Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 24
% SAUMAVÉLAR ^ Jfefc/ö LA'JGAVEGI 49. tbl. — Laugardagur 27. febrúar 1965 sinn sést úti hafsbrún — segir Björn Kristjánsson í Skoruvík á Langanesi MORGUNBLABIÐ átti í gær tal við Björn Kristjánsson í Skoruvík á Langanesi og spurðist fyrir um, hvort þeir eystra sæju til íssins. Björn sagði: — Við vorum að svipast um eftir ísnum nú í da£ og við sáum hann út undir hafsbrún- inni. — Hann er töluvert langt úti, svona 20 mílur að ég gæti trúað. ísinn virtist lágur i sjónum og sundurlaus. Hann lá allt austur fyrir Langanes að því við bezt gátum séð. — Við' þurftum að nota kíki til að sjá hann og ekki urðum við varir við neina stóra jaka. ísinn er það Iangt úti, að sigl- ingum ætti ekki að vera nein hætta búin, enn sem komið er að minnsta kosti. — Það eru orðin mörg ár frá því við hér í Skoruvik höf- um séð hafís og þá aðeins ís- hröngl. Enn sem komið er get- ur maður ekki fundið til kulda í loftinu, sem stafaði frá ísnum. Síldarbræðslan á Sauðár- króki skipfir um eigendur NYLEGA urðu eigendaskipti á síldar- og fiskimjölsverksmiðj- ÞEGAR gæzluvélin Sif var í ískónnunart'.ugi sínu í gær var þessi mynd tekin af ís- tungu, sem komin er inn á Þistilfjörð, en ísbreiðan sjálf er í baksýn og er hún á hreyf ingu suð-austur eftir. Hætta á að siglingar stöðvist fyrir Norðurlandi í dag Is ffyllir firði á Hornstrondum — óttazt að ísinn verði land- fastur fyrir norðan, þar sem spáð er norðanátt í dag H Æ T T A er talin á því, að siglingar stöðvist að meira eða minna leyti fyrir Norðurlandi í dag vegna íssins. Veðurstof- an spáði allhvassri norðanátt í dag og er því líklegt að ís- inn færist nær landi og verði jafnvel landfastur, eins og bann var þegar orðinn í gær- dag við Straumnes og Kögur. Landhelgisgæzlan varaði í gærkvöldi skip við því að fara vestur fyrir Horn þá um nóttina vegna íshættunnar. Gæzluvélin Sif fór í gærdag í ískönnunarflug ©g í tilkynningu um flugið segir, að litlar breyt- ingar hafi orðið á ísnum fyrir Vestfjörðum frá því í fyrradag, aS öðru leyti en því, að ístungan, sem þá var á Djúpinu, var komin að Straumnesi. Var ís kominn inn á Aðalvík, Fljótavík og Hornvik. Liggur ísinn að Straumnesi og Hornbjargi og ínn undir Barðs- vík. Norðar var íshrafl allt um- hverfis Grímsey, en ísinn þokast annars austur og suð-austur eftir. ístungan austur af Langanesi hafi færzt rúmar 30 sjómílur í suð- austur. Skipherrann á Sif taldi ekki siglingar með Norðurlandi hættu legar að degi til í góðu skyggni. HERÐUBREIB f NÆR 8 TÍMA FYRIR HORN Morgunblaðið átti í gær tal við Guðjón Teitsson, forstjóra Skipa- útgerðar ríkisins, og sagði hann frá því, að hann hefði skömmu áður átt símtal við skipstjórann á HerSubreið, Stefán Nikulásson, sem hefði verið á leið suður fyrir Hornbjarg. Sagði skipstjórinn Guðjóni, að Herðubreið hefði komið að ísn- um við Hornbjarg um klukkan 8.30 um morguninn og orðið að bíða færis til að komast í gegnum hann. Var ísinn á nokkurri hreyf- ingu, svo vonir stóðu til að unnt yrði að sæta færis í gegnum hann. Guðjón sagði, að klukkan rúm- lega fjögur síðdegis hefði Herðu- breið komizt í gegnum ísinn, sem var þá einna þéttastur við Straum nes og Kögur. Þessa leið tekur venjulega um tvo tíma að fara en nú tók það Herðubreið nærri 8 tíma. Skipstjórinn tjáði einnig Guð- jóni, að hann hefði orðið var við íshröngl við Gjögra og mynni Eyjafjarðar og einnig hefði ísinn ekki verið meira en 10—15 mílur frá Skagatá. Framh. á bls. 8 unni á Sauðárkróki, sem ríkið yfirtók á sínum tíma af Fiski- veri Sauðárkróks. Hinn nýi eig- andi er Guðmundur Þórðarson, framkvæmdastjóri. Guðmundur hyggst endurbæta og fullgera verksmiðjuna, þann- ig að hún verði tilbúin til að taka á móti síld fyrir sumarið. Afköst verksmiðjunnar verða 2 þúsund mál á sólarhring. Leggst niður laxveiii og æiarvarp í Laxá? Bændur óttast að stíflugerð í ánni eyðileggi öll hlunn- indi hennar Húsavík 26. febrúar. Stækkun á Laxárvirkjun í Þing- eyjarsýslu er nú til athugunar í sambandi við aukna raforku- þörf á Norðurlandi. í því sam- bandi er talað n að gera mikla stíflu í I.axárdal tíl vatnsmiðl- unar. Nú hef ég heyrt óánægju- raddir bænda, sem búa við Laxá, og óttast þeir, að þessi nýja um- talaða virkjun geti eyðilagt «11 hlunnindi árinnar, laxveiði og æðarvarp. Bændur óttast þær vatnssveifl- ur, sem í áinni verða með til- komu nýju stíflunnar. Á topp- áleggstíma er talað um, að áin vaxi svo mikið, að hún jafnvel sökkvi öllum hólmum og eyði- ieggi þar með varpið. Og með svo mísjöfnu rennsli halda gamlir bændur því fram, að laxaklak þrífist ekki í ánni. Þetta er mál. sem þarf að taka til athugunar nánar og vonandi finna verkfræðingar þá lausn að Jaxveiðimenn megi hafa áfram ánægju af stangaveiði og jafn- framt að Laxá lýsi okkur nóg í skammdeginu. — Fréttaritari. Fá ekki að setja meiri loðnu á túnið Akranesi, 26. febrúar. FRÉTZT hefur um tvo háta, sem fengu loðnu suður frá í dag, Höfrung III með 2.200 tunn- ur og Heimaskaga með 250 tunn ur. Ný loðnuganga er að koma vi3 Reykjanes. Þorskanetjabátarnir öfluðu í dag frá 20 tonnum (Höfrungur II.) niður í 5 tonn. Loðnubátarnir verða að bíða eftir löndun þar til kl. 12 á morgun. Fá ekki að setja meira á Bræðrapartstúnið. En þá verð- ur ein þró laus hjá síldarverk- smiðjunni. — Oddur. Tungufoss tók niðri á flúðum við Olafsvík Ólafsvík, 26. febrúar. TUNGUFOSS lestaði hér skreið í dag og hélt burtu úr höfninni um klukkan 9,30 síð- degis. Á leiðinni tók skipið niðri á flúðum, sem eru fyrir norðan svonefndan Norður- garff. Sat Tungufoss þar fastur, en reyndi að komast út aftur aí eigin rammleik með að setja aflvélarnar á fullt aftur á bak. Eftir um það bil þrjá >tundarf jórðunga tókst Tungu- fossi að losna af flúðunum og halda ferð sinni áfram. Ekki er vitað, hvort skemmdir hafa orðio á skipinn. — Hinrik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.