Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 6

Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 6
6 MORGU N BLAÐID Sunnuda'gur 28. marz 1965 Sparnaðarvika Neytendasamtakanna: HeyftessdHcsMsaiiið Elyftasr verðupp* lýsingar um 200 vöruilokku ai- mennsra nauðsynja NÆSTKOMANDI þriðjudag hefst svonefnd sparnaðarvika á vegum Neytendasamtak- anna. Af því tilefni er gefið út sérstakt hefti af Neytenda- blaðinu og er í því að finna allar upplýsingar varðandi sparnaðarvikuna. Sveinn Ásgeirsson, fram- 1 kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, hafði í gær fund með blaða mönnum og skýrði þeim í stór- um dráttum frá tilgangi spam- aðarvikunnar og tilhögun. Megintilgangur þessarar spam aðarviku er tvíþættur. Annars vegar að reyna að fá neytendur til að endurskoða kaupvenjur sínar og þá t.d. með því að þeir haldi búreikninga umgetna viku. UndirboðstoElur cx veiðarfserum Athugasemd frá Félagi ísL stórkaupmanna I TILEFNI af skrifum í Aliþýðu- blaðinu þ. 21. marz sl. og í Morg * unblaðinu þ. 23. marz sl. um undirboðstoll af innfluttum veið- arfærum o. fl. viljum vér upp- lýsa eftirfarandi. Það er ekki rétt, sem haldið er fram í greinum þessum, að t. d. Portúgalir selji veiðarfæri og tóg úr gerviefnum fyrir lægra verð til íslands en til annarra landa. Sl. vetur var flutt til landsins frá Portúgal og Danmörku tölu- vert magn af veiðarfærum og tógi úr plastefnum polyethylene og polypropylene. Verðið frá þess um löndum er svo til það sama, þó heldur lægra frá Danmörku. Hér hafa nýlega verið á ferð sölumenn frá Japan og Kanada, sem boðið hafa ofangreindar vör- ur fyrir svo til sama verð og Danir og Portúgalir bjóða hér nú. Einnig má geta þess, að í Fær- eyjum er starfandi verksmiðja, sem framleiðir fléttað polyethyl- enegarn til notkunar í botnvörpu net. Færeyingar munu nú ein- -**■ göngu nota þetta efni í sínar botnvörpur. Verð á þessu garni í Færeyjum er d. kr. 16,00 pr. kíló (eða isl. kr. 99,56) skv. upp- lýsingum hr. Tronds Jacobsen, netagerðarmanns, sem staddur er hér á landi um þessar mundir. Samskonar efni innflutt frá Portúgal kostar 16 sh. 3 d. pr. kíló f.o.b. Portúgal, sem samsvar- ar d. kr. 16,25 pr. kíló (ísl. kr. 101,16). Á þessu má sjá þvílík fjar- stæða það er, sem haldið er fram í Morgunblaðsgreininni 23. marz sl., en þar er tekið eftir- farandi dæmi um verð það, sem boðið er frá Portúgal í dag: „Hvað myndu íslenzk stjórn- völd gera, ef t. d. Portúgalar byð- ust til að selja hingað sement fyrir hálfvirði í eitt til tvö ár meðan verið væri að leggja stárf- semi Sementsverksmiðjunnar nið ur .... Það er hliðstætt þessu, sem verið er að gera við síðustu veiðarfæraverksmiðjuna ....“. Tilvitnun þessi á enga stoð í veruleikanum, þar sem hið Portúgalska verð á veiðarfærum er svo til það sama og aðrir bjóða, og alls ekki um undirboðs verð að ræða. Verð á plastefnum svo sem I>olypropylene og polyethylene hefir lækkað stórlega á sl. árum og mest þó á síðasta ári. Vegna stóraukinnar framleiðslu og notkunar á þassum efnum má fastlega reikna með, að þessi þró un í verðlækkunum haldi áfram. Til samanburðar má geta þess, að veiðarfæri úr nælon lækkuðu um 20% á sl. ári, en þó höfðu þau lækkað í verði stórlega árin á undan. Eins og kunnugt er lækkaði sísall allmjög í verði á sl. ári. Að okkar dómi er ástæðan fyrir þess ari verðlækkun sú, að notkun líf- rænna efna til veiðarfæragerðar er að hverfa vegna tilkomu gervi efnanna. Samkeppni í veiðarfæra sölu er mjög mikil milli innflytjenda hér á landi, og er það álit vort, að það sé öllum fyrir beztu, að eigi séu lagðar hömlur á þessa samkeppni með verndartollum eða öðrum ráðstöfunum, sem bein línis myndu leiða til hækkunar verðs til útgerðarinnar í landinu. (Frá Félagi ísl. stórkaupmanna). Hins végar er tilgangurinn að vekja almenna athygli á baráttu- málum Neytendasamtakanna. Sveinn Ásgeirsson benti á að mjög skorti á almenna verðþekk- ingu og vöruþekkingu fólks. Einnig skorti á að framleiðendur og seljendur merktu vörur sínar þar sem tilgreint væri efni vör- unnar og hvaða meðferð hún þyrfti, t.d. í þvotti. Þá benti Sveinn á að almenn- ingi væri tamara að hugsa um NEYTENDB- ■**>*%■* ím- * *w NÍÍÉW fi|lt||«yii|j I Forsíða Neytendablaðsins í til- efni sparnaðarvikunnar. það, hve mikið hann fengi í laun, heldur en hvernig þessum launum væri varið og hvað feng- ist fyrir þau. Til þessarar sparn- aðarviku er m.a. stofnað til að brýna fólk á að líta á þá hlið málsins, sem sé að reyna að gera sem hagkvæmust innkaup og kostur er og af sem mestri fyrir- hyggju. Til þess að auðvelda fólki að gera þetta er í þessu sérstaka hefti Neytendablaðsins birtur verðlisti yfir allar fáanlegar kjöt Oddur á Hálsi stjórnar bamakórnum. — Ljósna.: Gr. Gests. Fjölþætt barna- skemmtun í Kjós Valdastöðum, 22. marz. HIN árlega félagsskemmtun var haldin að Félagsgarði 20 þ.m. Nemendur barnaskólans önnuð- ust flestöll skemmtiatriði, sem voru fjölþætt. Of langt mál yrði að telja það allt upp, en yfirleitt stóðu flytjendurnir sig ágætlega og gerður góður rómur að. Hólm- fríður Gísladóttir, skólastjóri og Helga Dís kennari veittu þeim góða aðstoð og einnig Oddur á Hálsi, sem stjórnaði kórsöng. Framreitt var kaffi og kökur og önnuðust það bæði ynigri og eldri. Ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð barnanna. Fjölmenni var á samkomunni. vörur, ýmsan tilbúinn mat, fisk- meti, ávexti, nýlenduvörur hinar algengustu, öl, mjólk, mjölvam- ing og brauðvörur. Alls eru á lista þessum 200 vörutegundir og gerir hann ekki einasta að sýna mönnum verð hinna algengustu matvara, held- ur bendir á úrvalið um leið. Eitt af ráðunum til sparnaðar er að gera sér ljóst hvað maður ætlar og þarf að kaupa áður en kaupin eru gerð. Þetta er öllum almenningi ekki kleift, sökum þess að hann á ekki aðgang að verðlistum yfir hinar ýmsu nauðsynjar. Neytendablaðið hef- ur þarna bætt úr og mætti raun- ar gera meira að í framtíðinni. f tilefni þessarar sparnaðar- viku verður skrifstofa Neytenda- samtakanna í Austurstræti 14 op- in nú um helgina, í dag frá kl. 9 f.h. til 7 kvöldL Þar geta menn komið til skrafs og ráðagerða um hin ýmsu vandamál neytenda, nýjum félögum gefst kostur a3 láta innrita sig og þar fá menn spamaðarvikublaðið með hinum haldgóðu upplýsingum og yfir- liti til bókhalds meðan á sparn- aðarvikunni stendur. Sveinn Ásgeirsson lét þess að lokum getið að hverjum væri heimilt að hafa sína sparnaðar- viku er honum sýndist, þótt Neytendasamtökin bentu á vik- una frá þriðjudeginum 30. marz til þriðjudagsins 6. apríl. 'k Dauðinn við stýrið Oft velta menn því fyrir sér hvers konar fólk sé í rauninm hættulegast í umferðinni. Auð- vitað ber flestum saman um, að drukknir menn undir stýri séu þeir langhættulegustu, enda segjum við, að þar sé dauðinn við stýrið. En ekki er þar með sagt, að dauðinn geti ekki setið við stýrið þótt öku- maður hafi hafi ekki haft áfengi um hönd. Dæmin sanna þetta. Mestu klaufar sleppa oft furðanlega í - umferðinni og stundum verða þaulvanir öku- menn fyrir óhöppunum. Marg- ir eru þeirra skoðunar, að fólk, sem lærir ekki á bíl fyrr en það er komið á efri ár, sé samt sem áður töluvert hættulegra umhverfi sínu en aðrir öku- menn. Og það er líka oft áber- andi hve margt kvenfólk er álfalegt í umferðinni. 'k Ungir og gamlir Ég veit ekki til að nein at- hugun á hæfni ökumanna eftir aldri og kynjum hafi farið fram hérlendis. Ég sá hins vegar í bandarísku dagblaði á dögun- um, að slík athugun þar vestra hafði leitt margt í ljós. Fór hún fram í New York fylki — á allmörgum svæðum, sem hafa mikla bifreiðaumferð. Þar lentu ökumenn undir 25 ára aldri og yfir 65 ára aldri oftast í slysum. Og hermenn lentu að meðaltali í helmingi fleiri árekstrum en óbreyttir borgarar. Þegar heildarslysatalan árið 1964 var krufin til mergjar kom það einnig í ljós, að heimamenn, ökumenn, sem þekktu stað- hætti vel og voru þar af leið- andi öruggir með sig við stýrið, lentu í tiltölulega miklu fleiri slysum en aðrir — einkum að næturlagi. Er þá tekið tillit tii þess, að heimamenn eru oftar á ferli en aðkomnir. Ökumenn á gömlum bílum lentu í fleiri árekstrum en þeir, sem óku nýjum eða mjög ný- legum bílum. Og bílar með afl- litla hreyfla lentu í tiltölulega fleiri slysum en hinir, sem eru aflmiklir. Hægfara ökumenn Og samkvæmt tveggja ára könnun á umferðarmálum í 11 fylkjum Bandaríkjanna eru konur síður en svo varkárari en karlmenn. Konur yfir 35 ára aldri lentu í tiltölulega fleiri slysum en karlmenn í öll- um fylkjunum. Og loks má nefna, að samkvæmt niðurstöð- um þessum verður fertugur öku maður á tveggja ára gömlum bíl með 200 hestafla vél fyrir óhappi að meðaltali einu sinni miðað við hverja 1,6 billion eknar mílur — aki hann með 65 mílna hraða. En 18 ára strák ur, sem ekur aðeins með 30 mílna hraða í sex ára gömlum bíl með 100 hestafla vél, verð- ur fyrir óhappi eftir hverjar 10,000 eknar mílur. Þótt aðstæður séu ekki þær sömu hérlendis er ekki óiiklegt, að taka þessar niðurstöður til hliðsjónar að einhverju leyti við mat á umferðarvandamal- um okkar. ■jBr Ólík viðfangsefni Nú. er vor í dagblöðunum frá höfuðborgum nágrannaland- anna beggja vegna Atlantshafs. Allt fullt af auglýsingum frá verzlunum, sem selja garðyrkju tæki, blómlauka, blómafræ o. s. frv. Það er greinilegt, að víða er fólk farið að búa sig undir vorverkin, eða byrjað að atast í görðunum — jafnvel norðarlega í Evrópu. Ég geri ráð fyrir að Norðlendingar og Austfirðingar vildu líka frem- ur dunda við að hola blómum niður í garða sína en að liggja fyrir ísbjörnum. Já, þá dreym- ir sjálfsagt um auðan sjó, sum- ar og blóm. Hinir, sem komnir eru í garð yrkjuna, láta sig kannski dreyma um ísbjarnaveiðar. 6 v 12 ▼ 24 ▼ Bosch bakljós, ökuljós, stefnuljós og bremsuljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.