Morgunblaðið - 25.03.1965, Síða 24

Morgunblaðið - 25.03.1965, Síða 24
| SAUMAVÉLAR ^ Hekla LALIGAVEGI Isinn er á hraðri ferð suður með Austfjerðum HAFÍSJNN, sem hingað til hefnr legið að Strönúum og lokað leið nini að Norðurlandi að vestan,' er nú kominn suður með öllu Aústuriandinu, allt suður á móts við Fáskrúðsfjörð og var í gær á hraðri leið suður og nær landi. Er skipaleiðin austur með land- íí: inu því lokuð, og menn óttast að ísinn fari nú að fylla Austfirð- ina. Jafnframt er mikill kuldi alls staðar á landinu. Voru 11 stig í Reykjavík í gær, 15 stig á Akureyri og 23 á Grímsstöðum. Á Austfjörðum var 12—17 stiga frost og mundi því ísinn frjósa saman, ef hann stöðvaðist inni á fjörðunum. Feðgar frá Mánárbakka á Tjör nesi heyrðu torkennileg hljóð, er þeir voru á ferðinni úti við í að þar væru bjarndýr úti á ísn- um. Ekki varð þó nokkur kviks vart og allskohar hljóð í isnum, er hann brotnar, eru algeng. Flugvél landhelgisgæzlunnar fór í ísflug við Austurland í gær og kvað ísinn ná suður fyrir Hval bak. í skýrslu frá Landhelgisgæzl unni um ísinn fyrir Austurlandi segir: „Á svæðinu sunnan við austur frá Norðfjarðarhorni er ísinn mjög gisinn, en talsvert um staka jaka og smáspangir. Norðan við áðurnefnda línu smáþéttist hann eftir því sem norðar dregur og er því sem næst samfelldur um 25 sjómílur NA af Langanesi og frá þeim stað að 16 sjómílum N af Sléttu. Umhverfis Rauðunúpa bar meira á stórum jökum, en áður á grunnslóð. Austurjaðar ístungunnar var um 65 sjómílur frá Langanesi, 50 sjómílur frá Gletting og um 42 sjómílur frá Gerpi. Var hann all Framhald á bls. 23 Bancasiys ú Hafn- arfiarðarvegi SfÐDEGIS í gær varð banaslys ó lleið til Reykjavíkur um klukkan Hraunsholtinu á Hafnarfjarðar- fimm. Á Hraunsholtinu hljóp lít- Ískort gert af landhelgisflugvélinni sem flaug yfir Austfirði í gær. gær, og lét fólkið sér detta í hug 1 leiðinni. Sendiferðabíll var Ófært sjóleiðina til Norðurlands Skipin flýja undan ísnum inn á hafnir á I ill drengur, 4—5 ára í veg fyrir bifreiðina. Drengurinn var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Land- spítalann, þar sem hann lézt skömmu síðar . Hafnarfjarðárlögreglan hafði verið beðin um að gefa ekki upp nafnið á drengnum í gær þar eð ekki hafði náðst í ættingja. SIGLINGAR gerast nú erfið- ar kringum Island, þar eð ó- fært hefur verið um skeið vestur um hjá Horni og nú hefur ísinn lokað leiðinni norður með Austfjörðum. Tvö skip eru lokuð inni á svæðinu milli ísanna að austan og vest- an ,þ.e. Herðubreið á Húsavík og Stapafell á Siglufirði. Önn- ur skip sneru við og biðu með vaming sinn við sunnanverða Austfirði í gær, og þurfti Bakkafoss að hleypa undan ísn um, sem barst hratt á eftir honum. Mbl. hafði samband við forstjóra þriggja skipafé- laga, sem eiga þessi skip og fékk eftirfaranði upplýsingar: trúi hjá Eimskipafélagi ís- lands, sagði blaðinu: — Bakkafoss er nú staddur á Reyðarfirði og vegna þess hve tvísýnt er um ferðir íss- ins hefur engin föst ákvörðun verið tekin um ferð skipsins, en það átti að fara norður um land, eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum. — í gær var Bakkafoss á Seyðisfirði og var í mcrrgun á leið til Raufarhafnar. Þá mætti skipið ísnum og var hann svo óárennilegur, að skipstjóra þótti rétt að snúa undan honum. — Rak ísinn svo hratt, að Bakkafoss' hafði rétt undan honum og þótti skipstjóra rétt að halda alla leið til Reyðarfjarðar, en fara ekki inn til Seyðisfjarðar, þar sem óttast var að ísinn kynni að loka Seyðisfirði frekar en syðri fjörðunum. Mikið vandamál og stór- kostlega kostnaðarsamt Hjörtur Hjartar, forstjóri Skipadeildar SÍS, sagði eftir- farandi: — Hjá okkur eru það þrjú skip, sem lent hafa í erfiðleik- um nú vegna íssins fyrir aust- an. — Stapafell, sem átti að fara í morgun frá Akureyri austur fyrir land, komst ekki nema á austanvert Grímseyj- arsund. Þar var orðið mjög ó- greiðfært og skyggni lélegt eftir hádegi í dag og ísinn færðist nær landi. Skipinu var þá snúið til Siglufjarðar og bíður þar betri frétta af ísn- um. Það var búið að losa olíu á Skagafjarðar- og Eyjafjarð- arhöfnum, en var einnig með olíu til Húnaflóahafna, en þangað var ekki fært og olían því öll losuð á fyrrgreindum stöðum. — Þá er útlent skip á okk- ar vegum, Petrell, sem kemur til Austfjarða í fyrramálið (fimmtudag) með varning til Akureyrar og annarra Norð- urlandshafna. Dísarfell var einnig á Austfjörðum og er með farm, sem að meginhluta á að fara til Norðurlands- hafna. — Þessi tvö skip eru með um 1700 tonn af vörum, sem Framhald á bls. 23 veiðin að hefjast STEIN GRÍMUR Magnússon I Fiskhöllinni sagði blaðinu í gær, að rauðmagaveiði hér syðra væri rétt að byrja. Karlarnir hefðu verið að reyna fyrir sér, en ekkl fengið neitt að ráði ennþá. Þó kvaðst hann hafa fengið til sölu nokkra rauðmaga fyrir nokkr- um dögum. Steingrímur sagði, að rauð- magaveiði byrjaði hér seinnihlut- ann í marz og að hann byggist við að veiði tæki að glæðast eft- ir helgina. Hleypti undan ísnum Sigurlaugur Þorkelsson, full Forn gufuleiðsla fundin í Reykholti Su eina, sem hér hefur fundizt Fræðslunám- skeið kvenna FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ kvenna í Valhöll heldur áfram nk. fimmtu- dag kl. 8,30 e.h. Ólafur Björns- son, prófessbr, flytur fyrirlest- ur um kaup- gjalds- og verð- lagsmál. Að lok- um verður mál- fundur. — Leið- beinandi er frú Ragnhildur Ól. Bj. Helgadóttir. — Á næsta fundi, 1. apríl, flytur Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra, fyrirlest- ur um stjórnskipunarmál og stjórnarstefnur. TVÆR fornar leiðslur eru fundnar í jörðu í Reykholti í Borgarfirði. Önnur er vatns- leiðsla, lík þeirri sem þekkt er og liggur milli hversins Skriflu og Snorralaugar. Hin er gufu- leiðsla, sem liggur frá hverunum og í átt til rústanna af bæjar- húsunum. Er það fyrsta forna leiðslan, sem fundizt hefur hér á landi til þess ætluð að flytja gufu. Gufuleiðslan endar skammt austan við fornu bæjarrústirnar og er hugsanlegt að þar hafi ver- ið útigufubað, og tjaldað yfir staðinn. Þorkell Grímsson, fomleifa- fræðingur, gróf á nokkrum stöð- um í haust og rannsakaði þenn- an fornleifafund. í viðtali við Mbl. á bls. 13 segir hann nánar frá honum. Og þar eru einnig myndir af leiðslunum. Úr kvikmynd Ósvalds Knudsens, „Sveitin milli sanda". Öræfingar byrgja skógarkurl. — Sjá greia á blaðsíðu 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.