Morgunblaðið - 28.03.1965, Side 13

Morgunblaðið - 28.03.1965, Side 13
! Sunnudagur 28. marz 1965 MORGU NBLAÐIÐ 13 tækjum í nútíma þjóðfélagi en t. 4. sjónvarpi. Ég er Lager- crantz algjörlega sammála í þessu efni. Það er hið ritaSa jarál, sem stefnuna markar. Þess vegna standa þær þjóðir betur »ð vígi aS varðveita tungu sína ©g þar af leiðandi menningu, sem eiga töggurlegar bókmennt ir, en hinar sem hafa engan siík- an bakhjall. Þess vegna glötuðu Hjaltlendingar 'hinu forna, táma bundna máli sínu, og þess vegna m.a. varð norræna undir í bar- éttunni við erienda strauma í Noregi eg Danmörku. Þjóðrek- ur munkur ritaði ágrip sitt af Noregs sögu á latínu og hvað gerði Saxó í Danmörku? Hann ritaði emnig sögu sinnar þjóðar é latínska tungu. Bakhjailurinn var þannig erlent mál, þ.e. esperantó þeirra tima, mál sem eitt sinn hafði hijómað á vör- um mestu mæiskusnillinga eina beimsveldisins sem sagan þekk- ir, en var nú orðið tækj fárra manna til að koma hugsun sinni é framfæri. Em — meira að segja latína varð viðskila við þjóð sína, heimsveldið, þegar latínskum bókmenntum fór hnignandi, þær urðu menning- erlegu hruni að bráð og blómi þeirra hvarf aimenningi inn í djúp gleymsku og þagnar. Þessi breytimg gekk eins og oftast er í þá átt, að málið varð einfald- era í meðförum fóiksins. Fall- beygingin varð verst úti, þ.e. íöllunum fækkaði, þau runnu eaman og síðan hurfu þau með öiiu, en einstöku beygingarend- ingar urðu eftir. íslenzka fall- beygingarkerfið virðist í engri Ihættu, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Og við eig- um að setja nýjum tökuorðum þau ófrávíkjanlegu skilyrði, að þau taki íslenzkri fallbeygingu. Aftur á móti stóðst latneska sagnakerfið betur þessa niður- tnolnun tungunnar, en í þeim ef num megum við einmitt gá að ©kkur. Menntaskólakennari í Heykjavík hefur sagt mér, að éberandi sé að viðtengingar- háttur þátíðar sé að hverfa af vörum ungs fóiks. Það segir t.d.: hvað mundirðu gera, ef hanm tnundi biðja þig að koma, í etaðinn fyrir: ef hann bæði þig eð koma. Þessi dæmi eru hættumerki. Skólamir verða að etanda dyggan vörð um undir- etöður tungunnar, ef uppblástur hennar á ekki að hefjast. Latína og latnesk menning dóu ekki út umyrðaiaust, það skyldi enginn halda. Þau blésu lífi í nýjan frjóanga og urðu þannig partur af þeirri veröld, sem skaut rótum í upplausn heimsveidisins. — Durant segir í Rómaveldi: „Tunga Rómverja varð með aðdáunarlegri afbök- un mál Ítalíu Rúmeníu, Frakk- iands, Spánar, Portúgals og Suður-Amerfku — hún lifir enn í hljómandi ritúali og opinber- um skjölum rómverskrar kirkju og ritar lyfseðla við meinum mannanna". En minnumst þess að latnesk tunga dó á vörum fólksins sem átti hana og nærði um margra alda skeið, þegar afl ið var úr bókmenntum hennar og hið ritaða mál varðaiisherjar upplausn ríkisins að bráð. Og þá, og þá fyrst — en jafnvei tunga Rómverja! Þess er vert að minnast. V. Einemgrun - eðcr hvaið ? Stundum er sagt: Hvers vegna giötuðu Norðmenn tungu sinni, en ekki íslemdingar? Og svo er bætt við: Þarná sjáið þið, einangrunin! En máiið er iangt frá því að vera svo ein- falt. Ég þykist hafa bent á eina af höfuðástæðunum. önnur er snögg málfræðileg einföldun norrænnar tungu í Noregi, sem ekki skal farið út í hér. Og loks skiidi Hansamenningin eftir sig spor í Noregi og Danmörku, enda þvingaði hún sæmilegan skammt af lágþýzkum áhrifum, og þá einkum tökuorðum, inn á berskjaldaðar þjóðirnar — ég segi berskjaldaðar vegna þess þær voru að mestu bóklausar á sínu eigin máli og viðmiðun lítii sem engin þegar fram í sótti, aðhaidið ekki fyrir hendi í ritmáiskurli latínubóka. Þessi lágþýzku áhrif gera meira að segja vart við sig í „íslenzku einangruninni" sem verið er að tönglast á og þarf ekki annað en lrta á rit Chr. Westergárds Nielsens tii að ganga úr skugga um það, „Láneordene í det 16 Árhundxedes trykte islandske litteratur" (oftast bárust þessi á’hrif um Noreg eða Dan- mörku). En nú þarf ekki lengur að óttast um framtíð dönskunn- ar eða norskunnar, hvorki ríkis- málsins né landsmálsins. Báðar þessar tungur hafa sterkan bak- hjall í verkum höfuðskálda. Etf fólkið missir ekki tengsiin við þessa flóru menningar sinnar, ræna engir Hansakaupmenn máli þess. ÞS mun jafnvel ný- norskan, jafn óskemmtileg og hún annars er, halda velli. En þegar þjóð skrifar allt sem máli skiptir á annarri tungu en sinni eigin, er voðinn vis. Und- irstaðan er engin, húsið á sandi byggt. Þess vegna eru bók- menntimar burðarásinn í lífi þjóðanna — og þá auðvitað ekki sízt lítilla þjóða — sem vilja halda arfi sínum í heiðri Og varðveita menningu sína ó- skerta. Þetta mættu íslenzkir valdhafar hafa í huga, þegar þeir ráðstafa ijármunum ríkis- ins. Þessi þurðarás hefur aldrei brugðizt okkur. Hann hefur að visu verið missterkur, en ég hygg að hann hafi fremur styrkzt en hitt. Auk þess hafa tungunni bætzt góðir liðsmenn þar sem eru skólarnir pg leik- húsjn. Þó leikhúsin geti verið stopult aðhald (eins og útvarp- ið), er hlutverk þeirra oít og tíðum sterkt og öflugt í við- leitni til menningarræktar og andlegrar heiisugæzlu. Ég tek þetta fram vegna þess að ég er ekki viss um, að alltaf hafi ver- ið lögð á þetta atriði svo rík áherzla sem vera ber. En ein- mitt af þeim sökum hrýs mér hugur við að hlusta á það nýnál arskraf í blöðum og á manna- mótum, að nútímaleikhús eigi helzt ekki að byggja á góðum bókmenntum, heldur hljóti nú- tímaleikritun að vera „vísindi" út af fyrir sig, ekki bókmenntir. Ég trúi ekki á þetta tal. Gott leik’húsverk og gott bókmennta- verk haldast oftast í hendur. Og hlutverk góðs bókmenntaveiks í varðveizlu tungunnar er marg falt meira en þess „visinda- lega“. Tilbreyting er góð, en engin ástæða er tii að gera und- antekningar að ófrávíkjanleg- um reglum. Mikilvæg atriði á borð við þetta hef ég ekki séð leiklistargagnrýnendur taka til meðferðar, og væri þó ærin ástæða til. Loks má nefna skélana. Þar skipa bókmenntirnar ekki þann sess, sem lítilii þjó'3 eins og okkur er nauðsyn ó. En ef skól- arnir, — þ. e. ríkisvaldið, sem hefur gert kröfu til allrar upp- træðslu æskuiýðsi-ns og sagt við fóikið: Þið þurfið ekki að sjá um uppeidi eða menntun barna ykkar, við gerum það — og oftast með þeim afleiðingum að foreldramir leggja árar í bát, sljóvgast, hugsa með sjáifum sér: ríkið annast þetta hvort eð er — ef skólarnir bregðast hiut- verki sínu, þurfum við ekki að hafa áhyggjur, hvorki af menn- ingu ofckar né tungu. Það hverf ur allt í grænum sjó velferðar- ríkisins. Það er hægt að efla raunvisindi, smíða skip og stór- ar verksmiðjur, byggja glæsi- lega súlnahöll ofan á undirstöð- ur torfkofamenningarinnar, en ef þessi sama undirstaða er veik og vanrækt, hrynur yfirbygg- ingin eins og spilaborg. Við eig- um auðvitað að tileinka okkur eftir getu spútnikmenningu nú- tímans, en hún getur aldrei komið í staðinn fyrir tungu Egiis og Snorra. Við eigum að leggja áherzlu á margvíslegar, nútimalegar rannsóknir, en ekki á kostnað neins af því sem heyrir til gömlum arfi Og þjóð- legri eða norrænni menningu, hvort sem menn heldur vilja. Og þá er komið að kjarna málsins? Hvers vegna varð- veittist norræn tunga á ísland, en ekki í Noregi? Ég minntist á Noreg og bókmenntirnar á þvi tímabili, sem úr þvi var skorið að Norðmenin glötuðu norrænni tungu sinni, en við héldum henni. Fullyrt hefur verið að við höfum haldið henni aðeins vegna einangrunar. Ég segi: nei. Á sama tíma og lærðir menn i útlöndum rituðu bækur á lat- ínu, sátu ísienzkir menn, lærð- ir og leikir, og skrásettu bækur á eigin tungu. Ástæðan er kannskj einn af leyndardómum íslenzkrar menningar. Og lík- lega eru þær margar. Ein gæti verið sú, að Sslenzka frum- kirkjan var ekki andlegrar stéttar kirkja, ef svo mætti segja, heldur bændakirkja. — Prestar og höfðingjar voru af sömu rót runnir, milli klerka- stéttar og bændasiéttar mynd- aðist ekki djúp fyrr en síðar. íslenzka klerkastéttin er raunar vaxin úr bændastéttinni og hún heldur tryggð við uppruma sinn, erfðir og menningu. Mái hennar er norræn tunga, en ekki alls- herjar mál kirkjumnar, laiina. Vart er hægt að benda á hlið- stæður þessarar þróunar annars staðar í Évrópu á þessum tíma, og er efcki út í hött að álykta, að hér sé eitt svarið við fyrr- nefndri spurningu, Bent hefur verið á, að klerka- stéttin íslenzka, sem á ekki minnstan hlut að sköpun bók- menntanna, bafi haldið trúnað við tunguna vegna þess að hún hafi að miklu leyti verið heima- a!m og ekki menntuð upp á latínu. Andi manna eins og Sæmundar fróða, sem var lat- ínulærður í Paris, og ritaði giat- aða bók á því máli að sagt er, sveií ekki yfir vötnunum eða var að minnsta kosti kæfður í íæðingu. Það skyidi þó aldrei hafa verið að menntunarleysið, eða öllu heldur heimsmenning- arleysið, hafi orðið bezti banda- maður íslenzkrar tungu á þessu Viðkvæmasta skeiði menningar okkar. Þá hefði formæiendum einangrunarkenningarinnar á- skotnazt óvæntur bandamaður! Vafalaust koma ýmsar aðrar ástæður til greina, og skal ég ekki fjölyrða um þær, enda mun víst ýmsum þykja nóg komið. Einni skýringu vil ég þó bæta við og er hana að finna í samtali, sem ég skrifaði við Magnús Má Lárusson prófessor (sjá Hugleiðingar og viðtöl, 18.—19 bls.): „Menning þrett- ándu aldar er ekki sérstaklega norræn, heldur evrópsk. Við förum að dæmi Engilsaxa og notum móðurmálið, en ekki latínu. Raunar veit ég enga ein- hlíta skýringu á því, hvers vegna íslendingar rita á móð- urmáli sínu fremur en latínu sem var menningarmál þess tíma. En mér hefur dottið í hug að máldagarnir hafi haft þó nokkur áhrií í þá átt. Þeir voru eignaskrá kirkna og klaustra. Upphaílega merkir orðið samn- ingur, þ.e. samningur rnilli bóndans, sem byggir kirkjuna og kirkjunnar sem stofnunar, Þessir máldagar voru með því fyrsta, sem ritað var hér á * landi. Ástæðan til þess að þeir eru skrifaðir á íslenzku' er lík- lega S'ú, að hrnn skrifaði mál- dagi hafði upphaflega ekkert sönnunargildi beldur hinn lesni texti, en máldagann átti sam- kvæmt lögum að lesa yfir söfn- uöinum einu sinni á ári, á kirkjudaginn eða vigsludegi kirkjunnar. Þá dugði ekki að kyrja latínu yfir sauðsvörtuana almúganum, sem ekkert skildi**. Og ennfremur segir Magnús Már: „Á fyrstu árum ritaðs máls á íslandi þurfti að lesa lögin í heiid til að tryggja á- framhaldandi gildi þeirra, og átti ahnenningur að hafa hönd í bagga með lagasetningunni. Þá dugði ekki að skrifa þau á latmu. Þetta er sá jarðvegur sem mótar venjuna og hefur ' mjög liklega bjargað þvi að við tölum íslenzku í dag“. Þannig má sjá, að það ér rit- imálið, sem slær skjaldborg um tungu okkar og ræður úrslitum um varðveizlu hermar. Elf andi Sæmundar fróða og lærdóms- listar hans hefði ráðið ríkjum á íslandi á þessum viðkvæmu tímamótum, er með öllu óvist hverja stefnu tunga okkar og imennjing hefðu tekið. Þannig má með fulíum rétti segja að íslenzk menning sé bændamenn ing með margvíslegu — og þé ekki sízt kirkjulegu — erlendu ívafi. En undirstaða hennar er lögð. þegar ísland er í nánum og sterkum tengslum við evr- ópska menningarstrauma; hún er ekki eingetin og á ekki varð- veizlu sína að þakka glóru- lausri einangrun, eins og sumir virðast haida. Kveikja hennar er evrói>sk hámenning, reist á kirkjulegum grunni, en kveik- , urinn sjálfur er heimaunninn. Ljósinu — þessu einasta ljósi sem lýsir í aidalöngu myrkri viðsjállar sögu okkar — var skýlt af höndum sem alltaí héldu trúnað við logann sem forfeðurnir tendruðu. En kannski verður það ávallt einn af leyndardómum sögunnar, hvers vegna íslendingar áttu gæfusamari forfeður en flestar þjóðir aðrar. ?■> >' Ttl v£‘.,V--.'l P’- FJOLHÆFASTA 'OVER farartækið á landi Því svara hinir fjölmörgu Land Rover eigendur! Land-Rover er afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Aluminium hús, með hliðargluggum — Miðstöð og rúðublásari — Afturhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læsing á hurðum — Innispegill — (Jtispegill — Sólskermar — Gúmmí á petulum — Dráttar- krókur — Dráttaraugu að framan — Km-hraðamælir með vegmæli — Smurþrýsti- mælir — Vatnshitamælir — 650x16 hjólbarðar — H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan. — Eftirlit einu sinni eftir 2500 kílómetra. Benzínvél ca. kr. 144.000,00. — Dieselvél kr. 162.400,00. Ef þér ætlið að kaupa landbúnaðarbifreið, þá ættuð þér að >f spyrja Land-Rover eigendur um reynslu þeirra. Spyrjið einnig eigendur hliðstæðra bifreiða og gerið samanburð. Hvers vegna er Land Rover mest selda landhúnaðarbifreiðin ■ V AtfD ” “ROVE. R Benxín eðo tSiesel Leitid nánari upplýsinga um fjölhæfasta farartækid á landi Simi 21240 HEIIBVERZLVNIN HEKLA hf Laugavcgi 170-172

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.