Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. marz 1965 MORGUNBLADIÐ 15 . • : • ' . _ ' . ’ • - Ungt fólk í níræðum hreppi Samtal við Sigurgeir Sigurðsson, sveitarst|óra á Selt|arnarnesi SIGURGIiIR Sigurðsson tók um síðustu áramót við staríi sveitarstjóra í Seltjarnarnes- hreppi af Bjarna Beinteins- syni, sem gegnt hafði því um nokkurt skeið. Morgunblaðið kom fyrir nokkru að máli við Sigurgeir og spurði um þau mál, esm efst eru á baugi á Seltjarn- arnesi um þessar mundir. — Efst í huga okkar er skipu lagið, sagði Sigurgeir. Hrepps- nefndin hefur gert tillögur um skipulagið í samráði við skipu- lagsnefnd ríkisins. í næsta mán uði reikna ég með að búið verði s' komast að fastri niðurstöðu. Það sem gerir skipulag Sel- tjarnarness svo sérstætt, er hin ákveðna stærð skipulagssvæðis- ins. Hér eru engir möguleikar til útvíkunnar byggðarinnar, er hún hefur náð því hámarki, sem nesið hltýur að ákveða, og ekki mun líða á löngu, þar til svo verður komið. — Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný skipulagslög, hélt Sigurgeir áfram. Með þeim lög- um fá sveitarfélögin u.þ.b. ’A af skipulögðum landssvæðum fyrir t.d. götur, leikvelli og önnur opin svæði. Einnig er gert ráð fyrir því að sveitarfé- lögin fái gatnagerðargjöld af lóðaeigendum. Borað eftir heitu vatni — Þið hafið verið að gera athuganir á hitaveitufram- kvæmdum, er það ekki? — Jú, við höfum verið að bora í þeim hluta af Bakka- landi, sem hreppurinn keypti fyrir tveimur árum. í þeirri holu fannst 26 stiga heitt avtn á 100 metra dýpi. >á hefur verið borað í landi Bygggarðs, sem einnig er eign Seltjarnarnes- hrepps, og þar kom upp 29 stiga heitt vatn úr 80 metra djúpri holu. Þetta er aðeins byrjunin. Við höfum samið við Jarðhitasjóð um allt að 40 daga borun í viðbót. Þá munum við þiggja ráð af þeim um það, hvora holuna skuli nota. Hrepps búar hafa sýnt athugunum þess um mikinn áhuga og bíða árang ursins með eftirvæntingu. — Hvað er að segja um iðnað á Seltjarnarnesi nú og í fram- tíðinni? — Hér eru staðsett nokkur ágæt iðnfyrirtæki, meðal ann- ars stærsta frystihús landsins, ísbjörninn. Væntum við góðs af þessum atvinnurekstri í framtíðinni og er þeim ætlað rými á skipulaginu fyrir starf- semi sína. Bygging íþróttahúss — Þurfa börn af Seltjarnar- nesi að sækja skóla til Reykja- víkur? — Nei, við stöndum ágætlega að vígi í skólamálunum. Verið er að ljúka við byggingu nýrrar álmu við nýja Mýrarhúsaskól- ann, sem er bæði barna- og unglingaskólii. Er þessi viðbót kemst í notkun, verður skólinn nokkurn veginn einsetinn, en það teljum við mjög æskilegt. Þá er verið að teikna íþrótta- hús og verður bygging þess von andi hafin á næsta ári. Við höf- um orðið að fá KR-heimilið leigt til leikfimikennslu. í íþróttahúsinu nýja verður sennilega einnig aðstaða fyrir ýmis konar félagsstarfsemi að auki. — Hvaða fleiri menningar- Loftmynd af Seltjarnarnesi, tekin fyrir mörgum árum, áðuren nýju hverfin voru reist þar. Helztu örnefni nessins eru merkt á myndina. Sigurgeir Sigurðsson við loftmynd af Seltjarnarnesi í skrif- stofu sinni í gamla Mýrarliúsaskólanum. stofnanir eru í hreppnum? — Við eigum því láni að fagna að hafa hér sérstaklega gott bókasafn, um 6400 bindi alls. Eldri hlutinn, um 2000 bindi, er arfur frá Framfarafé- lagi Seltirninga, sem hér var starfandi rétt eftir aldamótin. Sumt þeirra bóka er mjög verð mætt. Tiltölulega dýr gatnagerð — Hve margir íbúar eru í Sel tjarnarneshreppi? — Fyrsta desember sl. voru íbúarnir 1692. Fjölgunin í hreppnum hefur að undanförnu verið talsvert á annað hundrað manns á ári. Við höfum reynt að láta íbúafjölgun og gatna- gerðarframkvæmdir fylgjast sem mest að, svo að við drög- umst ekki aftur úr með þjón- ustuna. Svæðaskipulagsnefnd gerir ráð fyrir því, að árið 1983 verði íbúatalan hér á Nesinu komin upp í 4000 manns. Lóð- ir eru hér talsvert stórar, hin- ar minnstu um 700 fermetrar, svo að götur verða hlutfalls- lega langar og dýrari en víða gerist annars staðar, svo að við verðum að gá vel að okkur. Við erum komnir með holræsi og a.m.k. bráðabirgðagötur í öll byggð hverfi hér og allflestar götur undirbyggðar, þannig að við erum tiltölulega vfel á vegi staddir. Þá er búið að endur- nýja holræsa- og vatnslagnir í Lambastaðahverfi. — Hvenær býst þú við að Nesið verði fullbyggt? — Eftir svo sem 20 til 25 ár og þá er lokið öllum fjárfest- ingum til nýrra gatna og ann- arra slíkra framkvæmda, ekki verður hægt að byggja fleiri hús og þá verður farið að létta mjög á opinberum gjöldum hér. Ekki hefur verið gert ráð fyrir byggingum innan Skóla- brautar, sem liggur umhverfis Valhúsahæð, en við erum að láta fara fram athugun á því, hvort ekki sé gerlegt að byggja einlyft hús þeim megin göt- unnar. Virðist það í góðu lagi og ekkert skerða túsýnið af hæðinni. Gatnagerðargjöldin af þessum húsum, sem ekki var gert ráð fyrir í fyrstunni, mundu nægja til að greiða helming kostnaðarins við göt- una. Landbrot d Seltjarnarnesi — Eru öldur Atlantshafsins að sverfa af nesinu ykkar? Já, hafið hefur fært upp fjöruborðið um allt að einum metra á ári á tveimur köflum hér, við Gróttu og í víkinni sunnan á nesinu. Þarna þörfn- umst við góðrar "aðstoðar vita- málastjórnarinnar að halda til Nýi Mýrarbúsaskólinn með nýju álmunni. (Allar myndirnar tók ÓI. K. Magnússon). að hefta landbrotið með grjót- varnargörðum á þessum stöð- um. — Hvernig er samstarf ykk- ar Seltirninga við Reykjavík- urborg? — Það er mjög gott. Við er- um háðir Reykjavík um stræt- isvagna, * rafmagns- og vatns- veitu, slökkvilið og fleira. Eng- in snurða er á samstarfsþræð- inum. Þá er samstarfið innan hreppsnefndarinnar hér frábær lega gott. I nefndinni eru ein- göngu ungir menn, sem eru samhentir, með augun opin fyr- ir ýmsum nýjungum og óhrædd ir við að færa sér þær í nyt. Þá má geta þess, að við réðum til okkar verkfræðing nú um áramóíin, Hallgrím Sandholt, sem einnig mun verða bygging- arfulltrúi hreppsins. Skortur á verkfræðingum hefur háð mjög öllum framkvæmdum hjá okk- ur. Eftir verkfræðingaverkfall- ið töfðust framkvæmdir tals- vert, þár sem ekki var hægt að skipuleggja verkefnin nógu langt fram í tímann. — Hafið þið samstarf við önnur sveitarfélög í sýslunni? — Já, í nóvember siðastl. var stofnað Sambánd sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, sem við væntu mokkur góðs af í fram- tíðinni til að vinna að þeim mörgu hagsmunamálum, sem sameiginleg eru með félögum þessum. — Við höfum verið aðilar að viðræðum við Véltækni h.f. ásamt Vegagerð ríkisins, Hafn- arfirði, Kópavogi og Garða- hreppi, um tilraunir með lagn- ingu olíumalar á vegi í stað malbiks. Kostnaður við slíka vegagerð er um 1/3 af malbik- unarkostnaði og gæti slíkt þvi komið að góðu haldi, þar sem umferð er fremur lítil og bæj- ar- og sveitarfélögin félítil. Ekki verður þó lögð nein olíu- möl á Seltjarnarnesi á næsta sumri. Vilja halda sjálfstæðinu — Hefur aldrei verið rætt um það, að Seltjarnarneshreppur sameinist Reykjavík? — Jú, náttúrulega hafa þær hugmyndir heyrzt, en yfirgnæf andi meirihluti hreppsbúa er andvígur slíkri sameiningu og vill halda sjálfstæði hreppsins, sem hefur blessazt prýðilega síð an árið 1875, en Seltjarnarnes- hreppur verður níræður á næsta hausti, nánar tiltekið 4. nóvember. Annars hafa ráða- menn Reykjavíkur sýnt þessum sjálfstæðisvilja okkar fullan skilning, og ríkir því engin mis- klíð um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.