Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 1
32 síðiir og Lesbok wcgmijblábifo 82. árgangur. 74. tbl. — Sunnudagur 28. marz 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsín* l..k'»m. Mbl. 61. K. M. var á gawri eftir Skúlagötunni nú fyrir nokkrum kvöldum og kominn í krikann hjá Batteríisgarðinum gamla tók bann þessa mynd af fjöllum Reykvíkinga, Akraf jalli, Skarðsheiði og Esjunni, sveipuðum gullskýjum niður í miðjar hlíðar. Rússar senda loftvarnar skeyti til N-Vietnam Rússneskir sérfræðingar fylgja Washington og Saigon, 27. marz, AP. HAFT er eftir sendimftnnum kommúnistarikja í Washington *ð Sovétstjórnin sendi nú loft- varnaskeyti til Norður Viet- Nam til þess að ,verja mikl- vægar borgir, á borð við Hanoi og Haiphong árásum Bandaríkjamanna" eins og sagt ¦var. Sovézkir sérfræðingar f-ru með í forinni til þess að 6já um notkun loftvarnarskeyt- anna, því ekkí eru menn sagðir kunna á þeim tökin í N-Vietnam, Lögð er á það áherzla, hversu alvarlegar afleiðingar það geti haft ef Bandaríkin ráðist á her- stöðvar þær sem hafi yfir að ráða þessum loftvarnaskeytum og dragi með því sovézka ríkis- borgara inn í stríðið þar eystra. Sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, Maxwell Taylor, hers- höfðingi, er á leið til Washing- ton til viðræðna við Bandaríkja- Olga í Alabama -útifundur í dag Fyrirhuguh rannsókn á starfsemi Ku Klux Klan Alabama, 27. marz, AP, NTB. MIKIL sorg og gremja ríkir nú ¦ Alabama vegna morðsins á frú Gregg Liuzzo, sem kom suður til Selma frá Detroit til að taka þátt í göngunni miklu til Mont- gomery og var skotin til bana er hiin var að störfum i hennar þágu, og hefur verið ákveðinn útifundur í dág af þessu tilefni. T»rír þeirra fjögurra manna, nem teknir voru höndum í gær gakaðir um morðið á frú Liuzzo voru i dag látnir lausir gegn 50.000 dala tryggingu fyrir hvern þeirra. Allir eru mennirnir fjór- ir félagar í Ku Klux Klan, félags •kap þeim, serxi Johnson forseti hefur nú lýst stríði á hendur. Talið er líklegt, að nefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings sú er fjallar um óameríska starf- semi muni þegar í næstu viku samþykkja, að fflam skuli fara gagnger rannsókn á allri starf- semi Ku Klux Klan. Talið er að í félagsskap þessum séu eitthvað á milli 48—65 þúsund félagsmenn en hann eigi sér 16 til 20 þúsund áhangendur. — • — Hálft annað hundrað blökku- manna átti í útistöðum við iög- reglu í Waterbury í Connecticut i gærkvöldi og voru sjö manns fluttir á sjúkrahús, en enginn alvarlega særður. stjórn. Er talið að hershöfðing- inn muni leggja til, að auknar verði loftárásir Bandaríkja- manna norðan landamæranna og að ráðist verði ekki eingöngu á hernaðarlega mikilvæga staði heldur einnig á þá sem mikil- vægir eru iðnaðar síns vegna. í Moskvu var það sagt í gær að heilar herdeildir sovézka hers ins hefðu hefðu boðizt til að fara að stríða í Vietnam. Áður munu Kína og Norður-Kórea hafa boðið Norður-Vietnam að- stoð, bæði mannafla og hergögn, ef þess gerðist þörf. í Washington var það sagt I dag, að Bandaríkin myndu standa við skuldbindingar sínar í S-Vietnam þó svo Kína og Sovét ríkin sendu sjálfboðaliða Viet Cong til aðstoðar, en því bætt við að enn benti ekkert til að af hótunum um þetta yrði. Lögð var áherzla á, að stefna Johnson forseta væri óbreytt með öllu frá því sem áður væri: Bandarík- in myndu halda áfram aðstoð sinni við S.-Vietnam meðan ekki linnti árásum N-Vietnamstjórn- ar á landið. Sovétríkim Manna- skipti í mið stjórninni Moskvu, 27. marz.' NTB. Á FUNDI simim í gær ákvaS miðstjórn sovézk.a kommúnista- flokksiri, að víkja skyldi úr em- bætti flokksritara hugmyndafræð ingnum Leonid Ujitsjev, 58 ára gamall, var helzti talsmaður flokksins í menningarmálum meðan Krúsjeffs naut við. í stað* hans kaus miðstjórnin Dimitri Ustinov, sem áður var fyrsli að- stoðarutanrikisráðherra. Þá á- kvað miðstjórnin einnig á fund- inum í gær, að Kiril Mazurov skyldi taka sæti í framkvæmda- stjórn flokksins sem fullgildur félagi. Framkvæmdanefndin verð ur þá skipuð 12 mönnum í staffi 11 áður. Iljitsjev var útnefndur aðstoð- arutanríkisráðherra nú fyrir nokkrum dögum og þykir hann hafa sett töluvert ofan við em- bættaskiptin. í stað Ustinovs í em bætti fyrsta aðstoðarutanríkisráð herra kemur Vladimir Novikov, sem jafnframt var skipaður for- maður efnahagsráðs ríkisins. — Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Novikov gegnir aðstoðarforsæt- isráðherraembætti, hann sat í því þegar Krúsjeff var og hét en var vikið frá árið 1962. Brezhnev kunngerir róttækar breytingar á stefnu Sovétríkjanna í landbúnaðarmálum Chon En-lai í Alhaníti Vín og Tirana, 27. marz. AP—NTB. CHOU En-lai, forsætisráðherra Kinn. kom í dag til Tirana frá Búkarest, en þangað fór hann til að vera við útför Rúmeríu- forseta, Gheorghe Gheorghiu- Dej. Með Chou En-lai er sem'Ji- nefnd skipuð fulltrúum kín- versku stjórnarinnar og kín- verska kommúnistaflokksins. í Búkarest átti Chou En-lai, að sögn útvarpsins þar i borginni, viðræður við hinn nýskipaða for- seta landsins, Chivu Stoica, við formann rúmenska kommúnista- fiokksins, Nicolae Ceausescu, sem einnig tók við embætti nú við fráfai] Gheorghiu-Dej og við" for Framh. á bls. 31 Moskvu, 27. marz. — (NTB) — LEONID BREZNEV, formaður kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, hefur sett fram tillögur til gagngerra umbóta í landbúnað- armálum ríkisins, er miða að því að auka afurðaframleiðsluna. í tillögunum er gert ráð fyrir mjög auknum fjárframlögum rikisins á þessu sviði og einnig er í þeim hvatt til að auka áhuga samyrkjubænda á því að ná meiri afköstum en nú er og meiri framleiðslu. Tillögur þessar er að finna í skýrslu þeirri um landbúnaðar- mál, er Brezhnev flutti miðstjórn kommúnistaflokksins á fimmtu- dag. Tass-fréttastofan birti út- drátt skýrslu þessarar í gær- kvöldi, en nefndi ekki Krúsjeff á nafn, þó hann hefði á þessum fundi miðstjórnarinnar sætt mjög harðri gagnrýni arftaka sins í embætti formanns flokks- ins fyrir stefnuna í landbúnaðar- málum. Sagði Brezhnev, að sam- kvæmt gerðum áætlunum hefði framleiðsla landbúnaðarafurða átt að aukast um 70% á árunum 1959—65 (Sjö ára áætlunin), en aukningin hefði ekki orðið nema 10%. Sagði Brezhnev ástæðuna til þessa vera þá, að ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til efna hagslögmála þeirra, sem mestu réðu um þróun sósíalískra efna- hagsmála og þau stundum jafn- vel virt að vettugi. Fregnir herma, að úrbætur þær sem bændum er nú loíað að gerðar skuli, séu meiri en nokkru sínni áður síðan .1929 er hafinn var fyrir alvöru samyrkju búskapur í Sovétrikjunum og sagt að Sovétstjórnin hafi ekki gengið eins langt í þessum efn- um síðan á dögum „efnahags- málastefnunnar nýju" á árunum eftir heimsstyrjöldlna fyrri. >á segir að Brezhnev hafi borið upp tillögu um samtals 71 milljarða rúblna fjárveitingu til landbún- aðarins (3.408 milljarða ísl. kr.) næstu fimm ár, en það er nærri jafnmikið fé og veitt hefur verið til landbúnaðarmála í Sovétríkj- unum öll árin eftir heimsstyrjöld ina siðari. Ekkja Gorkis látin MOSKVU, 27. marz, AP, NTB. — Ekaterina Pavlovna Peshkova, ekkja rithöfundarins Maxims Gorki, lézt í Moskvu á föstudag, að því er „Pravda" hermir, 87 ára að aldri. Útför hennar mun að öllum líkindum fara fram í næstu viku og er gert ráð fyrir að hana muni sækja allir heJztu rithöfundar Sovétríkjanna og skáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.