Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 11

Morgunblaðið - 28.03.1965, Page 11
Sunnudagur 28. marz 1985 MORGUNBLAÐIÐ II ÞESSAR ungu stúlkur bætt- ust í hóp hjúkrunarkvenna, en Hjúkrunarkvennaskólanum var slitiS miðvikudaginn 17. marz. Hinar nýju hjúkrunarkon- ur eru: í fremstu röð: Elín- borg Ingólfsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ása Aðalsteins dóttir, Edda Árnadóttir. Önn- ur röð: Anna Ragnheiður Guð mundsdóttir, Guðrún Blöndal, I Sigrún Gísladóttir og Sigur- veig Sigurðardóttir. I þriðju röð: Guðfinna Gunnarsdóttir, Svandís Anna Jónsdóttir, Dóra Sigurðardóttir og Áslaug Krist insdóttir. í öftustu röð: Ilall- dóra Halldórsdóttir, Gyða Magnúsdóttir, Amalía Svala Jónsdóttir og Guðrún Pálma- dóttir. — Dauðsföfl JTramhald af bls. 32. Svokölluð blettavötn virðast vera mikið notuð, enda eru þau nanast frjáls verzlunarvara. Með hvaða hætti verða eitran- ir af völdum blettavatns? Eitranir verða ýmist á þann veg, að fólk sýpur á því af mis- gáningi eða andar því að sér. Þar sem lítil loftræsting er, geta menn hæglega andað að sér svo miklu magni, að úr verði eitrun. Slíkt hefur komið fyrir bæði á vinnustöðum og í heimahúsum. Einnig hefur komið fyrir, að menn hafi í ógáti drukkið bletta vatn og hlotið bana af. Koma sjúkdómseinkennin þá ekki strax í Ijós? Venjulega koma þau ekki alveg ítrax. í sumum alvarlegustu til- fellunum hafa sjúklrngarnir ekki orðið áberandi veikir fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Örugg dæmi þekkjast þess, að menn hafa setið að áfengisdrykkju og drukkið blettavatn annað hvort í misgripum eða viljandi. Alkó- hólið getur í þessum tilfellum vitanlega villt um sjúkdómsein- kenni og seinkað því, að þau verði kennd. Að auki eykur elkóhól stórlega á sumar eitur- verkanir blettavatna. Þessa má einnig finna stað í tilraunum með dýr. Eru eiturverkanir eftir metýl- klóríð og blettavatn sama eðlis? Efnin metýlklóríð og tetraklór metan, sem mjög kemur fyrir í evonefndum blettavötnum, eru næsta skyld. Eins og óður segir, eru alvarlegustu eituráhrif metýl klóríðs bundin við miðtauga- kerfi. Blettavatnið er hins vegar einkum skaðlegt nýrum og lifur. Metýlklóríð hlýtur því að teljast mun hættulegra en blettavatn. Þó hafa menn hér á landi hlotið evo miklar lifrarskemmdir af völdum blettavatns, að þeim hef- ur verið bráður bani búinn. Eög og reglugerð um eiturefni í undirbúningl Hvernig eru aðstæður hér á landi til rannsókna á eitrunum? í sambandi við ýmiss læknis- fræðileg mál, er falla undir rétt- arlæknisfræði, er mjög gagnlegt, og raunar á stundum bráðnauð- synlegt, að geta framkvæmt rann sóknir og ákvarðanir á skaðleg- um efnum og eiturefnum. Að- staða til þessa er hin lakasta hér á landi og því úrbóta þörf. Sömu sögu er reyndar einnig að segja um aðstöðu til þess að fylgjast með aðskotaefnum í matvælum, sem mörg hver geta verið eða eru eitruð. Hvarvetna fer nú í vöxt, að fylgzt sé með því, að fæða manna og dýra sé ekki ó- hæfilega menguð skaðlegum efn- um, sem komizt hafa í hana á einn eða annan hátt. Slíkt eftir- lit og rannsóknir verða eðlilega að teljast til almennrar heilsu- gæzlu í nútímaþjóðfélagi. Hvernig má að ykkar dómi bezt koma í veg fyrir, að eitranir eigi sér stað? Eitt meginatriðið í þessu efni er, að öll ílát með eitruðum efn- um séu greinilega merkt og skulu á merkimiðunum greindar notk- unarreglur og varúðarreglur á ís lenzku. Annað meginatriði er, að ílát með eitruðum efnum séu þannig úr garði gerð, að eigi verði villzt á þeim og ílátum, sem notuð eru undir matvæli eða lyf. í þriðja lagi er þess að gæta, að varzla eiturefna sé sem tryggi legust og að notkun ýmissa hinna eitruðustu efna sé bundin við þá, er slíkt efni þurfa að nota af nauðsyn við störf sín. Þess er skylt að geta hér að nýlega hefur landlæknir beitt sér fyrir þvi a8 sett verði lög og reglugerðir varðandi innflutning, sölu og dreifingu, meðferð og eftirlit með eiturefnum hér á landi. Er sem stendur unnið að gagnasöfnun til samningar þess- ara laga og reglugerða. Með á- kvörðuninni um aukið eftirlit má ætla, að allar aðstæður til at- hugana og rannsókna á eiturefn- um hér muni stórbatna, segja þeir Ólafur og Þorkéll að lokum. — sem handtekinn var fyrir skrif sín um lífið í Sovétríkjunum Á UNDANFÖRNUM árum hafa embættismenn í Júgó- slavíu vísað háðslega á bug sérhverri staðhæfingu um, að rithöfundurinn Milovan Djilas og ga<gnrýni hans á kommúnis- mann eigi sér enn hljómgrunn meðal Júgóslava. Djilas átti, sem kunnugt er, mikinn þátt i að koma á kommúnísku þjóðfélagsskipulagi í Júgó- slavíu, en varð síðar haröasti gagnrýnandi þess, eins og það var framkvæmt í kommún- ískum ríkjum, og hefur að mestu setiö i fangelsi siðasta áratuginn. En staðreynd er, að „Djilas- ismi“, sem svo hefur vérið nefndur, gerir enn vart við sig. Og nú hefur það verið viðurkennt af opinberri hálfu — af engum minni manni en sjálfum Tito, forseta. „Sú stefna, sem við eitt sinn gáfum nafnið „Djilas-ismi“, sagði Tito „hefur nú gert vart við sig í nýrri mynd“. Og hann bætti við í umkvörtunartón, að stefna þessi ætti sér öfluga talsmenn hjá blöðum og tíma- ritum ag tíðum væru skrif þeirra látin afskiptalaus. ☆ Tito staðhæfði, að stefnan hefði tekið á sig nýtt form. En sannleikurinn er sá, að at- vik það, sem varð tilefni til þessarar yfirlýsingar hans, varðaði að mörgu leyti sömu grundvallaratriðin, sem Djilas hefur árum saman afplánað refsingu fyrir að halda á lofti. Djilas lenti fyrst í átökum við Júgóslavíustjórn fyrir tíu árum. Hann krafðist þess, að aukið yrði lýðræði í landinu og skipulögð yrði andstaða gegn einræðisstj órn kommún- istaflokksins. Þá krafðist hann algers mál- og ritfrelsis. Frá því bók Djilasar (Hin nýja stétt) kom út hefur hann hvað eftir annað verið hneppt- ur í fantgelsi fyrir skrif, er dæmd voru móðgandi í garð Rússa. Samskipti þeirra og Júgóslava voru þá, þrátt fyrir fornar væringar, svo vinsam- leg, að Tito leyfði enga gagn- rýni á Sovétríkin. Og nú er það ungur prófess- or, sem hefur tekið upp stefnu Djilasar og orðið Tito tilefni fyrrgreindrar yfirlýsingar. Mihailo Mihailov, prófessor í rússneskum bókmenntum við heimspekideild háskólans í Zadar i vesturhluta Júigó- slavíu hefur verið handtek- inn og bíður nú dóms fyrir svipaðar eða sömu sakir og Djilas. Mihailov er á fertugsaldri. Hann er ættaður frá Hvíta- Rússlandi — foreldTar hans fluttust þaðan frá til — Júgó- slavíu. Hann heimsótti Moskvu s.l. sumar og hreifst mjög af þeirri löngun og tilhneigingu til sköpunarfrelsis, er hann varð var meðal margra ungra rithöfunda. Um þessa heim- sókn skrifaði hann tvær lang- ar greinar, er birtust í janúar- Og febrúarheftum mánaðar- ritsins „Delo“, sem gefið er út í Belgrad. Þegar síðari greinin birtist mótmælti sovézka sendiráðið í Belgrad kröftuglega þeirri gagnrýni, er þar kom fram á Sovétríkin. Og hugtaksfræði- tímarit júgóslavneska komm- únistaflokksins „Kommúnist- inn“ birti harðorða viðvörun til menntamanna um að láta ekki slík skrif hafa áhrif á sig. Febrúarheftið var síðan bann- að af stjórnarvöldunum. Mihailov gerði fangabúðir Rússa að umtalsefni. Hann minntist einnig á það, er Stalín lét flytja búferlum heila þjóðflokka, þar sem talið var að almenn andstaða væri gegn kommúnismanum. En mest af því, sem Mihailov sagði um þetta var fengið úr frásögnum Rússa sjálfra af fangabúðum Stalínstímans og öðrum heimildum um hryðju- verk Stalíns, sem birtar hafa verið í vaxandi mæli frá því árið 1956. Það sem miklu fremur hleypti vonzku í Rússanna var hrifning hans á vaxandi tilhneigingu til frjálsrar list- sköpunar í sovézkum bók- menntum og napurt háð hans um þá „afturhaldssömu“ sem væru henni andvígir, tor- tryggni hans í garð sovézkra yfirvalda og vantrú á því að hinir nýju leiðtogar væru eins staðráðnir í því að afnema Stalínismann og þeir segjast vera, — og þó umfram allt sú fullvissa hans, að framtíð Sovétríkjanna byggist ekki á yfirvöldunum heldur á hinni nýju kynslóð mennta- og lista- manna, og kröfum þeirra um aukið frelsi. Hann minntist á prófessor Vladimir Miloaevich Turbin, „vinsælasta fyrirlesarann" við Moskvuháskóla, sem skrifaði bók -er nefnist „Félagi tími, félagi list“, en þar var tilvitn- un í eitt af ljóðum Maya- kovskis, þar sem hann sagði: „Úr djúpi timans rís þriðja byltingin, frábrugðin hinum fyrri, — bylting andans“. Draumurinn um „þriðju byltinguna" á ýmislegt sam- eiginlegt með hugmyndum Djilasar, sem stöðugt stað- hæfir — hvort sem hann er utan eða innan fangelsisveggj- anna — að júgóslavneskir kommúnistar — og kommún- istar, hvar sem'er — þarfnist fullkomins máls- og ritfrelsis til þess að geta losnað að fullu við „stalínismann“. Timaritið „Kommúnistinn" sagði hina svörtu mynd Mihailovs af lífinu I Sovét- ríkjunum fullkominn and- sósíalisma, sem borinn væri fram undir yfirvarpi baráttu fyrir skoðanafrelsi og mál- frelsi. Slíkt yrði ekki látið viðgangast í „lýðræðisrikinu“ Júgóslavíu. Ýmsar dagsetningar í sam- bandi við þetta mál eru at- hyglisverðar. 11. dag febrúar- mánaðar — eftir að febrúar- hefti DEL/D hafði verið bann- að, Sovétstjórnin hafðí mót- mælt og „Kommúnistinn" birt árásargrein sína, — átti Tito, forseti, fund með opinberum saksóknurum Júgóslavíu og kvartaði undan hínum nýja „Djilas-isma“. Krafðist hann þess þá — að því er síðar fréttist að Mihailov yrði þegar tekinn höndum. Frá þessum fundi var ekki skýrt opinber- lega fyrr en 3. marz sl. Og loks nokkrum dögum síðar' upplýst, að Mihailov hefði ver- ið handtekinn. Skömmu áður en Mihailov var handtekinn hafði hann látið í ljós furðu yfir þessum úlfaþyt, er greinar hans ollu. Fjöldi manns, þar á meðal hann sjálfur, hafði skrifað svipað um Sovétríkin áður og ekkert hafði þá verið gert. Furðuleg viðkvæmni Titos fyrir gagnrýni á Rússa og auð- sveipni hans gagnvart kvört- unum þeirra er ekki eina skýringin á þessu. f nokkur ár hefur hann átt í harðri bar- áttú við ópólitísk sjónarmið yngri kynslóðarinnar og við menntamenn. Á síðustu tveim árum hefur þessi barátta meðal annars komið fram í því að banna kvikmyndir — eina var fyrir- skipað að eyðileiggja alveg — og bækur. í einu slíku tilfelli neyddu bókmenntafræðingar dómstól til að afturkalla bannúrskurð sinn. Tveir sló- venskir rithöfundar hafa verið fangelsaðir, fyrir að skrifa gagnrýni á hið júgóslavneska „lýðræði". Leikrit, sem flokk- ur slóvanskra leikara sýndi, var bannað, sökum þess að þar kom fram gagnrýni á forstöðu- menn samyrkjubúa — því furðulegra sem Júgóslavar hurfu frá samyrkjustefnunni fyrir 10 árum. Loks má geta þess, að eitt af pólitískum mál- gögnum Slóvena var bannað á þeim forsendum, að það bergmálaði skoðanir Djilasar. Sem betur fer hafa júgó- slavneskir menntamenn ekki látið skelfast. Handtaka Mihailovs vakti upp nýja mót- mælaöldu. Stjórnin veit, að hún getur ekki fært frelsis- klukkuna svo mjög langt aft- ur á bak, enda þótt hún láti skína í tennurnar öðru hverju, eins og í máli Mihailovs. í Júgóslavíu — eins og i Rússlandi og öðrum kommún- ískum löndum — ryðja hug- myndir ungu kynslóðarinnar sér æ meira til rúms, hvort sem þær eru kallaðar Djilas- ismi eða eitthvað annað. Sú staðreynd, að hinn aldur- hnigni Tito hefiur talið sig knúinn til að keíla hinn unga prófessor Mihailov, er að vissu leyti atburður, sem fremur vekur vonir en von- leysi þeirra Júgóslava, sem berjast fyrir fullu málfrelsi en neita að láta sér nægja eitt- hvert hálfkák í þeim efnum. (OBSERVER: John Ruther- ford — ÖU réttindi áskilin)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.