Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 22
99 MQRGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. marz 1965 Úrslit íslandsmótsins ráöin í kvöld? KR á möguleika á 3. sæti FH skortir 1 stig í sigur 1 KVÖLD fara fram 2 leikir í 1. deild íslandsmótsins í handknatt leik og má ætla að úrslit mótsins verði ráðin í kvöld. Fyrst leika KR og Fram en síðan Ármann og FH. Fram verður að vinna til að eiga enn sigurmöguleika, en ef KR vinnur lenda þeir í 3. sæti mótsins, sem er eftirsóknarvert sæti fyrir öll lið. Þarna má því búast við hörðum slag. Þá geta FH-ingar tryggt sér sigurinn í mótinu. Vinni þeir 1 stig, getur ekkert félag náð þeim og baráttu um íslandstitilinn er þá lokið — en eftir verður þá að- eins spenningurinn um hvort FH vinni alla sína keppinauta. En takist Ármanni að sigra FH á Fram enn möguleika (svo fremi þeir vinni KR) gegn FH. Ætla má að Framarar styðji Ár- menninga í huganum þó Hafn- firðingar verði á öðru máli. II. DEILD Á dögunum var sagt frá loka- úrslitum í II. deild í handknatt- leik karla á íslandsmótinu, þar sem Valsmenn sigruðu með ein- stæðum yfirburðum. Þá var birt lokatafla um úrslitin, en var röng. Rétt er hún svona: L U J T Mörk St. Valur 8 8 0 0 253-149 16 West Ham í ufidanúrslituin WEST HAM United sigraði sviss neska liðið Lausanne 4:3 í gær- kvöldi, og komst enska liðið þar með í undanúrslit um Evrópu- bikar „bikarmeistara". Fyrri leik inn vann West Ham einnig með 4:3. Þróttur 8 2 2 4 191-203 6 ÍBA 8 3 0 5 190-217 6 ÍR 8 2 2 4 194-227 6 ÍBK 8 2 2 4 178-210 6 Magnús Guðmundsson við skiðaþjálfun í Hliðarfjalli. Snjór við allra hæfi í Hlíiarfjalli - oíj skíðanámskeið í undirbúningi Húsfreyjan þar æfir betur en nokkru sinni fyrr og endurhetmtir kannski IsBandsmeistaratitla Sigurhna leik- ur með FH HÉR á siðunni í gær var sagt frá samskotum FH-lnga í þvi skyni að fá Sigurlínu Björg- vinsdóttur, sem nú starfar í Oslo, til að koma heim og leika úrslitaleik í kvenna- flokki með FH. Var þá sagt að fyrirspurn FH varðiantdi það hvort ekki væri heimilt að Sigurlína léki hér, þar sem hún hefur keppt úti í vetur, hefði verið send HSÍ og þaðan til ISf sem ekki hefði gefið svar. H e r m a n n Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ hringdi í morgun og sagði að f Sí hefði svar.að fyrirspurninni þegar á fyrsta sólarhring. Hefur svar- ið verið verið að berast HSÍ aftur um það leyti sem við vorum að skrifa fréttina. En svar ÍSÍ var eins og réttilega var til getið í frétt okkar í gær þess efmis, að fyllilega leyfilegt væri að Sigurlína kæmi heim og léki með sínu gamla félagi. HVER hópurinn af öðrum kemur og fer, skólanemendur, skíðafólk og almenningur sem kann að meta skiðaíþróttina. Allir virðast vera ánægðir og glaðir eftir veruna í fjallinu og allir eru ánægðir með að- stöðuna sem í Hlíðarfjalli er. Hér er nægur snjór í öllum brekkum og mesti msiskilning ur fréttin í Mbl. á dögunum um að snjóinn vantaði. Þeg- ar svo „Sigmund" gerði grín að fréttinni með ágætri teikni mynd, þá skemmtum við okk- ur vel og úrklippan er víða á veggjum uppi fyrir norðan. — Á þessa lei'ð fórust Karó- línu Guðmundsdóttur hinni kunnu skíðakonu frá ísafirði og síðar í röðum KR-inga, en nú faúsfreyju í skíðafaóteli Akureyrar í Hlíðarfjalli, er við hittum hana hér í bæ í gær. Við inntum Karolínu frétta um starfið í Hlíðarf jalli, en þar hafa Akureyringar eignast hótel og a'ðstöðu til skíðaiðkana sem næsta ein- stæð er hér á landi. Er þar vel búið að öllu, glæsilegt hús, dráttarbrautir og brekk- ur við allra hæfi í næsta ná- grenni. Það starfar fastráðinn skíðakennari — og stundum kennarar, og þar hefur síð- ustu vikur viðrað sérlega vel til skfðaiðkana. Frímann Gunnlaugsson, kunnur faandknattleiksmaður og landsliðsnefndamaður í þeirri grein og kona hans Karólína Gu'ðimundsdóttir ráð ust s.l. haust til að annast rekstur hótelsins í Hlíðarfjalli og fer ekki orð af öðru en þeim hafi tekizt það prýði- lega. — Þetta gerngur mjög sæmi lega, sagði Karolína. Hópur skólanema úr skólum Akur- eyrar hafa verið í Hlíðarfjalli til skiptis 2—3 daga hver hóp ur. Allir róma aðstö'ðuna og fara ánægðir. Hér geta verið um 100 manns í senn í her- bergjum og í „svefnpokapláss um", og skólarnir hafa oft skipað plássið 5 daga vikunn- ar. — Hver greiðir slíka dvöl? — I skyldunámi mun vera veittur einhver styrkur til úti íþrótta nemenda en svo bæta þau sjálf einfaverju við. — Og hvernig hefur aðsókn in verið um helgar, þegar skól arnir eru ekki? — Aðsóknin er mjög sæmi- leg bæði af fólki á Akureyri og einnig hefur fólk komið að sunnan og dvalist í Hlíð.ar- fjalli. — Þið hafið skíðakennara? — Já, Magnús Guðmunds- son, hinn kunni skíðakennari, hefur verið fastráðinn vi'ð skíðafaótelið í vetur og einnig befur Ivar Sigmundsson kennt þar í vetur. Magnús er fræg- ur skíðakennari m.a. frá ýms um dýrustu hóteluim í Banda- ríkjunum. — Og hvað er svo fram- undan næst? — Við höfum í hyggju að efna til skíðanámskeiðs í næstu viku og verður Magnús kennarinn. Námskeiðið verð- ur haldið ef næg þátttaka fæst og þá við hagstæðu verði. Það myndi hefjast á mánu- dag eða þriðjudag og standa í eina viku. Nánari upplýsing ar er ekki unnt að gefa að sinni, því' kostnaðaráætlun hafði ég ekki með að norðan. En þeir sem áhuga hefðu eru beðnir að hringja sem fyrst í skíðahótelið í Hlíðarf jalli. — Og eftir námskeiðið er svo stutt í páskana og lands- mótið? — Jlá og þá er allt löngu upppantað utan örfá svefn- pokapláss. Gestirnir þá verða allir utanbæjar frá. Það er mikið kapp í Akureyringum að undirbúa mótið sem bezt og ég get fullyrt að'ekkert er látið ógert sem gæti aukið á veg mótsins. — Og þú segir að það hafi verið misskilningur, sem sagt var hér á síðunni að það vant aði ekkert í Hlíðarfjall nema snjóinn? — Já, fólk misskildi það. Það héldu allir að það væri enginn snjór. En hér er næg- ur snjór. Það er snjór í öll- um brekkum í Hlíðarfjalli og eru brekkur við hvers manns hæfi. Akureyringum fannst minna um snjó en stundum áður vegna þess að þeim f innst aldrei mikill snjór nema hvergi sjái á dökkan díl og all ir melar og hryggir séu á kafi. En snjórinn er góður og ég get sagt að aldrei hef ég jafn ríkulega notið skíðaíþrótt- arinnar og nú í Hlíðarf jalli. — Þú ætlar að endurfaeimta íslandsmeistaratitlana? — Það er nú of mikið að taka svo til orða — en ég hef aldrei notið eins góðrar þjálf unar og haft eins góða aðstöðu til æfinga — og aldrei æft eins og nú. — Og þú keppir þá fyrir Akureyri? — Já, það geri ég. Ég þjálfa fajá þeirra þjálfara og hjá þeim og þá er e'ðlilegt að keppa fyrir þá líka. — Og Frímann húsbóndi kannski líka? — Nei, faann fer aldrei á skíði — en börnin 5 eru öll á skíðum og tveir þeir elztu byrjaðir að keppa. — A.St. Bergen vann - Rvík nr. 2 UM síðustu helgi fór fram í Voss I í svigi og stórsvigi milli Bergen, í Noregi hin árlega borgakeppni, Glasgow og Reykjavíkur. — í Danir unnu Spán- verja með 23:18 DANIR léku landsleik í hand- knattleik við Spánverja á laugar- dagskvöldið og unnu með 23 mörkum gegn 18. Leikurinn fór fram í Elda á Spáni. Spánverjar hrósa DÖnum vel fyrir góðan leik, en draga heldur ekki dul á að spánska liðið hafi átt mun lélegri leik en búizt hafði verið við, einkum markverðirnir. Danirnir höfðu tök á leiknum allan tímann og er árangursríku samspili líðsins hrósað og vörn- in rómuð. Eru markverðirnir báð- ir lofaðir svo og Mogens Olsen og Jörgen Petersen. Hjá Spánverj- um fær Medina (sem hér var) mest lof fyrir góð langskot. Danirnar áttu að leika gegn úrvalsliði Spánverja á sunnudag og leika síðan annan leiksleik við Spánverja í gærkvöldi í Barcelona. keppninni báru skíðameiin Berg- en sigur úr býtum í þriðja sinn í röð, en nú varð Reykjavíkur- sveitin í öðru sæti. f svigkeppni þessa „borga- móts" náðu skíðamenn Reykja- víkur yfirleitt góðum árangri, ekki sízt ef tillit er tekið til lé- legra æfingaskilyrða þeirra í vet ur vegna snjóleysis. Reykjavík- ursveitin hafði í sviginu aðeins lakari tíma en Norðmenn, en Skotarnir voru langt á eftir. í stórvigi gekk Reykvíkingun- um ver en héldu sæti sínu í keppninni. Allstór hópur reykvísks skíða- fólks fór utan og tókst ferðin hið bezta, en minna varð um æfing- ar en ráð hafði verið fyrir gert vegna slæmrar aðstöðu í Voss. Enska knaHspyrno in Úrslit lcikja 1 ensku deildairkeppn- inni, sem fram fór s.l. laugardag ur&u þessi: 1. deild Arsenal — Birminig'ham frestað Aston Villa — N. Forest 2-1 Blackburn — West Ham 4-0 Blackpool — W. B. A. 3-0 Chel'sea — Sheiff ieid U. frestað Leeds — Everton 4-1 • Leicester — Burnley 0-2 Liverpool — Fulham 3-2 Sheffield W. — Manchester U. 1-0 Sunderland — Tottenham 2-1 Wolverhamptom — Stoke 3-1 2. deild Caiarton — Cardiiff frestaO Crysrtal Palaee — Souithampton 0-2 Derby — Boiton 2-3 Leyton O. — Covenfay frestaS Manchester Clity — Preston 4-3 Norwioh — Northamptim 1-1 Portsmoutti — Ipfrwich 0-2 Bottnerham — Newoastie 1-1 Swanaea — Middllesbroueh 1-2 Swindon — PlymouOi »-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.