Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 22
MORGUNtlAÐID Laugardagur 27. febrúar 1965 oo áj*-. skortir 3 stig í þremur ieikjum * — og þá er IslandstitíSISsin i Hafnarfórði -Svona ffetur hent knattspyrnudómara. Hér er hann á flótta. Atvikið skeði í Urug-uay. Dómarinn hafði ógilt mark sem landslið Peru hafði skorað móti Argentínu. Heimamenn þustu þá inn á völlinn í bræði sinni og ölvímu — og dómarinn lagði á flótta. Unglingalandsliðið „ætlar" að sigra landsliðið Fjáröfluviarleikir HSI vegna utanfarar unglinga FH héit áfram sigurgöngu sinni á fimmtudagskvöldið. Þá unnu þeir aðra af tveim síðustu hindr unum að því marki að vinna 1. deild án taps. Telja má FH-liðið all sigurvisst gegn Víking og Ármanni sem reka lestina í 1. deild ásamt Haukum — en hindr unin að hreinum sigri er síðari leikurinn gegn Fram. HF mun ekki aðeins stefna að sigri- í 1. deild, heldur að vinna „fullt hús“ — Sigra í öllum leikjunum tíu. í gærkvöldi vannst sá 7. _ gegn KR með 25 mörkum gegn 19.. í fyrri leik kvöldsins mætti Fram, sem næst kemur FH að stigum en hefur þegar tap- að tveim leikjum, liði Víkings og vann öruggan sigur eftir all sérstæðan leik með 31 gegn 20 mörkum. FH og Fram eiga nú aðeins eftir 3 leiki hvort félag. Þau ein koma til greina með að berjast um sigurinn. HF hef- ur 4 stig nægir 3 stig úr sínum þremur síðustu leikjum gegn Ármanni, Víking og Fram. Til að Fram eigi möguleika verður liðið að vinna aila sína 3 síðustu leiki — og meira þarf til jafnvel því annað- hvort Víkingur eða Ármann þarf að vinna HF eða bæði að gera jafntefli við HF. KR-FH FH hafði allgóð tök á leiknum við KR. Liðið tók þegar örugga forystu og hélt henni lengst af. Um úrslitin ré'ði mestu byrjun leiksins en í henni hafði-FH tögl og hagldir. í hálfleik var staðan 14-9. í síðari hálfleik hitnaði heldur betur í hömsunum. Magnús Pétursson dómari missti stjórn á leiknum og það leiddi til að 5 mönnum var vísað af velli. Varð um tíma um hörkubaráttu að ræða en alltaf hafði FH minnst 2 marka forskot. Er KR missti Karl JÓh. útaf vegna endurtekinna brota var sem KR liði'ð brotnaði og megn- aði ekki meir. Eftir það átti FH auðveldan dag og vann sem fyrr segir með 25-19. í annað sinn á þessu íslands- móti V,ar það Örn Hallsteinsson sem bjargaði FH. Hættan á ó- sigri var aldrei mikil — og þó. En það var Örn öðrum fremur sem tókst að finna veikleikann í hinni rómuðu vöm KR og tryggja sigurinn. Hinna var vel gætt sérstaklega Ragnars. Fyrr var sagt áð Magnús dóm ari hafi misst stjórn á leiknum er fram í síðari hálfleik kom. Dómarastörf em erfið, en þó ekki svo erfið að enginn mann- •legur máttur fái þau leyst vel af hendi. Til eru margir dómarar (erlendir) sem goXa dæmt leik eftir leik án þess að um dóma þeirra verði deilt, né heldur að því fundið að þeir hafi gripið of sjaldan inn í leikinn. Að ísl. dómari dæmi á þann hátt er kannski til of mikils mælzt — en eitthvað í áttina vi'ð það er æski legt. Fram — Víkingur Fram og Víkingur áttust við einnig þetta kvöld. Fram vann stórsigur sem skapaðist á alger- um yfirburðum í byrjun leiks- ins. Gunnlaugur Hjálmarsson og Guðjón Jónsson voru þax dxif- fjaðrir. Fram komst í 11-0 for- ystu sem mun jafnvel einsdæmi í l.-deild. í hálfleik stóð 15-5 en leikslok urðu 31-20. Fram átti enga sérsaka leik- kafla utan samleik Guðjóns og Gunnlaugs sem verið hefur blóm strandi þáttur í leik liðsms að undan förnu. Heildarlega séð hefur liðinu farið aftur frá því sem áður var og má endurskipu- leggja leik sinn ef betur á til að takast. Með því að betur til tak- ist, er ekki aðeins átt við að liðið vinni íslandsmótið, heldur taki framförum í leik sem geri stærri stig möguleg. En með núverandi leik virðist slíkt ekki í nánd. Víkingsliðið finnur ekki „takt“ í leik sínum. Það berst vel á köflum en missir alla getu þess á milli. Á þriðjudagskvöldið efnir HSÍ til fjáröflunarleikja í handknattleik vegna utan- ferðar Unglingalandsliðsins. Fram fara tveir leikir. Aðal- leikurinn er milli Unglinga- landsliðs og „landsliðs full- orðinna“ en á undan fer fram leikur milli Ármanns og Fram í m.fl. karla. Á Úrvalslið Fyrri leikurinn er liður í Rvíkurmótinu s.l. haust milli Armanns og Fram. Leikurinn hef- ur ekki áhrif á úrslit mótsins, þar sem KR vann sigur. En þessum leik varð að fresta vegna utan- farar Fram er þeir gengu til keppninnar um Evrópubikarinn. Síðan mætast unglingalandslið og landslið karla. Unglingalands- liðið hefur verið valið og er þann- ig skipað: Fræðslufundur fyrir knattspyrnu- menn . í Keflavík í DAG, laugardag, efnir Ungl- inganefnd Knattspyrnusambands íslands, til fræðslufundar fyrir yngri knattspyrnumenn Kefla- víkur. Verður fundurinn haldinn í Æskulýðsheimilinu við Austur- götu í Keflavík og hefst klukkan i7._ A fundinum tala þeir Karl Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Jón B. Pétursson, blaðamaður. Sýnd verður ný knattspyrnu- kvikmynd o.fl. Eru unglingar í Keflavík hvattir til að sækja fundúm. Finnbogi Kristjánsson Val Einar Magnússon Víking Hilmdr Björnsson KR Gísli Blöndal KR Jón Gestur Viggósson FH Geir Hallsteinsson FH Sigurður Jóakimsson Haukar Hermann Gunnarsson Val Bjami Jónsson Val Gunnsteinn Skúlason Val Jón Hjaltalín Víking Guðmundur Eiríksson ÍBK Friðgeir Indriðason Fram Þórarinn Tyrfingsson ÍR Val þetta var tilkynnt á blaða- mannafundi sem stjórn HSÍ boð- aði til kl. 3 í gær. Litlu síðar barst val landsliðsnefndar HSÍ og var þannig: Sigurður J. Þórðarson KR Hjalti Einarsson FH Ragnar Jónsson FH Örn Hallsteinsson FH Birgir Björnsson FH Kristján Stefánsson FH Bergur Guðnason Val Sigurður Hauksson Vík Karl Jóhannsson KR 30 sækjo nóm- skeið í ddmora- störíum Handknattleikssambandið' hef- ur ákveðið að efna til dómara- námskeiðs. Hefst það á mánur dagskvöldið kl. 8 síðdegis í stofu 18 í Miðbæjarskólanum. Kennari verður Hannes Þ. Sigurðsson. Um 30 þáttakendur hafa tilkynnt þátttöku. Sig. Óskarsson KR Matthías Ásgeirsson Haukum Landsliðsnefndin tók það fram, að vegna fyrri leiksins sama kvöld komu liðsmenn Fram og Ármaíns ekki til greina. • Komð og sjáið Þess er mjöig óskað að hand- knattleiksunnendur sæki þessa leiki því hún er fjárhagsgrund- völlur að ferð unglingalandsliðs- ins til Norðurlandamótsins 2.-4. apríl. Með liðinu þangað fara Karl Benediktsson þjálfari, Jón Kristjánsson form. landsiiðs- nefndar unglinga og dómari Karl Jóhannsson. Danskt námskeið fyrir handknatt- leiksdómara SAMNINGAR hafa tekizt með danska handknattleikssambánd- inu og H.S.Í. að 2 íslenzkir þjálf- arar fái rétt til þátttöku í nám- skeiði, sem haldið verður í Vejle n.k. sumar. Þeir þjálfarar, sem áhuga hafa á þessu námskeiði skulu snúa sér fyrir 1. apríl nk. til stjórnar HSÍ, sem veitir allar nánari upplýs- ingar. Rvíkurmótið í svigi Reykjavíkurmótið í svigi, sem frestað var um síðustu helgi, mun að öilu forfallalausu verða haldið í Bláfjölium á sunnudag- inn kemur. Nafnakall fyrir kepp endur er í Ármannsskálanum kL 10 árdegis. Rílferðir frá B.S.R. kl. 9 f.h. Veitinigar verða í Ármanns- skálanum og væntanlega er bSI- fært að skálanum. Keppendur og starfsimenn, munið að nafnakallið fer fram kl. 10. Reykvíkingar, fjölmennið í Bláfjöllum á sunxuudaginn. Sigurður Óskarsson skorar þrátt fyrir varnartilraun Birgis B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.