Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. marz 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ kom á andlitið á honum neyddi hana til að finna sér eitthvað, sem hún gæti hrósað, og þegar hún leitaði að því, sá hún, að gluggarnir höfðu verið þvegnir. Og það mátti heita óvenjuiegt, því að þar sem fólk flutti inn, varð það oftast að vera fyrsta verkið að skafa málningarslett- urnar af rúðunum og þvo þær síðan. Hún flýtti sér því að segja: — Og gluggarnir hafa verið þvegn- ir. Og húsvörðurinn heyrði ánægj una í rödd hennar og varð ánægð ur eins og soltinn hundur, sem fær allt í einu bein. Hún flýtti sér upp síðasta stig- ann og þreifaði um leið eftir lyklunum sínum, en stanzaði í miðjum ganginum til að líta í veskið sitt, svo að Bub varð á undan henni að dyrunum. Hún ýtti honum frá og opnaði dyrnar og baunadósin, sem hún hafði undir hendinni, datt á gólfið og veltist letilega eftir því. Meðan Bub var að ná í hana, opnaði hún hana. En þegar þau voru komin inn fyrir, sneri hann sér beint að henni. Hana langaði til að faðma hann, því að hann var enn með tár í augunum, en hann hafði augsýnilega verið að herða upp hugann til að segja henni það, sem honum lá á hjarta, enda þótt hann væri í óvissu um áhrif- in. Hún sneri sér því að honum og í stað þess að faðma hann, hlustaði hún með alvöru á hann og gaf honum í skyn, að hún mundi taka fullt tillit til þess, sem hann ætlaði að segja henni. — Þú sagðir, að okkur vantaði peninga. Sagðir það aftur og aftur. Ég var bara að reyna að vinna mér inn ofurlítið með því að bursta skó, sagði hann kjökr- andi. Og svo kom spurningin: — Hvað var við það að athuga? Hún varð sein á sér með svar- ið og hugsaði til allra þeirra til- vika þegar hún hafði orðið að neita honum — engan brjóst- sykur af því að við höfum ekki efni á því — engin tuttugu og fimm sent fyrir bíói, því að það þarf að sóla skóna þína fyrir aurana. Hún var alltaf að segja honum, hvað það væri mikilvægt að vinna sér inn peninga og spara peninga — það hafði hún lært hjá Chandlerfólkinu. Og svo skammaði hún hann og barði, þegar hann reyndi þetta sjálfur. t>að var þá allt í einu alrangt að gera það, sem hún hafði sjálf ver ið að kenna honum! Hún svaraði og valdi orðin vandlega: — Það sem ég varð vond út af, var hvernig þú ætl- aðir að fara að vinna þér inn peninga. Svo beygði hún sig niður að honum, svo að andhtin voru í sömu hæð og enn valdi hún orðin vandlega: — Þú skilur, að litaða fólkið hefur sífellt ver- ið að bursta skó og þvo gólf . . árum saman. Og hvíta fólkinu finnst það vera einu verkin, sem' það sé fært um. Erfiðu og óhreinlegu verkin og verst borg- uðu. Hún fór að hugsa um þessa litlu, dimmu íbúð, sem þau bjuggu i og um 116.-stræti, sem var fullt, svo að út af flaut, af fólki, sem bjó í samskonar íbúð- um, og svo um hvíta fólkið í mið- borginni, sem horfði á hana með ódulinn fjandskap í augunum, og hún varð óðamála og hæti alveg að velja orðin. Ég ætla ekki að láta þig átta ára gamlan vera að gera það sem hvíta fólkið ætlast til ,að þú ger- ir. Þvi að ef þú ferð að bursta skó, átta ára, verðurðu sennilega enn að því áttræður. Og það vii ég ekki 8 Hann horfði fast á hana meðan hann hlustaði, og lagði orðin vandlega á minnið. Svipurinn á honum varð svo alvarlegur, að hún tók að efast um, að hún hefði átt að segja honum um hvíta fólkið. Hann var allt of ungur til að segja honum annað eins, og auk þess var hún ekki viss um, að hún hefði gert sig vel skiljanlega. En hún fann ekkert ráð til að draga úr þvi og þess vegna kiappaði hún á öxlina á honum og rétti sig síðan upp og fór að fara úr kápunni. Hún valdi fjórar kartöflur úr pokanum, sem hún hafði sett á eldhúsborðið, þvoði þær, náði í hníf og settist niður til að hýða þær. Bub kom og stóð rétt hjá henni og næstum hallaði sér upp að henni, en þó ekki alveg, rétt eins og hann væri að sækja sér styrk af nærveru hennar. — Mamma, hversvegna vill hvíta fólkið láta litaða fólkið bursta skó? Hún sneri sér að honum, og vissi ekki, hverju svara skyldi, því að einmitt þetta hafði hún aldrei hugsað um. Hún leit niður á hendurnar á sér. Þær voru brúnar og sterklegar og fingurn- ir langir og vel lagaðir. Hún hafði ekkert við þetta að athuga, en kannski var það vegna þess, að hún var fædd svona lit, og var orðin því svo vön. En dökkt hörund var nú mjúkt viðkomu og heitt af blóðinu er undir því rann og það hlífði líkamanum alveg eins vel og hvítt og líkamirnir, sem voru dökkir, voru allt eins heilbrigðir og þeir hvítu. Jafn- vel þó að svart fólk væri ekki fagurt álitum, gat hún ekki skil- ið, hversvegna hvítt fólk hataði það svarta. Það hlaut að vera hat ur, sem koim því til að binda alla negra í einn böggul, sem kailaður var „litaður" og þessi sérstaki hópur krafðist sérstakr- ar vinnu og sérstakrar meðferð- ar. En hversvegna þetta var svo, gat hún aldrei skilið. — Ég veit það ekki, Bub, sagði hún loksins. — En það er víst af sömu ástæðu, að við getum ekki átt heima nema á svona stöð um — hún benti á sprungna loft- ið, slitnar brúnirnar á baðkerinu og litla gluggann. Hún horfði áfram óg velti því fyrir sér, hvað hann væri að hugsa. Hann færði sig frá henni og hailaði sér upp að eldhús- borðinu og potaði í kartöfluhýði, sem þar lá, rétt eins og ósjálf- rátt. Svo gekk hann að gluggan- um og horfði út um hann, og studdi höndum undir höku. Hann stóð gleitt og henni datt í hug: Hann hefur fallega og sterklega fætur. Og allt í einu varð hún hreykin af honum og fegin að eiga hann og einsetti sér að gefa honum gott uppeldi. Þetta sjálfs- traust, sem hafði gripið hana úti á götunni, kom nú aftur með fullum krafti. Já, hún gat ahð hann þannig upp, að hann yrði fallegur og sterkur maður. Við þessa hugsun tók hún að herða sig við verkið — hún skar kartöflurnar niður í örsmáa bita, til þess að þær yrðu fljótar að soðna, maiaði ketið niður í mauk, hitaði baunirnar, lagði svo á borðið og hellti mjólk í glas handa Bub. Svo gekk hún að glugganum og lagði arminn um axlirnar á Bub. — Á hvað ertu að horfa spurði hún. — Á hundana þarna niðri. Ég kalla annan hundapabba og.hinn hundamömmu. Og svo eru nokk- ur hundabörn þarna hinumegin. Hún leit í áttina, sem hann benti í. Þarna voru brotnar girð- ingar, sem höfðu skipt baklóð- unum í húsagarða. En þegar hún leit á það, fannst henni það vera allt orðið að einum húsagarði, því að ryðguðu blikkdósirnar, öskuhrúgurnar og málmstykki úr gömlum bílum, höfðu ekki virt neinar girðingar. Ruslið smaug gegnum um hvert skarð í girð- ingunum þangað til allt var kom- ið i einn allsherjar-hrærigraut, svo að allar baklóðirnar litu út að ofan séð eins og einn rusla- haugur. Hún hallaði sér betur út til að sjá hundana, sem Bub hafði talað um. Þeir hringuðu sig sofandi, og það var aðeins ofurlítil hreyfing eða kippur í eyra, sem gaf til kynna, að þeir væru Hfandi. Bub tók að úskýra í smáatrið- um leikinn, sem hann lék við þá. Það snerist um það, hver yrði fyrstur til að hreyfa sig. Hún hlustaði ekki á hann nema með hálfu eyra, en starði á ruslahrúg- urnar og þessa vesældarlegu hunda. Um alla Harlem voru svona íbúðir og þær voru ekki annað en gildrur. Skítugar, dimmar og forugar gildrur. Og gildran smellur í um leið og fyrsta leigan er greidd. Gerðu svo vel að ganga inn. Við lifum í frjálsu landi. Dimmir gangar og þefjandi salerni! Hún hafði viljað fá íbúð út af fyrir sig og nú hafði hún fengið hana. En nú varð hún snögglega skelfd við að horfa niður á alla þessa ruslahauga, þvi að hún vissi ekki, hvert næsta skrefið yrði. Hún hafði ekki hugsað lengra en til íbúðarinnar. Yrðu þau að hafast hérna við ár eftir ár? Með rétt nægilegt til að standa í skilum með leiguna, rétt nægilegt til að hafa í sig og á og einstöku sinnum fyrir biói? Hvað var framundan? Það vissi hún ekki og hún lagði handlegginn utan um Bub 21 2% ffi IX. HOTEL A3AX — Viljið þér nú segja burðarmanninum að sækja farangurinn okkar og fara roeff bann á járnbrautarstöðin. Eg kem rétt á eftir <?!> borga reikninginn. og þrýsti honum að sér. Hún vissi ekki, hvað framundan væri, en þeir skyldu aldrei veiða hana í þessa skítugu gildru sína. Hún skyldi brjótast út úr henni. Hún og Bub í félagi. Hún hélt svo fast um hann, að hann hæti að horfa á hundana og leit framan í hana. — Þú ert falleg, sagði hann og lagði kinnina við kinn henn- ar. Húsvörðurinn segir, að þú sért falleg og það er rétt hjá honum. Hún kyssti hann á ennið og tók að hugsa um, til hvers hús- vörðurinn væri að segja þetta við Bub. Og hún fann til snöggr- ar hræðslu, sem fékk hana til að herða takið um axlirnar á Bub. — Við skulum fara að borða, sagði hún. Alla máltíðina á enda hélt hún áfram að hugsa um húsvörð inn. Hann var svo stór og svo þögull, rétt eins og einhver ör- lagavera. Hún gekk sjaldan inn eða út úr húsinu án þess að hitta hann í göngunum eða komandi út úr íbúðinni sinni, og fór að láta sér detta í hug, að hann sæti beinlínis um hana. Hún hafði tekið eftir því, að hinir leigjendurnir töluðu sjaldan við hann en létu sér nægja að kinka kolli þegar þeir hittu hann. Venjulega hafði hann hundinn með sér, þegar hann stóð úti fyrir og hallaði sér upp að hús- veggnum. Og hundurinn var van- ur að opna kjaftinn, eins og hann kitlaði í að hlaupa niður eftir götunni. Hún hugsaði sér, að ef hann einhverntíma léti eftir þess ari löngun sinni, mundi hann hlaupa eins og óður eftir götunni og bíta fólk. Hann var vanur að horfa á húsvörðinn með augna- ráði, sem bar vott um aðdáun og hræðslu í senn, og reyna að þumlunga sig frá honum, svo sem hársbreidd í einu og langa til að hlaupa. En þá sagði húsvörð- urinn: — Kunningi! og hundur- inn þurfti ekki meira til að hörfa til baka og taka sér stöðu við hiiðina á honum. Hún gat ekki gert það upp við sig, hvert væri verst — þessi auð- mjúki hundur, ólánlegi maður- KALLI KUREKI -* •%- *- •*- Teiknari: J. MORA — Ég held ég viti hvað það er, sem l>ig hefur skort í uppeldinu. — Nei. — í>ú ert ekki nógu gamall til að koma fyrirætlunum þínum í fram- kvæmd. Ég vona að þú látir þér þetta að kenningu verða. — Ég hefði heldur viljað að þið dræpuð mig en að verða fyrir þessu. í>að er ekki nokkur meining að meö- höndla skyttur svona. inn eða þessi ólánlega kona, sem bjó með honum, og sagði allt i hvíslingum. Frú Hedges, sem vissi allt sem fram fór í húsinu og þeim næstu, hafði sagt henni í trúnaði, að kona húsvarðarins væri alls ekki konan hans, held- ur byggi bara með honum. — Þær koma og fara, sagði frú Hedges og augun leiftruðu af ill— kvittni. Bub tók stóran sopa af mjólk og honum svelgdist á honum. —¦ Afsakaðu, tautaði hann. Lutie brosti til hans og sagði: — Drekktu það ekki svona ört. Og aftur tók hún að hugsa um húsvörðinn. Hún varð að finna eitthvert ráð til að halda Bub frá honum. En svo var þessi langi tími eftir að Bub kom úr skólanum og þangað til hún sjálf kom heim. Hún gat ekki gleymt því þegar Bub sagði í sakleysi sínu: „Húsvörðurinn segir, að þú sért svo falleg". Það þýddi ekk- ert að skipa Bub hreinlega að gefa sig ekkert að honum. Því að eftir þetta atvik með skóburstara kassann mundi hann fara að halda, að ekkert sem hann tæki fyrir, félli henni í geð. En hún skyldi finna upp á einhverju. Og enn fannst henni hún varla geta snúið sér við, án þess að eitthvert nýtt vandamál skyti upp kollinum. Hún yrði að hafa einhvern, sem hún gæti talað við og spurt ráða. Þessi ár, sem hún. hún hafði unnið í þvottahúsinu og gengið í skóla á kvöldin, hafði hún komizt úr sambandi við alla kunningja sina. Og pabbi var ekkert heppilegur til að ræða Höfn i Hornafirbi BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. i Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt i lausasölu. GrundarfjörÖur VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.