Morgunblaðið - 28.03.1965, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.1965, Side 2
2 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 28. löacz 1965 Fóstbræður fyrir skólunemendur Hákoii Bjarnason í SAMRÁÐI við fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurborgar heldur Karlakórinn Fóstbræður tvenna samsöngva næstkomandi sunnu- dag, 28. þ. m., fyrir æskufólk í gagnfræðaskólum borgarinnar. — Kórinn syngur án endurgjalds,- og aðgangur að samsöngvunum því ókeypis. j Fyrri samsöngurinn hefst kl. 1:30 e. h. í Melaskólanum og thinn kl. 5 e. h. í Laugarnesskól- atium. Söngstjóri Fóstbræðrá ér Ragn ar Björnssón og undirleikari Carl Biltich. Einsöngvarar með kórn- íim verða þeir Hákon Oddgeirs- sön og óperusöngvararnir Erling- ur Vigfússon og Kristinn Halls- soh, en hinir tveir síðastnefndu munu auk þess syngja tvísöngva. Hér er um nýlundu að ræða í Fræðslunám- skeiðið í Valhöll NÆSTI fundur á fræðslunám- í&keiði Verkalýðsins og Óðins verður í Val- zzmw ins verður í Val- höll nk. mánu- dagskvöid kl. 8.30. Bjarni Bragi Jónsson, hag- fræðingur, flyt- ur fyrirlestur í ./ um þróun kaup k' RÍa^s* verð- “®* ■■>"■••3» ■iææíK iagsmála. Síðasti fundur féll niður vegna aðalfundar Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. starfsemi Karlakórsins Fóst- bræðra og þáttur í viðleitni hans til að ná eyrum ungra hlust enda Handinu. Má -vænta þess að Fðstbræður efni til fleiri slíkra hljómleika síðar, ef þessi fyrsta viðleitni til samsöngva í skólum landsins gefur góða iaun. Rdts'ef nunni dtti nð ljúkn í gærkvöldi RÁÐSTEF’NU Alþýðusambands íslands var haldið áfram kl. 13.30 í gær í Lindarbæ, en hún hófst á föstudag. Um morgunin kom sama 15 manna nefnd, sem kjör- in var til að ganga frá ályktun um kjaramál, en gert var ráð fyrir að ráðstefnunni lyki í gær- kvöldi. Vargi eytt úr varplöndum Þúfum, 26. marz. HER hefur verið norðan gola og stundum stormur og frost komizt upp í 12 stig. Vonazt er til að hafísinn reki ekki inn á Djúp, en það harðnar á dalnum ef isinn lokar leiðum á sjó. Sveinn veiðistjóri og Gísli veiðimaður eru hér við Djúp á minkaveiðum og þykja þeir góð- ir gestir. Munu þeir reyna að eyða þessum vargi í varplöndum og víðar ef kostur er. — P. P. Skógræktin og gróðurskilyrði isiands Louis Armstrong. ÖLLUM þjóðum er það skil- yrðislaus nauðsyn að þekkja gróðurskilyrði þeirra landa, sem þær byggja- Án þess er hvorki unnt að vita hvaða takmörkunuim ræktun land- anna er háð né, gera sér grein fyrir hvaða kostir séu á að bæta ræktunina og gera hana fjölþættari. Um langt skeið og fram á allra síðustu ár töldu menn víst, að íslandi svipaði mest til nyrstu héra'ða Noregs að því er gróðurskilyrði snerti. Bæði Þorvaldur Thoroddsen og Stefán Stefánsson ásamt nokkrum erlendum vísinda mönnum héldu þessu fram. Þeir töldu, að ísland hefði ver ið gróðuirlaust með öllu og ördauða við lok síðustu ísaldar fyrir um 12—14 þúsund árum. A'ð þeirra dómi höfðu svo hin ar ýmsu tegundir borist hing- að með fuglum, hafstraumum eða vindum frá lokum isaldar unz mennirnir komu til sög- unnar. Mennirnir báru auð- vitað með sér nokkra slæð- inga, einkum á fyrstu öldun- um, en sarnt voru ekki til nema um 430 tegundir há- plantna í íslenzku flórunni. Tegundafæðin ásamt hinu norræna svipmóti flórunnar bar því gróðurskilyrðum Is- lands ekki góða sögu. ★ ★ Sem betur fer hefur nú komi'ð í ljós, að þessi kenn- ing ep byggð á röngum for- sendum. Steindór Steindórs- son menntaskólakennari og grasafræðingur befur manna mest kannað útbreiðslu hinna einstöku plöntutegunda um land allt. Með rannsóknum sínum hefur hann sýnt fram á, að a-m.k. helmingur allra íslenzkra plantna hefur lifað ísaldirnar af. Fjórðungur þeirra hefur borist til lands- ins með mönnum á ýmsum tímum sögunnar, en um fjórð ung þeirra hefur hann engan dóm fellt enn. Vel má vera að meginhluti hans hafi einnig lifað hér af. Þær plöntutegundir, sem lifðu hér á jökultxmanum, sýna aðeins hvaða gró'ðurskil yrði hafa verið hér meðan land var að mestu hulið jökli, en alls ekki hver gró'ðurskil- yrðin eru nú. Og slæðingarnir geta ekki frætt okkur um margt. Við íslendingar getum því alls ekki notað hinn innlenda gróður til þess að ráða neitt um gróðurskilyrði landsins eins og aðrar þjóðir hafa á- valt gert. ★ ★ Hverning geta þá íslending- ar fari'ð að því að vita nokkuð um gróðurskilyrði landsins, mun margur spyrja? Skóg- ræktin hefur verið að leysa þetta vandamál og er enn að leysa það. Þetta er eitt a£ aukastörfum hennar, sem öll ræktun landsmanna mun njóta góðs af fyrr eða síðar. Þegar hafin var innflutning Ur trjátegunda um aldamótin var reynt að fá þær tegundir, sem ætla mætti að lifðu við svipuð skilyrði og væru hér- Á fyrstu árum aldarinnar var mjög erfitt og oft ómögulegt að ná í það, sem menn vildu, og varð því oft að gera sér annað að góðu. Síðar, og eink- um eftir strfðið, hefur verið unnt að afla fræs frá fjölda staða, er hafa svipuð gróður- skilyrði og ísland. Til landsins hafa verið flutt ar um 60 tegundir trjáa auk víðitegunda, runna og margra jurta. Þessar tegundir hafa verið sóttar til' fleiri en 200 staða víðsvegar um heim. Flestir staðanna eru á norður slóðum heims, en fræi hefur einnig verið safnað hátt til fjalla langt suður í löndum. ★ ★ Þegar náð hefur verið í fræ einhverrar tegundar, t.d. sitka grenis við Homer eða lerkis við Arkangelsk, eru aldar upp plö’ntur af því í gró'ðrarstöðv- unum, sem síðar eru gróður- settar á ýmsum stöðum í land inu. Reitirnir, sem sett er í, eru oftast frá hálfum og upp í heilan hektara, stundum þó minni en oft líka stærri- Síðan er fylgst með þroska og vexti trjánna og viðarmagnið mælt þegar trén eru orðin nógu stór. Síðustu fimm árin hafa einnig verið gerðar sérstakar tilraunagró'ðursetningar, þar sem aillt að tíu mismunandi stofnar eða „kvæmi“ sömu trjátegundarinnar er sett í rað Lerkitré við Aðalstræti 19 á Akureyri. Tréð var gTÓð- ursett 1915 og er því 50 ára. 1963 var hæð þess 11,5 metr- ar og þvermál stofnsins 31 centimeter í 1,3 metra hæð frá jörðu. ir í einn reit til að trén bafi sem allra líkust skilyrði. Þegar upprunastaður trjánna er þekktur ásamt veð urfarinu þar má ráða tölu- vert um gróðurskilyrðin hér af vexti þeirra og þrifum. Þannig er þessu verki varið í stórum dráttum. ★ ★ í stuttri grein er ekki unnt a‘ð skýra frá miklu af því, sem þegar er komið í ljós. Nægja verður að segja frá því elsta og helsta. Á Hall- ormsstað vaxa t.d. broddíur- ur, gróðursettar á árunum 1^03—1905- Þær komu úr 3000 metra hæð yfir sjó í Klettafjöllunum. Hér hafa þær vaxið og þroskast jafn- vel og heima hjá sér og bor- ið fræ á hverju ári síðasta áratuginn. Af þessu litla dæmi má ætla, að gróðurskil- yi'ðin á Hallormsstað séu svipuð og þar, sem forfeður broddfurunnar uxu í Colorado í Bandaríkjunum. Blágrenin á Hallormsstað, sem verða 60 ára á þesau vori, munu ættuð frá svipuðum slóð um og broddfuran. Þessi tré hafa dafnað vel á Hallorms- stað og borið fræ nokkrum sinnum. Afkvæmi þeirra þoldu ekki umbleypinganá sunnanlands í apríl 1963 en varð ekki meint austanlands og nofðan. Lindifura frá Jakutsk í Síberíu vex betur á Ha'll'ormsstað en í Eyjafirði, og þar þrífst hún betur en á ÞinigvellL Svipuðu máli gildir lerkið. Hinsvegar hefur sitkagrenið dafnað betur sunnanlands en norðan fram að áfallinu 1963. En áfallið sýndi okkur líka, að ekki má leita of langt til norð- Framhald á bls. 3 ll Louis Armstrcng heillar A-Þjóðverja Skortur á sjúkrc þjálfurum hér LOIJIS Armstrong hefur að undanförnu skemmt A.- Þjóðverjum með trompet- leik og söng og vakið gíf- urlega hrifningu. Louis hélt alls 10 tónleika í land- inu og seldist upp á þá alla löngu fyrirfram. í A.-Berlín lék Louis ásamt hljómsveit sinni í Friedrichstadt-Palast The- ater fyrir 3 þús. áheyrend- ur. Þegar tónleikunum lauk með hinu vinsæla lagi „Hello Dolly“, ætlaði allt um koll að keyra í hljóm- leikasalnum. Hermenn, sjóliðar og lög- reglumenn í einkennisbúning- um skiptu hundruðum meðal áheyrenda. Þeir létu sitt ekki eftir liggja og fagnaðarlátun- um ætlaði aldrei að linna. Risu áheyrendur úr sætum sín um og hylltu bandaríska jass- meistarann í rúman stundar- fjórðung. Á dagskrá tónleikanna voru flest laganna, sem Louis hefur gert fræg á löngum iistamanns ferli sínum, m.a.: „When the Saints Go Marching In“ „When It’s Sleepy Time Down South“; „Blueberry Hill“ og „Mack the Knife“ eftir Kurt WeiL í frétt AP af tónleikum Louis í A-Berlín segir enn- fremuF, að sú staðreynd, að um það bil allir áheyréndur hafi þekkt jafn ný vestræn dægurlög og „Hello Dolly" gefi til kynna, að í A-Þýzka- landi sé mikið hlustað á út- varpsstöðvar í Vesturlöndum. Fréttamaður blaðsins, sem var í Leipzig meðan vorkaup- stefnan stóð yfir, hlustaði nokkrum sinnum á útvarps- stöðina í borginni og greini- legt var, að á kaupstefnutím- anum þurftu A-Þjóðverjar ekki að stilla á stöðvar á Vest urlöndum til þess að heyra dægurlög eins og „Hello Dolly", „Hully Gully“ og ýmis bítlalög. Þau voru sungin baki brotnu í útvarpið af a-þýzkum söngvurum með anþýzkum textum. En trúlegt er, að út- varpsdagskráin sé ekki eins fjörug, er kaupstefnunni lýk- ur, vegna þéss að á kaúp- stefnu klæðist öll borgin í há tíðaskart. FÉLAG íslenzkra sjúkraþjálfara verður 25 ára gamalt 1. apríl nk. Af því tilefni efndi formaður félagsins, Vivian Svavarsson, til fundar með blaðamönnum til þess að kynna starfsemi þess. Félag íslenzkra sjúkraþjálfara var tekið inn í Heimssamband sjúkraþjálfara árið 1963 á heims móti World Confederation for Physical Therapy, WCPT. Tilgangur og markmið heims- sambandsins eru: Að stuðla að aukinni mennt- un sjúkraþjálfara og betri með- ferð, sjúklingum í hag og að hafa samvinnu við ýmis samtök innan Sameinuðu þjóðanna og önnur al þjóða samtök eins og UNICEF og WHO, Internal Society for the Welfare of the Cripples, Inter- national Poliomyelitit Congresr o. fl. WCPT er ein af 27 samtök- um í Conference of World Org- anizations Intersted in the Handi capped. í WCPT eru 22 félög frá jafn mörgum löndum. Á íslandi eru nú starfandi 21 sjúkraþjálfari, og sagði frú Vivian að mikill skortur væri á sérmenntuðu fólki í þessari grein. Frúin lagði sérstaka áherzlu á, hve mikilvægt væri að almepningur gerði greiriar- mun á sjúkraþjálfurum annárs- vegar og nuddurum og nuddkon- um hins vegar. Sjúkraþjálfárar tækju við sjúklingum eingöngu eftir tilvísun læknis og hafa lært meðferð sjúkra, þar sem nudd- arar önnuðust á hinn bóginn heil brigt fólk. íslenzkir 'sjúkraþjálfarar hafa Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.