Morgunblaðið - 25.03.1965, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1965, Síða 1
24 síður Notuðu táragas Árás á M-Víetnam — Viet Cong óskar eftir erlendum sjálfboðaliðum 24. marz. (AP) Myndunum, sem „Ranger9“ tók af yfirborði tunglsins var sjónvarpað beint inn á banda rísk heimili. Myndin hér að ofan er tekin af sjónvarps- skermi, er verið er að sýna hvernig gígurinn Alphonsus leit út, þegar tunglflaugin var í um 145 km fjarlægð frá tunglinu. Á myndinni sést sprungan, sem ekki var vitað að væri í gígnum og blettirnir sem vísindamenn likja við ör eftir bólusótt. Myndir „Rangers 9" leysa gátuna um myndun yfirborðs tunglsins Tilraunin heppnaðist fulikomlega — Sjónvaxpað beint frd tunglinu inn d bandaxísk heimili Pasadena, 24. marz. (NTB-AP) I Tunglflaug Bandaríkja- manna, „Ranger 9“, lenti í dag á þeim stað á tunglinu, sem fyrirhugað var, gígnum Alphonsus. Síðustu 16 mínút- urnar áður en flaugin rakst á tunglið, sendi hún sjónvarps- myndir til jarðar um 380 þús. km veg, heint inn á heimili milljóna Bandaríkjamanna. Er þetta í fyrsta skipti, sem myndum frá tunglinu er sjón varpað beint. á Vísindamenn við -Pasa- dena-eldflaugastöðina segja, að myndirnar, sem tungl- flaugin sendi séu þær lang- beztu, er náðst hafi af tungl- inu. Eftir nokkurra klukku- stunda rannsókn verði unnt að segja til um hvernig yfir- borð tunglsins hafi myndazt, t.d. hvort gígarnir þar séu út- brunnin eldfjöll eða hvort þeir hafi myndazt við að loft- steinar skyllu á tunglinu. Auk fyrrgreinds skýrði yfir- tnaður eldflaugastöðvarinnar frá því, að ekki yrði langt að bíða þess að unnt yrði að tilkynna hvar á tunglinu bandarískir geim farar myndu lenda. Fyrstu myndirnar, sepi „Rang- er 9“ sendi til jarðar, voru tekn- ar úr rúmlega 2000 km fjarlægð. Sýndu þær þrjá gíga, þar á meðal Alphonsus", en hann er 105 km að þvermáli. Síðustu mynd- irnar, sem flaugin sendi, voru teknar aðeins nokkrum km frá yfirborði tunglsins. Á þeim sást sprunga, sem til þessa hefur ver- ið óþekkt og í veggjum gígsins sáust merki, sem líkjast örum eftir bólusótt. Vísindamennirnir gátu ekki sagt þegar í stað hvort sprungan væri af völdum eld- goss. Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur sent öllum þeim, sem unnu að hinu velheppnaða tunglskoti, heillaóskir. Sem kunnugt er, var „Ranger 9“ skotið á loft frá Kennedy Framhald á bls. 2 Miðstjórnarfundur I Kreml: Suslov gerir grein fyrir Moskvu- ráðstefnu kommúnista Saigon, Washington, London (NTB-AP): • í dag gerðu flugvélar frá S-Vietnam og Bandaríkjunum árásir á stöðvar í N-Vietnam fjórða daginn í röð Átta flugvélar tóku þátt í árásunum og vörp- uðu sprengjum á ratsjárstöðvar og útvarpsstöð við borgina Ilong Hoi, um 95 km fyrir norðan landa mærin. • Útvarpið í Hanoi flutti i dag langa yfirlýsingu frá Viet Cong skæruliðum, sem útvarpið nefnir þjóðfrelsishreyfingu S-Vietnam. Skorar Viet Cong þar á aðrar þjóðir að senda sjálfboðaliða til aðstoðar meðan Bandarikjamenn haldi áfram að beita hervaldi gegn N-Vietnam og Laos. Fregnirnar um að Bandaríkja menn hafi notað gas gegn skæruliðum í S-Vietnam hafa vakið gremju meðal almennings víða um heim. Blöð í mörgum öndum, þar á meða Bretandi, hafa gagnrýnt gasnotkunina harð lega. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi þessi við- brögð á fundi með fréttamönn um í dag. Kvað hann þau byggð á miklum misskilningi. Táragas það, sem Bandaríkjamenn hefðu notað í S-Vietnam, væri samskon ar og lögreglumenn í mörgiun löndum hefðu undir höndum og notuðu til að dreifa mannfjölda t.d. við mótmælaaðgerðir, sem snerust upp í óeirðir. Hafi Banda ríkjamenn notað táragasið til Framhald á bls. 2 Moskvu, 24. marz (NTB-AP) ♦ Miðstjórn kommúnistaflokks Sovétríkjanna kom saman til fundar í Kreml í dag. Á fundin- um ræddi Leonid Brezhnev, for- maður flokksins, aðgerðir til efl- ingar landbúnaði Sovétríkjanna og minntist Gheorghiu-Dej, hins látna forseta Rúmeníu. » Talið er að fundur mið- stjórnarinnar muni standa fram á föstudag. Meðal þeirra, sem eru á mælendaskrá auk Brezh- nevs, er Mickhail Suslov, hug- myndasérfræðingur flokksins, og mun hann gera grein fyrir ár- angri ráðstefnu 19 kommúnista- flokka, sem haldin var í Moskvu. Fréttamenn eru þeirrar skoð- unar, að í sambandi við greinar- gerð Suslovs, verði umræður um ágreininginn innan heimskomm- únismans. Kínverjar hafa, sem kunnugt er, fordæmt áðurnefnda ráðstefnu kommúnistaflokkanna. Segja þeir, að með henni hafi sovézkir kommúnistar viljað auka sundrungina innan heims- kommúnismans. Ræða Brezhnevs um landbún- aðinn á fundinum í dag hefur enn ekki verið birt, en Tass- fréttastofan sagði, að hann hefði gert miðstjórninni grein fyrir að- kallandi aðgerðum til eflingar landbúnaðarins. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum i Moskvu í dag, að á miðstjórnarfundinum yrði gerð nokkur breyting á skipun fram- kvæmdanefndar flokksins, en sagt, að breytingin myndi ekki ná til æðstu leiðtoganna. Á tindi Keiuiedyijolls Whitehorse, Yukon, 24. marz (AP) RiOBERT Kennedy öldunga- deildarþingmaður, kleif í dag Kennedyfjall í Kanada, en fjallið er nefnt eftir hinum látna forseta. Fjallið er 4.236 metrar á hæð og kom Kenne- dy upp á tindinn kl. 9 í kvöld (ísl. tími). Með öldunigadeild- arþingmanhinum voru nokkr- ir vanir fjallgöngumenn, þar á meðal James W. Whittaker, sem var fyrstur Bandaríkja- manna til að klífa Mount Everest. Veiðin bregzt við Lofoten Bodö, 24. merz (NTB) VERTÍEHN við Dofoten hefur nú staðið í sjö vikur, og í skýrslu, sem birt var í dag segir, að þegar sé ljóst, að veiðin hafi algerlega brugðizt. Ætla margir sjómenn að fara frá Lofoten í þessari viku, vegna hinna slæmu afla- bragða. Umheimurinn viðurkenni, að land- grunnið er hluti af Islandi Að þessu stefnum við Ræða dómsmálardðherra í umræðum um landhelgina á Alþingi í gær. í GÆR urðu miklar umræð- ur á Aiþingi um landhelgis- málið vegna þingsályktunar- tillögu, sem fram er komin um útfærslu fiskveiðiland- helginnar fyrir Vestfjörðum, en flutningsmenn tillögunnar eru Hannibal Valdimarsson og Sigurvin Einarsson. Dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, skýrði afstöðu ríkis- stjórnarinnar til þessa máls og hver sé framtíðarstefna hennar varðandi landhelgi ís- lands. Tók ráðherrann það m.a. skýrt fram, að landgrunn ið væri hluti af íslandi og að því væri stefnt, að umheim- urinn viðurkenni það. Ræða ráðherrans fer hér á eftir: Herra forseti. Vissulega er hér um að ræða þýðingar- og veigaróikið mál. Landhelgismálið er á hverjum tíma eitt mesta mál íslendinga, þessarar litlu eyþjóðar í nyrztu höfum. Ekkert er ofmælt af því, sem háttvirtur framsögumaður mælti um þýðingu þess fyrir vest firðinga að fá til eigin afnota á Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.