Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Söngleikurinn Stöðvið heiminn verður sýndur í næstsíðasta sinn nk. föstudag og er þetta 27. sýning á leiknum. — Síðasta sýning leiksins verður nk. þriðjudag. — Myndin er af Bessa Bjarnasyni «g Völu Kristjánsson í aðalhlutverkunum. — Gufuleiðsla Framh. af bls. 13 að það sé bara til að standa ekki uppi alveg orðlaus um Ihvers kyns sé á svo merkura stað sem Reykholti, þá spyr ég hann nánar út í þetta. Maður veit ýmislegt um not kun gufunnar áður fyrr, segir Þorkell. Hún var notuð til baða. Bæði voru baðofnar inn an húss og svonefnd þurra- böð úti. Menn fóru að baða sig í igufunni, þar sem hún kom úr jörðu. Slík böð voru t.d. í Þjórsárholti og við Náma skarð hjá Mývatni. Það er því ekki óhugsandi, að gufubað hafi verið þar sem leiðslan endaði í brekkunni austan Reykholtsbæjar. Þar eru ekki merki um nein hús, en mér dettur í hug, að menn hafi tjaldað þar yfir sig. Það var gert við laugar. Eggert Ólafs- son og Bjarni Pálsson segja t.d. frá því í ferðabók sinni, að hægt hafi verið að tjalda yfir laugina hjá Leirá í Leirársveit Og einnig að fólk hafi tjaldað yfir Marteinslaug í Haukadal. Þar er líka talað um rennu frá uppsprettu og frásögnin dálít- ið skemmtileg um minjastað þennan, sem kenndur er við heilagan Martein frá Tours: „Sú saga er sögð þar í sveit- inni um Marteinslaug þessa, að hún hafi með yfirnáttúru- legum hætti sprottið upp úr hörðum kletti og fallið síðan gegnum lokaðan stokk niður í baðþróna. Þá er og saigt, að vatnið sé gætt lækningamætti, og er til nefndur fjöldi manna, sem þar hafi hlotið heilsubót. Þessa sögu látum við liggja milli hluta, en í raun og veru er það mjög einkennilegt, að vatnið sprettur hér upp í gegn um harða og þétta klöpp, sem er tvær álnir á hæð og þriiggja álna breið. Vatnið rennur frá uppgönguauganu í tveggja þumlunga víðri, opinni rás eða rennu. Sagt er, að óknytta piltar nokkrir hafi brotið renn una upp, en sennilegast er að hún hafi verið opin frá önd- verðu, rétt eins og hún er nú því að hún er úr annars konar steini en klöppin í kring, en í hana hefur setzt hrúðurskorpa úr vatninu. Vatnið í lauginni er tært og enginn afkeimur af því. Heilnæmt oig þægilegt er að fá sér bað i lauginni. Sækja menn því þangað mikið úr ná- grenninu í því skyni að tjalda þá yfir laugina.“ Um fleiri laugar, og hversu vatninu er veitt að, tala þeir Eggert og Bjarni, t.d. um bað- húsið í Hrafnkelsdal, en þar var byggt yfir laug, laugina í Laugarási í Biskupstunigum, sem stokkur lá að, nú og Snorralaug í Reykholti og vatnsstokkinn að henni. Um hana segja þeir: „Snorralaug er frægust laug á íslandi vegna aldurs og gerð ar. Hún dregur nafn af sagna- ritaranum fræga, Snorra- Sturlusyni, sem sagnir herma, að hafi látið gera hana. Eng- in sönnun er þó fyrir því, en af Sturlunga-sögu má ráða, að hann sat Reykholtsstað vel. ÞRÍFASA IIAFMIÍinilAII fyrirliggjandi af eftirtöldum stærðum: %, 1, 1,5, 2, 3, 4 og 5,5 HP. Vatnsþéttir (P 33) 220/380 Vött 1450 s/mín. Málsetning mótoranna er samkvæmt I. E. C. (International Electrotechnical Commission). 3000, 1000 og 750 s/mín. verða til á næstunni. Söluumboð Véladcild S.Í.S. Ármúla 3; sími 38900. JÖTUNN H.F., rafvélaverksmiðja Hringbraut 119. — Sími 20-500. Hann var hugvitssamur, hafði gaman af húsagerð og „hafði beztu forsagnir á því, er gera skyldi." Laugina notaði hann mikið, og þá lágu löng undir- göng milli bæjar og laugar, svo að hægt var að ganga á milli, án þess að að manni slægi. Annars má sjá af Land- námu, að laug þessi var til þegar á dögum Tungu-Odds fyrir 960, áður en byggð hófst í Reykhotti. Þá var laugin notuð, og þótti hin bezta laug í dalnum, og voru þó baðlaug- ar þar næstum á hverjum bæ. Skrifla heitir hver, sem er í 40 skrefa fjarlægð frá Snorra laug, og rennur vatnið í laug- ina úr hvernum eftir hlöðn- um stokki. í endanum á stokknum er hella með kringl óttu gati, sem tappi er í. Hann er tekinn úr, þegar heitt vatn á að renna í laugina. Kalduc lækur rennur einnig þar fram hjá, svo að hægt er að kæla baðið, ef mönnum þykir það of heitt. Snorralaug er hlaðin úr höggnu grjóti Oig hvera- hrúðrL Botn laugarinnar er flatur og bekkir í kringum hana. Laugin er svo stór, að 50 manns rúmast þar inni. Vatnið er mjög tært og létt, en ekki með öllu laust við hveraslý, ef það fær tíma til að vaxa. Laugin er mikið not- uð bæði af heimafólki og ná- grönnum, og telja menn sig hafa gott af böðunum." Þeir Eggert og Bjarni tala um hlaðinn stokk, sem vatnið renni eftir, segir Þorkell. En þetta er þó ekki fyllilega rétt. Að minnsta kosti er ekki unnt að greina slíka gerð á stokkn- um, þar sem til sést. Vatnið rennur eftir rás, sem virðist eins og sú, sem við fundum núna. Hins vegar eru tilhöggn ar hellur meðal þekjusteina. Kaldi lækurinn sést heldur ekki lengur. En Eggert og Bjarni ferðuðust um landið 1752-57 og því orðið æði langt síðan. Hafði Snorri gufubað utan við bæinn? — Það eru sem sagt engin merki um, að gufa hafi verið leidd í bæinn í Reykholti eftir rennunni, sem nú fannst? — Nei, og talsvert bil er milli rústa bæjarhúsanna og leiðsluendans. Kannski hefur verið hentugra að hafa að- streymi gufu, til að baða sig við, í brekkunni skammt frá bænum en að veita henni inn í bæinn, því að baðigufa flyt- ur með sér raka inn í hibýlin, þótt loka magi rásinni. Ekki skal ég fullyrða þetta. — Er hugsanlegt að eitt- hvað fleira sé að finna þarna, ef haldið verður áfram að leita? — Úr því er nú skorið að ekki liggja fleiri leiðslur þarna á milli Skriflu og. Snorralaugar eða bæjarrúst- anna, svo djúpur er skolp- leiðsluskurðurinn, sem graf- inn var frá kennarabústaðn- um að safnþró og þvert yfir svæðið. Bústaðurinn er reist- ur 30 m. austur frá fjóshlöð- unni í Reykholti og dálítið norðan hennar. Skrifla er í mýri austur við túnjaðar og um 50 m. frá bústaðnum. Þetta sem fundið er, þarf svo að rannsaka nánar — E. Pá. Fl ugumsjónarmenn Loftleiðir Keflavík h.f. óska að ráða til sín á næstunni nokkra aðstoðarmenn í flugumsjón, sem síðar meir öðlist fullgild réttindi flugumsjónar- manns. Þeir, sem áhuga hafa á aðstoðarmanns- starfinu, skulu hafa góða almenna menntun m. a. gott vald á ensku. Umsóknareyðublöð fást í aðalskrifstofunni Reykja- víkurflugvelli, afgreiðslunni Lækjargötu 2, Reykja- vík og hjá Loftleiðum Keflavík H.F., Keflavíkur- flugvelli. Umsóknir skulu hafa borizt Ráðningar- deild félagsins í Reykjavík fyrir 30. þ.m. Keflavík og Njarðvík Loftleiðir Keflavik H.F. óska eftir að ráða fólk til eftirtalinna starfa á næstunni: 1. Fjórar stúlkur eða konur til hreingerninga á flugvélum félagsins. 2. Nokkrar stúlkur eða konur til starfa í eldhúsi, búri og í framreiðslusölum veitingahúss fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Umsóknareyðublöð fást í aðalskrifstofunni Reykja- víkurflugvelli, afgreiðslunni Lækjargötu 2, Reykja- vík og í skrifstofu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Umsóknir skulu hafa borizt Ráðningardeild félags- ins í Reykjavík eða skrifstofu Loftleiða Keflavík h.f., Keflavíkurflugvelli fyrir 30. þ.m. OFMIDIR AFGREIÐSLUST JÓRI á varahlutalager Vér óskum að ráða sem fyrst og eigi síð ar en í byrjun júní n.k. afgreiðslustjóra í varahlutaverzlun.—Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi starfsreynslu við viðgerðir dráttarvéla eða afgreiðslu varahluta. Nánari upplýsingar veittar af framk væmdastjóra. Dráttarvélar hf Sambandshúsinu, Reykjavík — Sími 17080. ÓDÝIU BÍLAÁKLÆÐI ÓDÝRI Mjög góð og ódýr ullarefni, hentug í bílaáklæði, verð kr. 55,00, kr. 75,00 og kr. 98,00 pr. meter. Breidd 140 cm. Notið þetta sérstaka tækifæri til að klæða sætin í bifreið yðar ódýrt. Selt á útsölunni í Aðalstræti 7, bakhús. (gengið inn frá Hótel íslandslóðinni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.