Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. marz 1965 Stretchbuxur Stærðir: 14 _ 44 kr: 595/— 10 — 12 kr: 495/— I. flokks efni. Sendum gegn póstkröfu. M loCiöíri Aðalstræti 9 — Sími 18860. Lithoprent* Símanúmer okkar er LINDARGÖTU 48 REYKJAVÍK FIRE ft RING Verð aðeíns kr« 26,00 með •öluskattr. AC KERTI er eina kertið, sem hefur hreinan bruna og heitan odd til að auð- velda gangsetningu, auka eldneytisnýtingu og gera sjálf kertin endingarbetri. Þessir eiginleikar eru jaf n áríðandi í nýjum bílum sem gömlum. AC-KERTI eru í öllum Opei-, Vauxhall- og Chev rolet-bílum. VÉLADEILD — Að gefnu tiletni Fraimhald af bls. 10 hent ort með köflum. Þannig bera öll verk mannanna fyrst og síðast merki þess tíma, sem þeir lifa. Hægt er að hafa hlið- sjón af fortíðinni, taka af henni mið, en ekki að vekja hana frá dauða. I Kiel í Þýzkalandi er lærður kennari í íslenzkum fræðum, prófessor Kuhn, mikill sérfræð- ingur í fornum skáldskap og áhugamaður um sérvizkulega umgengni við hann, eins og reyndar ýmsir aðrir erlendir vísindamenn á þessu sviði: Þeg- ar íslenzkir stúdentar koma í tíma til • hans, bregður þeim heldur en ekki í brún. Þeim er fyrir lagt að lesa fornljóðin upp á annarlegan hátt, með fram- burði sem þeir þekkja ekki og hljómar eins og latína í eyrum þeirra, eða að minnsta kosti ekki ólíkar færeyzku og ný- norsku en þeirri íslenzku sem þeir eru vanir. Ellefta vísa Guðrúnarkviðu I. hljóðar svo: Þeygi Guðrún, gráta mátti, ¦svá var hon moðug, at mög dauðan.... Þetta vorum við látnir lesa í norrænu deildinni með venju- legum nútímaframburði, en prófessor Kuhn lætur sína nem endur lesa textann með fram- burði sem nálgast þessa staf- setningu: Þoji Gúþrun, graata maatti, svaa var hon múþúg att mogg dáþan . .. Og skilji nú hver sem vill! Þó nemendur prófessorsins læri að lesa íslenzkt ritmál, geta þeir hvorki talað né skilið nútíma íslenzku. Prófessor Kuhn hefur áreið- anlega margt til síns máls. Hann veit, að Egill og Einar skálaglam töluðu með öðrum hætti en íslendingar gera í dag. Hann er ekki einn um þessa vitneskju. Þetta veit hver sæmi lega menntaður málfræðingur. Með samanburði við önnur germönsk mál hafa málfræð- ingar dregið ályktanir um þenn an forna framburð og þá ekki sízt af bragfræðirannsóknum, sem að vísu hafa valdið enda- lausum deilum. fsienzkur stúdent, sem lagði stund á íslenzk fræði hja pró- fessor Kuhn, hefur sagt mér að þýzku nemendurnir hefðu hleg- ið að honum, þegair hann las gömlu ljóðin með sínum fram- burði, og auðvitað skildu þeir ekki orð af því sem sagt var. Þeir spurðu kennara sinn með undrun og forvitni, hvaða hrognamál maðurinn væri eig- inlega að þylja. Það var aðal- lega lengd og hljóðgildi sér- hljóðanna, sem vafðist fyrir þeim, en þau atriði hafa tekið miklum stakkaskiptum, einsog kunnugt er. Mörgum mundi vafalaust finnast þessi kennsla Kuhns og kollega hans hláleg og jaðra við móðgun við lýðveldið ís- land, ég veit það ekki. En hann um það. Eitt er víst: málið hef- ur breytzt í meðförum margra kynslóða, það veit hann. Svo ekki sé talað um merkinga- breytíngar á einstökum orðum, sem eru svo stórkostlegar að hægt væri að búa til nýtt tungu mál með þær einar í huga. Eða þá orðrýrnunin: frskur stúd- ent, sem hafði lært íslenzku er- lendis kom til fslands. Hann var auðvítað hróðugur yf'ir námi sínu og þóttist hafa í öll- um höndum við 'nýja umhverf- ið. Eitt hið fyrsta sem hann tók sér fyrir hendur, þegar til landsins kom, var að ganga inn í bakarí og segja við búðar- stúlkuna: Má ég biðja um einn hleif! Stúlkan roðnaði og starði á hann vonlausum augum. Vesalings maðurinn fór auðvit- að við svo búið brauðlaus út, en það sem verra var: hann hafði misst þó nokkuð af þeirri virðingu, sem hann hafði borið fyrir íslenzkukunnáttu sinni. Á Norðurlandaráðsfundinum hér í Reykjavík flutti frændi okkar, Peter Mohr Dam, ræðu og hélt því m.a. fram, að Fær- eyingar væru nátengdastir nor- rænni tungu og menningu og komst m.a. svo að örði sam- kvæmt frásögn Morgunblaðs- ins, að „engin norrænna þjóða hefði í jafn ríkum mæli sem Færeyingar, kynslóð eftir kyn- slóð, sogið til sín kraft frá stofni hins norræna meiðs", og ennfremur að „þeir væru ef til vill norrænasta þjóð Norður- landa". Ég get varla ímyndað mér að margir fslendingar hafi tekið eftir þessum ummælum og þeir sem það hafa gert reynt að gleyma þeim hið snarasta. Annars. hefði áreiðanlega hvin- ið hærra í tálknum íslenzks þjóðarstolts en raun varð á. Ekki þori ég að segja um, hvað Dam hefur fyrir sér í þess um fullyrðingum sínum. Og bezt gæti ég trúað að hann sé sleginn samskonar blindu og þeir íslendingar sem helzt vilja halda því fram, að tunga okkar hafi lítið sem ekkert breytzt í meðförum þeirra kynslóða, sem hafa notað hana frá alda öðli — eða þeirra sem fullyrða að við séum „norrænastir allra þjóða". En þetta sýnir einungis, að ýmsar hliðar eru á þessu máli og ekki allar jafn skemmti legar. Og einu má bæta við: Einhvern veginn er það svo, að ég á auðvelt með að lesa fær- eyska bók eða blað, en færeyskt talmál vefst fyrir mér, ég skil það illa og þá með óskaplegri fyrirhöfn. Mætti segja mér, að flestir íslendingar hafi svipaða sögu að segja. Þá hafa ýmsir Færeyingar sagt mér, að þeir eigi erfitt með að skilja ís- lenzkt talmál, en ritmál sé þeim hægðarleikur einn, ef út í það fari. Þannig ber allt að sama brunni, stafsetning og fram- burður eru sitt hvað. fslenzkan hefur tekið breyt- ingum eins og önnur tungumál. Hjá því verður bókstaflega ekki komizt. Hún er að breyt- ast og á eftir að breyt- ast. Menningarleg framtóð okk- ar veltur á því, hvernig hún breytist og hve mikið. Ekki er ég maður til að segja fyrir um þá þróun, enda virðast margir, af skrifum manna og tali að dæma, vita það upp á hár. Jafn- vel annað eins undirstöðumál heimsmenningarinnar og grísk- an hefur ekki farið varhluta af miklum breytingum. Mér skilst að mikið ósamkomulag ríki milli forngrísku og nútíma- grísku. Ekki kann ég á því skil. Hitt mætti benda á, að svo mik- il var virðing Rómverja fyrir menningu Grikkja og tungu, að sjálfur Markús Árelíus, keisari, ritaði ekki sín heimspekirit á latínu, heldur grísku. Orsökin hlýtur því að vera önnur en. rómversk yfirráð og áhrif, kannski hún sé sú, að hið rit- aða mál hafi að mestu glatazt þeirri þjóð sem byggir Grikk- iand eftir gullaldirnar? Þannig hefur einnig íslenzk tunga tekið breytingum á vör- um fólksins og meiri en margur hyggur. Það er ekki okkar hiut- verk að sporna við þróun máls- ins heldur því, að það verði málfræðilegum byltingum að bráð. "Og margt ber að varast. Breytingarnar gerast oftast hæg fara og við tökum ekki alltaí ef tir þeim, . hugsum ekki um þær í daglegum önnum. En þeir sem komu í skrifstofu ríkisféhirðis fyrir jólin og hlust uðu á tal þeirra, sem þangað áttu erindi, gátu látið sér detta í hug að æ-ið væri að hverfa úr málinu og verða a-inu að bráð: sumir höfðu verið hakk- aðir, aðrir höfðu verið lakkað- ir. Og hvað skyldu margir Reygvígingar taba á því að noda 'tímann illa. Þarna mætti stinga við fótum. Reynslan hefur sýnt að það er hægt, en aðeins ef vilji er fyrir hendi. Við útrýmdum flá- mælinu, sem var orðin landlæg plága og meiri óþrifnaður á tungunni en lúsin vár á mannfólkinu. Við eigum að hafa tvo, þrjá norrænufræðinga á föstum ríkislaunum til að fylgj- ast með þróuninni á vísindaleg- an hátt, eins og dr. Björn Guð- finnsson gerði á sínum tíma. Og Iþeir eiga að gefa hættumerki, löngu áður en allt er orðið um. seinan. IV. Bókmenntir - bakhjall tungunnar Nei, íslenzk tunga er ekki eitthvað óumbreytanlegt fenómen í veraldarsollinum, hún er ekki storknað hraunhaf, heldur frjósamur og lifandi ak- ur, sem gefur af sér þann ávöxt, sem til er sáð. Hún hefur veðr- azt eins og snös fjallsins. Ea fjallið sjálft stendur. Ég hef stundum vitnað í Olof Lagercrantz í þessum pistlum mínum, enda kom hann þeim af stað, og leyfi ég mér nú að minna á þau orð hans í „Dagens Nyheter", að hann hafi meiri trú á bókinni og blöðunum sem áhrifamiklum fjölmiðlunar BÍLAAKLÆDI Mjög góð og ódýr ullarefni, hentug í bílaáklæði, verð kr. 55,00, kr. 75,00 og kr. 98,00 pr. meter. Breidd 140 cm. Notið þetta sérstaka tækifæri til að klæða sætin í bifreið yðar ódýrt. Selt á útsölunni í Aðalstræti 7 bakhús. (gengið inn frá Hótel íslandslóðinni). ÓDÝRT ÓDÝRT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.