Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 3

Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 3
^ Sunnudagur 28. man 1S69 MORGUNBLAÐID /\' A S <■* J / f r * *>« m VrA,/s*-~ 7 / < s ,.í .V . Sr. Eirikur J. Eiríksson „Eirss og móðir hiaggarson Dýrmætt umslag Á FRÍMERKJAUPPBOÐI því, sem halda á í London í næsta mánuði, er m.a. umslag sem á eru límd 4 skildinga og eitt 8 skildinga frímerki og eins og utanáskriftin ber með sér er móttakandi bréfsins herra stúdent Páll Pálsson í Reykja- vík og neðst í vinstra horni umslagsins er þess getið, að böggull fyltgi, með fullri utanáskrift. Umslag þetta má telja eitt af verðmætustu umslögum ' fyrri tíma, af felenzkum að vera, einkum vegna póst- stimpilsins sem það ber, en bréfið er póststimplað 15.1. að Velli í Hvolshrepp í Rangár- vallasýslu en á þeim stað var póstafgreiðsla og viðkomu- staður pósta en þó aðeins um nokkurra mánaða skeið, því hún var flutt að Breiðabóls- stað í Fljótshlíð seinni hluta ársins 1873 og síðar að Odda á Rangárvöllum. Fyrir þá, sem safna gömlum íslenzkum umslögum með álímdum frímerkjum og þó sérstaklega fyrir safnara- sem safna íslenzkum póststimplum á frímerkjum oig bréfum, er umslag þetta hreinasta fágæti, vegna þess hve stuttan tíma póstafgreiðsla þessi var starf- rækt og má því telja að póst- sendingar er þaðan fóru og báru póststimpilinn VÖLLUR hafi ekki verið legio og flestir þeirra glataðir nú. Ennfremur má geta þess að líkur benda til að móttakandi bréfsins Páll Pálsson stúdent hafi verið Páll sá er var skrif- arinn á Stapa, en hann hafði bréfaskipti við fólk víðsvegar á landinu að sögn dr. Finns Sigmundssonar fv. landsbóka- varðar. Páll skrifari á Stapa var sonur Páls Guðmundsson- ar, sem var sýslumaður í Múlasýslu en hann andaðist árið 1877. Áætlað söluverð umslaigsins er skráð hjá uppboðshaldaran- um í London á 850 sterlings- pund, eða um 102 þúsund ísl. krónur, en ekki er þar með sagt, að þetta fágæta umslag seljist fyrir þetta verð, þótt margir frímerkjasafnarar vildu gjarnan bæta því við safn sitt. — Skógræktun Framh. af bls. 2 urs vfð fræsöfnun hahda Suð urlandi, þvi að þau tré fóru verst, sem komu nyrst að- Af þessari reynslu og fleiru, sem otf langt væri að telja, vitiim við nú, að megin- landstré þrífast betur á Norð- eusturlandi en annarsstaðar, enda mun veðurfarið þar verða að teljast til megin- landsvéöráttu, þótt öli landa- tfræði kenni okkur að á fs- landi sé eyjaloftslag. Á Suð- urlandi er misvindasamt strandaloftslag líkt og við 6trendur Noregs í Nordlandi og Troms og í Alaska frá Cordova og suður og austur tfyrir Yakutat. Á þeim stöð- ura er þó nokkru hlýrra en Ihér strax og frá sjó dregur. ★ ★ - Þegar við vitum, hvaða stað ir henta okkur til fræsötfn- unar, verður auðvelt áð fara nærri um gróðunskilyrðin hér. Þá verður að rannsaka hvaða nytjaplöntur vaxi á fræsöfnun erstöðunum auk trjánna, og evo miá rækta þær hér heima eða nota þær til uppgræðsi- unnar, eins og bent var á í síðuis'tu grein. ★ ★ í sambandi við uppskeru- brest á kartöflum og byggi undanfarin tvö haust hafa ýmsir farið að efast um fram tíðarmöguleika slikrar rækt- unar, og misbrestur í gras- ræktinni hefur valdið mönn- um bæði áhyggjum og miklu tjóni. Menn hafa skellt allri ekuldinni á veðurfarið. Það á Bamt ekki sök á nema sum- um af skellunum. Ræktunar- •ðferðir okkar og öll jarð- vinnsla er enn ófullkomin. Hér eru enn engin skjólbelti til að hlífa kartöflugörðun- um, en hinsvegar hafa menn fullkomna tætara til að eyði- leggja jarðvegsástandið og fín ustu upptökuvélar. Byggið hefur ávalt sprottið vel á litlum ökrum á Sáms- stöðum, þar sem unnt var að sinna hverjum teig. Þegar vélar eiga að fara að hugsa fyrir manninn, eins og þegar menn steyptu sér út í ræktun byggs á 50 — 100 hektörum í einu, var varla von að vel færi í slæmu árferði. Og gras- rækt, sem byggist á erlendu fræi, oft annars og þriðja flokks, er ekki vænleg til frambúðar. En af hverju gera menn þetta? Eingöngu sakir þess, að þeir vita ekki hver gróð- urskilyrði landsins eru, og svo skortir okkur enn tilfinn- anlega ræktunarmenningu. Menn virðast halda að þeir geti stjórnað náttúrunni með bjartsýni og góðum vilja, en gá ekki að því, að auk þess þarf líka reynslu og þekk- ingu. ★ ★ í tveim undanfarandi grein- um hef ég sagt lítilsháttar frá þeim aukastÖrfum, sem skóg- ræktin vinnur í þágu þjóð- félagsins utan aðalverksviðs- ins. Hin fyrri var um verndun stórra landsvæða, sem fólk gistir á sama hátt og aðrar þjóðir fara um þjóðgarða sína. Sú síðari var um ýmis- konar uppgræðslu eyddra og örfoka landa, sem girt hafa verið ásamt skóglendunum. Þessi grein segir frá því, sem sennilega mun skipta mestu máli fyrir framtíðina. Án 60 ára reynslu í skóg- rækt mundum við vita harla lítið um gróðurskilyrði lands- ins í dag. Enn skortir mikið á þekkingu okkar á þessu sviði. Fyrir starf skógræktar- innar skýrast þessi mál með hverju ári sem líður- Þó munu enn líða allmörg ár áður en við þekkjum nákvæmlega gróðurskilyrði hvers héraðs, en að því mun samt koma að lokum. ★ ★ Með þessari grein læt ég staðar numið í bili, minnugur hins fornkveðna, að ljúfur verður leiður, ef lengi situr, annars fletjum á. ★ ★ Eftirmáli. Slæm villa varð í síðustu grein þar sem talað var um stærð skóglenda inn- an girðinganna. Stærð þeirra er 4000 — 5000 hektarar en ekki 400 til þúsund. Skylt er að geta þess, að prentarinn á eikki sök á þessu. Handrit hafði brenglast. IV. sunnudagur í föstu. Guðspjallið. Jóh. 6, 1—15. EINATT var þröngt í búi hjá fólki^ við sjávarsíðuna, áður en fór að fiskast. Lifað var á úr- gangssaltfiski, „margaríni", TÚg- brauði og svörtu kaffi. Ekki man ég eftir suíti í upp- vextinum, en ef til vill ótóeint þó, er ég minnist'gleðinnar yfir góð- gæti, er nú þykir sjálfsagt. Harðindaár voru síðustu ára- tugi 19. aldarinnar 0(g muna elztu menn þá tíma. Kunnur maður, er síðar varð, segir frá bernsku sinni á árunum kringum 1880 i óprentuðum endurminningum sínum. „Ég man tár móður minnar oft, þegar hún fór með litla mat björg handa mörgum börnum. Einum vetrinum á Skriðufelli gleymi ég aldrei. Þá var ég úti hjá kindunum, klæðfár og svang ur, margan dag svo svangur, að nú þekkja fáir annað eins, eða mundu með þökk borða svo lítil- fjörlegar máltíðir sem ég og við öll urðum að sætta okkur við um langan tíma. En Guði sé lof fyrir þessar minningar. Þær hafa orð- ið mér að miklu gagni á einn og annan hátt, þeim held ég stöðuigt vakandi í huga.“ Oft hefur • guðspjall þessa sunnudags: Jesús mettar 5 þús- undir — verið lesið 1 landi okk- ar, er hart hefur verið í ári og báglega horft um þjóðarhag. Við biðjum þess, að slíkir tímar komi ekki aftur, en vita megum við, að kraftaverk guðspjallsins er ekki aðeins undur tengt stað og íima, heldur einnig staðreynd- um, er átt hefur sér stað í þjóðar- sögunni oft og tíðum í breyttri mynd að vísu, en. Guðs hand- leiðsla að baki. Jesús kenndi okkur að biðja: „Gef oss í dag vort daiglegt >brauð“. Sú bæn tekur ekki af okkur vanda brauðstritsins. Er Jesús gerist maður, gengst hann undir mannleg kjör og baráttu. Hann er í heimi raunveruleikans, en lifir ekki neinni sýndar- tilveru okkar á meðal. Allt hans lif styðst við rök og á sér gildi til fordæmis og eftirbreytni. Athyglisverð eru orð guð- spjallsins um brauðin: „Skipti hann þeim milli þeirra." Öflun veraldargæðanna er mikilvæg, en mestu veldur um velfarnan ein- staklings og samfélagsheildar, hver það er, sem skiptir gæðun- um, að það sé réttlátlega gert og Húnavakan verður 30. marz til 4. apríl Héraðsfþing Ungmennasam- bands A-Hún. var haldið á Blönduósi 21. marz s.l. og mættu þar 30 tfulltrúar frá 9 sambands- félögum. Samtóandið hélt eins og venja er héraðsmót á Blönduósi 17. júná og hafði þá sérstaka hátíða- diagsikrá í tiletfmi af 20 ára atfmæli lýðveldisins. íþróttakennari starf aði um tíma s.l. vor á veguim sambandsins og íþróttamenn frá því tóku þátt í nokkrum íþrótta- mótum bæði heima í béraðiniu og víðar. Sambandið hetfur jatfnan hatft með höndum framkvæmdastjórn Húnavökunnar og er svo enn. Verður hún að þessu sinni hald- in dagana 30. marz — 4. apríl (og fjölbreytt að vanda. Standa að henni 8 félög og fédagasam- bönd í sýslunni. Leiktfélag Blöndiuióss sýnir Tangarsókn tengdamömmu, leik- stjóri Tómas R. Jónsson og Umf. Fram í Höfðakaupstað sýnir Sikipt um nafn, leikstjóri Bemó- dus Ólatfsson. Verður hivort þeirra sýnt þrisvar sinmuim. USAH hetfur dagskré sem netfnist Húsbændavaka. Þar flyt- ur Ólatfur E. Stetfánsson, ráðu- nautur, erindi og kvikmyndin Bú er landistólpi verður sýnd. Auk þess verða nokkrir skemmtiþætt ir. Kartakórinn Vökumenn syng- ur og sýnir sjónleikinn Fölsk frænka. Karlakór Bólstaðarhlið- arhrepps syngur og fter með fleiri skemmtiatriði. Umf. Hvöt á Blönduósi hetfúr tvisvar sam- fellda dagskrá. Unglingaskólinn á Blönduósi syngur og sýnir sjónleik o.fl. Blönduósbíó sýnir kivikmyndir fliesta daga. Dansleikir verða öll kvöld Húnavökunnar. Þar verður 'barnadansleikur, unglingadans- leikur og peysufatadansleikur, þar sem allar konur, sem mæta á íslenzkum búningi, tfá ófeeypis aðgang. Eitt kvöld verða einung- ie dansaðir gömlu dansamir. Hljómsveitin Gautar Xeifeur fyrir dansinum. 44 með sjónarmið, sem æðra er geð- þótta og einum eða öðrum mann- legum greinarmun. Vissulega skiptir Jesús Kristur af kærleiksanda sínum, þar felst í máttur kraftaverksins, en til- gangur Krists og markmið skiptir hér miklu máli. Sjötti kapítuli Jóhannesarguð- spjalls er í 'heild lykill að sann- indum þessa efnis. Eftir að Jesús hefur mettað mannfjöldann og þannig séð fyrir ytri þörfum hans, segir „Þegar Jesús því varð þess var, að þeir ætluðu að koma og taka hann með valdi til þess að gera hann að konungi, veik hann aftur afsíðis upp á fjallið einn saman.“ (Jóh. 6, 15). Hér kemur fram, að konung- dómur Jesú Krists er tvíþættur. Jésús boðar velmegun, að okkur mönnunum vegni vel um ytri kjör. Félagsleg þýðing fagnaðar- erindis hans er mikil. En tilgang- ur blómans þessa heims er ríkið ofar oig innar hag okkar hverja líðandi stund. Tekur Jesús nú að útskýra fyrir lærisveinum sínum, að • sjálfur sé hann brauðið, það er kenning hans og hið andlega líf, er hann vill gefa mönnunum þeim til blessunar og að allt ann- að veitist þeim þá til sannarlegs farnaðar og farsældar. Menn tóku vel hinni líkam- legu mettun, en andlegu ríki vildu menn ekki sinna: „Upp frá þessu fóru margir af lærisvein- um hans burt frá honum og voru ekki framar með honum. (Jóh. 6, 66).“ Þannig hrynur eiginlega til fjrunna ríki Jesú í Galileu að verulegu leyti og ýmsir telja, að skv. upphafi 7. kapitula guð- spjallsins hafi Jesús verið land- flótta og í útlegð um hríð. Tákn- leg merking er hér mikil, að svo skuli ljúka frásögn af hinni undursamlegu mettun og full- næging ytri þarfa. En vissulega firu orð Símonar Péturs í fullu gildi: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hef- ur orð eilífs lífs.“ (Jóh. 6, 68). Maðurinn, sem réði mestu um skiptingu heimsbrauðanna og fiskanna eftir fyrri heimstyrjöld- ina kvað forseta Bandarikjanna, sem þá var, í kútinn með þeim ummælum, að tillögur hans væru í anda Jesú Krists. Menn skipa sér í flokka um lausn þjóðfélagsvandamálanna og hallast einum eða öðrum ríkjasamsteypum. Þessu mun enn fara fram, en brauðinu verður aldrei skipt svo, að allir fái nægju sína, nema kærleikurinn sé hvöt- in og andleg velferð og eilíf ein- staklingunum til handa tilgang- urinn. Lætase — gleðjist heitir dag- urinn nú. Orðið er tekið úr nið- urlagskapítula Jesajaritsins. Þar segir: „Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður.“ (Jes. 66, 13). Ættjörðinni er líkt við móður og þá um leið forsjón Guðs. Með hliðsjón af þessu hefur deginum verið valið heitið, mæðradagur á Englandi. Eiga menn að minnast á þessum degi mæðra sinna og vitja þeirra. Fagurlega samræínist þetta til- efni dagsins. Móðirin hefur ein- att miðlað miklu af litlum efn- um. Við líkjum ættjörð okkar oft við móður, er veitir börnum sín- um ríkulega, þótt stundum sé hið blíða blandað stríðu. Guð gefi, að úr rætist erfiðleik- um fyrir kærleiksríkan tilgang hans okkur mönnum til veraid- legs gengis, að svo miklu leyti sem það má samræmast og þjóna andlegri velferð okkar árin og um eilífð. Guð blessi allan okkar hag. Amen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.