádegi í Bændahöllinni. Mirni* *RgcrsEð EBENEZER Þorláksson var fædd ur á Melum á Skarðsströnd 2. okt. 1877, sonur hjónanna Jó- hönnu ívarsdóttur og Þorláks Bergsveinssonar. Hann lézt í Stykkishólmi 16/2 1965. Ebbi er sigldur! Þegar þessi orð voru sögð í norðurstofunni í Rauðseyjum fyrir svo sem fjöru tíu árum voru nokkrir menn þar samankomnir og spiluðu lomber, er. það var gjarnan siður eyja- manna, ef tvísýnt var veður, eða bíða þurfti þess að straumur sner ist, var þá og vel fylgzt með ferð- um nábúanna í næstu eyjum, ef þeir áttu erindi sömu leið. Því var það er sást til Ebenez- ers í Rúgeyjum, að hann var far- inn á stað, þá var ekki þörf að líta til veðurs, hann hafði tekið af skarið og aðrir fóru að dæmi hans. Slík var forusta hans og hæfileiki í sjómennsku að aðrir vissu að óhætt væri að fylgja honum. Þær voru margar ferðirnar, sem hann fór milli eyja oig lands, eða vestur í Flatey að vitja lækn is eða sækja meðul í þannig veðri að varla gat talizt fært á litlum seglbáti, enda var þá ekki sama hvernig hagrætt var segl um eða stýrt í báru. En sú list er nú að hverfa meðal eyjamanna að sigla opnum bátum, en til þess þarf margra ára æfingu og stöðuga þjálfun, en þá er líka undravert hvað hægt er að láta þessar skeljar fljóta. Ég man að Ebbi sagði mér að einu sinni hefði hann verið að koma vestan úr Flatey oig fékk þá á sig brot á Svefneyjarsund- inu svo að flaut í miðjum snæld Frú Ella Woodcock r«IInniiigarorð Á SÍÐASTA ári lézt í Grimsby fru Ella Woodcock eftir frémur skamma legu. Hún var eiginkona F. Huntly Woodcock, fiskimála- ráðunauts íslenzka sendiráðsins í London. Þau hjón fluttust til Grimsby árið 1942, er hr. Wood- cock tók að sér mikilvægt starf fyrir brezka matvælaráðuneytið. Annaðist hann þá eftirlit með öllum fisklöndunum í þessari m. lu útgerðar og löndunarhöfn. xirið 1950 lét hann af því em- bædi og gerðist fiskimálaráðu- nautur Islendinga og í erilsömu starfi naut hann mikils stuðnings konu sinnar. Hún var frá upphafi einkaritari manns síns og annað- Ebbu báðar búsettar í Sykkis- hólmi og Þonlák vélsjóra við Dælustöðina á Reykjum í Mos- fellssveit. Einnig ólu þau upp Sigurð L. Einarsson og Davíð Ó. Grímsson sem báðir voru þeim sem þeirra eigin börn. Ég votta börnum hans fóstur- sonum og tengdabörnum innilega samúð. Bergsveinn Breiðfj. Gíslason. um. Það var sjáanlegt að ekki myndi hafast að ausa bátinn áð- ur en næsta bára kæmi, svo ein- asta úrræðið var að sigla sjóinn út aftur. Með því að hækka segl- ið reif báturinn sig upp að fram- an en sjórinn rann út úr honum að ofan. í slíkum tilfellum var betra að sá er við stýrið sat vissi hvað bezt var að gera. Ebenezer fluttist ungur með foreldrum sínum í Rúgeyjar. En árið 1903 kvæntist hann Margréti Magnúsdóttur og taka þau við búsforáðum í Rúgeyjum þá um vorið og bjuggu þar til ársins 1928 er þau fluttu til Stykkis- hólms. Þar stundaði Ebenezer jöfnum höpdum smíðar og ferða- lög. Þá voru engir bílvegir og mikið meira flutt með bátum en nú er og varð hann fljótt eftir sóttur í ýmsar ferðir enda svo þaulkunnugur að varla var það sund á Breiðafirði sem hann ekki rataði. Margrét kona þans andaðist í Stykkishólmi árið 1958. Þau eign- uðust 3 börn Sigurbjörgu og Rannsóknar- siyrkur STYRKUR fyrir lögfræðikandí- data frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, sem vilja leggja stund á rannsóknir við Nordisk Institutt for Sjörett, Oslóarháskóla, er laus til um- sóknar. Nemur styrkurmn nú 24.200,- norskum krónum á ári. Tilgangurinn með styrknum er að gera styrkþeganum kleift að stunda vísindalegar rannsóknir á sviði sjóréttar. Umsóknir sendist Institutt for Sjörett, Karl Johansgt. 47, Oslo I, fyrir 15. marz nk. (Frá Háskóla íslands). Aþenu, 24. febrúar. NTB-AP • 40 manns meiddust meira eða minna í átökum leigubíl- stjóra og lögreglumanna í Aþenu i dag. Kaupmannahöfn, 24. febrúar. • Tveir menn, annar norsk- ur, hinn finnskur, voru staðn- ir að verki í dag, er þeir voru í þann veginn að brjótast inn í hús danska blaðamannnasam bandsins í Kaupmannahöfn. ist oft á tíðum mikil skrifstofu- störf jafnhliða húsmóðurstarf- inu, því oft var erilsamt og ann- ríkt hjá fiskimálaráðunautinum meðan deilur íslendinga og Breta voru hvað mestar. Hr. Woodcock hefur dyggilega kynnt málstað íslands þegar á hefur þurft að halda — og þegar mest gekk á vegna átaka út af landhelgismálunum voru blaða- menn tíðir gestir á heimili hans, hann skrifaði greinar og flutti fyrirlestra — ferðaðist oft lang- ar leiðir í því skyni — og þá yfir leitt í fylgd síns dygga lífsföru- nautar, sem jafnan tók myndar- lega og hlýlega á móti öllum, sem sóttu fiskimálaráðunautinn heim. Ella Woodcock hafði brennandi áhuga á Islandi og íslenzkum mál | efnum, kom hingað tvisvar og | fræddist mikið um landið — og heirna í Englandi sagði hún oft t frá íslandi á fundum ýmissa sam 1 taka kvenna, bæði í Grimsby og nágrannabæj um. í heimsóknum sínum hingað eignaðist Ella Woodcock fjöl- j marga vini og kunningja og þeir eru heldur ekki fáir, íslending- arnir, sem heimsótt hafa þau Woodcock hjónin í Grimsby og notið þar alúðar og gestrisni. Þau hjón voru einkar samhent í sínu ágæta starfi fyrir íslendinga — og ég, sem þessar fátæklegu lín- ur rita, er ekki frá því, að Ella Woodcock hafi verið farin að líta á sig sem hálfgerðan íslend- ing. Slíkir vinir verða aldrei of margir og hverfi einn verðum við strax fátækari. Blessuð sé minning Ellu Woodcock. Vinur. : :$***? > nr- W! .—«■ ■*** ■■ - . ■ ‘ "?■..-> • .. .* '..... ... Forráðamenn bókamarkaðarins. F.v. Lárus Blöndal, Jónas og Oliver Steinn, formaður Bóksalafélags íslands. Bókamarkaöur í Lista- mannaskálanum Bóksalafó'ag íslands opnaði í gær bókamarkað i Lista- mannaskálanum. Eru þar á boðstólum um 3000 bókatitlar og er það meira en nokkru sinni fyrr. Kennir þar ýmissa grasa, en með því markverð- asta, sem á boðstólum er, má telja ljósprentanir af Grallar- anum og „Nokkrum sálmum, sem syngjast eiga kvölds og morgna“. Þegar fréttamaður MbJ. leit inn í Listamannaskála í gær, hafði verið komið upp stóru skilti, sem á stóð: Gamla krónan í fullu verð- gildi. Munu þessi orð vera kjörorð bókamarkaðarins. Gunnar Einarsson hafði orð fyrir bóksölunum. Sagði hann m.a., að það væri föst venja og nauðsyn, að bóksalar héldu bókamarkað árlega. Á alíkum markaði væru seld síð Eggertsson, Gunnar Einarsson ustu eintök bóka, og ef ein- hver titill seldist upp hefði það í för með sér hækkun á verðgildi bókarinnar. Á bóka- markaði sem þessuan væru á boðstólum margar bækur, sem bókamenn héldu að væru löngu uppseldar, þar eð þær hafa horfið úr hillum bóka- verzlana. „Góð bók er alltaf ný“, sagði Gunnar. Hér væru bæk- ur svo ódýrar, að allir gætu látið eftir sér að kaupa eitt- hvað. Auk þess að kauipa bækur, gætu menn séð hér hvaða bækur væru að fara úr umferð. Bókamarkaðurinn var, eins og áður er sagt, opnaður í gærdag. Hann verður opinn í tíu daga á venjulegum verzl unartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.