Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. marz 1965 Matthías Johannessen Hleifurinn og nnknni f. Landnám hið nýja OFT var haft í flimtingum hér á landi, að norraen samvinna væri hvorki fugl né fiskur og raunar ekki annað en skála- ræður og snobb á lágu plani. Nú eru flestir farnir að gera sér grein fyrir því, að hún nær lengra en til yfirborðsins og hefur eflzt til muna á síð- ustu árum. í heimsstyrjöldinni síðari losnuðum við úr tengslum við frændur okkar á Norðurlönd- um, enda ekki við öðru að bú- ast eins og ástatt var í verald- arkösinni. Við lögðum lag okk- ar við aðrar þjóðir, sem við höfðum ekki áður haft nein veruleg kynni af og eftir styrj- öldina efldum við vináttu við margar þjóðir sem nokkrum ár- um áður höfðu verið okkur jafn fjarlægur heimur og ævintýri Þúsund og einnar nætur. Milli okkar og þessara þjóða hafði verið aldagömul fáfræði og blefkinskir hugarórar. Nú stóð- um við allt í einu í sporum nærsýnu stúlkunnar, sem hafði vitað af' tignfögrum fjöllum sveitar sinnar en aldrei séS þau, þangað til einn dag að hún fékk gleraugu — og sjá! Þarna blöstu þau við, ekki lengur partur af draumi hennar, held- ur blákaldur veruleiki; útsýnið var ekki lengur bundið við bað- stofuþrönga veröld gamalla torf bæja, heldur efstu tinda og yzta sjónhring. Þannig stækk- aði einnig veröld okkar og veruleiki af kynnum við okkur áður iítt þekktar þjóðir og menningu þeirra; við þjáðumst ekki lengur af því innilokunar- meini, sem afskræmir ýmis skrif forfeðra okkar um önnur þjóðlönd á einangrunar- og vesaldartímunum; við hófðum endurheimt þá menningarlegu reisn sem einkenndi glæsileg- asta skeið sögu okkarM þegar það þótti engin forsmán að þrá til Rómar og jafnvel Mikla- garðs. Auðvitað hafa þessi nýstofn- uðu kynni veitt margvíslegum straumum inn í þjóðlíf okkar nú um nokkurra ára bil, alda- gamalli norrænni menningu sem fyrir var í landinu að mörgu leyti til eflingar, eða í það minnsta til hvatningar. Ýmis öfl sem fargþung einangr un hafði drepið í dróma forpok- unar og vanmetakenndar, voru leyst úr læðingi með þeim um- byltingum, sem vel mætti nefna landnám hið nýja. Góð- ur efniviður var fyrir í land- inu, nú var að steypa hann af nýju í móti þeirrar framtíðar, sem við enn ekki þekkjum. Enginn er sá íslendingur, að hann beri ekki í brjósti þá von heitasta að vel takizt til við þá umsteypu, en auðvitað er deilt um hvernig að skuli farið, eins og alltaf er. Jafnvel er deilt um traustleika þess efnis, sem er fyrir hendi í landinu og mynda á kjarna hinnar nýju blöndu. Sumir virðast hafa heldur litla trú á því, aðrir meiri — en undir styrkleika þess er fram- tíðin komin. Um þessa framtíð hef ég farið nokkrum orðum að gefnu tilefni í pistlum mín- um og vona að mér sé virt til vorkunnar, þó ég bæti þessum línum við. Mér skilst á sumum, að ég hafi jafnvel fyrirgert mannorði mínu með því að trúa á þessa framtíð, en það gerir ekkert, enda kannski ekki mik- ils í misst II. Efla ber tengslin við Norðurlönd Sá gamli norræni andi er líf- akkeri okkar í þjóðfélagsbylt- ingunni, sem nú á sér stað hér á landi. Það er því ekki óeðli- legt að við gerum okkur grein fyrir því, að í stað þess að rjúfa tengslin við frændur okkar á Norðurlöndum, er okkur ekki aðeins brýn heldur skilyrðis- laus nauðsyn á að efla þau og styrkja; við eigum að blanda geði við Norðurlandaþjóðir í ríkara mæli en hingað til. Þó þær hafi ekki verið kallaðar til að varðveita forna tungu nor- rænna manna, hafa þær ávallt verið útverðir norrænnar menn ingar ekki síður en við, og oft- ast staðið þannig á þessum verði að margt hefðum við get- að af þeim lært. Samt höfum við lengstum haft tilhneigingu eða hvort Leifur heppni var ís- lendingur eða Norðmaður. í deiglu Víkingaaldar er oft erf- itt um vik að ákvarða þjóðerni manna, hvort þeir voru Norð- menn, íslendingar, Færeyingar, Hjaltlendingar — sumir voru bara Væringjar. Og ég veit ekki betur en í fyrsta skipti, sem orðið íslenzkur kemur fyr- ir í varðveittum, rituðum heim- ildum, sé í einni af Austurfarar- vísum Sighvats, sem ortar eru nær hálfri annarri öld eftir að landnám hófst, og mörgum ár- um eftir að Leifur fæddist í Dölum vestur. Við eigum miklu frekar að kynda undir metnaði frænda okkar og áhuga þeirra "á sam- eiginlegum, fornum arfi, því þeir hafa öll tækifæri til að kynna hann umheiminum, en við ekki. Við getum svo gert það, sem hugurinn stendur til: verið fínir menn í forseta- stúku og notið góðs af þeim ár- hefur nærzt. En auðvitað verð- um við einnig að skilja afstöðu þeirra, hún sýnir einungis hversu mjög þeir meta forna, norræna menningu. Hitt er ó- neitanlega nýstárleg tilbreyt- ing, að stjórnmálamenn skuli umgangast staðreyndir af meiri kurteisi og prúðmennsku en margfróðir vísindamenn í húm- anistískum fræðum. En slepp- um því. Sá tími er liðinn, þeg- ar íslenzkur maður sagði: Kaupmannahöfn er Golgata ís- lenzku sálarinnar. Og hann kemur ekki aftur. Á Norðurlandaráðsfundinum sællar minningar mátti glöggt heyra, að frændum okkar þótti ekki í kot vísað að koma til Reykjavíkur. Norðurlöndin hafa með samstöðu og einhug náð þeim menningarlegu áhrif- um í heiminum, sem með ólík- indum er af svo fámennum og að sumu leyti afskekktum þjóð- um — og með það í huga sagði Þannig hugsar Halldór Pétursson sér Egil Skallagrímsson og Arinbjórn hersi í Jórvík. til að vanmeta áhuga Norður- landamanna, annars vegar á að varðveita fornmenningu sína og okkar og sækja í hana frjó- magn í lífshlaupsviðleitni sína, og á hinn bóginn að kynna hana öðrum þjóðum. Hér hefur lengi legið í landi að við höfum einskonar einkarétt á þessariarf leifð og séum hinir einu útvöldu erfingjar; Norðurlandaþjóðirn- ar séu aðeins hvimleiðir útarf- ar, sem engan áhuga hafi á mál- inu, nema ef þær gætu stolið af okkur nöfnum frægra manna til að skreyta sig með. En svo einfalt er málið ekki, sem bet- ur fer. Kjarninn í fornri menningu okkar er evrópskur og er að miklu leyti hingað kominn frá Norðurlandaþjóðunum, og þá einkum Norðmönnum. Margt í þessari menningu á sér langan aðdraganda og hefur ekki náð hingað á norðurhjara nema eft- ir krókaleiðum. Blómaskeið norrænnar menningar er að vísu bezt varðveitt í verkum íslenzkra manna, en hún var ekki fyrir þá sök einangrað ís- lenzkt fyrirbrigði, heldur liður í merkilegri þróun. Það er ekk- ert aðalatriði, hvort Hávamál voru ort á íslandi eða í Noregi, eða hvort Ágrip var skrifað af norskum manni eða íslenzkum, angri sem sameiginlegur styrk- ur Norðurlandaþjóða einn get- ur megnað, þessum forna arfi okkar allra til framdráttar og áhrifa í umbyltingarsömum heimi kjarnorkualdar. Við eig- um að vera stoltir af þessum félagsskap, en ekki hégómlegir og særðir eða móðgaðir vegna smávægilegrar yfirtroðslu frænda okkar. Þeir vita að hér var arfurinn ýmist varðveittur eða endurnýjaður og enginn þarf að fara í grafgötur um, að til dæmis Norðmenn gera sér grein fyrir að án íslenzkra manna hefði líf þeirra á merki- legum vegamótum þjóðsögunn- ar tortimzt í þögn og gleymsku. En auðvitað eiga þeir að fá að líta kóngarit Snorra sömu augum og Gyðingar Gamla testamentið: jafnframt því sem þau voru íslenzk hámenning í stíl og frásögn eru þau norsk þjóðsál í rituðu máli. Af hvoru tveggja getum við verið stoltir. Og við þurfum ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því, að sæmilega menntuðum Dönum sé ekki kunnugt um trúnað okkar við fornan arf, þó nokkr- ir danskir vísindamenn með prófessora í norrænum fræðum í broddi fylkingar virðist ekki hafa hugmynd um, á hvaða fjör efnum íslenzk þjóðarmenning einn þeirra fulltrúa sem á fundinum var og ég talaði lítil- legá við: að reka mundi að því að á Reykjavík yrði litið sem Aþenu norræns anda og menn- ingar. Ég setti auðvitað upp mitt íslenzka sparibros og svar- aði: Þið þurfið ekki að óttast þá þróun, við höfum nú þegar nokkra sjálfkjörna sókratesa. III. Tungan - enginn steingervingur Oft er á það minnzt, að fs- lendingar hafi varðveitt hina fornu tungu norrænna feðra okkar, en aðrar Norðurlanda- þjóðir glatað henni. Það er rétt, við höfum geymt tunguna með þeim árangri að einstætt er, og ætti það afrek að nægja okkur til nokkurs sóma í sam- félagi þjóðanna. Tungan og landíð eru óaðskiljanlegur part- ur hvort af öðru, og þarf ekki um að ræða; jafnvel svo að hvort ber keim af öðru, ef að er gáð. Ég hef einhverntíma kveðið svo sterkt að orði í grein hér í blaðinu, að ég fái ekki séð að íslendingar gegni öðru hlut- verki í heimsbyggðarsögunni en geyma þessa tungu, efla hana og endurnýja. Og ég hef ekki skipt um skoðun. Hitt er ég ekki eins viss um að íslenzk tunga hafi breytzt jafn lítið og margir hér á landi vilja vera láta. Eitt sinn spurði Sigurður Nordal mig, hvernig ég héldi að væri að eiga samtal við Egil Skallagrímsson, ef ég ætti þess kost, og hvort ég gæti ímyndað mér hvernig mér yrði við að hitta karlinn. Mér varð auðvit- að svarafátt. Þó ég hugsaði eitt- hvað í þá átt, datt mér auðvitað ekki í hug að segja við Sigurð, að svo væri Óðni fyrir að þakka, að Egill væri dauður og þyrfti ég aldrei að freistast til að leggja mig í þær lífshættur sem væru því samfara að eiga víð hann samtal. En ég hef oft síðan hugsað málið og þá hefur mér gjarna dottið í hug, hvort nokkur von væri til að ég skildi karlinn eða hann mig- Ég er hræddur um að samtalið mundi ganga erfiðlegar en margur hyggur — yrði jafnvel svo skrykkjótt að karlinn mundi ekki nenna að eiga svo skilningssljóan viðmælanda yf- ir höfði sér til lengdar, en gripi til þeirrar lausnar sem honum var tömust: að kljúfa hann í herðar niður. Ég er ekki einu sinni viss um að hann skildi mig, þegar ég avarpaði hann með nafni: Egill, bar hann allt öðru vísi fram en við gerum í dag, með löngu e-i og rödduðu 1-i. Við tölum nefni- lega ekki sömu íslenzku í dag og áður, þó okkur þyki gott að fullyrða það í skálaræðum og hástemmdum samtölum við út- lenda menn. Enginn vísinda- maður er ég til að geta sagt um, hve mikið málið hefur breytzt í framburði, en það er áreiðanlega meira en stolt okk- ar gæti viðurkennt. Þegar Egill átti að hitta Eirík í Jórvík hvatti Arinbjörn hann að yrkja konungi ljóð til lausnar höfði sínu. Egill svaraði: Freista skal ég þessa ráðs, en ekki hef ég við því búizt að yrkja lof um Eirík konung. Málfræðingar hafa auðvitað reynt að finna með samanburði þann fram- burð, sem Egill notaði, og marg ir erlendir kennarar hafa áreið- anlega sagt nemendum sínum að lesa setninguna því sem næst á þessa leið: Freista skall ekk þessa raaþs, en ekki heffi ekk við því búizk att urkja loff úm Eirík konnung, þ.e. með framburði, sem enginn Islend- ingur gæti lært nema með ær- inni fyrirhöfn á löngum tíma. Segjum að Egill hafi nú auk þess verið óðamálá af tilhugs- uninni um að hitta erkióvininn, sjálfan Eirík konung — hver veit þá nema okkur hefði fund- izt þessi setning hálfgerð fær- eyzka á vörum hans? Eg veit að þetta hljómar eins og hvert annað guðlast á íslandi, en þá er að taka því. Á síðustu öld voru endur- vaktir nokkrir fornir bragar- hættir, en vegna margvíslegra áherzlubreytinga (og breytinga á lengd sérhljóða o. fl.) er með öllu útilokað fyrir sjení eins og Jónas Hallgrímsson að yrkja fornyrðisleg eða ljóðahátt me3 réttum slætti samkvæmt forn- um venjum. Auðvitað eru ljóð hans ekki verri fyrir það í okk- ar eyrum, en hræddur er ég um að forfeðrum Jónasar og okkar, sem voru vanir sínu tungutaki og áherzlum, hefði þótt skot- Framhald i Ws, U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.